Morgunblaðið - 07.04.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.04.1962, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 7. apríl 1962 GEORGE ALBERT CLAY: GINA Saga samvizkulausrar konu ------- 29------ Þér haldið ekki, að þetta snerti okkur, eða hvað? Diego faerði stól til hennar og ypti öxluna. Hver veit? Ef ég vissi það, væri ég í London eða Washington eða — Tokyo! Jaeja, í bili langar mig ekki í neinn ófrið heldur kaffi, sagði Gina. Don Diego lauk úr öðrum boll- anum af lútsterku kaffi áður en hann tók aftur til máls: Þú kem- ur nokkuð seint heim með þess- um unga manni, byrjaði hann. Þetta er nú gamlárskvöld, Don Diego, og við vorum í klúbbnum. Auk þess hélt ég ekki, að ég þyrfti neina verndarengla leng- ur, þegar ég er gift kona. Satt er það, en það er nú líka kjaftað um giftar konur. Náttúr- lega þarftu sérstakan verndara, en það hefði nú verið viðkunn- alegra ef þú hefðir komið heim með hinu fólkinu. Vicente var þarna, sagði hún til að breyta umtalsefninu. Með Luisu og tvaer kvensur til að gæta hennar. Hann svaraði engu og hún hélt áfram: Don Diego.. ég vildi gjarna fá hús út af fyrir mig. Ekki stórt, heldur bara eitt- hvað, sem ég ræð yfir sjálf. Kannske £ Talisay. Vilduð þér útvega mér það? Ertu ekki hamingj.usöm hér í húsinu? Ég vil vera út af fyrir mig. Ég segi það ekki vegna kostn- aðarihs, sagði hann, en það lítur ekki út fyrir, að það ætli að verða langt í þessu hjónabandi iþínu, og ég held, að það sé betra, ekki að ásaka þig, Gina, eins og að þú sért hér áfram. Við erum þú veizt, bætti hann við afsak- j andi, .... en þetta er í megn- asta óstandi og virðist ekki fara batnandi. Ef ég bara aetti annan son .... en nú er Vicente eina barnið og hann verður að gefa mér sonarsyni. Gina varð óróleg. Kannske ... ef við værum út af fyrir okkur Heimili eru fyrir fjölskyldur, en eins og þið Vicente lifið, eruð þið engin fjölskylda. Hérna get- um við séð um þig og huggað þig. Ég býst ekki við, að neitt mundi batna við þessa breytingu, og áður en lýkur ferð þú til Bandaríkj anna. Nei; æpti bún. Þangað fer ég aldrei aftur: Þetta er heimskuhjal, Gina, sagði hann ávítandi. Auk þess sem þetta er hneykslanlegt, getur það heldur ekki verið þægilegt líf fyrir þig. En ég verð að eign- ast sonarson .... Hann reis upp úr sætinu. Nei, þú færð ekkert hús nema Vicente komi til þín aftur. Gamli maðurinn var ein- beittur, er hann gekk út og Gina varð verulega hrædd, því að nú sá hún fyrir sér sinn raunveru- lega óvin: erfingjann, sem hún gat ekki gefið gamla Spánverj- anum. Hún reyndi fjrrst við Tim. Mánuði eftir að hann var seztur að og tekinn til við hið nýja starf sitt, heimsótti hún hann í smá- hýsinu þar sem hann hafði setzt að. Þetta var snemma kvölds og það hafði rignt allan daginn, ekki með stormi, heldur hægt og rólega. Kysstu mig, Tim. Hún setti glasið frá sér á borðið og gekk til hans þar sem hann stóð við gluggann og horfði á regnið og hafið. Hvers vegna? Mig langar til þess. Hann kyssti hana stutt og snöggt, rétt eins og þegar verið er að láta undan rellóttum krakka. Ekki svona, sagði Gina og þrýsti sér upp að honum. Heldur svo-ona. Tim kveikti sér í vincjlingi. Mætti ég ekkj fá einhverja skýr- ingu á þessari snögglegu ást. Ég vil eignast barn .... og Vicente .... Jæja, þú verður að hjál|>a mér, Tim. Guð minn almáttugur. Þú ætt- ir ekki að tala eins og bjáni, Gina. Þú hefur ailttaf sagt, að þú elskir mig, Tim. Nei, ekki þig, svaraði hann stuttaralega. Ég var ástfanginn af stúlkunni, sem þú varst einu- sinni. Ég hef ekkert breytzt. Líttu í spegilinp, sagði hann og leiddi hana að mannhæðarháum spegli sem var á veggnum. Strok in og skrautbúin kona horfði á hana, háleit og þóttaleg með hár- ið greit, rétt eins og í kórónu. Ég er laglegri en ég var áður sagði hún. Hakan á þér er ein-beitt og augnaráðið grimmilegt. Hann staðnæmdist við hlið hennar. Þú ert hörð og grmm og ég held, að þú sért ófyrirleitin. Ef ekki spegillinn sýnr þér það, verð ég að segj-a þér það. Hann stanzaði og horfði á hana og tók að velta því fyrir sér, hvort hann ætti að segja henni leyndarmál si-tt. Auk þess held ég, að ég sé sjálfur orðinn ástf-anginn, að minnsta kosti er ég farinn að draga mig eftir stúlku. Og það er raunveru- leg ást í þetta skipti, en ekki þetta, sem við kölluðum einu- sinni ást. Jú, vist ertu gimileg, játaði hann, og þegar þú ert hér og regnið lokar okkur inni og ég hlus-ta á þetta bull þitt og veit, að ef ég girntist þig .... en hitt er raunveruleg ást. Hver er það? spurði hún og var um leið hissa á sjálfri sér að vera svona forvitin að vita það. Luisa Sffredo. Hann þagnaði. Ætlarðu ekki að óska mér til hamingju? En hún var flúin út í rigning una og hann stóð í dyrunum og horfði á eftir henni. XIX. 1 fyrsta sinn, sem Vicente vaknaði almennilega úr áfengis vímunni og fann konuna sína við hlið sér, flýði hann sem skjótast úr rúminu og læsti sig inni í baðherberginu, I annað skiptið ýtti hann henni vonzku lega út úr herberginu, bölvandi, en í þriðj skóiptið mundi hann óljóst, að hún hefði verið að bíða eftir honum þegar hann kom heim um nóttina og hafði svo hjálpað honum að afklæða sig og hann mundi, að hún hafði verið mjög falleg og að hann hafði gimzt hana. Um morgun- inn hafði hann séð gegn um þrúgandi timburmenn og höf- uðverk, að hún lá við hliðina á honum og brosti við honum, og hann varð hræddur, því að ein- hver ástæða hlaut að vera til þess, að hún brosti, þó að hún gæti ekki munað það. Næstu daga reyndi hann að muna og toga í auða blaðið í minni sínu til þess að já, hvað hinumegin væri, en þetta minnisleysi hans varð honum að fal-lL Þið Vieente eruð þá .........? spurði Don Diego glaður. Ég held við verðum bráðum hamingjusöm aftur, sagði hún. Hann var bara ringlaður og utan við sig. Hann vissi ekki hvað hann vildi. Auðvitað verð um við að fara að öllu hægt og sígandi, sagði hún í viðvörun- artón. Hann þarfnast umhyggju og nærgætni. Ef við bara hefð- um hús ú-t af fyrir okkur .... Og upp úr þessu kom Kletta húsið, ævintýr-alegt, hvítt og rúm gott, og byggt utan í klettunum við sjóinn. Menn voru sóttir alla leið til Kaliforníu til þess að sprengja veg framan í klettana, garðyrkju-menn frá Virginin til að leggja garða með aðfluttum jarðvegi og húsameistari kom frá Chicago og fékk þarna tækifæri til að byggja húsið, sem hann hafði alltaf dreymt um. Þarna var allt samankomið, sem hend- inni þurfti til að rétta. Don Diego greiddi reikningan-a, nöldrandi þó og undr-andi, því að þetta virtist færa Vicente neitt nær konu sinni. En aðaláhyggj- una hafði hann af Ginu sjálfri, sem vildi alltaf ver-a þarna á höttunum og ngitaði algjörlega að fara út á búgarðinn. En henni var það áhu-gamál, að allt yrði tilfoúið áður en barnið fæddist, og Don Diego lét hana sjálfráða um þetta. Þegar ekki v-ar nema mánuður til jóla og ekki það til fæðingar- irrnar, flu-tti hún ásamt Önnu og fáum öðrum hjúum í einu álm- una, sem tilbúin var af húsinu og Don Diego, sem var alveg á nál- um í sambandi við barnið, greiddi læknum og hjúkrunar- konum stórfé til þess að flytjast þangað og hafast við í bílskúrn- um. Seint í nóvember fæddist son- ur hennar og var skírður Diego í höfuðið á afa sínum, sem æpti upp yfir sig af gleði og fór að kalla Ginu „dóttur sína“, og þeg- ar honum fannst það ekki nægja gaf hann henni fallegustu perl- urn-ar sem floti hans hafði veitt undanfarið ár. Gina var alltaf að búast við, að Vicente kæmi í nýja húsið, og þegar hún einn daginn fékk boð frá frú Tiu, fór hún fúslega á fund hennar. Þolinmæði er vizka, sagði gamla konan. Farðu heim og bíddu Vicente kemur til þín ef ekki af öðru þá af forvitni. Og svo kemur til þinna kasta að halda í hann, þegar harrn hefur svalað forvitninni. Svo kom hann einu sinni undir kvöld, þegar Gina sat á útsýnis- staðnum og var að horfa á leti- legu reykjarstrókana frá borg- inni sem voru árangurslítið að reyna að óhreinka himininn. Hún hafði verið að vinna í garðinum og léreftskjól'linn hennar var óhreinn, og hún var með band um hárið og leður-ilskó á fótum. Hvernig lízt þér á Klettahúsið? spurði hún áður en hann gat heilsað henni. Hvemig lízt þér á húsið þitt Vicente? Ég á ekkert í því og langar ekkert til að eiga, reyndi hann að hreyta út úr sér, en jafnvel meðan hann var að segja orðin, sá Gina hann í anda horfa á sjálfall'sig sem húsbónda og gest- gjafa, sem hlustaði á fólk segja: „Hafið þið séð húsið hans Vic- ente de Avilej uppi í kiettun* um?“ Það er þitt hvenær sem þér þóknast, sagði hún. Hér bíður það eftir þér, engu síður en ég og sonur þinn. Anna er að sækja hann. Vicente hélt lengi á baminu, án þess að líta á Ginu, en hún tók eftir, hve vandlega hann rannsakaði andlitið á því, til þess að leita þar að einum eigin svip. Hún lofaði honum að halda nógu lengi á baminu til að langa I eitthvað meira, en sendi þá eftir Önnu til að gefa því að borða. Siðan elti hún önnu með barnið inn í húsið. og þegar hún kom aftur, hafði hún greitt hár sitt, svo að það var eins og skínandii silki, og hafði sett svartstein&- hringinn frá frú Tiu á finguir sér. Hún hafði ekki gefið sér tíma til að hafa alveg fataskipti, og enda þótt hún skynjaði það ekki sjálf, var hún útlits eins og ung stúlka, gimilegri en þó að hún hefði skrautbúið sig hans vegna. Þú verður í mat? sagði hún spyrj- andi. Er ég boðin? Klettahúsið er heimilið þitt, Vicente, sagði hún með áherzlu. Þú ættir ekki að þurfa neitt heimboð á þitt eigið heimili. Seinna stóðu þau saman inni 1 barnaherberginu og horfðu á barnið sofandi. Ef ég bara vissi það.... tautaði Vicente með sjálfum sér. Ef ég bara gæti ver- ið viss. Ég fram-di eina yfirsjón, sagði Gina, en þar með er ekki sagt, að mig langi að fremja aðra. Þú færð enga sönnun, Vicente, nema í þí-nu eigin hjarta, og ég ætla ekki að fara að reyna að sanna þér neitt. Annaðhvort treystir þú mér eða treystir mér ekki. Við bíðum hérna eftir þér þang- að til þú vilt koma til okkar. Hönd henn-ar hvíldi á arml hans, og þau horfðu á sofandi bamið. Ég vil fá þig aftur sagði h-ún. Mig langar ekki í þetta lif án þín. Geturðu ekki trúað mér? Reynt að trúa mér? Og hann trúði henni. Ekki vegna þess að það væri rökrétt, heldur af hinu, að hann þráði svo innilega að geta trúað henni. Og áður en hann vissi af, var hún í faðmi hans, og þau ætluðu aldrei að geta kysst sig södd....- Síðar, þegar dagurinn var að byrja að gera vart við sig og Vicente svaf enn, stóð Gina úti á klettinum og horfði á sofandi umhverfið. Hún gat ekki sofið því að kona þráir ást enn meir, eftir að hún hefur verið með karlmanni, en þá vill karlmaður- inn sofa. Hún skammaðist sín ekkert fyrir þetta bragðanet sitt, úr því aitltvarpiö liaugardagur 7. apríl. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar —8.30 Fréttir. 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig* urjónsdóttir). 14.30 „Vér, hinir blindu í veröldinni,** samfeld dagskrá flutt að tilhlut-* an alþjóða heilbrigðismálastofn* unarinnar. — (15.00 Fréttir). 15.20 Skákþáttur (Guðmundur Am« laugsson). 16.00 Bridgeþáttur (Stefán Guðjohn* sen). 16.30 Veðurfregnir. — Danskennslt (Hreiöar Ástvaldsson). 17.00 Fréttir. — X»etta vil ég heyras Halldór Þorsteinsson kennari vel ur sér hljómplötur. 17.40 Vikan framundan: Kynning 4 dagskrárefni útvarpsins. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Leitin a8 loftsteininum" eftir Bernhard Stokke; VIII. (Sigurður Gunnar* son). 18.30 Tómstundaþáttur bama og ung+ linga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. — 19.20 Veður* fregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Leikrit: „Varið yður á málning-* unni“, gamanleikur eftir René Fauchois, í þýðingu Páls Skúla-* sonar. — Leikstjóri: Indriðl Waage. Leikendur: Brynjólfur Jóhannesson, Arndís Björns* dóttir, Anna Guðmundsdóttir, Jón Aðils, Klemens Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir, Helga Löve oJl. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.14 Passíusálmar (41). 22.20 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok. ií' ' i" ii'ij i»i?i{|/ TTnjy, m'í ! 'i i'u!"! i''"! 'ii M mm 'i»i fi.'i"! i i 1 í'n» i h"i' 'Vi' !'W'! "'.«1 m X- X- X- GEISLI GEIMFARI X- X- X- «—• (Vandal hefur komið auga á mig. Ég kemst ekki svona auðveld- lega undan.... Skipið hans er hrað- skreiðara en mitt, stærra, öflugra. Hann sprengir mig í tætlur. Ég hef aðeins einn möguleika.... Einn hæp inn möguleika.... Verð að reyna hann.... Það er ekki um annað að velia)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.