Morgunblaðið - 18.05.1962, Side 1

Morgunblaðið - 18.05.1962, Side 1
24 SIOUV! Fundur NATO hér að vori? ísland annað tveggja landa, þar sem vorfundur Atlandshafsbanda- lagsins hefur enn ekki verið haldinn MMrikMl E I N S og skýrt hefur verið frá í fréttum, er vorfundur Atlantshafsbanualagsins nú nýafstaðinn í Aþenu. Hann eátu, að þessu sinni, utan- ríkisráðherrar bandalagsríkj anna 15, auk landvarnaráð- herra. Vorfundur NATO hef starfsliði þeirra, alls nokkur hundruð talsins. t>á skýrir fréttamaðurinn frá því, að venjulega hafi ekki ver- ið tilkynnt opinberlega um næsta fundarstað, fyrr en að loknum haust- eða vetrarfyndi, sem að þessu sinni verður í desember. Morgunblaðið sneri sér til Agnars Klemenz Jónssonar, ráðuneytisstjóra utanríkisráðu- neytisins, og innti hann eftir því, hvort í athugun væri, að halda næsta vorfund í Reykja- vík. Ráðuneytisstjórinn sagði, að það yrði vissulega mjög ánægju legt, ef til þess kæmi, að NATO fundur yrði haldinn á íslandi, en hins vegar væri sér ekki kunnugt um, að það mál hefði komið til umræðu. Hann skýrði frá því, að eng- ar fyrirspurnir hefðu borizt hingað til lands, varðandi mögu leika á að halda ráðstefnuna hér, en taldi, að erfitt kynni að reynast að veita þátttakend- um gistingu, aúk þess, sem hæp ið væri, að til væri heppilegt húsnæði fyrir fundi ráðherr- anna. ur nú verið haldinn í öllum löndum handalagsríkjanna, nema tveimur, íslandi og Luxemburg. Auk vorfundarins heldur NATO annan fund utanríkisráð- herra, á ári hverju, venjulega snemma vetrar, og er hann ætíð haldinn í Parísarborg. Næst fer sá fundur fram í París í desem bermánuði. Vitað er, að mörgum löndum hefur verið það keppikefli að fá að halda vorfundinn, og m.a. mun Grikkland lengi hafa sótzt eftir að fá fundinn haldinn í Aþenu. Fréttamaður Morgunblaðsins í París skýrir frá því, í skeyti til blaðsins í gær, að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um, hVar næsti vorfundur verði haldinn, en hefur það eftir ábyrgum að- ilum, að Reykjavík komi til greina, sem fundarstaður að vori. Hins vegar segir fréttamaður- inn, að einhverrar .vantrúar gæti um það, hvort nægilegt gistihúsarúm sé í Reykjavík, til að taka á móti fulltrúum og Samið á Akureyri Flúði — send heim MYNDIN var tekin fyrir [ þremur dögum í Hong Kong. Unga stúikan er Lee Ying, 19 ára gömul. Hún situr örvingl- uð og grætur örlög sín. Hún er í hópi óhamingjusamra ; Kínverja, sem flúð hafa ör- birgð heimalands síns, og leitað hælis í Hong Kong Hennar bíða samt þau örlög að verða send aftur yfir landa f mærin, því að enginn mögu- leiki er lengur á því að veita öllu flóttafólkinu viðtöku Flóttamannastraumurinn hef- ur aldrei verið meiri en síð- ustu daga, er um 10.000 manns hafa bætzt í hópinn daglega, í leit að betra lífsviðurværi. Yfirvöldin í Hong Kong hafa ekki átt annars úrkosti, síð- ustu daga, en senda fólkið aft ur til sína heima, þvi að hvorki er til fæði né húsnæði handa flóttafólkinu, en fjöldi þess er orðinn gífurlegur. »W¥»%ri Harðar deilur við kosningu stjórn- ar Sogsvirkjunarinn- ar í borgarstjórn um fundarskðp um reistar, því að fulltrúi þeirra hefði þá jafnt verið kjörinn í síðari atkvæða- greiðslunni. Kommúnistar kváðust á- skilja sér rétt til að áfrýja þessum úrslitum til æðri stjórnarvalda. Meirihlutinn gerði það þá beint að til- lögu sinni, að málinu yrði vísað til úrskurðar félags- málaráðuneytisins, enda eðli legt að það velti á úrskurði þess, hvor kosningin skyldi gilda, úr því að bandalags- flokkarnir, kommúnistar og Framsóknarmenn, sýndu þá óbilgimi að fallast ekki á endurtekna atkvæðagreiðslu og það jafnvel þótt meiri- hlutinn hefði áður á fundin- Framh. á bls. 23 % » * Kennedy hræðist stefnu deGaulle Telur Jboð hættulegt, oð Frakkar skuli ætla oð gerast kjarnorkuveldi - Washington 17. mai — AP. VINNUVEITENDUR á Akureyri og Verkalýðsfélag Akureyrar héldu fundi í gærkvöldi. Á báð- um fundunum var samþykkt samkomulagið, sem samninga- nefndir beggja höfðu náð. Verð- ur kauphækkunin nokkru minni en farið hafði verið fram á í kaupkröfum verkamanna. Hækkar kaupið frá 4.7% og upp í 10% eftir flokkum, en þá er auðvitað innifalin sú 4% kaup- hækkun, sem koma átti til fram kvæmda hinn 1. júní. Þremur lægstu launaflokkun- um er steypt saman í einn, og hækkar kaup þar um 9% alls. Gildir það um almennt verka- mannakaup. í öðrum flokknum hækkar kaup um 4 + 2.8% og í hæstu flokkum um 5.2% (4 + 1-2) og 4.7% (4 + 0.7). Kaup við uppskipunarvinnu og sements- vinnu hækkar um 10% alls. Á BORGARSTJÓRNAR- FUNDI í gær var á dagskrá kosning þriggja manna í stjórn Sogsvirkjunarinnar. — Þegar atkvæði voru talin, hafði fyrst mislagzt atkvæða seðill borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, en auk þess kom í ljós, að ekki komu til skila nema 9 af 10 atkvæð- um borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins ,en hins vegar fékk listi kommúnista fjögur atkvæði. Olli þetta að von- um mikilli undrun og sneru borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sér hver af öðrum til borgarstjóra og óskuðu eftir fundarhléi, þar sem þeir hefðu að sjálfsögðu ætlað að kjósa lista flokksins. I hlé- inu undirrituðu þeir síðan allir ósk um það, að atkvæða greiðslan yrði endurtekin, svo að réttur vilji borgar- stjórnar kæmi fram, þar sem sýnilega væri um mistök að ræða. Fulltrúar kommúnista og Framsóknarmanna sner- ust öndverðir gegn þessari ósk, sögðu að einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefði brugðizt flokknum og við það yrði að sitja. Þegar at- kvæðagreiðslan var endur- tekin, drógu þeir samt til balta tillögur sínar, svo að listi Sjálfstæðisflokksins var sjálfkjörinn og hindruðu þannig ,að í ljós kæmi hvort staðhæfing þeirra væri rétt. Var þó engu hætt fyrir kommúnista, ef staðhæfing- ar þeirra hefðu verið á rök- KENNEDY, Bandaríkjaforseti, hélt blaöamannafund síðdegis í dag, og kom ví®a við. Ilann ræddi m.a. um þá stefnu Frakka, að koma sér upp kjamorkuvopn um og taldi þá stefnu vera hættulega, þvi að hún gæti orðið upphafið að því, að fleiri riki gerðu hið sama, en þá gæti skapazt mjög hættulegt ástand. Hann saeðist ekki vera á sama máli og De Gaulle, forseti, urn iþað, að Frakklandi bæri að stefna að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Bandaríkja- menn ættu nóg af slíkum vopn- um, sem stæðu ríkjum Atlands- hafsbandalagsins til reiðu, ef á þyrfti að halda. Hins vegar væri hér um að ræða mál, sem franska stjórnin yrði sjálf að ráða fram úr. Hætt Framlh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.