Morgunblaðið - 13.04.1962, Síða 23

Morgunblaðið - 13.04.1962, Síða 23
r FÖstudagur 13. apríl 1962 23 MORGVNBLAÐIÐ Rússneskir listamenn N ÆSTK OM ANDI mánudags- kvuld er væntanlegur hingað til lands hópur rússneskra lista- manna, sem mun halda skemmt- anir í Reykjavík og nágrenni. Listamennirnir kioma hingað á vegum Skrifstofu skemmtikrafta og annast Pétur Pétursson fyrir- greiðslu jþeirra hér. Hópurinn er nú í sýningarför í Svíþjóð og eftir blaðaummælum að dæma hefur hann fengið mjög góðar viðtökur. Hér er um að ræða 9 listamenn í ýmsum greinuon. Maja Koohanova er kóloratúr- söngkona sem starfar við Stanis- lavskileiidiúsið í Moskvu. Hún hefur leikið í kvikmyndinni „Dimitri Gorizvit". Boris Mazun er frá Novosi- birsk og syngur hjá Fílharmon- iska félaginu þar. Hann syngur m. a. aríur og þjóðlög. Ballettdansmærin Nelly Nasar- dova er frá Anmeniu, en er nú primadonna við Stanislavskileik- húsið í Moskvu. Murat Konuikov er frá Ord- sjonikidse í Kákasus. í þjóðdansa flokki hans eru 60 starfandi fé- lagar. Hmgað koma 4 að þessu sinni. Kadsjimel Varzijev er einnig í þjóðdansaflok'knum. Bulat Gasdanov er undirleikari þjóðdansahópsins. Albina Bajeva er aðems 20 ára. Hún hefur tekið þátt í mörgum danssýningum og sýnt hina fögru og fjörugu dansa þeirra Káka- susbúa. Píanistinn Serge Sikryndhenko er 21 árs. Hann er nemandi við tónlistarháskólann í Kiev. Boris Jegerov er 25 ára og nemur við Tónlistarkennaraskóla Gnesis í Moskvu. Áhugi hans beinist einkum að þjóðlegri tón- list og hljóðfærum. Hann leikur á harmoniku balalaika, banjó og fleiri hljóðfæri. í sýningarför þessari leikur hann á harmoniku. Fyrsta skemmtun listamann- anna verður væntanlega á þriðju dagsfcvöld. Sinfóníutónleik- ar í gærkvöldi ÞAÐ VAP. gaman að fá að heyra Passacagliu Páls ísólfssonar á tónleikum Sinfóníuihljómsveitar íslands í samkömuhúsi háskólans í gærfcvöldi. undir stjórn Jindr- idhs Rohans. Þetta er tilkomu- mikið verk og frábærlega vel unnið, byggt yfir eigið stef, sem út af fyrir sig er hin mesta völundarsmið. Það leynir sér ekki, að Páll er í sálufél>— við þá báða, Bach og Brahms, mestu passacagliuihöfunda allra tíma, og hefir tileinkað sér tæfcni þeirra, — en hver getur kosið sér betri félagsskap? Etf til vill hefir enn ekki verið samið íslenzfct hljóm- sveitarverk, sem taki þessu fram að öllu samanlögðu. Það er ójafn leikur milli ein- leikara í fiðlukonsert og hljóm- eveitar, sem skipuð er fimmtíu mönnum eða fleiri. Hver einstafc- ur getur haldið til jafns við ein- leikarann um hljómmagn, ef Ihann vildi það viðhafa, og marg- ir miklu meira en það. Af þess- um ástæðum hefir fiðlufconsert- inn verið hálfgert vandræðabarn i hópi tónlistarfonma, allt síðan á dögum Beethovens. Tónsfcáldin neyðast til að skrifa einleikshlut- verkið að meginhluta óþægilega ofarlega á tónsviðinu, svo að það fljóti ofan á tónahafi hljómsveit- arinnar. Þetta er ekki sá hluti tónsviðsins, sem hljómfegurstur er, og „intönation" er þar líka erfiðari en neðar. Auk þess hætt- ir einleikurum til að ofgera hljóð færinu 1 viðleitni sinni til að hamLa á móti ofureflimi. Þetta er ekki vandamál í upp- tökum á hljómplötur eða á út- varpstónlei'kum. Þar er hægit að styrkja rödd fiðlunnar, svo að hún yfirgnæfi allt annað, ef svo vill verkast, og einleikarinn get- ur lagt fulla rækt við hljóm- blæ og tónhæfni. Þetta er líka notað óspart. En afleiðingin er sú, að hver sá, sem kunnugur er fiðlukonsertum af plötum og útvarpi, hlýtur óhjákvæmilega að verða fyrir vonbrigðum, þeg- ar hann heyrir slíkt verk í tón- leikasal í fyrsta sinn. Þetta var ég að reyna að segja kunningja mínum, sem lét í ljós slík von- brigði í gærkvöldi, og því eru þessar hugleiðingar eettar á blað. Það var engin ástæða til von- brigða yfir einleik Björns Ól- afssonar í fiðlukonsert Brahms í gærkvöldi. Hann spilaði eins og sá, sem valdið hefir, af feetu, öryggi og myndugleik. Hamfarir fyrsta kaflans, sem er stórum rismestur og mikilúðlegastur, nutu sín jafnt og ljóðræn mýkt miðþáttarins og glaðværð og glæsileiki lokakaflans. Sinfónían nr. 9 eftir Dvorák, „Frá nýja heiminum“, var síð- asta verkið á efnisskránni að þessu sinni. Það leyndi sér ekki, að hér var hljómsveitarstjórinn heima hjá sér, og að haim flutti þetta verk hins fræga landa síns með miklum kærleika. Sinfóní- an var fagurlega roótuð frá upp- hafi til enda, og sumir kaflar hennar fluttir af geislandi sann- færingarkrafti og innlifun. Staðgenglar mínir, sem hafa skrifað hér í blaðið í forföllum mínum um tvenna síðustu sin- fóniutónleika, töldu hvor sína tónleika hina beztu, sem hljóm- sveitin hefir haldið í vetur und- ir stjórn Jindriehs Rohans. Leyf- ist mér að segja það sama fyrir mitt leyti um þessa tónleika? Jón Þórarinsson. MOT4KJAVINSltíStOFA OC VlOTÆKJASAtA Trúlofunarhringar afgreiddir samdægurg HALLDOR Skólavörðusti % 2 Til hátíðarinnar Til fermingagjafa Undirfatnaður í úrvali frá Carabella, Artemis, Asani og Coral. Austurstræti 7. SPARISKÖR FVRIR Hverfisgötu 82 Sími 11-7-88. GRIMA Biedermann og brennuvarganir eftir Max Frksch Sýning laugardagBkvöld kl. 8.-30 í Tjainarbæ. Aðgöngumiðasalan opin frá frá kl. 2—7 í dag og á morgun eftir M. 4. Sími 1-51-71 Bannað börnum innan 14 ára. SANITAS-ÁVAXTAS U LTA og SAFT .Tarðaberja Hindberja Bláberja Bl. ávextir A n a n a s Aprikósu S v e s k j u Marmelaði Orange-safi Bl. ávextasaft Hindberjasaft Kirsuberjasaft — Biðjið ávallt um SANITAS gæðavörur — SÍIWI 3 53 50 H.F. SANITAS SÍIWl 3 53 50 Málning Fjölbreyft úrval HÖRPU SILKI SPRED SATIN JAPANL.AKK SÍGLJAI GÓLFLAKK OLÍUMÁLNING TITANHVÍTA ZINKHVÍTA FERNISOLÍA TERPENTÍNA ÞURKEFNI KVISTALAKK MÁLINGAREYÐIR • Teak - olla dönsk. ALABASTIN-fyllir GIBS - KRÍT SPARTL - KÍTTI TERMOPANÉ-kítti UNDIRL AGS -kítti PLAST-kitti, fyrir leka mSERPOFIX“ flisalím „SERPOFUG" fúu sement PLAST-STÁL BÍLASPARTL BÍLAGRUNNUR BÍLALAKK HJÓLHESTALAKK SMERGEL-léreft. VATNSSLÍPI-pappír. STÁLBURSTAR ómissandi ryðvöm í 174, 1/2, 1/1, 15 W*. plastbrúsum FFRRO - REISE/VLER Hindrar ryðmyndun og ver króm og aðra málma fyrir veðrun. • ZINKRÓMAT BLÝMENJA GRÁMENJA RYÐVARNARBRONS ALMUNÍUM-málning • SADÓPOL, svart nvatt- lakk fyrir járuhúsgögu. Málningar - Penslar og kústar Rúllur og bakkai Spartl- og kittisspaðar „Skartsens“ sköfur Glersköfur Sandpappir Gúmmíslípiklossar. Málaratröppur 2 stærðir Málaraábreiður Verzlun 0. [Ilingsen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.