Morgunblaðið - 20.05.1962, Side 6

Morgunblaðið - 20.05.1962, Side 6
6 MORCVTSBLAÐIÐ Sunnudagur 20. maí 1962 Nýjar viðrœður Adoula og Tshombe að hefjast Adula lagði álherzlu á það, að stjórn sín vildi líta raunihæft á ástand rnála. Adoula talaði af stillingu og ítrekaði þann ásetn- ing sinn, að leysa ríkjandi vanda mál friðsamlega. Adoula vísaði með öllu á bug staðhæfingum Tshombes um að stjórn hans hefði í haldi í Leopoldville 4000 fanga sem haldið væri í fanigelsi af stjórnmálaástæðum. Sagði Adoula, að allir pólitískir fangar hefðu verið látnir laus ir áður en hann tók við for- sætisráðherraembætti — og sæti því enginn slíkur lengur í fangelsi í Leopoldville. Adoula sagði að afstaða sín væri enn byggð á yfirlýsingu sinni frá 16. apríl, með þeim breytingum, sem hann hefði þeg- ar gert á henni. Samkvæmt yf- irlýsingunni er hann fús til að fallast á stjórnarskrárbreytingar er feli í sér töluverða sjálfstjórn Katanga um innanihéraðsmál. — Hefur hann skuldbundið sig til að leggja hana fyrir þingið inn- an 2ja mánaða frá því að sam- komulag hc-fur náðst. Á heimleið London 19. maí (AP) SOUVANNA Pihoma, prins í Laos, er riú á heimleið, eftir að hafa átt viðræður við Home lávarð, utanríkisráðherra, hér í London. Mun prinsinn enn reyna að ná samkomulagi við andstæð- inga sína um myndun óháðrar samsteypustjórnar í Laos. Stefán Friðbjarnarson, bæjarfulltrúi Baldur Eiríksson, forseti bæjarstjórnar '•* Knútur Jónsson, fulltrúi Efstu menn D - listans Siglufirði Asgrímur Sigurðsson, skipstjóri Kjartan Bjarnason, sparisjóðsgjaldkeri | Ummœli Rusks : Sök kommún- ista sjálðro Washington, 19. maí (AP) DEAN Rusk, utanríkisráð- herra, svaraði í dag ummæl- um Krúsjeffs í Sofíu í gær, þar sem hann veittist að Bandaríkjamönnum fyrir liðs- flutninga þeirra til Thailands. Sagði Rusk m. a., að ef komm únistar aðeins vildu leyfa þjóðum austur þar að lifa í friði, mundi ekki koma til neinna herflutninga þangað. Það væri því fyrst og fremst undir Rússum sjálfum ©g þeirra stuðningsmönmum komið, hvort til slíkra aðgerða / væri gripið. Áframhaldandi herflutningar Bangkok, 19. maí (AP) BANDARÍSKUM hermönnum 1 Thailandi heldur áfram að fjölga. Eru þeir fluttir loftleiðis til lands ins. í næstu viku er enn búist við nokkrum liðsauka sjóleiðia og mun hann flytja með sér ýmis hergögn og tæki. Ríkisstjórn Thailands mun ek'ki hafa í hyggju að biðja fleiri aðildarríki SEATO banda- lagsins að senda liðstyrk til lands ins. Bandaríkin hafa hins vegar lýst yfir því, að þau vildu gjarna að fleiri lönd sýndu stuðning sinn við aðgerðir þessar með þvfl að taka þó ekki væri nema minni háttar þátt í þeim. Og Thailands stjórn hefur lýst því yfir að hún muni taka slíkum boðum fegin« samlega. Leopoldville, 19. maí (AP) ADOULA, forsætisráðherra, var- aði í dag við allri bjartsýni um árangur af viðræðum hans við Tshombe fylgisstjóra í Katanga, sem hef jast áttu í dag. Tshombe kom til Leopoldville í gær, en hefur verið heldur óhress af bronehitis og er því ekki víst, hvenær viðræðumar geta hafizt. — Heilbrigðismál Framh. af bls. 1 við hana orðinn 47,9 millj. kr. Er nú svo komið, að stefnt er að því, að húsið verði tekið í notkun í árslok 1964. Borgarsjúkrahúsið verð ur hið mesta mannvirki, enda meðal stærstu bygginga landsins og tvímælalaust eitt hvert stærsta átak, sem gert hefur verið hér á landi á sviði heilbrigðismála. Auk Borgarsjúkrahússins eru tvö sjúkrahús í byggingu hér í borginni, hinn nýi Landakotsspítali, sem verður fuligerður á næsta hausti, og viðbygging Landsspítalans, sem n úer lögð áherzla á að flýta svo sem verða má. Þeg- ar þessi þrjú sjúkrahús hafa verið tekin í notkun, má segja, að hinum tilfinnan- lega skorti, sem hér hefur verið á sjúkrahúsrými, hafi verið útrýmt, og þörfinni fyrir sjúkrahúsrými fullnægt í náinni framtíð. Fullbygging Borgarsjúkra- hússins er stærsta verkefnið, sem framundan er hjá borg- arfélaginu í heilbrigðismál- um.á næstu árum. Sjálfstæð- ismenn munu leggja áherzlu á, að henni verði hraðað sem mest, svo að unnt verði að taka húsið í notkun á áætl- uðum tíma. Samhliða þessu stóra verk- efni verður að halda áfram að færa út verksvið Heiisu- verndarstöðvarinnar, efla sem nú er lögð áherzla á að heilbrigðiseftirlitið, stöðvar til skordýraeyðingar og sótt- hreinsunar og ljúka við að ganga frá opnum frárennsl- um. Fyrir þessum málum og fleirum munu Sjálfstæðis- menn í borgarstjórn beita sér á næstu árum, en fram- kvæmd þeirra er undir því komin, hvort stjórn borgar- innar verður áfram í hönd- um Sjálfstæðismanna. Það er stefna þeirra, að Reykja- vík sé ekki aðeins borg fram- taks og framfara á sviði efna hagslífsins, heldur einnig borg heilbrigðra, hraustra og þróttmikilla manna, kvenna og barna. • Gamalt blað með vísum Þegar þerriblaðsvísur Hann esar Hafstein voru birtar hér í dálkunum, komumst við að því að fólk hafði gaman af þeim og margir lágu yfir því að þekkja hvaða höfund Hann es stældi með hverri vísu. Nýlega sagði Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, mér, að um líkt leyti og Mbl. birti þerri- blaðsvísur Hannesar, þá hafi 'hann rekizt á gamalt blað með eftirfarandi stökum eftir gamlan vin og skólafélaga, sem nú er látinn. Hann lét mig hafa vísurnar með þeim ummælum, að það gæti eng- an sakað þótt han» léti blað- inu þær eftir til birtingar, ef einhverjir lesendur hefðu gaman aí að gizka á hina stældu höfunda. • Framhald af þerriblaðsvísum Hvaða höfund er verið að stæla í eftirfarandi vísum? 1. Þú mitt þurrkutetur, þín ég minnast vil, sem mitt Ijóta letur lætur koma til. Fyrir verðleik þennan þinn get ég þína blökku brá blessað hvert eitt sinn. 2. Hér mun klessast hripað letur heiminn kvaddi þurrku- tetur aldrei leit ég betra blað. Oft mér það að gagni góðu gleypti’ upp í sig penna- móðu, meðan starfa mátti það. 3. Ei drekkur rós af dagg- arbárum svo drjúgt sem þú af pennaveig né þegna neinn af þrúgná- tárum sér þyrstur fær svo lang- an teyg. Þú, sem drekkur æfina út þurrkutetur, 4. Eins og bygging heimsins há herrans lýsir verki, skriftar minnar blaðsins brá ber giögg verks ummerki. 5. Þú, ef að munni þyrstum kýst að svala, bergir á brunni bleks sem rósir dala silfurdaggir sjúgi, sólargulli fáðar, þurrkbreyskju þjáðar. 6. Blekþurrka yzt út við ís- bafið kalda, ævinni dauflegri venjast þú mátt, nema er skáldin þar hátíð þér halda og hella þig fulla, þá kæt- ist þú brátt. Lögurinn dökki, sem löng- um þú teygar, lífgandi streymir um hjarta þíns rót, líkt eins og glitrandi vín- guðsina veigar veita mér svölun og harmanna bót. 7. Hún blebþurrka hefur svo heiðarlegt starf, að hissa’ á það dagblöðin stara: Að sjúga upp hvern blek- flekk sem burtrýma þarf og breiða’ yfir ritlýta skara. Þau verk eru þörf og ei virðingalaus og veita’ henni lýðhylll drjúga. En þau eru uppfyllt með alls konar raus og oft til að skammast og ljúga. 8. Já, blekið að drekka er blessað og gott , finnst blaðinu mínu, sem teygar allt vott. Er svartnættið kemur og svalla ég tek, það sofnar á borðinu og dreymir um blek. 9. Ó, heill sé þér blaðið mitt bjarta, blessist þín starfsemi hér, þú burt tekur blekflekki svarta, sem blöðin lýta hjá mér. Allt verk þitt svo virðu- legt er, að vegsemd þér ber. því hxópa ég glaður af hjarta: x Heill þér, heill þér, heill þér! Ó, heill sé þér blaðið mitt bjarta. Vísurnar eru alls 18 og mun ég birta framhaldið áður en langt um líður. Ekki m-un höfundur hafa gefið upp þá sem hann var að stæla, en nú geta allir getið og svo munum við reyna að leita á náðir einhvers sem vit hef- ur á, og fá hjálD við að finna lausnina. ■<9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.