Morgunblaðið - 18.05.1962, Side 2
MOnGlINBLAÐID
Föstudagur 18. maí 1962
Gjaldeyrisstaðan
batnaði um 375
r ■
Forsefahjónin til útlanda
í fréttatiilkynningu frá
s'kri. jtofu forseta íslands seg-
ir, að forseti fslands, herra
Ásgeir Ásgeirsson, og forseta
frúin, Dóra Þórhallsdóttir,
hafi haldið flugleiðis til út-
landa á fimmtudagsmorgun.
Fóru hau með flugvél frá
Flugfélagi fslands og munu
dveljast í Kaupmannahöfn um
skeið í :nkaerindum.
Meðan forsetinn dvelzt er-
lendis fara handhafar forseta
valds með ld hans. Á mynd
inni sjást þeir kveðja forseta
hjónin. Frá vinstri: Friðjón
Skarphéðinsson, forseti Sam
einaðs Alþingis, Ólafur Thors
forsætisráðherra, frú Dóra
Þóri llsdóttir, Ásgeir Ás-
geirsson, forseti íslands og
Jónatan Hallvarðsson, dóm-
forseti Hsestaréttar fslands.
(Ljósm.: Pétur Thomisen).
Sjálfstæðisfél. Úlafs
víkur og nágrennis
stofnað
MÁNUDAGINN 14. maí kl. 8.30
e. h. var settur stofnfundur
Sjálfstæðisfélags fyrir óiafsvík
og nágrenni. Var' fundurinn
haldinn í Félagsheimilinu í
Ólafsvík. Á fundinum mættu
m. a. formaður Sjálfstæðis-
flokksins, Bjarni Benediktsson,
dómsmálaráðherra, Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri flokksins, Sigurð-
ur Ágústsson, alþingismaður og
Ásgeir Pétursson, sýslumaður.
Sigurður Ágústsson setti fund
inn og skýrði tildrög hans og
tilnefndi sem fundarstjóra séra
Magnús Guðmundsson, ólafs-
vík og fundarritari var Gunn-
ar Hjartarson, kennari,-
Þá flutti Þorvaldur Garðar
Kristjánsson ræðu um skipulag
og starfsemi Sjálfstæðisflokks-
ins með sérstöku tilliti til Vest-
Urlandskjördæmis og skýrði
frumvarp að lögum fyrir hið
nýja félag.
Fundarstjóri las því næst upp
nöfn stofnenda félagsins, sem
voru 74 að tölu. Lög voru sam-
þykkt fyrir félagið, og hlaut
MHMto
Karlagrobb
Tímaliðsins
■
• Fyrir hverjar einustu
kosningar í Reykjavík held-
ur Tíminn því fram, að Fram
sóknarflokkurinn hafi haft
forgöngu unt öll helztu fram
faramál Reykvíkinga, þar á
meðal Sundhöllina og Há-
skólabygginguna!
í gær slær Tíminn því
föstu, að flokkur hans hafi
hrint öllum virkjunum Sogs-
ins í framkvæmd í harðri
andstöðu við Sjálfstæðis-
flokkinn!
• Vitanlega valda slík skrif
fyrst og fremst að hlátri allra
þeirra er til þekkja. Árið
1931 rauf Framsóknarflokk-
urinn Alþingi til þess að
hindra hina fyrstu Sogsvirkj-
un. En Sjálfstæðismenn
héldu baráttunni áfram fyrir
hagnýtingu vatnsaflsins til
fjölbreyttara atvinnulífs og
sköpunar margháttaðra lífs-
þæginda. Frarreóknar aftur-
haldið var brotið niður og
hver virkjunin á fætur ann-
arri reis við Sogsfossa. fra-
fossvirkjunin og Steingríms-
stöð eru tvær síðustu virkj-
anirnar.
• Vinstri stjórnin, undir
forystu Framsóknarmanna,
gat ekki hindrað þessi tvö
glæsilegu mannvirki, þótt
hún fegin hefði viljað. Svo
vel höfðu virkjanirnar verið
undirbúnar af hálfu Sjálf-
stæðismanna í ríkisstjórn og
í stjórn Reykjavíkurbæjar.
Það sem Tíminn er nú að
hæla sér af er því ekkert
annað en það, að hafa ekki
tekizt að tefja þessar tvær
síðustu hindranir, eins og
Framsóknarflokknum tókst
að tefja hina fyrstu Sogs-
virkjun með þingrofi og öðr-
um ofbeldisbrögðum.
• Staðreyndirnar standa
óhaggaðar. Formaður Fram-
sóknarflokksins sagði einu
sinni, að hin fyrsta Sogs-
virkjun væri „sam«æri and-
stæðinga Framsóknarflokks-
ins.“ Hann sagði líka, að ekki
skipti miklu máli, hvort reyk-
vískar húsmæður „elduðu við
rafmagn en ekki við kol“.
Með þennan dóm situr
Timinn og fær ekki þvegið
hann af sér, hversu feginn
sem hann vildi.
það nafnið Sjálfstæðisfélag
Ólafsvíkur og nágrennis. í stjórn
félagsins voru kjörnir þeir
Bjarni Ólafsson, símstjóri, for-
maður, Ágúst Lárusson, bóndi,
Hörður Sigurvinsson, verzlunar-
maður, Hinrik Konráðsson, odd
viti og Böðvar Bjarnason, húsa
smiður. Varamenn í stjórn voru
kosnir Guðbrandur Vigfússon,
vélsmiður, Úlfljótur Jónsson,
kennari, Gunnar Hjartarson,
kennari, Jóhann Jónsson, kaup-
maður og Guðjón Bjarnason,
bílaviðgerðarmaður. Þá voru
kjörnir endurskoðendur þeir
séra Magnús Guðmundsson og
Magnús Jónsson, netagerðarmað
ur. Ennfremur fór fram kosn-
ing fulltrúa í fulltrúaráð Sjálf-
stæðisfélaganna í Snæfellsnes-
og Hnappadalssýslu og kjör-
dæmisráð Sjálfstæðisflokksins í
Vesíurlandskjördæmi.
Að loknum stofnfundarstörf-
um flutti Bjarni Benediktsson,
dómsmálaráðherra, ræðu um
stjórnmálaviðhorfið og gerðu
fundarmenn góðan róm að máli
hans. Síðan voru frjálsar um-
ræður og tóku til máls Eliníus
Jónsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri,
Hjörtur Guðmundsson, verka-
maður, Bjarni Ólafsson, sím-
stjóri, Guðbrandur "Vigfússon,
vélsmiður, Hinrik Konráðsson,
oddviti, Konráð Pétursson, kenn
ari, Sandi, og Ásgeir Pétursson,
sýslumaður.
Áttræðisafmæli
ÁTTRÆÐUR er í dag Jón Jón-
asson, bóndi á Birnustöðum í
Laugardal við ísafjarðardjúp.
miiij. i jan— april
Mikil aukning sparifjár og veltiinnlána
„VIÐREISNIN að verki“, hefur verið eitt af haráttuorð-
tökum andstæðinga þeirra efnahagsráðstafana, sem gerð-
ar hafa verið undanfarin tvö ár. Leit þeirra aðila að
staðreyndum, máli sínu til stuðnings, hefur verið erfið,
að undanförnu, og verður nú enn erfiðari, í ljósi síðustu
upplýsinga um gjaldeyrisstöðu bankanna og sparifjáraukn-
ingu. Þær tölur sýna, að þar hefur verið viðreisn að
verki, í raunverulegum skilningi. Gjaldeyrisstaða hank-
anna hefur batnað um 375 milljónir króna frá áramót-
> um og sparifjáraukningin á sama tíma nemur um 169
milljónum króna. Hér kemur nánara yfirlit. (Til aprílloka):
Bætt staða í frjálsum gjaldeyri .. 313.9 millj.
Bætt staða vegna vöruskipta ...... 60.7 —
Bætt gjaldeyrisaðstaða, alls 374,6 millj.
Aukning sparifjár ........................... 168.7 mlllj.
Aukning veltiinnlána ........................ 133.1 millj.
Þar af hefur aukning sparifjár, I aprílmánuði einum,
numið 47.1 milljóna króna, og aukning veltiinnlána, í sama
mánuði, nemur 133.1 milljón króna.
Samið á Húsavík
í GÆR var undirritaður samn-
ingur milli Verkamannafélags
Húsavíkur og helztu atvinnu-
rekenda á Húsavík, þ.e.a.s. Húsa
víkurbæjar, Fiskiðjusamlags
Húsavíkur h.f. og Kaupfél. Þing
eyinga. Segir í fréttatilk. frá
þessum aðiljum, að lægsti kaup
taxti hækki „um 10%“ og hærri
launaflokkar „um nær 6%“.
Innifalin er þá 4% hækkunin,
sem ganga átti í gildi 1. júní.
Eftirvinna greiðist með 50%
álagi. Kvöldmatartími er ekki
greiddur, þótt framhald sé á
vinnu. Samningurinn gildir í 6
mán., og má segja honum upp
með eins mánaðar fyrirvara, ella
framlengist hann urn 6 mán.
Mœðra-
blómin
Á SUNNUDAG er Mæðra-
dagurinn, og þá verða blóm
Mæðrastyrksnefndar seld,
hin svonefndu Mæðrablóm.
Aðrir aðiljar selja hvOrki
blóm né merki þann dag.
í Dagbók má sjá hivar
Mæðrablómin verða afhent
sölubörnum.
/* NA /5 hnúiar / SV 50 hnútar SnjoAomo • ÚSi V SStírir K Þrumur ws KuUaokit ^ HitotHf H Hmt L Lmoi
rr ; “^si<,|02o ío73 A
IJtvarpsskák
Svart: Svein Johannessen, ósló
ABCDEFGH
ABCDEFGH
Hvítt: Ingi R. Jóhannsson
9.
Bc8-g4
Lægðin við Hjaltland hreyf
ist lítið úr stað, en grynnist
heldur. Á meðan hún er
þarna, er ekki hægt að vænta,
að lát verði á norðanáttinni
og kuldanum.
Víða norðanlands var
slydda eða snjókoma í gær
og hiti frá 0 til 3 stig, kald-
ast nyrzt á Vestfjörðum. Um
nóttina var eins stigs frost á
Hormbjargsvita, Grímsstöð-
um á Fjöllum og í Möðrudal,
12 mílur
v/ð Bret-
land?
London, 17. maí — (AP) —
UPPI eru háværar radd-^
ir um það hér, að brezka
stjórnin hafi nú alvarlega
til athugunar að víkka út
fiskveiðilandhelgi sína í 12
mílur. — Tvö brezk blöð
segja frá því í dag, að all-
ar líkur séu fyrir því, að
stjórnin hafi þegar tekið
ákvörðun í málinu.
Opinberir aðilar segja
hins vegar, að stjórnin
hafi ekki tekið endanlega
ákvörðun.
Félög togaraeigenda og
aðrir, sem hafa atvinnu af
fiskveiðum, eru sagðir
hafa lagt hart að yfirvöld
unum um að fara að dæmi
annarra landa. Eru þar
nefnd ísland, Danmörk,
Noregur og Sovétríkin.