Morgunblaðið - 18.05.1962, Side 20
20
f MORGVNBLAÐIb
Föstudagur 18. maf 1962
GEORGE ALBERT CLAY:
Saga samvizkulausrar konu
----------- 59-----------
honum gældu við brjós hennar
Þá reyndi hann að halda henni
fastar og togaði í kjólinn henn-
ar, en hún ýtti honum frá sér
og lamdí hann í andlitið með
hnefunum. Hann hopaði á hsel,
en hún elti hann með ofsafeng-
inni barsmíð, rétt eins og hún
væri að losa sig við hryllinginn
og sjálfa sig. Síðan sneri hún
sér við og hljóp gegn um garð-
inn og inn í húsið.
XXXIII.
Morguninn eftir kom Luisa
ekki til morgunverðar og Don
Diego fór að vitja um hana, en
kom aftur með áhyggjusvip á
andlitinu. Hún er horfin! sagði
hann, og hún hefur ekki sofið í
rúminu sínu i nótt!
Kom hún ekki heim í gær-
kvöldi? Frú Lolyta sneri sér að
Ginu. Hún var í gær uppi í fjöll-
unum. Dyrnar voru lokaðar hjá
henni, þegar við komum heim og
við ónáðuðum hana ekkert.
Ég sá hana ekki. Ginu varð
það ljóst, að hún ætti ekki að
segja nema sem minnst. Ég ætla
að spyrja fólkið. Don Diego stóð
upp frá borðinu.
Gina var mest hissa á þvi, að
þeir skyldu hafa gripið hana um
móttina í stað þess að bíða eftir
því, að hún hefði upplýsingarnar
á sér. Hún var fegin, að nú
skyldi engin þörf vera á því að
blanda gömlu hjónunum né
heldur frú Tiu í málið. Nema því
aðeins hún sjálf leysti frá skjóð-
unni og það mundi hún aldrei
gera.
Það hefur enginn séð hana,
sagði Don Diego þegar hann kom
aftur að borðinu. En hafðu eng-
ar áhyggjur af stúlkunni, Lolyta.
Hann sneri hönd konu sinnar.
Það er löng leið ofan úr fjöllun-
um og hún hefur bara tafizt.
Gina getur farið með upplýsing-
arnar.
En hvert? spurði Lolyta.
Við höfum fengið amnan móts-
stað. Diego sneri sér að Ginu.
Við höfum svo lengi notað bú-
garðinn, að það er orðið hættu-
legt, og við vitum ekkj um nýja
staðinn, af því að Luisa átti að
segja okkur frá honum í gær.
En hvað sem því líður, getur
kerran lagt af stað til búgarðs-
ins. Vinir okkar eru allsstaðar á
höttunum á leiðinni og geta
stöðvað hana hvar sem vera vill.
Ginu þótti vænt um að mega
fara þessa ferð, því að nú gat
hún enn 'um sinn gengið eftir
girðingunni. Teki majór mundi
verða vinur hennar fyrir upp-
lýsingarnar um Luisu, og skæru-
MÆÐRADAGSBLÓM
l >
Lítið inn og sjáið landsins fjölbreyttasta úrval af
pottablómum. — Verð Og gæði við allra hæfi.
Hittumst um helgina í Gróðurhúsi
PAULi V MICHELSEN, Hveragerði
~ úr lchjtdcu,^
SlCJ*MAbVY\Ur\Ír
SfccLluÖ/lAf
Sigufþóf Jór\ssor\ 3c co
I la /Wa*\S Ivtu t/i h.
liðarnir, sem vissu ekki betur,
mundu halda, að hún væri á
þeirra bandi. En hvað sem öðru
leið, vildi hún ekki fara aftur
í Klettahúsið, það gæti orðið erf-
itt að fóðra það.
Það var mikil umferð á þjóð-
veginum og í hvert skipti sem
kerra fór framhjá Ginu, ímynd-
aði hún sér, að þar væru faldir
’Japanir, en hver fótgangandi
Filipseyjamaður, sem leit á hana.
var skæruliði. Eftir því sem tím
inn leið varð hún taugaóstyrk og
gat ekki látið sér detta neitt í
hug að segja við Mario, svo að
algjör þögn ríkti hjá þeim. Sólin
var heit og vegurinn rykugur og
hún þreytt, því að lítið hafði
verið um svefn hjá henni um
nóttina. Hún lokaði augunum og
hálfmókti og hreyfði sig aðeins
eftir því sem kerran ruggaði, en
vaknaði fyrst, er hún varð þess
vör, að þau höfðu stanzað. Hún
leit spyrjandi á Mario, en hann
sat, eins og stjarfur og þá kom
hún auga á japanska hermann-
inn, sem hélt í uxana. Þarna
voru hermenn til beggja handa
og hún var dregin með valdi úr
kerrunni og yfir veginn, upp í
herbíl, sem þar stóð. Teki majór
steig út úr bilnum, gaf einhverja
skipun og dátarnir slepptu henni
samstundis.
Ég hafði búizt við ýmsu en
bara ^kki þér, sagði hann.
Þau báðu mig að fara í stáð
Luisu, sagði hún. Eftir að þið
tókuð hana fasta, var enginn til
að senda.
Ég tók hana alls ekki, sagði
hann. Ég hefði einmitt látið hana
vísa mér til stöðvar þeirra, og
iþegar ég kem til borgarinnar,
skal ég finna þennan bjána í
fjörunni, sem þetta hefur gert.
En það eru of margar stofnanir
með sama valdi, hver annarri
óháðar. Hann brosti til hennar.
En þetta fór nú samt vel að lok-
um. Eigum við að fara upp í bíl-
inn.
Herbílnum stýrði óbreyttur
dáti og annar sat við hlið hans
með riffil á hnjánum. Þegar bau
komu að fyrsta hliðinu á vegin-
um að Klettahúsinu hægði bíll-
inn á sér og verðirnir hrundu
upp hliðinu. Það heyrðist skellur
þegar það lokaðist aftur og bíll-
inn lagði á brekkuna.
Ég sagði yður, frú, að aðmír-
állinn yrði mér þakklátur, sagði
majórinn. Og sjálfur er ég líka
feginn!
Gina sagðj ekkert. Hún horfði
á veginn og minntist þess, að
hún hafði aldrei ætlað að fara
aftur í húsið sitt.
Hann hjálpaði henn; út fyrir
framan dyrnar, sem hún þekkti
svo vel. Velkomin heim, sagði
hann. Nú er húsið aftur yðar og
þjónustuliðið verður komið hing
að innan stundar. Aðmirállinn er
fluttur héðan, og hann flutti í
dálitlum flýti, svo að það getur
vel verið, að hann hafi skilið
eitthvað eftir af dótinu sínu.
En ég hélt, að þið hefðuð vilj-
að handsama skæruliðana, sagði
Gina. Og svo gerðuð þið ekki
annað en stöðva mig á veginum
og flytja mig hingað.
Það var engin þörf á að fara
lengra. Þeir biðu eftir yðúr dá-
lítið lengra með veginum og
voru teknir þar fyrirhafnarlaust.
Aðmírállinn verður glaður, því
að við náðum þarna í sjálfan
fooringjann. Fáið þér mér nú
þennan kjól yðar.
Gina gekk inn í svefnherberg-
ið sitt í hálfgerðri leiðslu, þetta
var allt svo draumkennt og hún
gat ekki trúað því enn. Það eitt
var henni ljóst, að nú átti hún
aftur heima í Klettahúsinu, og
að nú hafði hún stokkið út af
girðingunni fyrir fullt og allt.
Og hún gat ekki afþakkað Kletta
húsið án skýringa og hún gat ekki
útskýrt fyrir majórnum, að hún
vildi hafa skæruliðana sér til
verndar, þegar Ameríkumennirn
ir kæmu.
Svefnherbergið hennar sýndi
þess nokkur merki, að þaðan
hafði verið flutt í flýti, en nú
var það hennar og hún var kom-
in heim. Fatnaður hennar hékk
í skápunum, ósnertur, og hún
smeygði sér í innislopp og fór
síðan til majórsins með kjólinn á
handleggnum.
Þér þurfið ekki að vera hrædd,
frú. Hliðin hérna verða vel var-
in og ef yður vanhagar um eitt-
hvað, er ekki annað en kalla á
mig.
Vita skæruliðarnir um mig?
spurði Gina.
Ekki er það líklegt, en annars
er eins og þeir viti allt. Hvað er
um drenginn, sem ók kerrunni?
Hann er alsaklaus, flýtti hún
sér að segja. Hann vissi ekki
annað en að við værum bara að
fara út í sveit eftir matvælum,
og Don Diego og frú Lolyta eru
líka saklaus, flýtti hún sér að
Afgreiðslumaður
óskast í varahlutaverzlun vora
Ford-umboðið
svEinni egilssqk h.f.
Laugavegi 105
Hótelstörf
Viljum ráða stúlku ti! að annast kalt borð og smurt
brauð. Ennfremur aðstoðarmatreiðslukonu og nokkr-
ar stúlkur til ýmsra starfa. — Yngri stúlkur en 18 ára
koma ekki til greina. — Upplýsingar á Café Höll, uppi,
föstudag og laugaröag frá kl. 4—6.
Sumarhótelið Laugavatni
GEISLI GEIMFARI
X- >f >f
THOSE TWO WERE THE ONLYONES
WHO KNEW OUR SECRET, AND THERE
THEY 60.../A/rO OBUV/ON/
CAhl'T BEA
SATELUTE
P/ONEER ,
WITHOUTABACXSe! '
TO GET YOUR FREE
SATELUTE
PIONEER. í
BAP6E.JU6T TEAR I
OUT TH\6 COUPOM I
AMD MAILIT
TOGETHER WITH I
A STAMPED, !
RETURH ENVELDPE I
TO
BUCK R06ERSI
%THI5 NEWSPAPER i
— Sjálfstýringin er í sambandi,
Lára.'Við skulum koma okkur út!
Þessir tveir voru þeir einu, sem þarna fara þeir.... út í gleimskuna!
vissu um leyndarmál okkar, og
segja. Það var bara þessi Luisa.
Hún gat gabbað öll hin.
Já, en þér fóruð í hennar stað?
sagði majórinn hvasst. Þér sögð-
uð, að þér hefðuð verið beðin um
það. Hver bað yður um það?
Luisa sjálf. Gina reyndi að
stilla sig.
Luisa?
Já, einusinni fyrir löngu bað
hún mig að fara í fötin sín og
fara fyrir sig út í sveit á þess-
um tiltekna degi, ef hún sjálf
forfallaðist.
Ég skil.
Hann gekk að bilnum sinum
og Gina með honum og var að
hugsa, hvort hann mundi nú trúa
þessu Hann steig inn í bílinn en
lagði höndina á gluggakarminn
og hélt áfram að tala. Þetta er *
fallegt heimili, sagði hann. Hér
væri gaman að standa úti í garð-
inum og horfa út á sjóinn og
gleyma öllu amstrinu.
Gina óskaði, að hann væri far-
inn. Hún þurfti að vera ein. Ein
með sjálfri sér og ráðagerðunum,
sem hún vissi, að hún varð að
framkvæma. Hún þurfti næði til
umhugsunar.
Já, og borða héma úti. hlýtur
að vera skemmtileg-t.
Ég'hugsaði þetta hús vandlega
út, majór, sagði hún. En svo lang
aði hana til að stríða honum, af
því að hún bjóst við, að hann
ailltvarpiö
Föstudagur 18. maí
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón*
leikar. — 10.10 Veðurfrengir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir. ttl-
kynningar og tónleikar. — 16.30
Veðurfregnir. — Tónleikar. —
17.00 Fréttir. — Endurtekið tón«
listarefni).
18.30 Ýmis þjóðlög. — 18.45 Tilkynn-
ingar. — 19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Daglegt m^l (Bjarni Einarsson
cand mag.).
20.05 Efst á baugi (Tómas Karlsson).
20:35 Frægir söngvarar; XXIV: Irm«
gard Seefried syngur.
21.00 Ljóðaþáttur: Sveinn Skorri Hösk
uldsson magister les kvæði eftir
Hannes Hafstein.
21.10 Tónleikar: Tvær flautasónötruí
eftir Bach (Jean-Pierre Rampel
leikur á flautu, Robert Veyron«
Lacroix á sembal og Jean Huc«
hot á selló).
21.30 Útvarpssagan: „T>eirM eftir Thor
Vilhjálmsson; II. (Þorsteinn Ö.
Stephensen).
22.00 Fréttir og veðuríregnir.
22.10 Upplestur: „Allt að veði'*, »má*
saga eftir Donald Hough (Stein«
dór Hjörleifsson, leikari).
22.35 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón«
list.
a) Lög úr óperunni „Káta ekkj*
an‘ eftir Lehár (Anneliese Rot
henberger og Herbert Ernst
Groh syngja með kór og
hljómsveit; Wilhelm Stephan
stj.)
b) „Kvöld í Vín*': Fílharmoníu*
sveit Vínarborgar leikur óper
ettuforleikina „Leðurblakan'*
eftir Strauss, „Morgunn, mið
degi og kvöld“ eftir Suppé og
valsinn „Gull og silfur“ op.
75 eftir Lehár.
23.15 Dagskrárlok.
Laugardagur 19. mai.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — t.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik^
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón*
leikar. — 10.10 Veðurfrengir),
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar.
12.25 Fréttir og tilkynningar).
12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).-
14.30 Laugardagslögin. — 15.00 Fréttir,
15.20 Skáþáttur (Guðmundur Arnlaug*
son).
16.00 Framhald laugardagslaganna.
(16.30 Veðurfregnir).
17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyrai
Ingólfur Sveinsson lögregluþónn
velur sér hljómplötur.
17.40 Vikan framundan: Kynning á
dagskrárefni útvarpsins.
18.00 Söngvar í léttum tón.
18.30 Tómstundaþáttur barna og ung*
linga (Jón Pálsson).
18.55 Tilkynningar. — 19.20 Veður-
fregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 „í birkilaut hvíldi ég bakkanum
á“: Guðmundur Jónsson fær dr.
Pá'l ísólfsson til að rifja sitfc*
hvað upp um músiklífið á Eyr*
arbakka og Stokkseyri um og
eftir aldamótin.
20.45 Leikrit: „Gifting," gamanleikur
eftir Nikolja Gogol, í þýðingu
Andrésar Björnssonar. •— Leik-
stjóri: Gísli Halldórsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög, þ.á.m. leikur hljómsveU
Svavars Gests íslenzk dægurlög
Söngvarar: Helena Eyjólfsdóttir
og Ragnar Bjar^asc'*-
24.00 Dag9krárlok.