Morgunblaðið - 18.05.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.05.1962, Blaðsíða 15
Föstudagur 18. maí 1962 MORGVNBL AÐl'ó i 15 **> t Sjöfug í dag: Ása Grímsson, ísafirði F R Ú Ása Grímsson á fsafirði á í dag sjötugsafmæli. Hún er fædd á Þingeyri 18. maí árið 1892, dóttir Steimmnar og Finns Thordarson bakarameistara. Ólst hún upp á ísafirði og giftist 29. sept. 1914 Jóni Grímssyni, mál- flutningsmanni. Hafa þau átt sjö mannvænleg börn, tvær dætur, Steinunni, sem gift er í Bandaríkjunum og Ingu, sem gift er í Hnífsdal, og fimm syni, Hjört loftskeytamann í Reykjavík, Finn skrifstofumann í Bolungarvík, Árna skipstjóra á ísafirði, Grím loftskeytamann í Reykjavík og Ragnar Áka skipstjóra á ísafirði. I 1 Þau frú Ása og Jón Gríms- son áttu heimili á Suðureyri við Súgandafjörð fram til ársins 1922, þar sem Jón var verzlun- arstjóri, en þaðan fluttu þau til ísafjarðar og hafa átt þarheima síðan, lengstum í Aðalstræti 20. Þar hafa þau átt hlýtt og vist- legt heimili. ’ Frú Ása er eins og hún á kyn til ágætlega greind kona. Hún er skemmtileg og hrein og bein í allri framkomu. Yfir heimili hennar og manns hennar er allt af hressandi blær. Þangað er gaman að koma og dveljast við ánægjulegar viðræður við þetta greinda og góða fólk. Ég minnist heimilis frú Ásu og fjölskyldu hennar með þakk læti frá þeim árum, er ég átti heima á ísafirði. Þar var ævin- lega vinum að mæta, gestrisni og alúð. Hinir mörgu vinir og kunningjar frú Ásu Grímsson og heimilis hennar flytja henni innilegar hamingjuóskir með sjö tugsafmælið og árna henni gæfu og farsældar á hinum efri ár- um. S. Bj. — Flokksskóli Framhald af bls. 24. hinir austur-þýzku ,fyrirgreiðslu menn“ þeirra misstu alla stjórn á liðinu þegar á reyndi, svo að allan tímann logaði þar allt drykkjuskap og annarri óreglu. Ferðalagið „gæfi tilefni til margra athugasemda“ Þó virðist fyrst hafa keyrt um þverbak í ferðalagi því, sem Austur-Þjóðverjar buðu „úrvals liðinu“ í að „flokksskólanum“ loknum, og það svo, að kommún- istastúdentarnir í Austur-Þýzka- landi veigra sér við að lýsa því, en segja „Ferðalag það, sem far- ið var að námskeiðinu loknu gæfi tilefni til margra athuga- semda, en ekki verður það tekið fyrir hér“. Eftir lýsingu SÍA- deildarinnar virðist þessi tilraun kommúnista til að halda „flokks- skóla“ sinn austan járnitjalds hafa farið út um þúfur, enda mun eftir það hafa þótt vænlegra til árangurs að láta heimamenn hafa þessa ,,fræðslustarfsemi“ með höndum. Pólitískt vanþroska Skýrsla sú, sem hér um ræðir, Iþer yfirskriftina: „Nokkrar at- hugasemdir frá DDR-deild SÍA“, og er í upphafi 'hennar lýst undir Ibúningi og vali þátttakenda á þann veg, að svo virðist sem „skólinn" hafi farið úr skorðum þegar í upphafi. Þar segir m. a.: „Hitt fór injog miður, að á síð- ustu stundu var tekið fólk (úr Reykjavík og nágrenni), sem næsta lítið erindi átti á námskeið sem þetta. Afleiðingin varð sú, að mismunurinn á þekkingar- stigi svó Og pólitískum þroska þátttakenda reyndist alltof mik- ill. Heildartala þátttakenda varð jafnframt of há fyrir námskeið með þessu sniði. Þýzkum félög- um og fyrirgreiðslumönnum hafði áður verið gefin > upp há- markstalan 30, en endanlegur fjöldi varð 67. Köm það fyrst upp úr dúrnum á síðustu stundu »g kostaði mikið stímabrak og cþanft ergelsi fyrir báða aðila“. „Félagl Schwander" „heldur slappur" : Síðan er hverjum uppfræðara gefin einkunn fyrir frammistöð- una á ,skólanum“. Flestir fiá þá einkunn, að þeir hafi „komizt skammlaust frá“ verkefnum sín- um, aðrir fá þann vitnisburð, að flutningur þeirra hafi verið ,grautarlegur“ eða „litlaus“, og aðeins eitt erindi varð ,skólan- um“ „lyftistöng", erindi Einars Olgeirssonar, eins og myndin, sem fylgir þessari grein ber svo ljóslega með sér! Og sá, sem af hálfu hernámsliðs Rússa hafði verið skipaður til þess að hafa yfirumsjón með námskeiðinu „fé lagi Schwander“, fær þann dóm, að hann hafi reynzt „held- ur slappur, þótt ekki vantaði hann viljann"! „Töluvert bar á drykkjuskap“ Stórbrotnust er þó lýsingin á „bæjarbrag" sem minnzt var á hér í upphafi, en sú lýsing hljóð- ar svo í neild sinni: „Bæjarbragur. • Hann var aldrei sem skyldi og fór versn- andi eftir því sem á leið. Skipan félaga á herbergi var algjörlega af handahófi, og var það misráð- ið. Töluvert bar á drykkjuskap, og veittu þar fordæmi ýmsir þeir, er sízt skyldi, m. a. félagar, er sætu áttu í sfcólastjórn. Hlutur SÍA-félaga í heild hefði mátt vera betri. Fylgdi næturgöltur og ókyrrð í svefnstöðum, jafnvel allt fram til rismála. Afleiðingin varð eðlilega sú, að margir mættu miður vel fyrirkallaðir í tima að morgni. Qf mörg dæmi voru þess, að félagar skrópuðu, jafnvel allt til hádegis. Óstund- vísi í tima keyrði og oft úr hófi fram. Ástæðurnar fyrir þessum leiðu fýrirbærum voru margvís- legar. Margt verður að skrifa al- gjörlega á reikning skólastjórn- arinnar, svo sem vikið er að hér á eftir. Samstöðu og samábyrgð tókst aldrei að skapa innan hóps- ins, og er slíkt þó skilyrði fyrir góðum árangri. Námskeiðið var haldið þegar eftir Eystrasalts- viku, þar sem gleði og skemmt- anir sátu í fyrirrúmi. Varð sú stemming eðlilega ekki kveðin niður í einu vetfangi, og hefði þurft að brýna mun betur fyrir félögum reglusemi og aga, þá á námskeiðið kom. Ekki bætti staðsetning námskeiðsins í út- jaðri Rostockborgar með greiðu sambandi við miðbæinn úr skák. Aðstaðan hefði verið allt önnur, ef tekizt hefði að fá rólegri stað, fjarri þéttbýli og ölduifcúsum“. Hafnfirðingar vilja að skyldu- námi Ijúki í einum og sama skölai í HAFNARFIRÐI hafa að und anförnu verið hörð átök milli Sjálfstæðismanna annarsveg- ar og kommúnista og Alþýðu- flokksmanna hinsvegar um skólamálin. Sjálfstæðismenn hafa lagt til, að sú stefna sé tekin upp, sem hefur gefið góða raun á Norðurlönidum og hefur verið að þróast í Reykjavík, en það er að skyldunáminu ljúki í einum og sama skóla en sé eklki slitið í sundur á viðkvæmasta ald- ursstigi unglinganna eins og nú er gert. í samræmi við þetta lögðu ' þeir skólastjórarnir Haukur k Helgason og Þorgeir Ibsen fram tilögu í fræðsluráði um að liefja nú á þessu sumri áframhaldandi byggingarfram kfvæmdir við öldutúnsskól- amn, 8 almennar kennslu- stofur. Kommúnistar og Al- þýðuflokksmenn stóðu fast saman gegn því, en sam- þykktu hinsvegar að hefja byggingu á 13 millj. króna við bótardkóla við Flensborg á Hamrinum. í þeim skóla verður hver kennslustofa um 200 þús. krón um dýrari en í öldutúnsskól- anum. Afleiðingár þessa verða: 1. Skyldunáminu veúður skipt áfram um ófyrirsjáan- legan tíma eins og nú er. 2. Miklu meiri þrengsli verða i skólunum næsta ár og þrísetning verður óum- flýjanleg enn um mörg ár. Yngstu börnin verða að halda áfram að mæta kl. 8 á morgnana og þau verða að vera í skóla um matartímann. 4. Kostnaður við skólabygg ingar verður miklu meiri en ella. 5. Úthverfin verða enn um ófyrirsjáanlegan tíma að bíða eftir skólahúsnæði. Eina leiðin til bjargar þess- um málum út úr algeru öng- þveiti er hreinai meirihluti Sjálfstæðismanna. - Sjómannskona Frh. af bls. 10. Reykjavíkuifcæjar síðan 1954. Aðspurð um hið síðastnefnda, vill hún l«íti ðsegja. „Störfin eru unnin fyrir luktum dyr- um, segir hún. Fundir eru haldnir hálfs mánaðarlega og þar er reynt að greiða fyrir fólki, sem til nefndarinnar leitar, eftir því sem tök eru á“. Gróa hefur fylgst með fram gangi Reykjavíkur í nærri 7 áratugi. „Þróunin er svo ó- trúleg að enginn maður trú- ir því, segir Gróa. Eg man vel eftir fátæktinni og alls- leysinu skömmu eftir aldamót in. Þá fórum við 10 ára gaml- ir krakkarnir inn á Kirkju- sand kl. 6 á morgnana til að vita hvort við gætum ekki fengið að þurrka fisfc þann daginn. En svo fór þettá að smálagast, með tilkomu skútn anna óx vinnan, *svo komu togararnir og þá fór ástandið að batna fyrir alvöru. Smám saman hurfu erfiðleikar hins daglega lífs. Aldrei gleymi ég því, þegar vatnið kom renn andi úr krananum í fyrsta sinn. Svo var grafið fyrir gas- inu, og loks kom rafmagn og heitt vatn í húsin. Eg hefi vissulegar séð Reykjavík vaxa upp, en alltaf hefur verið þar sama ágæta fól'kið. og er enn, fólk sem alltaf er fúst til að hjálpa, þegar eittihvað er að. Framfarirnar hafa verið örar og verða að halda áfram í jafn ríkum mæli. Þessvegna verður Sjálfstæðisflofckurinn að sigra í þessum kosningum. Stærstu framfarasporin hafa verið stigin undir hans for- ystu og framtíðaráætlanir hans verða að komast í fram- kvæmd. Þær má ekkí rífa nið- ur. — E. Fá. 17. maí í Reykjavík NORÐMENN í Reykjavík minní ust þjóðhátíðardags sins 17. maí með ýmsum hætti. Um morg- uninn var allfjölmenn athöfn við minnismerki fallinna Norð- manna í Fossvogskirkjugarði. Þar lagði sendiherra Norð- manna, Bjarne Börde, blóm- sveig frá samtökunum. Þá gengu norsk börn, búsett í Reykjavík, í skrúðgöngu til heimilis sendiherra, þar sem þau sátu siðan gestaboð sendi- herrahjónanna. Kl. 5 var mót- taka hjá sendilherra og um kvöld ið fagnaður í Þjóðleikihússkjall- aranum. 27 ný bifreiða stæði Á FUNDI umferðarnefndar Reykjavíkur 4. maí sl. var lagð- ur fram uppdráttur að 27 bif- reiðastæðum á lóðunum nr. 15 og 17 við Lindargötu. Hópferðabilar af öllum stærðum — til leigu. — Sími 11145 — PALL s. pAlsson Hæstaréttarlögmaður Bergstaðastræti 14. Sími 24-200. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON bæstaréítarlögmen . Þórsliamri. — Sími 11171 Gamlir og nýir CAIVIPELL viðskiptavinir á íslandi Með góðu samkomulagi við Stefán A. Pálsson, hefir hann hætt störíum sem umboðsmaður vor á íslandi. Hinn nýi umboðsmaður vor, hr. Jón Sæmundsson, mun héðan í frá verða tengi- liðurinn milli vor og yðar. Með langa reynziu að baki, fullkomnustu vélar og fyrsta flokks fagmenn, erum vér i aðstöðu til að veita það bezta í framleiðslu nælon-snurpinóta — með og án hnúta — og þorskanetja, á mjög sanngjörnu verði. Nú, sern fyrr, munu net vor reynast bæði sterk og veiðin. (AMÍMll ANDIMÍNHNI® Umboðsm. Jón Sæmundsson Lyngholti, Garðahreppi. Sími; 50866. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.