Morgunblaðið - 10.05.1962, Blaðsíða 20
20
MORGUISBLAÐIÐ
Fimmtudagur 10. maí 1962
GEORGE ALBERT CLAY:
GINA
Saga samvizkulausrar konu
Gina þurrkaði sótið af kinn
frúarinnar með vasaklútnum sín
um. Hvers vegna hættið þið ekki
að berjast gegn þeim? sagði hún.
Ég get ekki þolað að sjá ykkur
í þessu ástandi.
Því haettum við aldrei, svaraði
frúin. Ekki fyrr en þeir hafa
verið reknir héðan og ekki einu
sinni þá.
Ginu varð hugsað til grun-
semda Ichiros. En þetta er von-
laus barátta, sagðj hún. Þeir
verða hér um alla eilífð.
Þú ert gömul og þreytt, sagði
Gina og reyndi að taka í hand-
legginn á gömlu konunni. Lof-
aðu þeim ungu að berjast. Hvað
getið þið á móti þeim, svona
sterkum? Heyrirðu ekki fréttirn
ar. Japanirnir eru allsstaðar sig-
ursæ-lir. Nú, þegar þeir hafa tek
ið Ástralíu og.......
Þeir eru nú ekki komnir til
Ástralíu enn, sagði Lolyta.
Það segir nú Kato aðmíráll
samt.
Því trúum við ekki.
Það er misskilningur hans.
Útvarpsfréttirnar segja það
líka.
Japanimir mæla sem þeir
vilja, og þegar fréttirnar eru
ekki þeim í vil, búa þeir til frétt
ir sjálfir. En svo eru ráð til að
frétta sannleikann.
Hver eru þau? spurði Gina og
um leið hataði hún sjálfa sig
fyrir spurninguna. Segðu mér,
hvernig þið farið að því, Lolyta.
Lolyta setti pönnuna aftur á
eldinn. Þú spyrð ofmikið, Gina.
Ég skal tala við aðmírálinn.
Don Diego skal ekki þurfa að
vinna fyrir þá, ef hann vill það
ekki. Við skulum reka alla þessa
menn út úr húsinu og þið skul-
uð fá allan þann mat, sem þið
þarfnizt.
Hættu þessu, Gina, sagði
gamla konan. Við komumst af
og stundum líður okkur meira
að segja vel. Það er ekki sann-
gjamt, að þú sért að neyta af-
stöðu þinnar í okkar þágu.
Gina afsakaði sig. Ég vildi nú
bara sýna þakklæti mitt fyrir
gestrisnina, sem ég hef notið hér.
Frú Lolyta sneri sér aftur að
ofninum. Þú skuldar okkur enga
gestrisni, því að gestrisni er hlut
ur, sem ekki er hægt að lána.
Að minnsta kosti gildir það um
spænska gestrisni.
Gina móðgaðist af þessari
sneið. Mér finnst þetta nú hvorki
tími né tækifæri til að grobba
af spænskum siðum og vanjum.
Siðir mínir og venj ur eru það
eina, sem ég á eftir, Gina, sagði
frú Lolyta lágt. Ef ég missti það,
gæti ég eins vel misst lífið sjálft.
Það er þess vegna, sem ég verð
að halda áfram að berjast. Það
stendur ekki á svo miklu, hvort
við sigrum eða ekki, ef við að-
eins gefumst ekki upp. Þú skilur
þetta ekki. Frú Lolyta yppti öxl-
um. Þú verður í mat, Gina?
Það get ég ekki, sagði Gina.
Ég hef kvöldiboð í dag. Hún leit
á gömlu konuna, sem hrærði í
pönnunni og andaði að sér ilm-
inum frá henni, og þá varð henni
hugsað til síns eigin eldhúss og
starfsfólksins, sem þar var. Hún
vorkenndi Lolytu, en Lolyta var
heimskingi.
Það er kannske fyrir beztu,
sagði gamla konan. Don Diego
mundi ekki kæra sig um að hitta
þig hér. Og hann yrði mér reið
ur fyrir að tala við þig. Hann
'hefur bannað mér það.
XXX.
Gina festi á sig eyrnalokkana
með smarögðunum og demöntun
um og talaði svo við Vicente yfir
Ö2#l sér: Kato aðmíráll er þér
mjög reiður.
Það þykir mér verst. Hann hló.
Það ætti þér að þykja, hvort
sem þér þykir það eða ekki. Hún
leit aftur í spegilinn og laut síð-
an fram að honum og gáðj vand
lega að hrukkum á andlitinu og
strauk síðan á sér hálsinn til
iþess að vera viss um, að þar
væru engin laus hár.
Hvers vegna er hann reiður?
spurði Vicente utan úr dyrunum.
Hann sagði, að þú gerðir of-
mikið að því að ágirnast jarð-
eignir, sagði hún. Þú munt hafa
móðgað einhvern háttsettan.
Hann kom aftur inn í herberg
ið og stóð rétt hjá henni. Hún
tók eftir því, hve mjög hann
hafði horazt og bláir baugar
voru undir augunum.
Ég er að gera þig forríka,
Gina, sagði hann. Er það kannski
ekki það, sem þú vilt framar
öllu?
Hvað ertu eiginlega að
braska? sagði hún. Ég hef ekkert
vit á svona verzlun.
É£’ «r að kaupa upp land. Mik
ið lai. Með tíð og tíma get ég
einn ráom verðinu á rísinu hér
á Cebu.
Hvers vegna hefur Kato þá
þessar áhyggjur? Ekki er það
ólöglegt að kaupa land.
Það er fyrir Filipseyja-gjald-
eyri. Gangurinn í þessu er svona,
skilurðu: Ég fer til bónda og
býð honum að kaupa landið hans
fyrir hér um bil þriðjung verðs,
en ég borga í innlendum gjald-
eyri. Hann neitar venjulega, en
ég segi honum bara, að tilboðið
standi.
Og hvar færðu Filipseyjapen-
ingana?
Hjá Ishii. Hann ræður yfir
öllum bönkunum. Hann lætur
mig fá þá affallalaust.
Hvernig það? Vill hann ekki
peninga? Er hann svona ríkur?
Hann tekur engan ábata. Ég
held, að hann geri það fyrir þig.
Þú veizt, að hann hefur alltaf
verið hálfskotimn í þér.
Það vissi ég ekki. Haltu áfram.
Eftir fáa daga segir Tanda
ofursti bóndanum, að stjórnin
þurfi á þessu landi að halda fyr
ir herbúðir eða flugvöll, og hann
foýður sama verð og ég hafði
gert, en bóndinn veit, að það er
í japönskum gjaldeyri. Vicente
hló. Þú ættir bara að sjá þá, þeg
ar þeir koma hlaupandi til mín.
Þeir vita, að þeir verða að selja
það, hvort sem er, en þeir vilja
heldur innlendan gjaldeyri.
Og svo deilið þið Tanda ágóð-
anum, eða hvað?
Ekki aldeilis, svaraði Virente
hvasst. Ég borga honum náttúr-
lega fyrir það, en hugmyndin
var min og ég á að fá ágóðann.
Og svo þegar bóndinn kemst
að þvi, að stjórnin ætlar alls
ekki að nota jörðina, 'hvað þá?
Þá getur hann bara ekkert
gert, því að jörðin er orðin mín
eigm.
Ég er hrædd um, að þetta
verði ekki lengi að komast upp,
og bændurnir fara þá að vara
sig á þér.
Já, það kemur einstöku sinn-
um fyrir, að bóndi neiti að selja,
en þá lætur Tanda bara byggja
herbúðir á landinu hans.
Þetta er náttúrlega sniðugt hjá
iþér, sagði Gina, en þér væri nú
samt ráðlegra að gera hlé á því
í bili.
Það get ég ekki. Ég verð að fá
alla rísuppskenina í mínar hend
ur, svo að ég ráði verðinu og geti
svo keypt meira land.
Það er varasamt að halda
þessu áfram, þegar Kato segir
þér að hætta. Gina sneri sér aft-
ur að speglinum.
Þar kemur einmitt til þinna
kasta, sagði hann. Þú heldur aft
ur af Kato einn mánuð enn og
eftir það er sama um allt. Mér
finnst nú ekki nema sanngjarnt,
að 'þú takir þinn hluta af álfætt
unni.
Hluta? Ég fæ ekki betur séð
en ég taki hana alla.
Heldurðu kannski, að ég hafi
engar áhyggj ur, sagði hann. Held
urðu, að þetta gangi allt fyrir
sig anidstöðulaust? Ég hef fengið
aðvaranir frá skæruliðunum og
verð að hafa vörð um mig dag
og nótt. Ég er alls ekki óhultur
í skrifstofunni minni, og það hef
ur verið skotið á mig þrisvar, í
bílnum mínum, síðast í dag. Ég
get ekki sofið rólegur nema hér
í húsinu.
Það vissi ég ekki. En Ichiro
hefur sagt þér að hætta þessu,
og honum er alvara. Mér þykir
Hklegt, að hann minnist á það
við þig í kvöld.
Hún gekk frá snyrtiborðinu og
að háa speglinum. Æ, hver skratt
inn. Mér verður alltof heitt í
þessu flaueli.
Hvers vegna ertu þá í því?
Ichiro er hrifinn af því. Hún
stóð fyrir framan spegilinn og
sá, að flauelskjóllinn fór eins og
foezt varð á kosið. Og demant-
arnir glitruðu á únliðum hennar
og fingrum.
Kvöldverðurinn var eitthvað
ekki sem bezt heppnaður, og
Gina vissi ekki, hvernig hún
átti að bæta úr því. Þarna voru
of mörg þjóðerni saman komin
og ofmargir, sem ekki kunnu
nema eitt tungumál. Samræðurn
ar voru takmarkaðar við litla
hópa og gengu skrykkjótt samt.
Nýi landsstjórinn hafði verið
ómerkilegur lögfræðingur þarna
á eyjunum, og viðhöfnin þarna
hafði stigið honum til höfuðs,
svo að hann hafði drukkið ofmilc
ið, og hengdi nú höfuðið, svo að
Gina óttaðist, að hann mundi
falla fram á borðið, og sofna,
Litla konan hans með músar
andlitið var svo óróleg, að hún
gat ekki almennilega haldið uppi
samtalj við Kato. Gina hafði
SBtltvarpiö
Fimmtudagur 10. maf.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar.
— 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar
“ 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.00 „Á frívaktinni", sjómannaþáttur
(Sigríður Hagalín).
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk.
— Tónleikar. — 16.30 Veður-
fregnir. — Tónleikar — 17.00
Fréttir. — Tónleikar).
18.30 Óperulög. — 18.45 Tilkynningar.
— 19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Tónleikar: „Euryanthe" og „Ober
on", tveir forleikir eftir Weber
(Hljómsveitin Philharmonia leik
ur; Otto Klemperer stjórnar).
20.20 Erindi: Vaxtarþrá á villigötum
(Grétar Fells rithöfun<iur).
20.45 íslenzkir organleikarar kynna
verk eftir Johann Sebastian
Bach; IX: Dr. Páll ísólfsson leik
ur fjögur tónverk og gerir grein
fyrir þeim í formálsorðum.
a) Fantasía í G-dúr.
b) Kansóna í d-moll.
c) Tveir smáforleikir.
d) Tokkata og fúga í d-moll.
21.15 Að vertíðarlokum: Dagskrá slysa
varnadeildarinnar Ingólfs í
Keykjavík. — Viðtöl við fulltrúa
á landsþingi Slysavarnafélags
íslands, söngur kórs kvennadeild
arinnar.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Garðyrkjuþáttur: Sigurður AI«
bert Jónsson garðyrkjufræðing-
ur talar um hirðingu á skrúð-
görðum.
22.30 Harmonikuþáttur (Henry J. Ey-
land og Högni Jónsson).
23.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 11. maí.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar.
— 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar
— 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12.25 Fréttir og tilkynningar),
13:15 Lesin dagskrá næstu viku. .
13:25 „Við vinnuna4': Tónleiikar.
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk,
— Tónleikar. — 16.30 Veður-
fregnir. — Tónleikar, — 17.00
Fréttir. — Tónleikar).
18:30 Ýmis þjóðlög. — 18:45 Tilkynn*
ingar — 19:20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
Orðsending til forsldrn
í skóiohverfi Hlíðnskólo
Þann 14. maí hefst í Hlíðaskóla vornámskeið fyrir
börn fædd 1955, sem hefja eiga skólagöngu að hausti
þeim skóla.
Vornámskeið þetta stendur í allt að tvær vikur,
tvo tíma á dag. Innritun fer fram í skólanum vik-
una 6—12. maí, kl. 10—11 f.h og 16,30—17,30 e.h.
Ennfremur má tilkynna innritun í síma 17860 á
áðurnefndum tímum. Við innritun verða veittar
allar nánari upplýsingar um vornámskeiðið.
Þeir sem koma þessara erinda gangi inn um miðdyr
Hlíðaskóla að sunnan (frá Hörgshlíð). Vinsamlegast
hringið ekki í aðra síma skólans vegna innritunar.
Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur.
X- X- *
GEISLI GEIMFARI
*- X- X-
— Við skulum fara, John. Þegar
þú skýrir durabilium-málið fyrir
geimskipafélaginu og öryggiseftirlit-
inu skal ég standa með þér og veita
þér stuðning.
Seinna, heima á jörðinni ....
— Það virðist vera orðið of fram-
crðið. Allir cru farnir heim frá geim
skipafélaginu nema verðirnir. Við
skulum bíða hér í skrifstofunum og
skýra Jason frá málinu straxífyrra-
málið.
20:00 Dagleg*t mál (Bjarni Einarsson
cand. mag.).
20:05 Efst á baugi (Tómas Karlsson).
20:35 Frægir söngvarar; XXIII: Tito
Gobbi syngur.
21:00 Ljóðaþáttur: Guðbjörg Vigfús-
dóttir lee kvæði eftir Þorstein
Erlingsson.
21:10 Tónleikar: Svíta nr. 2 1 d-moll
fyrir einleiksselló eftir BacU
(Pablo Casals leikur).
21:30 Útvarpssagan: „Saga um Ólaf —
Árið 1914“ eftir Eyvind John-
son; XII. — sögulok (Árni Gunn
arsson fil. kand.).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Um fiskinn (Stefán Jónsson
fréttamaður).
22:30 Á síðkvöldi: Létt klassísk tónlist.
a) Gestaatriðið úr óperunni --
„Sadko44 eftir Rimsky-Korsa
kov (Mark Reizen, Ivan
Kozlovsky og Pavel Lisitsjan
syngja með Bolshoj leikhúa
hljómsveitinni í Moskvu; —
Nioolaj Golovanov stj.).
b) ,,Les Syljphides44, ballettmúsík
eftir Chopin (Hljómsv. Philharm
onia í Lundúnum leikur; Ro
bert Irving stj.),
23:16 Dagskrárlok.