Morgunblaðið - 16.06.1962, Síða 2

Morgunblaðið - 16.06.1962, Síða 2
2 MORGUNRLAO10 i^augaraagur 15. juni iuea •'> ' ’* .ásSÍíi:. ■ i 4 Þessi mynd var tekin nokkru áður en Fuglabókin kom út. Sjást þeir vinna að bók- inni (frá vinstri) Eiríkur Hreinn Finnbogason, dr. Finnur Guðmundsson og Baldvin Tryggvason. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Fuglar Islands og Evrópu er júníbók AB Markar tímamót í fuglaskoðun á íslandi ÚT E R U komaar hjá Al- menna bókafélaginu bækur mánaðarins fyrír maí ogjúní. Er maíbókin myndskreytt bók um Italíu, í bókafiokkn- um Lönd og þjóðir, þýdd af Einari Pálssyni, en júníbókin er Fuglabók AB, handbók um fugla Islands og Evrópu, í umsjá dr. Finns Guðmunds- sonar. Fuglar lslands og Evrópu er eftir 3 heimsfræga fugla- fræðinga, Ameríkumanninn Roger Peterson og Englend- ingana Guy Mountfort og P. A. D. Hollon, en inngang fyr- ir bókinni ritar Julian Hux- ley. Þetta er viðurkennd ein- hver allra merkilegasta fugla bók, sem út hefur komið, því að hún — eins og Julian Hux ley segir í inngangi sínum — sameinar aðdáanlega vel alla meginkosti, sem góð fuglabók þarf að haía: er handhæg að stærð, svo að auðvelt er að hafa hana uppi við í ferða lögum, er búin miklum og góðum myndakosti, sem mið- ar fyrst og fremst að því að gera mönnum kleift að greina hinar nýju fuglateg- undir, sem á vegi þeirra verða. Er fróðleg um út- breiðslu fuglanna, tekur til allra fugla, sem sézt hafa á íslandi og annars staðar í Evrópu, og er síðast en ekki sízt nákvæm o^ skilmerkileg að framsetningu, byggð á nýj ustu vísindalegri þekkingu. Bókin fjallar um 573 fugla tegundir, en í henni eru yfir 1200 myndir, svo að fleiri en ein mynd er af hverri teg- und — bæði sumar- og vetr- arbúningi þeirra, ef þær skipta litum, karlfugli og kvenfugli, ef kynin eru ólík o. s. frv. Allar eru myndirnar gerð- ar eftir hinu alkunna kerfi Roger Petersons, sem miðar fyrst og fremst að tegunda- greiningu og einkennist m. a. af því, að strik gefa til kynna, á hvaða einkennum er auð- veldast að greina eina teg- und frá öðrum skyldum teg- undum. Þá eru í bókinni 380 út- breiðslukort, er gefa til kynna sumar- og vetrarheimkynni langflestra fuglategunda. Dr. Finnur Guðmundsson hefur þýtt og staðfært fugla bókina og hefur raunar átt þátt í henni frá upphafi, að því er ísland varðar, eins og fram kemur í formála höf- undanna. Bókin er 384 bls. að stærð auk 64 myndasíðna. Hún er prentuð með smóu letri, í vasabroti og því mjög hand- hæg í meðförum. Utan um hana er hlífðarumslag úr þunnu plasti. Bókin er prentuð í prent- smiðjunni Odda, nema mynda síður, sem prentaðar eru af Collins Clear-type Press í Lundúnum. Á fundi með blaðamönn- um í gær sagði Baldvin Tryggvason, framkvstj. AB að Fuglabókin hefði verið lengi í smíðum. Ákveðið hefði verið að gefa hana út fyrir fjórum árum, og dr. Finnur Guðmundsson þá fenginn til þess að þýða hana og staðfæra. Dr. Finnur hefði í þessu sambandi unnið mik- ið verk. Hefði hann gert nokkrar breytingar á bók- inni, sem teknar hefðu verið inn í síðari útgáfur erlendis, en dr. Finnur hefði haft hönd í bagga þegar bókin var fyrst gefin út í Englandi 1954. Var hann þá ráðunaut- ur höfunda um allt er varð- aði fugla á íslandi. Baldvin Tryggvason sagði að útkoma þessarar bókar markaði tímamót í fugla- skoðun á íslandi og ger- breytti aðstöðu þeirra mörgu íslendinga, sem áhuga hafa á fuglum og fuglalífi. Sagði Baldvin að telja mætti að út koma þessarar bókar væri merkasti viðburður á sviði handbóka um náttúrufræði síðan Flóra íslands kom út á sínum tíma. Loks er þess að geta, að dr. Finnur Guðmundsson hef ur þýtt fjölmörg erlend fugla heiti á íslenzku og hefur far- izt það mjög vel úr hendi. ftalía er þriðja bókin í bókaflokk AB Land og þjóð- ir. Höfundur hennar er rit- höfundurinn Herbert Kubly, maður, sem dvalizt hefur langdvölum á Italíu. Er þessi bók lík að útlití og þær tvær bækur, sem áður hafa komið út í þessum flokki, lesmál um landið og þjóðina, sögu hennar og daglegt líf, og hátt á annað hundrað myndir, margar þeirra litmyndir. Þýðandi segir m. a. í for- mála fyrir bókinni: „Hér verður það meginatriði, sem svo oft vill gleymast í fræði ritum, að sýna fólkið í land- inu við líf þess og störf, að greina fr'á þeirri erfð, sem það byggir á, og þeim að- stæðum, er ráða viðbrögðum þess í dag“. Myndasíður bókarinnar eru prentaðar í París, en að öðru leyti er bókin unnin í prentsmiðjunni Odda og Sveinabókbandinu. Ákveðið hefur verið að gefa út fjórar bækur til við- bótar í bókaflokknum Lönd og þjóðir, og munu þærfjalla um Bretland, Japan, Mexíkó og Indland. Munu flestar bókanna koma út á næsta ári. Auk ítalíu hafa áður komið út tvær bækur í þess- um flokki, um Rússland og Frakkland. Farsæll sauðburður Grundahóli 14. júní. SAUDBURÐI er því sem næst lokið hér á Hólsfjöllum og gekk hann allvel þrátt fyrir kalda tíð og óhagstæða. Ær voru víða með minna móti tvílembdar og var því hægt að sleppa þeim strax. Melurinn greri snemma og var hægt að sleppa síðbærum ám og geldfé strax og leysingavatn var runnið, en það rennur seint vegna þess hve landið er flatt og eru því miklar hættur á meðan. Þó að tíð væri góð seinni hluta aprílmánaðar var ekki hægt að sleppa fé fyxr en í maíbyrjun. Þótti mönnum þá ekki taka því að sleppa ánum, sem fyrst áttu að bera, en gáfu þeim vel og höfðu þær í aðhaldi. Athyglisvert var að þrátt fyrir kuldana í maí voru lömbin und- an ánum, sem lágu úti, mun vænni og traustari borin, en hinna sem heima voru. Stúdenta- blað í nýjum búningi STÚDENTABLAÐ, sem gefið er út af Stúdentaráði hefur nýver- ið íklæðst nýjum búningi og er nú léttari blær yfir því en áður. Er það meira í stíl við dagblað en tímarit. Talið var að þunglama legt form stæði því fyrir þrifum og hefur fjörkippur færzt í út- gáfuna eftir breytinguna. Jafn- framt þessari breytingu var sá háttur upp tekinn að ráða einn ritstjóra að blaðinu í stað rit- nefndar og þá hann nokkra þókn- un fyrir starf sitt. En verkefni hans reyndist nokkuð mikið ein um manni og var þá það ráð upp tekið að ráða tvo jafnsetta rit- stjóra, sem skiptu með sér verk- um. Ritstjórar eru nú Steingrím ur Gautur Kristjánsson, stud. jur. og Þoivaldur G. Einarsson, stud. jur. Næsta hefti blaðsins kemur út 17. júní og verður selt þann dag á götum borgarinnar. Meðal efniis í blaðinu verður grein eftir Jón E. Ragnarsson, formann Stúdentaráðs um þátt stúdenta í þjóðmálum, ræða sem Þórir Kr. Þórðarson, prófesSor flutti við stúdentaguðþjónustu á sl. vetri, grein eftir Bernharð Guðmundsson, cand. theol, um viðskilnað kandidata við háskól- ann. Ólafur Egilsson, stud. jur. ritar grein um störf utanríkis- málanefndar stúdentaráðs, Björn Matthíasson, stud. oecon. ritar grein um stúdenta og Háskólann. Kristinn Jóhannsson, listmálari teiknar forsíðumynd. Fleiri grein ar og myndir prýða ritið. Snjór var með mesta móti f vetur og því mikill vatnagangur í vor. Óvenjumiklar skemmdir urðu á vegum af þeim sökum, t.d. tók veginn sundur á 20 stöð- um milli Grímstaða og Víðidala og mest í Víðidalnum aðallega á 10 km. kafla. Eina smábrú tók: af. Nú hefir þetta allt verið lag- að og var ýtt jarðvegi í skarðið þar sem brúin var, en vatn rennur þar ekki að staðaldri. — Víkingur. Verkfall vélamanna vestanhafs í dag? Washington, 15. júní. — AP TFIRVOFANDI er verkfall vélamanna hjá þremur stærstu flugfélögum Banda- ríkjanna síðdegis á morgun. Deilan er risin upp vegna áætlunar flugfélaganna um að fækka áhöfnum, þannig að þriðji flugmaður verði jafnframt látinn gegna starfi vélamanns, sem þá yrði ekkl Iengur áhafnarmeðlimur. Þau félög, sem hér eiga hlut að máli, eru Pan Am- erican, Trans World Airlines og Eastern Airlines. Viðræður hafa staðið und- anfarin 2 ár, um þetta mál, en nú hefur félag véla- manna gefið 24 stunda frest til þess að komast að sam- komulagi. Ý mis önnur mál eru einnig til umræðu, og verða þau leyst með gerð- ardómi. Náist ekki samkomulag, hefst verkfallið síðdegis á morgun. — ' tltvarpsskák Svart: Svein Johannessen, ósló ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Ingi R. Jóhannsson. 26. Rf5—h6f Kg8—f8 27. Hbl—cl ..... 15 hnúior ✓ SV 50 hnútar K Snjókomo 9 Oði V Sktirir K Þrumur 'Ws, KuUoM Hiítt/tif H Hml L Lm'! í GÆR á hádegi var djúp og kyrrstæð lægð skammt fyrir suðaustan land. Olli hún NA-átt hér á landi. Um norðanvert landið var rign- ing frá Vestfjörðum til Aust- fjarða og hiti 4—6 stig á lág- lendi. Venjuleg kólnun með hæð er 1 gráða á 200 metrum. — Snjóar því í fjöll fyrir norð- an. Á Suðvesturlandi var bjart og allt að 13 stiga hiti. Allar horfur eru á svipaðri vindátt þann sautjánda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.