Morgunblaðið - 10.05.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.05.1962, Blaðsíða 23
f Fimmtudagur 10. maí 1962 MORGUNBLAÐIÐ 9.3 Snnlendar fréttir í stuttu máli •ftSWfíífíSSÍSSSSÍ?: TXARNARBÆR (áður Tjam- arbíó) sýnir nú myndina Á Kon-Tiki yfir Kyrrahaf, sem sýnd var í sama bíói fyrir nokkrum ámm. Hún er sem kunnug-t er um siglingu Thors Heyerdahls hins n-orska á fleka yfir Kyrrahaf (8000 km leið), en sú för þótti að von- um mikið afrek. — Myndin hlaut góðar viðtökur og var af sumum talin ein sérstæð- asta og merkilegasta sinnar tegundar. SÍLDARBÁTAKNIR lóðuðu í gær talsverða síld en hún var stygg. Alltaf fréttist samt af einhverjum, sem voru að fá hama og von var á 3 bát um inm til Reykjavíkur í nótt, Guðmundi Þórðarsyni með 2000 tunnur, Steinunni með 1200 og Ólafi Magnús- syni með 1000 og mun þeir hafa fengið síldina út af Jökli. ÞÓRÐUR Hjaltason, fyrrv. stöðvarstjóri í Bolungarvík, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hjá Styrktarfél. vangefinna frá 1. þ. m. að telja f FYRRINÓTT vom unnar miklar skemmdir á braggan- um, þar sem Tripolibíó var. Var farið að rífa braggann að innan og verið að koma þar fyrir tveimur færanleg- um vinnupöllum. Vora þeir felldir niður og stórskemmdir. Þá var farið inn í hliðarher bergi og brotnar þar klósett- skálar og skolkassar og loks höfðu spelivirkjar flett áklæð inu af stólsetum og stólbökum og stolið svampinum undan því. Búið var að selja braggan með öllu innanstokks og ætl- aði kaupandi að flytja bragg- ann og nota fyrir birgða- skemmu. KLUKKAN að verða níu í gærkvöldi ók unglingspiltur á skellinöðru á hliðina á stór um vöruflutninga'bíl á at- hafhasvæði Isbjarnarins á Sel tjamarnesi. Meiddist piltur- inn, sem heitir Gústaf Ólafs- son, Skólabraut 1, eitthvað og var fluttur á Slysavarðstof- una. RÆÐISMAÐUR íslands í Aal borg, hr. Povl K. I. Christen sen, andaðist 2. þ.m. 61 árs að aldri. Banamein hans var hjartaslag, er gerður var á honum uippskurður við botn- langabólgu. Jarðarför hans fór fram 5. þ.m. Povl Christensen hafði gegnt ræðismannsstörfum fyr ir Island í Aalborg síðan ár ið 1957. (Frá Utanríkisráðuneytinu) Alþjóðlegt æskulýðs- starf eflist stöðugt Einn af íramkvæmdaistjórura Way heim- sækir Æskulýðssamband Islands STJÓRN Rauða Kross íslands hefur kjörið fyrrverandi for- mann sinn, Þorstein Scheving Thorsteinsson lyfsala, heið- ursfélaga RKÍ og var honum nýlega afhent heiðursskjal af því tilefni. Þorsteinn Scheving Thor- steinsson hefur setið í stjórn Rauða Kross íslands frá upp- hafi eða frá 1924, og verið formaður hans frá 1947 og þar til hann Jét af stjórnarstörfum í september sl. Enginn maður hefur unnið eims mikið fyrir Rauða Kross íslands og mót- að starfsemi félagsins eins og hann. Á myndinni sést Þorsteinn Scheving Thorsteinsson með heiðursskjalið. — Þá væri illa Framh. af bls. 1 an komið þessu áleiðis til utanrikisráðuneytisins hér og það síðan sent málið til háskólaráðuneytisins, þar sem verið væri að yfirvega, hvort leyfa skyldi mönnum þessum að koma og veita þeim styrk. Þótti okkur sem þá væri illa komið, ef þetta næði fram að ganga. f Hófum við því upp mál okkar við Lange og mæltum svofelldum orðum: „Félögum okkar í nágrannalöndunum CSR (þ.e. Tékkóslóvakíu — innskot Mbl.), Póllandi og Sovét er mikill vandi á höndum. Þannig er mál með vextl, að stjórnir ríkja þess- ara hafa gert „menningar- samning“ um stúdentaskipti við islenzku stjórnina. Þar með hefur menntamálaráðu- neytið, . . . það á valdi sínu, hverjir íslenzkir stúdentar veldust til náms i löndum þessum“. Bentum við honum á, að með þessum hætti mundu hætta að veljast til þcssara landa róttækir stúd- entar og mundu íhaldsmenn ! . . • veljast þangað til' náms Sðrum fremur. Þar með væri SIA dauðadæmd, auk þess ! værl sú hætta fyrir hendi, að íhaldið gerði hreinlega út [ menn til landa þessara í þeim tilgangi einum að rægja þau, þegar heim væri komið . . . Sögðum við hon- nm, að útlitið væri nógu slæmt í löndum þessum, þó myndl steininn taka úr, ef hinir og þessir náungar færu að stúdera í DDR“. Þama er það því játað berum orðum, að kommún- istum þætti það síður en svo „æskilegt" — eins og Moskvu málgagnið segir þó í gær — lið losna úr þjónustu Ul- brichts í þessum efnum, held ur þætti „sem þá væri illa komið, ef þetta næði fram að ganga“. — SamstaBa Framh. af bls. 1 gegn skæruliðum kommúnista. Þá leggja fulltrúarnir áherzlu á það í yfirlýsingunni að Kyrra hafsríkin séu staðráðin í að halda sjálfstæði sínu og að halda áfram stuðningi við van- þróuð lönd. BERLÍN Þegar ráðstefnunni lauk var fulltrúum boðið til kvöldverð- ar til heiðurs þeim Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, og Keith Holyoake, for- sætisráðherra Nýja-Sjálands, sem báðir sátu ráðstefnuna. Þar flutti Rusk ávarp, sem meðal annars fjallaði um Berlínarmálið. Sagði ráðherr- ann að hvergi ögruðu komm- únistar Vesturveldunum eins og í Berlín, en Vesturveldin hefðu ekki í hyggju að láta hrekja sig úr borginni. Væru þau skuldbundin til að vernda frelsi borgarinnar. EKKI SOFNA Á VERÐINUM Rusk sagði að sameiginleg málefni Anzus-bandalagsins væru ekki bundin við Kyrra- hafssvæðið eingöngu. Framtíð ríkjanna væri háð alheimsbar- áttunni. Skilningur kommún- ista á friðsamlegri sambúð byggðist á þeim grundvelli að lokasigur kommúnismans væri óhjákvæmilegur. Ekki mætti sofna á verðinum þótt ágrein- ingur ríkti innan kommúnista- ríkjanna, því báðar aðalgreinar kommúnismans hefðu það tak- mark að sigrast á Vesturveld- unum. SAMANBURÐUR Ræðu Rusks var útvarpað um alla Ástralíu og skoraði hann á hlustendur að bera saman Austur-Þýzkaland og Vestur- Þýzkaland, eða Austur-Evrópu og Vestur-Evrópu. Berið Kína saman við hvaða ríki annað, sem ykkur dettur í hug, sagði ráðherrann. Hið mikla fram- farastökk misheppnaðist algjör- lega og „lejðin til bjartrar framtíðar" reyndist liggja til eymdar, sagði Rusk. — Veturinn Framh, af bls. 3. það að stöðugt hefur verið leitað fiskjar. Sjórinn hefur verið svo kaldur, hefur mælzt að undan- förtnu um V2 °, en í gœr var hann farinn að hlýna ög féktest þá nokkuð af steinbít á línu, en enginn þorskur. f þeim tveimur gæftaköflum, sem hér voru 1 vetur, síðast í febrúar ög um miðjan marz var aftur fiskur á miðunum hér og fiskaðist þó nokkuð. Rauðmaga-veiði hefur verið góð í vor og nokkuð stund uð. Einnig hefur verið hægt að veiða loðnu en ekki verið gert svto teljandi sé. Lagt hefur verið fyrir hákarl en engin veiði verið enn. Einn allstór trillubátur hefur verið smáðaður hér í vetur, eigandi hans er Jón Bjömsson, Sætúni, en bátinn smíðaði Hörður Björns son. I. I. ÆSKULÝÐSSAMBAND fslands boðaði fréttair.enn á sinn fund í gær og kynnti fyrir þeim David Brombart, einn af fram- kvæmdastjóram World Ass- embly of Youth (WAY), alþjóða sambands æskunnar, sem ÆSÍ hefur verið aðUi að frá stofn- un sinni árið 1958. Stuðningur við vanþró- •'* aðar þjóðir David Bromibart er 28 ára igamall Belgi, sem Starfað hefur hjá WAY um nokkurra ára skeið og einkum skipulagt þá starf- semi er sérstalklega hefur verið í þágu ungs iðnverkalólks víða um heim og verkalýðsæskunnar yfirleitt. Að því er Brombart tjáði fréttamönnum, hefur starf semi þessari einfcum verið hasl- aður völlur meðal vanþróaðra þjóða, enda þörfin þar brýnust. Hefur verið lögð sérstök áherzla á að efla æskufólk þessara landa til uppþy.ggingar heima fyrir, bæði með því að mennta það og þjálfa og ennfremur að sameina krafta þess til átaka. Starfsem- in hefur þegar borið farsælan ávöxt meðal margra þjóða — og verður æ órangursríkari. Þá er nýlokið í Casaþlanca fyrstu ráðstefnu ungs verkalýðs og launþega, sem haldin var að tilhlutan WAY og fjallaði um „Þátt ungra verkamanna og lanuþega í þjóðfélagslegum um- bótum.“ Sótti hana 1 fslending- ur, Hörður Gunnarsson, en alls voru þátttakendur frá 70 þjóð- um. f annað sinn á íslandi Heimsókn Brombarts hingað til lands nú er hin önnur í röð- inni, en hann kom hingað einn- ig árið 1959. Er hahn á heim- leið af fundi framkvæmdanefnd ar WAY, sem nýlokið er í Costa Rica. Hugðist hann halda áfram för sinni í morgun til Brussel, en þar eru aðalstöðvar WAY með 25 manna starfsliði af mörgu þjóðerni. Mörg verkefni framundan f viðtalinu við. fréttamenn gat Brombart um nokkur atriði, sem næst eru framundan í starfsemi WAY almennt, þ.á.m. ráðstefnu um málefni landtoúnaðar og sveitafólks, sem haldin verður í Hollandi í júlí, för sérstakrar sendinefndar að landamærum Angola, til þess að kynna sér vandamál flóttafálks þaðan, ráðstefnu í Skotlandi á næstunni um stuðning við vanþróaðar þjóðir — og síðast en ekki sízt næsta allsherjarþing og ráðs- fund WAY, sem fram fara í Ár- ósum í júlímánuði n.k. en þar munu verða samankomnir um 400 fulltrúar frá a.m.k. 56 þjóð um, sem aðild eiga að samtök- unum. Þátttaka íslenzkrar æsku Lýsti Brombart þeirri von sinni, að íslenzk æska gæti átt sem víðtækasta aðild að fram- angreindum þáttum starfseminn Bandarísku flugvélarnar koma ekki FYRIR nokkru var frá því skýrt í blaðinu að Bandaríkjamenn hefðu. boðist til að láta íslend- inga hafa gamlar DC-6 vélar og var ætlunin að Landlhelgisgæzl- an fengi tvær þeirra til afnota. Var sendur maður frá Land- helgisgæzlunni út til að skoða vélarnar og taldi hann og annar maður, sem til var kvaddur, að þær þyrftu það mikillar við- gerðar við, að ekki borgaði sig að flytja þær hingað og voru þær afþakkaðar. Kynnir Vestur Þýzkaland KLUKKAN níu í kvöld verð- ur haldið kynningarkivöld í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir alla þá, sem hafa hugsað sér að koma til Vestur-Þýzka- lands í sumar, annað hvort eingöngu eða sem viðkom- andi í för til margra Ianda. Þar verða alls konar upplýs- ingar veittar ollum þeim, ex þess æskja o. s. frv. Litkvik- myndir verða sýndar, dans á eftir og öllum heimill aðgang- ur. f FRÉTTABRBFT frá Stykkis- hólmi er í blaðinu var sagt að um9Óknarfrestur um sjúkrahúis- læknisstöðuna væri tii 5. júní, en átti að vera tiil 28. maí næstkom- andi. . , David Brombart ar — svo og öðrum, sem í hönd færu. Jafnframt kvað hann eð keppt mundi verða að því, að ungt fólk úr öðrum heimsálfum, sem þátt tekur í kynnisferðum WAY til Evrópu, fái einnig tæki færi til að heimsækja ísland og kynnast landi og þjóð. Minnt- ist Bromtoart sérstaklega á heim sókn Alsírbúanna tveggja, sem (hingað komu s.1. sumar á vegum WAY og ÆSÍ til þess að kynna málstað Serkja. Kvað hann þá hafa verið sérstaklega ánægða með för sína hingað og þá vin- áttu, sem þeir hefðu mætt. — Kennedy Framh. af bls. 1 ar, sem honum hefðu borizt að undanförnu, bentu til þess að vestur-þýzka stjórnin styddi stjórn Bandaríkjanna í samn- ingunum við Rússa. Kennedy minntist orða Win- stons Churchills á þá leið, að þegar væri „talað og talað“ væri ekki „barizt og barizt". Bandaríkin væru reiðubúin að gera hvað sem unnt væri til að vernda friðinn, svo framarlega sem það stríddi ekki gegn ör- yggi landsins. Kennedy ræddi einnig nokk- uð um ástandið í Laos og sagði að hraða bæri samninga- tilraunum um myndun sam- steypustjórnar í landinu, en dráttur sá, sem orðið hefur á þeim viðræðum, hefði leitt til mikilla árekstra undanfarið. — Harmaði forsetinn að vopnahlé- ið í landinu hefur verið rofið og ástandið farið versnandi. Að- spurður sagði hann að þrátt fyrir þetta væri alls ekki ætl- unin að senda bandariskt herlið til Laos.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.