Morgunblaðið - 20.05.1962, Blaðsíða 20
20
MORGVISBL AÐIÐ
Sunnudagur 20. maí 1962
GEORGE ALBERT CLAY:
INA
Saga samvizkulausrar konu
------- 60 ------
hann hafa fengið skipun um að
senda hann til Japan og það fylg
ir sögunni, að honum hafi verið
skipað að senda hann þangað í
einu lagi! Hann hló.
Hvenær senda þeir hann?-
spurði Gina lágt.
Undireins og þeir geta, býst ég
við, sagði Ishii. En hann verður
að fara héðan til Leyte, til flug-
vallarins við Tacloben og þar er'
það, sem þeir komast í vandræð-
in.
Hvernig það?
J»ú hefur ekki verið í borginni
nýlega, og þessvegna skilurðu
þetta ekki. Það er skemmst frá
IMýtt
Model
því að segja, að þessi maður er
orðinn einskonar hálfguð. Fólkið
hnappast kringum fangelsið,
dag og nótt. Það er hægt að
heyra vælið í því langar leiðir.
Þetta er nú bara borgarskrill en
alls ekki skæruliðar svo að það
er ekkert hægt að gera þeim.
Aðmírállinn reyndi einu sinni að
taka hópinn fastan, en þá var
bara annar hópur kominn í stað-
inn. Þeim verður ekki stjakað
burt.
Ég vissi ekki, að hann væri
svona vinsæll. Gina var hreyk-
inn af Tim og vildi frétta meira
af honum.
IMýtt
330
Hann hefði nú kannske ekki
orðið það ef venjulega hefði stað
ið á, en fólkið var svo lengi búið
að bíða eftir einhverjum for-
ingja sem það gæti tilbeðið eins
og guð, og þá kom hann, einmitt
á réttum tíma. Það er sagt, að
fimm tilraunir hafi verið gerðar
til að brjótast inn í fangelsið
Naramashita hamast eins og
naut í flagi — og reyndar er
hann ekki annað, bætti Ishii við
og hló. Hann er þegar bezt lætur
ekkert prúðmenni, heldur ein-
mitt manntegund, sem öllum er
illa við og kemur sér ekki einu
sinni vel á hærri stöðum.
Hvernig fara þeir að þessu?
Hverjir?
Hvernig fara þeir að því að
koma honum til Leyte?
Það verður nú ekki svo erfitt,
sagði Ishii hróðugur yfir snið-
ugheitum kynstofns síns. Skríll-
inn bíður eftir einhverju ofbeldi
og meðan hann bíður og allt er
tiltölulega kyrrt, verður honum
skotið út í fiskibát, svo lítið ber
á. Og þá finna þeir einn góðan
veðurdag, að foringinn þeirra er
kominn vel á leið til Taeloben
og Tokyo. Sannast að segja var
það einmitt þessvegna sem ég
kom hingað í kvöld — ég kom
til að kveðja.
Þú ert þó ekki að fara, Ishii.
Gina vildi ekki, að hann færi.
Hann hafði verið góður vinur
hennar og hún þjáðist af ein-
manaleik.
Jú, ég er að fara til Japan, en
það má ekki vitnast, enda veit
maður ekki slíkt nema með
mjög litlum fyrirvara.
Eftir að Ishii var farinn gekk
Gina tímunum saman fram og
aftur í garðinum. Hún vissi vel,
að hún réð yfir dýrmætum upp-
lýsingum, sem skæruliðarnir
gátu haft gagn af, en þó var það
ekki nægilegt, nema tímasetning
fylgdi. Hann hafði sagt, að hann
yrði Samferða skólábróður sínum
frá Yale og eftir mikil heilabrot
komst hún að þeirri niðurstöðu,
að sá gæti varla annar verið en
Teki majór. En var það vert fyr-
ir hana, að leggja sig í þessa
hættu? Var henni ekki ráðlegra
að reyna að varðveita þá að-
stöðu, sem hún nú hafði og
leggja ekki neitt í hættu?
Gleyma Tim — en hvernig?
Hún svaf betur um nóttina en
hún hafðj lengi gert, og daginn
eftir bauð hún Teki majór til
kvöldverðar, honum til mestu
furðu. Kannske mundi hann, að
hún hafði einu sinni áður bitið
hann af sér, kannske fannst hon-
um hann hafa lækkað að virðingu
nú, þegar hún var orðin fín frú
aftur, kannske hafði hann hana
grunaða. Hann var hlédrægur,
en kurteis og formlegur, vin-
gjarnlegur en varfærinn og Gina
braut heilann og gat ekki orðið
viss um, hvar hún hefði hann.
Hún spurði sjálfa sig, hvort
hún hefði skrautbúið sig um of.
Hún hafði gjarna viljað hrífa
hann og hafði því farið í snotr-
asta kvöldkjólinn sinn og grafið
Bokkra fallegustu skartgripina
sína úr jörðu. Hann gat varla
haft af henni augun og hún sá,
að hann notaði hvert tækifæri til
að líta snöggvast á brjóstin og
hálsinn á henni. Já, hann girntist
hana, bjáninn sá arna, hvers-
vegna hafði hann sig þá ekki
neitt í frammi?
Kannske hefði hún klætt sig
of áberandi og dulið tilgang sinn
of illa. Þegar hún heilsaði hon-
um, hélt hún óþarflega lengi í
höndina á honum, hún hafði lát-
ið leggja á Mtið borð fyrir þau
tvö og hún hafði tautað eitthvað
um, að maðurinn sinn væri ekki
heima og lét í það skína, að
henni væri það ekki sérlega leitt.
Snögglega datt henni í hug, að
hún væri alls ekki húsmóðir í
Klettahúsinu, heldur væri það
húsbóndi hennar. Þeir höfðu ekki
skilað henni húsinu í þakklætis
skyni heldur aðeins til að geta
haft stöðugt eftirlit með henni
Þeir höfðu grun á henni og lík-
lega vissu þeir beinlínis allt um
hana. Þessvegna var Teki svona
varkár. Hann ^s&tti vandlega
emibættis síns, sem hann var svo
hreykinn af að hafa öðlazt svona
imgur, og ætlaði sér ekki að
stofna því £ hættu, en það gat
hann einmitt gert með því að vera
að heimsækja ha’na. Hann hefði
með öðrum orðum alls ekki kom
ið, nema því aðeins hún hefði
mikið aðdráttarafl fyrir hann,
en svo þegar hann var kominn
þangað, gleymdi hann allri þrá
sinnj eftir henni fyrir áhættunni,
sem því var samfara. Jafnvel nú
var hann enn að hugsa út eitt-
hvert ráð til þess að sleppa burt,
án þess þó að móðga hana. Hún
vissi, að hún yrði með einhverj-
um ráðum að brjóta niður þessa
hlédrægni hans.
Þegar leið á kvöldið og þau
sátu úti í hægri golunni, fór
hann að minnast á, að nú væri
orðið framorðið og að hann yrði
sHUtvarpiö
Sunnudagur 20. mai
8:30 Létt morgunlög. — 9:00 Fréttir.
9:10 Morguntónleiikar:
a) Tríó í Es-dúr fyrir fiðlu,
horn og píanó op. 40. (Josep
Szigeti, John Barrows og
Mieczlaw Horowski).
b) Dietrich Fischer-Dieskau
syngur lög eftir Schubert;
Geral-d Moore leikur undir.
c) Píanókonsert nr. 4 í G-dúr
op. 58 eftir Beethoven (Paul
Badura-Skoda og hljómsveit
Ríkisóperunnar í Vín leika;
Hermann Scherchen stjóm-
ar).
11:00 Messa í Laugarneskirkju (Presi
ur: Séra Gunnar Árnason. Org-
anleikari: Jón G. Þórarinsson).
12:15 Hádegisútvarp.
14:00 Miðdegistónleikar: Frá tónlist*
arhátíðum í Evrópu s.l. ár:
a) Frá Aix-en-Provenoe 1
Frakklandi í júlí: 1. „Nýju
fötin keisarans'* (Útvarps-
hljómsveitin 1 Nizza leikur;
Serge Baudo stj.) — 2. Ter-
esa Berganza syngur spænsk
lög.
b) Frá Búdapest í sept.: Fram-
menti musicali eftir Razsö
Sugár (Búdapest blásara-
kvintettinn og György Kósa
pínaóleikari flytja).
c) Frá Enescu tónlistarhátíð-
inni í Rúmeníu í sept.r
Könsert fyrir hljómsveit eft
ir Ion Dumitrescu (Sin-
fóníuhljómsveit rúmenska
útvarpsins leikur, losif
Conta stjómar).
15:30 Kaffitíminn:
a) Magnús Pétursson og félagar
hans leika.
b) Tibor Kunstler og sígauna-
hljómsveit hans leika.
16:30 Veðurfr. — Endurtekið efni:
a) Farið á bæi og rætt við þýzk
ar húsfreyjur í sveitum hér-
lendis (Útv. í kvöldvöku
bændavikunnar 22. marz).
b) Kirkjukór Kotstrandarsókn-
ar syngur undir stjóm Jóns
H. Jónssonar (Áður útv. 1.
apríl).
c) Björn Bjarnason menntaskóla
kennari talar um reiknings
list (Útv. 1 þættinum „um
töluvísi" 8. marz s.l.).
17:30 Barnatími (Helga og Hulda Val-
týsdætur):
a) Framhaldssagan „Doktor
Dýragoð", endir (Flosi Ól-
afsson).
b) Leikritið „Rasmus, Pontus og
Jóker" eftir Astrid Lind-
gren; IV. þáttur. Leikstjóri:
Jón Sigurbjörnsson.
18:30 „Eg minnist þín um daga og
dimmar nætur": Gömlu lögin.
19:00 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr.
19:30 Fréttir.
20:00 Kvöldmúsík í léttum dúr:
a) Anneliese Rothenberger syng
ur með kór og hljómsveit.
b) Hljómsveitin Philharmonia
leikur ballettsvítuna „Skauta
fólkið" eftir Meyerbeer-Lam
bert; Charles Maokerras stj.
20:30 „Margt smátt gerir eitt stórt":
Skemmfldagskrá Lionsklúbbsins
Þórs haldin í Háskólabíói 6. þ.m.
til ágóða fyrir starfsemi Bláa
bandsins. — Ræður, söngur,
vísnaþáttur og leikþáttur. Flytj
endur: Haraldur Á. Sigurðsson.
Friðfinnur Ólafsson, Tómas Guð
mundsson, Sigurður Benedikts-
son Helgi Sæmundsson, Jóhann
Fr. Guðmundsson, Þórarian Þór
arinsson, Jakob Hafstein, Þor-
steinn Hannesson, Jón Þórarina
son, Sveinn Zoéga o*g Brynjólí
ur Jóhannesson.
22:00 Fréttir og veðurfregnir. —
22:10 Danslög — 23:30 Dagskrárlok.
Mánudagur 21. maf.
8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jón
Guðnason. — 8:05 Morgunleik-
fimi: Valdimar Ömólfsson stj.
og Magnús Pétursson leikur und
ir. — 8:15 Tónleikar — 8:30
Fréttir — 8:35 Tónleiikar — 10:10
Veðurfregnir).
12:00 Hádegisútvarp (TónJeikar —•
12:25 Fréttir og tilkynningar).
13:15 Búnaðarþáttur: Gísli Kristjáns-
son ritstjóri talar um vorannir,
13:30 „Við vinnuna": Tónleikar.
15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tiJSc.
— Tónleikar — 16:30 Veðurfr,
— Tónleikar — 17:00 Fréttir —•
Tónleikar).
18:30 Lög úr kvikmyndum — 18:50
Tilkynningar — 19:20 Veðurfr.
19:30 Fréttir.
20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson
cand. mag).
20:05 Um daginn og veginn (Axel
Thorsteinsson rithöf undur).
20:25 Einsöngur: Sigurður Björnsson
syngur lög eftir Skúla Halldóra
son, sem leikur undir á píanó.
20:45 Erindi: Byltingarmaðurinn Thom
as Jefferson, síðari hluti (Hann*
es Jónsson félagsfræðingur).
21:15 Stutt hljómsveitarverk. eftir
Chabrier: Gáskafullur mars og
rapsódían Spánn (Fílharmoníu-
sveitin í Los Angeles leikur;
/Alfred Wallenstein stjómar).
21:25 Útvarpssagan: „Þeir'* €sftir Thor
Vilhjálmsson; III. — sögulok,
(Þorsteinn Ö. Stephensen).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð
mundsson).
23:00 Dagskrárlok.
Síði brjóstabaldarinn MODEL 330 er nýr á markaðn-
um. Hann er framleiddur úr beztu fáanlegum efnum.
Amerískt svampgúmmí í skálunumm. Spangir undir
brjóstaskálunum. Léreft að framan, »n V sniðin taft-
teygja að aítan. Kræktur að framan. Laus hlíra'bönd,
sem krækja má af.
Litur: Hvítt
Stærðir: B skál 32-34—36—38—40
S skál 34—36—38—40—42—44
Fæst í flestum vefnaðarvöruverzlunum um land allt.
Heildsölubirgðir:
Davið S. Jónsson & Co., h.f., Reykjavík.
LADY H.F.
lífstykkjaverksmiðja,
Laugavegx 26 — Simi: 10-1-15.
Saumastúlkur
Nokkrar stúlkur, helzt vanar verksmiðju-
saumi, geta fengið atvinnu nú þegar.
Verksmiðjan Herkúles hf.
Bræðraborgarstíg 7, 2. hæð
>f
GEISLI GEIMFARI
>f >f >f
* — Titringurinn er að aukast, — Eg er að reyna, Jolin. Ef við — Eg er hræddur um að það geti
Geisli. Hann er að nálgast hættu- erum heppnir getum við losað okk- reynzt of seint, Geisli.
merkið. ur innan 15 mínútna.