Morgunblaðið - 18.05.1962, Síða 10

Morgunblaðið - 18.05.1962, Síða 10
MORGVTSBLAÐ1B Föstudagur 18. maí 1962 10 mikil hjálp fyrir húsmæðurn ar“. segir Gróa, „og til þeirra er lagt þó nokkurt fé, gert ráð fyrir að á næsta ári þurfi 3 millj. kr. til viðhalds þeirra og til gæzlunnar. Bæði dag- heimili ög gæzluvellir þurfa að vera 1 hvérju hverfi og í öllum sem nú rísa upp, er rúm fyrir hvorttveggja og ætlun- in að koma þeim upp eins fljótt Og hægt er. Ákveðin fjárupphæð er veitt til þess árlega. Á þessu ári er t. d. veitt 1 millj. og 200 þús. í leikvellina eina. Eftir að Gróa hafði rekið erindi sín við Jens Guðbjörns son, ók hann Okkur niður í Slysavarnahúsið á Granda- garði. Þangað á Gróa oft er- indi. Hún hefur starfað að slysavarnamálum síðan 1930, er formaður kvennadeildar- innar í Reykjavík og á nýaf- stöðnu þingi var hún kjörin varaforseti Slysavarnafélags- ins. Þingið stóð dagana 4.—6. maí og meðan á því stóð, tóku konurnar í deildinni að sér að sjá um allan mat fyrir full trúana 130 að tölu, svo að starfstími yrði drý.gri og menn þyrftu ekki að dreifast út um bæ á máltíðum. Þá var nóg að gera hjá förmanninum, en strax að þinginu löknu tók vorfhreingerningin og málning in á íbúðinni heima við hjá Sjdmannskona í Vesturbænum f VESTURBÆNUM, nr. 24 við götu sem kennd er við öldur hafsins, í hverfi þar sem skip- stjórar og stýrimenn byggðu gjarna fyrir 30 árum einnar 'hæðar steinhús með kjallara og kvisti á risi, þar búa Niku- lás K. Jónsson, skipstjóri og kona hans, Gróa Pétursdóttir, borgarfulltrúi. Þau eru bæði gamlir og grónir Reykvíking- ar, Nikulás er úr Vesturbæn- um, sonur Jóns Guðmundsson ar frá Bakkabæ og Gróa flutt ist til bæjarins með föreldr- um sínum fjögurra ára gömul. Sjómennskan er rikjandi í ættum beggja. Pétur Örnólfs- son frá Hvassahrauni á Vatns- leysu, faðir Gróu, var sjó- maður á skútum og síðar fiski matsmaður, einkabróðir henn ar, Jóhann, var þekktur skip- stjóri og Nikulás maður henn Á gæzluleikvellinum við Dunhaga. — Groa Petursdottir, fulitrui í leikvallanefnd og Jens Guðbjörnsson, umsjónarmaður vallanna, heimsækja fóstrurnar, þær Ingibjörgu Björnsdóttur og Guðrúnu Finnbogadóttur, sem þar eru við gæzlu. Úr Siysavarnahúsinu á Grandanum er gott útsýni yfir Reykjavíkurhöfn. Gróa Pétursdóttir stendur við glugg- ann á efri hæðinni. ar stundaði sjóinn í 40 ár, þar af 30 sem skipstjóri og viktar nú bátafiskinn á Grandanum. í þessu húsi hafa þau hjónin búið í 36 ár, alið upp fjögur börn, sem eru flog- in úr hreiðrinu, utan ejnn son ur, Og hafa gefið foreldrum sínum 7 barnabörn. Þarna á öldugötu 24 hringd um við dyrabjöllu í gær, til að hitta að máli húsfreyjuna, sem er á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins við næstu borgarstjórnarkosningar. Við höfðum hringt til Gróu dag- inn áður og fengið svarið: — Æi, í guðs bænum, ekki ljós- myndara hingað núna! Við höfum verið að mála húsið að utan og íbúðina í fyrsta sinn í 16 ár, og hér er allt á tjá og tundri ennþá. Hún féllst þó á að ef við frestuð- um ltomunni um einn dag, yrði kannski hægt að drepa niður fæti í stöfunni. Gróa hafði sýnilega tekið til hend- inni, meðan hún hafði frest- inn, þvi þegar við kopaum, voru komnar hvítrósóttar sum argardínur fyrir gluggana, öll húsgögn á sinn' stað, silf- urmunirnir fágaðir í glerskáp inn, myndirnar af börnunum og barnabörnunum á píanóið og myndir upp á veggi, þar ó meðal ljósmyndin hans Ólafs MagnússOnar frá 1907 af Reykjavíkurhöfn og málverk Finns Jónssonar af Selsvör. Og Gróa stóð sjálf mað af- þurrkunarklút í annarri hendi og vatnskönnu i hinni og var að vökva blómstrandi kaktus sem hún er búin að eiga jafnlengi húsinu eða í 36 ár. Við drukkum kaffi í stofunni meðan hún brá sér í peysufötin, því nú þurfti hún út. Það átti að vera fund- ur í leikvallarnefnd kl. 3,30 Og bæjarstjórnarfundur kl. 5 og í báðum á hún sæti. í leiðinni ætlaði hún að hitta Jens Guðbjörnsson, sem hefur umsjón með leikvöllun- um fyrir fræðsluskrifstofuna, og koma við í Slysavarnahús- inu. Jens sótti hana í bii sín- um og á leiðinni barst talið að gæzluvöllunum í bænum, sem nú eru 18 talsins, og tveir að auki á sumrin, fyrir utan leikvellina, þar sem ekki er gæzla en leiktæki. Við stönz- uðum efurlítið á tveimur leik völlum, í Dunhaga og við Vest urvallagötu. Þar var lítill hópur 2—5 ára barna að leik og undu þau sér vel í gæzlu hjá fóstrunum. En þrátt fyrir góða veðrið virtust ekki alltof margar konur í þessum hverf- um þurfa að nota sér þessa barnagæzlu, sem er þannig háttað, að fóstrurnar taka við börnunum af fullorðnum, sem með þau koma og er þeirra gætt þar til þau eru sótt á tímanum 9—12 Og 2—5. „Þess ir gæzluvellir bæjarins eru Gróa að vökva kaktusinn sinn, sem blómstrar nú 36 árið hjá henni. Fyrir aftan hana sést málverk Finns Jónssona- úr Selsvör. — Auk þess sem Gróa Péturs- dóttir er borgarfulltrúi og starfar í leikvallanefnd, og að slysavarnamálum, þá er hún í skólanefnd Húsmæðra- skóla Reykjavíkur og hefur starfað í VamfærsJunefnd Gróa, sem er formaður kvennadeildar Slysavarnafélagsins, ræðir við Gunnar Friðriksson, forseta félagsins. Gróu. Við röbbuðum litla stund saman í skrifsfcofuher- bergi því sem kvennadeildin leigir í Slysavarnahúsinu. Þar er rauðbrúnt teppi á gúlfi, sem konurnar keyptu á út- sölu og spöruðu þar skilding, „því ekki veitir af hverjum eyri, sem hægt er að spara“, segir Gróa. „Starf deildarinn ar er að safna fé til slysa- varna. Við leggjum strax fram % af öllu sem við get- Um safnað, en skv. lögunum megum við halda 14 til rekst- urskostnaðar. En við reynum að nota sem minnst, og sá fjórði hluti er látinn af hendi þegar þörf krefur. T. d. gátum við f fyrra ráðstafað af hon- um í vél í brimbátinn á Eyrar bakka, nýlega keypt hátalara kerfi hér í húsið og um daginn gefið björgunarsveitinni al- klæðnað, ullarfatnað og hlífð arföt, handa 21 manni, en það er til taks hér fyrir björgunar mennina. þegar þeir koma á vettvang í snarheitum hver úr sinni vinnu. Þetta er hvort sem er allt slysavarnafé og á að notast sem slíkt“. ’’

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.