Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 10
10
MORGUHBL4Ð1Ð
Fimmtudagur 7. júnf 1962
5000
MIKH) hefur breytzt hér sí3-
an þeir Loftleiöamenn settu
upp bækistoö sína inni f
Vatnagörðum og byrjuðu að
fljúga fjögurra sæta sjóflug-
vél. Þá hefur sjálfsagt engan
órað fyrir því, að sumarið
1962 flyttu Loftleiðavélar um
tvö þúsund farþega vikulega
milli Ameriku og Evrópu.
Margir hafa lagt hér hönd á
plóginn og Grettistaki hefur
verið lyft undir forystu dug-
mikilla manna, sem stjórna
eina evrópska flugfélaginu á
flugleiðum milli gamla heims
ins og nýja, sem. ekki nýtur
opinberra styrkja. Þar hefur
frjálst framtak einstakling-
anna borið mikinn ávöxt og
starfsfólkið er hreykið af fé-
lagi sínu.
Þeir, sem borfa á farþega-
vélarnar svífa yfir bænura
eða hugsa til þægilegrar flug-
ferðar, gera sér sennilega
fæstir grein fyrir öllu því
starfi, sem liggur að baki
einnar flugferðar yfir hafið.
Þótt skrifstofur félagsins láti
lítið yfir sér í borginni, þá
er hér rekin geysiumfangsmik
il starfsemi. Hún á miðstöð
sína í Reykjaví'k og teygir
angana til fjölmargra heims-
borga beggja vegna Átlants-
'hafsins. Og það er skemmti-
legt til þess að hugsa, að
þetta fyrirtæki hefur sprottið
hér í borginni, dafnað og vax
ið. Flugliðarnir eru nú um
180. Það er ekki langt síðan
Flugfélagið réði til sín fyrstu
íslenzku flugfreyjuna, en nú
eru flugfreyjur Loftleiða um
90.
í lágreistu húsi úti á
Reykjavíkurflugvelli er starf
andi flugumsjón og afgreiðsla
Loftleiða. Þar er unnið dag
sem nótt og jafnan fylgzt með
ferðum flugvélanna, því allar
stundir sólarhringsins eru
Loftleiðavélar á lofti, annað
hvort í austri eða vestri.
Fréttamaður Mbl. brá sér
þangað út eftir kvöld eitt i
vikunni, er von var á vél frá
Amsterdam og Glasgow og
annarri frá Oslo, skömmu síð
ar. Báðar vélarnar héldu
áfram vestur um haf eftir
skamma viðdvöl.
Þar er unnið í þrískiptum
vöktum allan sólarhringinn
og ok’kur var tjáð, að 17
Arnheiður Þórhallsdóttir,
hlaðfreyja, kveður far-
þegana til brottfarar.
manna starfslið þyrfti á vell-
inum til þess að taka á
móti flugvélinni og af-
greiða hana. Stöðvarstjórinn,
Jóhannes Óskarsson, sagði
okkur, að það tæki að meðal-
Elias lyktar af súpunni hjá einum matsveinanna, Krist-
jáni Jónssyni.
tali klukkustund að afgreiða
vélina og verður Þá að nota
hverja mínútu vel. Þarna er
gerð nákvæm flugáætlun fyr
ir ferð vélarinnar áfram og
fyrir brottförina er farið yfir
þessa áætlun með áhöfn vél-
arinnar. Eldsneyti er dælt á
vélina, töskur eru bornar
fram og aftur, pappírar og
plögg sett tun borð, matar-
forðinn endumýjaður og allt
þar fram eftir götunum.
Þegar vélin rennur i hlað
og landgangnum ekið að
henni koma tveir langferða-
vagnar aðvífandi og tveimur
mínútum eftir að hreyflarnir
stöðvast eru farþegamir farn
ir að streyma út. Tvær hlað-
freyjur taka á móti þeim og
legur blær yfir öllu. Hér eru
töluð mörg tungumál, þó
mest enska og hollenzka ,en
allir skilja súpulyktina.
Það er enn á fárra vitorði,
að hér í Tjarnarcafé er nú
eitt stærsta, ef ek'ki lang-
stærsta veitingahús á land-
inu, því i sumar verða fram-
leiddar þar yfir fimm þús-
und máltíðir á viku. Elías
bryti, sem er faðir Alfreðs
fram'kvæmdastjóra, segir okk
ur, að í sumar verði farnar
12 ferðir í viku yfir hafið.
Þetta þýðir einfaldlega, að
lendingarnar verða 24 svo að
hann verður að framreiða
þrisvar og fjórum sinnum á
sólarhring fyrir 80-85 manns
í senn. — Og svo útbúum við
mat í flugvélarnar, segir Elí-
as. Eina máltíð fyrir þá, sem
eru á austurleið, tvær fyrir
þá, sem fara vestur.
Og allur þessi matur fer
frá Elíasi snyrtilega búinn til
framleiðslu, ein máltíð á
bakka. Áhafnirnar fá sams
konar mat um borð og þegar
öll kurl koma til grafar eru
máltíðirnar yfir 5.000 á viku,
eins og fyrr segir.
— Á vesturleiðinni er önn-
Ur máltíðin yfirleitt kjöt, en
annars reynum við að nota
fisk, þegar við fáum hann
góðan. Við kaupum nær ein-
göngu flatfisk, stundum fáum
við hann glænýjan — og ég
verð oft var við mi'kla á-
Frh. á bls. 12
á viku hjá Loftleiðum
farið er beint úr flugvélinni
upp í bílana. Cloudmaster
brennir 15—16.000 lítrum af
benzíni á leiðinni til New
York og aulk þess þarf hún
töluverðan varaforða. Far-
þegarnir þurfa líka sitt og
hér er leitazt við að gera vel
við þá, þeir fá líka „benzín"
til ferðarinnar.
Fimm mínútur eru liðnar
síðan flugvélin lenti og bílam
ir eru komnir af stað með 80
farþega niður í Tjarnarcafé,
þangað sem Loftleiðir fluttu
veitingamiðstöð sína eftir að
skálinn brann á flugvellinum.
Það er kornið fram undir mið
nætti, þegar farþegamir stiga
út úr bílnum við Tjörnina —
og þeir skima í kring um sig,
vilja sjá allt, sem hægt er að
sjá í þessari stuttu viðstöðu
— og allir furða sig á því að
enn'skuli vera bjart sem að
degi. Þetta er mislitur hópur,
fól'k á öllum aldri, glaðlegt
fólk í ferðahug.
Forstöðumaður veitingamið
stöðvarinnar, Elías Dagfinns-
son, tekur á móti gestunum,
broeandi að vanda. Hann hef-
ur búið vel um sig hér, þetta
er hans ríki — og svo smellur
hurðin í lás á eftir síðasta far
þeganum; því þeir mega ekki
hafa samband við innborna.
Þetta fólk er í „transit" og
hefur ekki komizt á blað hjá
útlendingaeftirlitinu, eins og
aðrir, sem til landsins koma.
Hér er setzt að borðum og
framreiðslustúlkur bera inn
rjúkandi súpu. Það er kliður
1 salnum og einhver alþjóð-
Þetta er „Víkingasveitin", hlaðmennirnir, sem voru á
vakiinni og önnuðust flugvélina úti á stæðinu.