Morgunblaðið - 10.05.1962, Blaðsíða 2
2
MOViGVN BL AÐ1Ð
Fimmtudagur 10. maí 1962
4thyglisverð yfirlýsing
forseta bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar
Gripið til örþrifaráðs — Ofsöknir boðað-
ar á hendur 5. manni framboðslista
Sjálfstæðisflokksins, Ama Gretari
Finnssyni, lögfræðingi
Á FUNDI Bæjarstjórnar Ilafn
arfjarðar s.l. þriðjudag gerð-
ist tvennt, sem einkum vakti
athygli manna og sem ótví-
rætt bendir tii þess vonleysis,
sem gripið hefir um sig á
meðal þrenningarinnar Krist-
jáns Andréssonar, Stefáns
Gunnlaugssonar og Kristins
G unnarssonar, vegna væntan
legra bæj arstjómar kosnin ga.
Vonleysi þeirra orsakast
augljóslega af öruggri vissu
þess að meginn þorri Hafn-
firðinga hefir gert sér þess
fulla grein að það eru þeir,
sem bera meginábyrgðina á
þvi að fjármál bæjarins og
bæjarfyrirtækja eru nú kom-
in í algert öngþveiti.
Þrátt fyrir þá leynd, sem
þeir þremenningamir hefðu
kosið að hafa um mál þessi
fram yfir bæjarstjómarkosn-
ingarnar, hefir þeim þó eigi
tekist að hindra það að aug
ljós merki hafi sést um
hversu komið er.
Þannig var Bæjarsjóður
Hafnarfjarðar nýlega dæmd-
ur til greiðslu yfir 3 millj.
kr. skuldar Bæjarútgerðarinn
ar við Framkvædabanka ís-
lands auk yfir hundrað þús-
und króna málskostnaðar, allt
án þess að framkvæmdastjóri
Bæjarútgerðarinnar né bæj-
arstjóri gæfu útgerðarráðs-
mönnum eða bæjarráðj kost
þess að fylgjast með gangi
þessara mála.
Vitað er að fjölmargar
kröfur liggja víðsvegar hjá
lögfræðingum til innheimtu.
Gífurlegar vanskilaskuldir
innlendar og erlendar hafa
hrúgast upp og ógna efna-
hag og fjárhagslegri afkomu
bæjarfélagsins og borgar-
anna. Reynt er þó af for-
ráðamönnum bæjarins að
halda þessu sem mest leyndu
fyrir Hafnfirðingum fram yf
ir kosningar.
Vegna þess að einni af
þessum vanskilakröfum var
komið til innheimtu á lög-
fræðiskrifstofu Áma Grétars
Finmssonar, lögfr., sem við
þessar kosningar skipar 5.
sæti á lista Sjálfstæðismanna,
og það enda þótt hann á all
an venjulegan hátt krefði bæj
arráð um greiðslu skuldar-
innar ásamt innheimtulaun-
um samkvæmt taxta lög-
mannafélags íslands, þá boð-
uðu þeir þremenningarnir á
bæjarstjómarfundinum að
þar sem hér ætti hlut að máli
einn af frambjóðendum Sjálf
stæðisflokksins þá skyldi haf-
in ofsókn á hendur honum
vegna þessara venjulegu inn-
heimtustarfa.
Fátt varpar skýrara ljósi á
vonleysi og lánleysi þessara
félaga, sem nú standa frammi
fyyrir reilfiingstíkilum k'JS-
leysis síns gagnvart hafn-
firzkum kjósendum, en sú á-
kvörðun þeirra að gripa til
slíkra baráttuaðferða, von-
lausra örþrifaráða.
Fjarvera eins af bæjarfull
trúum Alþýðuflokksins, Áma
Gunniaugssonar hdl. bendir
óneitanlega til þess að hann
hafi eigi kosið að taka þátt
í aðför þessari og er það skilj
anlegt.
1 umræðum um þetta
mál gaf forseti bæjar-
stjómar, Kristinn Gunn-
arsson, það ótvírætt í
skyn, þótt máski óviljandi
væri, að þegar væri það
fastmælum bundið að end-
umýjað yrði samstarf við
kommúnista ef svo skyldi
fara að fylgisaukning Sjálf
stæðisflokksins yrði ekki
nægjanleg til þess að
tryggja þehn meirihluta í
Bæjarstjóm Hafnarfjarðar
að afloknum kosningum.
Víst er nm það að hin boð-
aða, ómaklega árás hinna lán
litlu þremenninga á Áma G
Finnsson, samfara hinni ótví-
ræðu yfirlýsingu forseta bæj-
arstjórnar um áframhaldandi
samstarf við kommúnista
mun vekja réttlátan óhug og
fyrirlitningru meðal hafn-
firzkra kjósenda og verða til
þess eins að Hafnfirðingar
fylki nú liði, afþakki forráð
þessara óhappamanna í mál-
efnum bæjarfélagsins og
tryggi öruggan meirihluta
sjálfstæðismanna.
Fegurðarkeppni um næstu helgi
NÆSTKOMANDI laugardag
verður fegurðardrottning íslands
1962 valin í Austurbæjarbíói.
Keppa þar til úrslita fimm
stúlkur af þeim tíu, sem valdar
voru til þátttöku í keppninnL
Verðlaunin, sem stúlkurnar
keppa um, eru þessi: 1. verðlaun:
Ferð á Miss International á
Langasandi og þátttaka í keppn-
inni að ári. 2. verðlaun: Þátttaka
1 Miss Universe keppninni nú í
júilámánuði n.k. 3. verðlaun:
Þótttaka í Miss Europe keppn-
inni í Beyruiíh að ári. 4. verð-
laun: Þátttaka í Miss World
koppninni í London í nóv. n.k.
5. verðlaun: Gullúr frá Magnúsi
Baktvinssyni.
Dómnefndina skipa: Jón Ei-
ríksson, læknir, Eggert Guð-
mundsson, listmálari, Sigríður
Gunnarsdóttir fegurðarsérfræð-
ingur, Ásmundur Einarsson,
blaðamaður, Sigurður Magnús-
son, fulltrúi, Karólína Péturs-
dóttir bókar: og Jóhannes Jör-
undsson, auglýsingastjóri. Kynn-
ir keppninnar verður Jón Múli
Árnason, útvarpsþulur.
Að lokinni skemmtuninni í
Austurbæj arbíói hefst krýning-
arhátíð með dansleik og tízku-
sýningum að Glaumibæ og Næt-
urklúbbnum.
nýja bifreið valt á götu á Akureyri á þriðjudag og
skemmdist talsvert.
Sp'unkuný bifreið valt
Akureyri, 9. maí
KLUKKAN rúmlega 6 á þriðju-
dag ók þessi nýja bifreið inn
Hafnarstræti. en eigandinn hafði
tekið við bílnum daginn áður
og var aðeins búinn að aíka
honum nokkra tugi kílómetra. í
námunda við húsið Hafnarstræti
3, virðist hann hafa misst stjórn
á bifreiðinni. Lenti bún upp á
gangstétt og síðan á lágum
steyptum stólpa í girðingu. Við
það valt bifreiðin, en stólpinn
brotnaði. Auk bifreiðastjórans
voru tvö börn í bifreiðinni, en
engan sem í henni var sakaði.
Bifreiðin er talsvert mikið
skemmd, einkum vinstri hliðin,
sem liggur á götunni og dæld
framan í eftir áreksturinn. —
St. E. Sig
Dalasýslu berst
vegleg dánargjöf
Gamalmeimalieimili skuli reist að Fellsenda
BÚÐARDAL, 9. mgí. — Á
laugardag sl. kom til Búðardals
Jón G. Maríasson bankastjóri,
til þess að gera grein fyrir og
afhenda Dalasýslu eignir dán-
arbús Finns heitins ólafssonar,
stórkaupsmanns frá Fellsenda í
Miðdölum, er andaðist í Reykja
víó 2. október 1957.
Samkvæmt erfðaskrá, sem
Finnur heitinn lét eftir sig,
renna allar eigur hans í sjóð,
er varið skal til að stofna og
reka dvalarheimili gamalmenna
í Dalasýslu að Fellsenda í Mið-
dölum. Hrein eign sjóðsins er
nú 1,6 millj. kr. að nafnverði.
Eftir sömu arfleiðsluskrá var
Jón G. Maríasson, bankastjóri,
ákveðinn skiptaforstjóri dánar-
búsins og síðar löggiltur til
þess starfs, en þeir Finnur heit-
inn og Jón voru góðir vinir.
Skipulagsskrá fyrir umrædd-
an gjafasjóð var samin og birt
í B-deild Stjórnartíðinda árið
1960. Ber sjóður þessi nafn for-
eldra Finns og heitir Minning-
arsjóður hjónanna ólafs hrepp-
stjóra Finnssonar frá Fellsenda
og konu hans, Guðrúnar Tómas-
dóttur. Stjórn sjóðsins skal
skipuð 5 mönnum: bankastjóra
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi:
SV-land til Norðurlands og
SV-mið til Breiðafjarðamiða:
NA gola, léttskýjað með köfl
um.
Vestfjarðamið og norður-
mið. NA kaldi, skýjað.
NA-land og miðin: NA gola
eða kaldi, þykkt loft en úr-
komulaust.
Horfur á föstudag:
AtLstlæg átt, víöast þurrt
veður, léttskýjað við Faxa-
flóa og Breiðafjörð.
frá Landsbanka Islands, og skal
það vera Jón G. Maríasson,
meðan hans nýtur við, sýslu-
manni Dalasýslu, héraðslæknin-
um í Dalasýslu, sóknarpresti
Suður-Dalaþinga og hrepps-
nefndaroddvita Miðdalahrepps.
Undirbúningi hraðað
Stjórn sjóðsins hélt fyrsta
fundinn á laugardaginn í Búð-
ardal. Skipti hún með sér
verkum og var Friðjón Þórðar-
son, sýslumaður, kjörinn for-
maður. Þakkaði hann hina
höfðinglegu ráðstöfun, minntist
gefanda og færði Jóni G.
Maraíassyni og aðstoðarmönn-
um hans við búskiptin beztu
þakkir sjóðsstjórnar, svo og hér
aðsbúa allra. Ákvað stjórnin
síðan að athuga hið fyrsta und-
irbúning að fyrirhugaðri fram-
kvæmd.
Finnur ólafsson var fæddur
að Fellsenda í Miðdölum 27.
nóv. 1880. Á æskuárum stund-
aði hann nám við Lærðaskól-
ann í Reykjavík, dvaldist mörg
ár í Bretlandi og var síðar
stórkaupmaður í Reykjavík til
æviloka. Hann var ókvæntur
og barnlaus og systur hans
tvær löngu dánar. Hann átti
tvær jarðir í Miðdölum, Fells-
enda og Svarfhól, og lét sér
mjög annt um að efla þar
ræktun og framfarir. Dvaldist
hann þar iðulega á sumrum og
sýndi átthögum sínum í hví-
vetna einstaka ræktarsemi og
órofa tryggð. — F. Þ.
Aðalfundur KH
HAFN ARFIRÐl — Aðaltfundur
Kaupmannafélagís Haifnarfjarðar
var haldinn í Gótemplarahúsinu
mánudaginn 7. maí síðastliðinn.
Þar fóru fram venjuleg aðaitfund-
arstörf og síðan stjórnankosning.
— Formaður var kosinn Stefán
G. Sigurðsson og meðlstjórnendur
þeir Kristens Sigurðsson og Jón
Elíasson. í varastjórn Jón Boði
Bjömsson og Stetfán Gestur Krist
jánsson. Fuliltrúar í Kaupimanna-
samtökin voru kosnir Jón Miathie
sen og Stefán Sigurðsson.
Formaður
á bát horffinn
í GÆR var auglýst eftir för-
manninum á bátnum Gullþór
GK 285, en ekkert hefur til hana
spurzt síðan seint á föstudags-
krvöld. Þá sást hann á Ægisgarði
í Reyfk j avikurhötfn.
Maðurinn heitir Einar Árnason
38 ára gamall, til heimilis á
Hverfisgötu 98. Hann er lítill
maður vexti, þrekinn, skolhærð
ur og var sennilega klæddur
brúnum fótum á föstudag. Ein-
ar er annar eigandi Gulliþórs og
formaður á honum. Báturinn lá
í Reykj avikurhötfn á föstudag.
Erlendar
fréttir
i stuttu málí
• Hollandia, Nýju Guineu,
9. maí (AP)
HINN 27. apríl sl. lentu um
40 fallhlífahermenn Indonesa
á Onim skaga á vesturströnd
Hollenzku Nýju Guineu. í dag
tilkynnti hollenzka herstjórn-
in að tekizt hefði að um-
kringja herflokk þennan og
sækja Hollendingar nú fram
’gegn innnásarmönnum.
• Washington, 9. maí (AP)
Bandarikjamenn sprengdu i
dag sjöundu kjarnorku-
sprengju sína í nánd við Jóla
ey á KyrrahafL Sprengjan
var lítil, innan við eina mega
lest og var varpað úr flugvél.
• Wsshingbon, 9. maí (AP)
GEIMSKIP það, er Glenn of-
ursti fór í þrjá hringi um-
hverfis jörðu, verður til sýn-
is víða um heim á næstunni.
Óskuðu Bandaríkj amenn að
fá að sýna geimskipið í Sovét
rikjunum, en Rússar neituðu
um heimild til þess.
• Washington, 9. maíNTB
EINAR Gerhardsen forsætis-
ráðherra Noregs kom til Vas-
hington í dag í tveggja daga
apinbera heimsókn sem gest-
ur ICennedys íorseta. Var
íGerhardsen og konu hans vel
l Eagnað á flugvellinum, en þar
tók McGhee aðstoðarutanrík-
isráðherra á móti þeim.
• London, 9. maí (NTB)
BREZKA stjórnin skýrði frá
því 1 dag að gripið yrði til
nauðsynlegra varúðarráðstaf-
ana til að tryggja aðflutning.
á nauðsynjum ef hafnarverka
menn í Bretlandi hefja verk-
fall á sunnudag. Er sennilegt
að við það sé átt að herinn
verði látinn annast nauðsyn-
leg störf í þessu sambandi.
Um 75.000 hafnarverkamenn
munu taka þátt í verkfallinu
ef til kemur.
• Beirut. Libanon, 9. mal
(AP)
HERRÉTTUR 1 Beirut krafð-
ist í dag dauðarefsingar ytfir
að minnsta kosti 132 hermönn
um, lögreglumönnum Og borg
urum, fyrir aðild þeirra að
tilraun til byltimgar í Líban-
on um áramótin.