Morgunblaðið - 16.06.1962, Síða 6

Morgunblaðið - 16.06.1962, Síða 6
6 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 16. júní 1962 Menntaskólanum vík slitið í gær Stúdentar í fyrsta sinn fleiri ur stærð- fræðideild en máladeild Þrír 50 ára stúdentar á tröppum Menntaskólans. Steinn Steinsen, verkfræðingur, fyrrum bæjarstjóri á Akureyri, lengst t. v., forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, lengst t. h. og að haki þeirra sést sr. Jósep Jónsson, fyrrv. prófastur að Setbergi á Snæfellsnesi. MENNTASKÓLANUM í Reykja vík var slitið við hátíðlega at- höfn kl. 2 e.h. í gær að viðstöddu f jölmenni. Brautskráðir voru 125 stúdentar, 61 í máladeild og 64 í stærðfræðideild og er það í fyrsta sinn að fleiri stúdentar Þorkell Helgason, 6. Y, er hlaut hæstu einkunn við stúd entspróf í ár, ágætiseinkunn, 9,31. (Ljósm.: Mbl. Ól. K. M.) erU brautskráðir úr stærðfræði- deild en máladeild. Við skólaupp sögn voru fulltrúar ýmissa eldri árganga stúdenta, þar á meðal forseti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, sem hafði orði fyrir 50 ára stúdentum og herra Sigur- björn Einarsson, biskup. í upphafi flutti Kristinn Ár- mannsson, rektor, yfirlit yfir starfsemi skólans á skólaárinu. Kvað hann árið hafa yfirleitt ver ið gott. Kennsla hefði aðeins fall ið niður í þrjá daga í inflúenzu faraldrinum í vetur nema í 6. bekk, en þar var alltaf kennt. Einn kennara skólans, Skúli Þórð arson magister, varð fyrir um- ferðarslysi í Kaupmannahöfn á sl. sumri og lá rúmfastur mdkinn hluta vetrar, en er nú á bata- vegi. Rektor sagði að í upphafi skóla órs hefðu nemendur verið 745 eða 60 fleiri en árið áður. Skipt ust þeir í 32 bekkjardeildir. — Stúlkur voru 291 eða rúmur þriðjungur, en piltar 454. í þriðja bekk voru 238 nemendur, er skipt ust í 10 bekkjardeildir. Langflest ir nemienda skólans voru úr Reykjavík eða um 90 af hundr- aði. Húsnæðismálið. Um húsnæðismál skólans komst rektor svo að orði: „Um húsnæðisvandamálið mun ég að þessu sinni vera fáorður. Vonir stóðu til, að málið leystist svo fljótt, að viðbyggingar við skólann væru tilbúnar í haust. En af ófyrirsjáanlegum og óviðráð anlegum ástæðum hefur miálið enn tafizt, svo að þetta getur ekki orðið. En mér skilst, að bæði hjá ríki og bæ sé fullur vilji á því að leysa málið á við- unandi hátt næsta vetur og sum ar með nauðsynlegum viðbyigg- ingum, svo að skólinn hér verði starfhæfur í framtíðinni. Jafn- framt verði hafizt handa um byggingu annars menntaskóla hér í borginni. Eg þykist geta örugglega fullyrt að ríkisvaldið muni hafa tekið ákvörðun um að láta ekki fjárhagsörðugleika standa framkvæmd málsins fyrir þrifum. Þrátt fyrir marga og mikla örðugleika verður öllum þeim nemendum veitt viðtaka næsta haust, sem rétt hafa til skóla- vistar“. 53 kennarar kenndu við skól- ann á árinu, eða sem svarar tveim ur fjölmennum bekkjum. Þar af var tæpur helmingur fastir kennarar og taldi rektor það var- hugavert að fastir kennarar væru • Lömbin litlu Óhugnanleg frétt birtist í blöðunum fyrir fáum dögum þar sem sagt var frá háttar- lagi ungs ökuþórs, sem varð fyrir því óláni að aka á lít- ið lamb og stórslasa. Sú saga öll er of hryggileg, til þess að hún verði rifjuð upp hér. En hún felur í sér margvís- legan lærdóm, ekki aðeins fyrir þann, sem undir stýri sat í fyrrgreindu tilfelli — í Reykja- færri en bekkjardeildirnar. Þá gat rektor þess að Einar Magnússon, yfirkennari, hefði í ár starfað 40 ár við skólann, og þakkaði honum í nafni skólans vel unnin störf. Rektor kvað félagslíf nem- enda hafa verið með fjölbreytt- ara móti og þakkaði forstöðu- mönnum nemenda starf þeirra í þeim efnum. Árspróf. Árspróf voru haldin dagana 2. til 30. maí, en vegna húsnæðis- skorts verður með hverju ári æ erfiðara að koma þeim fyrir. Undir prófið gengu 590 nemend- ur, 586 skólanemar og 4 utan skóla. Prófinu luku 567 og stóð- ust 514. Fengu 4 ágætiseinkunn, 84 I. einkunn, 270 II. eink. og 147 III. eink. 53 nemendur stóðust ekki, flestir úr 3. og 4. bekk. — Allmargir nemendur, sem höfðu mjög háa einkunn, voru af ýms um ástæðum fluttir milli bekkja án þess að ljúka prófi, en allmarg ir fengu að taka hluta af próf- inu í haust, flestir vegna veik- inda. Við árspróf hlutu þessir hæstar einkunnir: Reynir Axelsson, 5 Z, ág. 9.10. Borghildur Einarsdóttir, 3. L, ág. 9.04. Sven Þórarinn Sigurðsson 4. Z, ág. 9.02. Jakob Yngvason, 4. Y, ág. 9.01. Jón ögmundur Þormóðsson, 5. B, I. 8.94. Þorkell Guðbrandsson, 3. F, I. 8.85. Stúdentspróf var haldið dag- ana 26. maí til 13. júní. Undir prófið gengu 125 nemendur, 121 innan skóla og 4 utan skóla, 61 í máladeild, 64 í stærðfræðideild. Er það í fyrsta skipti í sögu skól ans, að stærðfræðistúdentar eru fleiri en máladeildar, og er það sjálfsagt tímanna tákn. Þeir luku allar prófi og stóðust. í dag verða því brautskráðir 125 stúdentar, en það er hæsta stúdentatala að undanskildu ár- inu 1953, en þá brautskráðust 132. Næsta vor er útlit fyrir, að a.m.k. 150—160 útskrifist. Eink unnir skiptust þannig, að 3 hlutu ágætiseinkunn, 51 I. eink- unn, 61 II. einkunn og 10 III. einkunn. Hæstu einkunnir hlutu þessir: heldur alla, sem bílum aka. Velvakandi átti leið ofan úr Borgarfirði um Hvalfjörð inn sl. miðvikudag. Mestan hluta þeirrar leiðar voru fleiri eða færri lömb að leik Alla gát varð því að hafa á, að þau hlypu ekki fyrir bíl- inn og færu sér að voða. Slíkt getur gerzt á auga- bragði — ef það gerist, og þá má hraðinn ekki vera mikill, til þess að unnt sé að forða slysi. f máladeild: Einar Már Jónsson, 6. B, I. 8.85. Ólafur Davíðsson, 6. B, I. 8.84. Auður Þórðardóttir, 6. A, I. 8.62. f stærðfræðideild: Þorkell Helgason, 6. Y, ág. 9.31, sem er hæsta einkunn við stúdentspróf í ár. Baldur Símonarson, 6. X, ág. 9.10. Gunnar Sigurðsson, 6. X, ág. 9.09. Magnús Þór Magnússon, 6. Z, I. 8.92. Að loknu yfirliti um starfsemi skólans ávarpaði rektor hina nýju stúdenta. Komst hann svo að orði í lok ræðu sinnar: „Við erum stödd í salarfcynn- • Vernd lítilmagnans í byrjun sumars er það fátt, sem vekur meiri gleði en að sjá nýborin lömbin hoppa um grænan haga. En það er eins með þau og bless uð börnin, að þau vita ekki alltaf, hvar hætturnar leyn- ast eða hvernig þær má var- ast. Þar hefur hinn fullþrosk aði maður hins vegar oft í hendi sér að afstýra því, að um okkar fornunfóstru, okkar almaematris, sem staðið hefur í 116 ár. Hún hefur hlustað hér á margar ræður, líka á mörg kveðjuorð fóstursona sinna, flest ljúf og lofsamleg. Stundum er líka köldum kveðjum til hennar kastað, kvartað yfir of ströng- um aga á heimili hennar, léleg- um þjónum, kennurunum, úreltu fyrirkomulagi o.s.frv. Þetta erf ir hún ekki né reiðist, en veit, sem er, að æskumenn eru óþol- inmóðir og hugsa ekki slík mál alltaf til þrautar. Jafnframt get ur hún hreykin minnzt þess, að í þessi 116 ár hefur hún fóstrað fjöldann af forustumönnum þjóð arinnar á flestum sviðum. Hún Framh. á 17 ógæfan skelli yfir. Og þeim þroska, sem honum er gefinn að vernda lítilmagnann og veita honum skjól. Það ber að hafa hugfast. • Vorið seinbúið Flestir eru að verða lang- eygir eftir vorhlýjunni, sem ætlar að láta á sér standa. Á hvítasunnunni átti ég tal við ráðsmanninn á Korpúlfs- stöðum, sem hafði byrjað að slá um tilsvarandi 'helgi í fyrra sumar, en nú kvaðst hann heppinn ef hann gæti byrj- að að þrem vikum liðnum. í fyrra var hann búinn að gera við allar girðingar fyrir slátt. Nú er frost svo nýfarið úr jörðu, og hefur reyndar ver. ið svo mikið í vetur, að það hefur ýtt upp öllum staurum svo að ekki hefur unnizt tími til að gera við. Um hvítasunnuna fór Guð mundur Jónasson .fjallabíl- stjóri, með tvo ferðamanna. bíla upp á miðhálendið, i Kerlingarfjöll og á Hvera- velli. Hann segir mér að svo mikil bleyta sé þar enn, að varla sé fært á fjallabílum, enda klaki varla farinn úr jörðu. Og nú fréttum við að snjðl í fjöll víða á Norðurlandi og heiðarvegir að lokast aftur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.