Morgunblaðið - 10.05.1962, Blaðsíða 3
i'immtudagur 10. maí 1962
MORGUNBLMÐIÐ
3
R / i irain
oh nar
starfsemi eru fjölbýlishúsin :§§§!f
við Grensásveg og Skála- |§§§§
gerðí, en í þeim eru alls 109
tveggja og þriggja herbergja §§§;§
íbúðir, en úthlutun þeirra
hófst sl. haust.
Fluttum inn um mánaða-
mótin marz-apríl
Fyrir skömmu brugðum §§§§§§
við okkur, blaðamaður og
ljósmyndari frá Morgunblað-
inu, inn á Grensásveg 56, en
Kjörin góð
1 ÖRT vaxandi bæjarfélagi
eins og Reykjavík eru hús-
næðismálin mjög veigamikill
þáttur, sem hver bæjarstjórn
verður að kosta kapps um
að efla, eftir því sem föng
eru til hverju sinni. Um
langt skeið hefur borgar-
stjórn Reykjavíkur aðstoðað
fólk, sem verst hefur verið
sett, til að koma sér upp
eigin húsnæði, ýmist í fjöl-
býlishúsum eða litlum ein-
býlishúsum eins og í smá-
íbúðahverfinu.
Til dæmis um þessa starf-
semi má nefna, að árið 1957
var ákveðið að hefjast handa
um byggingu 800 íbúða og
sérstakur byggingarsjóður
Reykjavíkurborgar stofnaður
í því skyni og var stofnfé
hans 42 millj. kr. Af þessum
800 íbúðum er lokið bygg-
ingu 387 ibúða, en 128 eru
í smíðum og verður afhend-
ing þeirra hafin í sumar. —
Eftir er því að hefja fram-
kvæmdir við 285 íbúðir,
sem hafizt verður handa um
að byggja í sumar ©g
næsta sumar.
Tilgangur þessara bygg-
ingarframkvæmda Reykjavík
urborgar *r, eins og fyrr
greinir, að aðstoða það fólk,
er verst er sett hverju sinni.
Þannig gengur það fólk fyr-
ir íbúðum, sem hefst við í
bröggum eða heilsuspillandi
íbúðum, svo og barnmargar
fjölskyldur, sem átt hafa
við húsnæðisörðugleika að
etja.
Síðasti áfangi þessarar
þar býr Helgi Þorvarðarson,
pípulagningarmaður, á fjórðu
hæð, ásamt konu sinni, Krist
jönu Hjartardóttur og tveim
börnum, Friðsemd og Þor-
varði.
Það sem fyrst vakti at-
hygli okkar, var hið undur-
fagra útsýni: Þar sér yfir
Sundin til Esjunnar, austur
að Hengli og Reykjanesfjall-
garð til suðurs.
Er við höfðum dáðst að
útsýninu og vorum setztir,
spurði ég Helga, hvenær þau
hjónin hefðu flutt í íbúðina.
— Við fluttum um mán-
aðamótin marz-apríl. Áður
bjuggum við í Blesugrófinni.
— Þið hafið beðið þess
með eftirvæntingu, hvernig
til tækist í þetta sinn?
— Þið getið nú nærri. Og
Helgi Þorvarðarson pípulagningarmaður og kona hans,
Kristjana Hjartardóttir ásamt börnum þeirra, Friðsemd
og Þorvarði.
ekki hægt að segja annað
viðbrigðin urðu geysileg.
Sérstaklega hvað snerti
börnin, þar sem skólagangan
er þeim torsótt í Blesugróf-
inni, en skólabíllinn fer
ekki nærri alla leið. Þá urðu
viðbrigðin og geysileg fyrir
konu mína, því að sjálf-
sögðu er miklu styttra að
fara í búðir og annað þess
háttar. Ekki má heldur
gleyma því, að flest húsin í
Blesugrófinni eru byggð sem
sumarbústaðir og eru því
mjög köld, sérstaklega er
gólfkuldinn mikill.
Góð kjör
Þá sagði Helgi okkur, að
íbúðin væri þrjú herbergi og
eldhús og gefin upp fyrir
að vera 73,6 fermetrar. Sér
hefði þó fnælzt hún 78 fer-
metrar, en sjálfsagt hefði
það ekki verið nákvæmlega
mælt hjá sér.
Hið fallega útsýni úr stofuglugga
num. Sér þar yfir Elliðaárvoginn.
— Og hún hefur verið til-
búin undir tréverk, er þú
fékkst hana?
— Já. En þó var búið að
ganga til fullnustu frá öllu
sameiginlegt fyrir utan það
að eftir var að dúkleggja
ganginn.
— Og kjörin?
— Ekki er hægt að segja
annað en þau hafi verið góð,
en útborgunin var erfiðust.
— Hve há var hún?
— Hún var 120 þúsund, en
fyrsti veðréttur var laus
fyrir lánum allt að 100 þús.
kr. Hef ég þegar fengið lof-
orð fyrir húsnæðisstjórnar-
láni að upphæð 35 þús. kr.
og þykist góður, fái ég 35
þúsund til viðbótar. Að öðru
leyti hvíla 200 þús. kr. á
íbúðinni, 100 þús. frá ríki og
100 þús. frá bæ, sem greiðist
með jöfnum afborgunum,
12.600 kr. á ári í 50 ár.
— Þú sagðir áðan, að íbúð-
in hefði verið tilbúin undir
tréverk, er þú fékkst hana í
hendur. Hve mikill kostnað-
ur skyldi vera við innrétt-
ingu hennar?
— Ég hygg að það sleppi
með 50—60 þúsund, annars
hef ég ekki tekið það saman.
T.d. kostaði eldhúsinnrétting-
in 7 þús., en við áttum elda-
vélina fyrir. Innréttingin í
baðið 9 þúsund og málning-
in 2.700.
— Þú mundir þá ætla, að
íbúðin muni kosta tæp 400
þús. alls?
— Já, ég mundi ætla það.
Veturmn var beitarsæll
BORGARFIRÐi eystra 2. maí: —
Stöðugit góðviðri hefur verið hér
diag hivem síðan viiku fyrir
páska, en þá lauik vetrarríki hér
að þessu sinni. S.I. vetur verður
ékki talinn slæmur hér, á honum
voru engin teljandi stórviðri og
alltaf fremur snjólétt. Hinsveg
ar var hann mjög kaldur, sér
staklega marzmánuður, en i hon
um steig frost óvenjuhátt dag
eftiir dag svo slíkir kuldar hafa
varla verið hér sáðan 1918 að
sögn þeirra er muna svo langt
aftur.
Nú eru tún farin að grænka og
enn hefi ég ekki frétt um veru-
legt kal í þeim, sem menn ótt-
uðust eftir öll frostin. Nokkru af
fé er búið að Sleppa á vílkurn
ar hér fyrir sunnan en yfirleitt
munu menn ekki sleppa ám fyrir
sauðburð þó góðviðrið haldist.
Fé mun yfirleitt ganga vel fram
og skepnuhöild vera góð, sem að
verulegu leyti má þakika það hvað
veturinn var beitarsæll, því hey
voru víða lítil að vöxtum og
auik þess hrakin og úr sér
sprottin eftir hið mikla óþurrka
sumar í fyrra, sem var það
versta sem hér hefur komið síð-
an 1950. Sauðburður mun ekki
hefjast að ráði fyrr en undir
20. maí.
Bkkert hefur fiskazt hér all-
an þennan góða kafla. Þrátt fyrir
Framhald á bls. 23.
STMSTEINAR
Allt fyrir SÍS
Timinn birtir í gær ræðu eins
aðalframbjóðanda Framsóknar-
flokksins við borgarstjómar-
kosningamar. Þar telur hann
upp í tíu liðum megináhugamál
flokks sins. Er þar ekkert nýtt
og fátt eftirtektarvert, nema
það, að í „prógramminu“ sjálfu
nefnir hann Sig
urð Jónasson,
liklega til að
gefa í skyn að
sá maður íruni
enn vera b o r g
arstjóra ef ni
vinstri flokk-
anna, ef þeim
tekst að
hnekkja meiri
hluta Sjálfstæð Sigurður
isflokksins. — Jónasson
Ræðumaður endar upptalningv
sína á því, að Framsóknarflokk-
urinn muni „vinna að lausn
verkefna á hverjum tíma á
grundvelli félagshyggju og sam
vinnu“.
Áður hefur hann vikið
að fyrirmyndarstarfi samvinnu-
manna á Akureyri. Þannig virð-
ist það vera helzta „hugsjón“
Frairr.sóknarmanna, að SÍS-merk
ið tróni á sem flestum bygging-
um höfuðborgarinnar, að Sam-
band íslenzkra samvinnufélaga
leggi undir sig fasteignir og at-
vinnurekstur höfuðborgarbúa.
En ekki er víst að þeir séu fram
bjóðandanum sammála.
Utangátta
I Eins og blaðalesendum er kunn
| ugt hefur Alþýðublaðið ekki
haft hugmynd nm það í fjögur
ár að til væri neitt, sem héti
borgarmálefni Reykjavikur. Er
blaðið því að vonum utangátta,
þegar það nú síðustu dagana
reynir að gera mál þessi að um-
ræðuefni vegna borgarstjórnar-
kosninganna, sem framundan
eru. Aðeins einn maður í Al-
þýðuflokknum hefur einhverja
þekkingu á borgarmálefnum,
Magnús Ástmarsson, en hann er
ekki Iengur í kjöri fyrir flokk-
inn. Smá dæmi um þekkingar-
Ieysi á borgarmálum gefur að
líta í Alþýðublaðinu í gær. Þar
segir:
„Gatnagerðaráætlun Sjálfstæð
isflokksins gerir ráð fyrir því,
að Eaugarnesvegur verði ir.al-
bikaður 1963 og 1964. Alþýðu-
blaðið getur tekið undir það með
húsmóðurinni, að það má furðu
iegt heita, að svo mikil umferð-
aræð sem Eaugamesvegur er,
skuli vera látinn sitja á hakan-
um varðandi malbikun svo
lengi.“
Ef Alþýðublaðsmenn fylgdust
eitthvað með borgarmálum,
væri þeim kunnugt um það. að
þetta ir.il var rætt í borgar-
stjórn í marzmánuði.
Hitaveita fyrst
Geir Hallgrimsson, borgar-
stjóri, gat þess á borgarstjórnar-
fundinum I marz, að vissulega
væri það rétt að íbúarnir við
Laugarnesveg, sem væri ein af
elztu götum borgarinnar, væm
vel að malbikun koir.nir, en ekkí
minna en þrjár ástæður lægju
til þess að ekki væri skynsam-
legt að ráðast í malbikun þeirr-
ar götu í sumar. f fyrsta lagi
væri verið að gera akfæra götu
fyrir vestan fiskiðjuver Júpiters
og Marz og sú gata gæti tckið
við umferðinni af Laugarnes-
vegi meðan verið væri að full-
gera hann. f öðru lagi þyrfti að
endurnýja holræsi í Laugarnes-
vegi vegna meiri atvinnurekstr-
ar, og loks væri gert ráð fyrir
að ljúka hitaveitu í Laugarnes-
hverfi á þessu ári og sjálfsagt
væri að lá.ta hitaveitufram-
kvæmdina ganga fyrir, svo að
ekki þyrfti að brjóta upp nýja
1 götu.