Morgunblaðið - 16.06.1962, Side 12

Morgunblaðið - 16.06.1962, Side 12
12 r MORCVNBLAÐ1Ð Laugardagur 16. júní 1962 JMwgtiitirfaMfe Útgeíandi: Hf. Árvakur, Reykjavík, Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. NÝJAR ATVINNU- GREINAR ■Fins og frá hefur verið skýrt í fréttum er þegar hafinn nokkur útflutningur ýmiss konar vefnaðarvöru, húsgagna og fleiri tegunda iðnvamings, og er ekki óhóf- leg bjartsýni að hugsa sér að margháttuð iðnaðarvara verði í æ ríkari mæli flutt út héðan, þannig að ekki þurfi að treysta nær ein- göngu á útflutning sjávar- afurða. Þessi nýja atvinnustarf- semi byggist að sjáifsögðu á því, að nú er rétt gengis- skráning, þannig að sá, sem flytur varning til annarra landa, fær greitt með sann- virði fyrir hana. íslenzka krónan er orðin jafngóð mynt og gjaldmiðill annarra landa. Vegna þessara grund- vallabreytinga í íslenzku efnahagslífi getum við nú beppt á erlendum mörkuð- um á mörgum þeim sviðum, sem áður var útilokað að sinna. En með gengisbreyting- unni var líka skapaðnr grundvöllur fyrir öðnim at- vinnurekstri, sem víða er- lendis er meðal þýðingar- mestu greina athafnalífsins, þ.e.a.s. móttöku ferðamanna og þjónustu við þá. Nú fá ferðamenn rétt verð fyrir þá erlendu mynt, sem þeir skipta hér á landi. ísland er þess vegna ekki dýrara ferða mannaland en nágranna- löndin og á mörgum sviðum er verðlag hér lægra. Er þvi enginn efi á því að stórauka má ferðamannastraum til landsins. Morgunblaðið birti í gær viðtal við Birgi Þórhallsson, yfirmann millilandaflugs Flugfélags íslands. Hann seg ir þar m.a.: „Spumingin er einfald- lega: Eiga íslendingar að vinna að því að útlendingar komi hingað í heimsókn eða ekki? Persónulega er ég sannfærður um að umheim- urinn er að „uppgötva“ Is- land sem ferðamannaland og þá beinist straumurinn hing að, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Og þá verð- ur spurningin í rauninni: Ætla Islendingar að taka þróunina í sínar hendur og stjóma henni að einhverju leyti eða á hún að finna eigin farveg og koma ringul- reið á alla hluti í þessum málum?“ Þessari spurningu er auð- evarað. Auðvitað hljótum við íslendingar eins og aðrar menningarþjóðir að hagnýta okkur tækifæri á þessu sviði. Fram að þessu höfum við verið of sinnulausir í þess- xnn efniun, og margháttuð höft, boð og bönn hafa tor- veldað þennan atvinnurekst- ur eins og svo margar aðrar greinar efnahagslífsins. Nú búum við við heilbrigt stjómarfar — líkt og ná- grannaþjóðimar — og þá verður að láta hendur standa fram úr ermum. Byggja þarf fleiri hótel og bæta aðstöðuna víða út um land, greiða þarf götu flug- félaganna til að endurnýja flugvélakost sinn, treysta þarf fjárhag Eimskipafélags- ins, svo að það geti senn byggt nýtt og glæsilegt far- þegaskip o. s. frv. GLÆPIR OAS rasistafélagsskapurinn OAS * heldur stöðugt áfram glæpaverkum sínum og hót- ar nú að brenna og eyða mannvirkjum í Alsír áður en það öðlast frelsi. Virðast leiðtogar þessa félags leggja kapp á að koma á algjörri upplausn og ringulreið í landinu og gera sér sjálfsagt vonir um að ástandið þar verði svipað og í Kongó eft- ir að það land öðlaðist frelsi. Leiðtogar Serkja hafa sýnt fyllstu ábyrgðartilfinningu gagnvart þessum óaldarlýð og meiri stjórnvizku en menn þorðu fyrirfram að vona. Engu að síður hljóta glæpaverk OAS að skilja eft ir hatur og sárindi í hugum Alsírbúa og það hugarfar hlýtur meira og minna að beinast gegn Evrópumönnum í heild. Vonandi tekst OAS-mönn- um ekki að stofna til algjörs upplausnarástands í Alsír, heldur verði þeim mönnum að ósk sinni, sem vilja, að hið unga ríki megni að ráða málefnum sínum farsællega til lykta, og ekki er að efa að margir munu þá vilja rétta þeim hjálparhöndhönd og er ástæða til að ætla að de Gaulle muni einmitt reyna að beita áhrifum sín- um til þess að Frakkar sjálfir geti unnið traust Alsírbúa. OAS-glæpimir standa samt eftir sem smánarblettur, en gætu þó ef til vill orðið til þess að augu manna um víða veröld opnist fyrir því, hvert öfgar og þjóðernisof- stæki getur leitt. UTAN ÚR HEIMI TregEega gengur að semfa tillögu um S-Rhódesðu New York, 1J/. júní. — (NTB — AP) — AFLÝSA varð í dag fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, þar sem ræða skyldi málefni Suður-Rhó- desíu. Ástæðan var sú, að enginn hafði skráð sig á mælendaskrá. að hópur Afríku og Asíu-þjóð anna sem alls telur fulltrúa frá 51 landi hefur ekki enn getað komizt að samkomulagi sín á milli um orðalag á tillögu í málintu Miklar umræður hafa átt sér stað milli þessara ríkja um til- lögugerðina en samkvæmt þeim upplýsingum sem beztar eru fyrir hendi skortir enn talsvert á að saman gangi Fyrir nokkrum dögum varð mikið járnibrautarslya á Ítalíu. Fariþegalest stóð kyrr á járnibrautarstöðinni í Vog hera, skammt fyrir sunnan Milano. Af einhverjum ástæð um kom vöruflutningalest akandi á sömu teinum mieð 80 km. hraða og lenti á far- þegalestinni. A.m.k. 62 mienn fórust í árekstrinum og rúm lega 40 meiddust, þar af nokkrir alvarlega. Mynd þessi er tekin á slysstaðnum og sýn ir björgunarmenn við störf sín. Til vinstri er einn af vögn um flutningalestarinnar, en eimvagninn er inni í einurn vagni farþegalestarinnar. Afvopnunarráðstefnunni í Genf frestað í mánuð S-Rhódesíu vandamálið var tekið á dagskrá allsherjarþing- sins fyrir atfylgi Afríku- og Asíu þjóða aðallega, en gegn vilja Breta. Brezki 'fulltrúinn, Sir Patrick Dean, var hinsvegar sá eini, sem mættur var í sæti sínu í fundarsalnum þegar ákvörðun um frestunina var tekin Það sem búa mun að haki hinni óvæntu fundarfrestun er I kafi yfir Ermarsund Bandaríski fallhlífamaðurinn og froskmaðurinn Fred Bald- asare sem í fyrra reyndi að fara í kafi yfir Ermarsund, ætlar að gera aðra tilaun til að komast yfir í byrjun júlí. Baldasare sem er 38 ára gafst upp í fyrra eftir að hafa synt 30 km a£ leiðinni, en þá varð hann að gefast upp vegna kulda í sjónum. Nú hefur hann endurbætt búning sinn og segir að enginn kuldi komist að sér. Genf, lj. júní. — (NTB-AP) FUNDARHÖLDUM á 17 ríkja afvopnunarráðstefn- unni hér hefur nú verið frestað um mánuð og mun hún að öllu forfallalausu koma saman næst hinn 16. júlí n. k. — Það sem einkenndi síðasta fund ráðstefnunnar fyrir hlé þetta voru ásakanir og gífur- yrði sovézka fulltrúans, Val- erians Zorins, sem í loka- ræðu sinni veittist mjög að Bandaríkjunum. Hélt hann því m. a. fram, að ýmsir bandarískir stjórnmála- menn hefðu gerzt málsvarar kjarnorkuárásar á Sovétríkin. Bandaríski fulltrúinn, Arthur Dean, vísaði þessum ásökunum á bug og kvað þær tilhæfulaus- ar með öllu. Kvaðst hann harma, að svo rangur. og villandi mál- flutningur skyldi geta átt sér stað. Rússar sveigjanlegir Afvopnunarráðstefnan tók til starfa fyrir þrem mánuðum. —. Má segja, að Sovétveldið hafi vísað á bug, beint eða óbeint, öllum tillögum, sem þar hafa komið fram um raunhæfa lausn þeirra vandamála, sem ráðstefn unni er ætlað að reyna að binda endi á. París, 6. júní (AP) VIKURITIO „France DI- manche“ skýrir frá því í dag að Brigitte Bardot og Jacquea Charrier hafi ákveðið að skilja að lögum. Þau voru gef- in saman 1959 eftir skilnað Bardot við kvikmyndaleikar- ann Roger Vadim, en hafa ekki búið saman undanfarið. UNDANHALDIÐ TVTú er liðið á þriðja ár síð- an viðreisnaraðgerðirnar voru hafnar. Þeim var tekið af stjórnarandstæðingum með meiri ofsa en títt er í ís- lenzkri pólitík. Sagt var að þær mundu leiða atvinnu- leysi, skort og hverskyns harðræði yfir landslýðinn, en smám saman dró þó úr árásunum, því að þær reynd- ust allar vindhögg. Lengi reyndu þó Fram- sóknarmenn, sem harðara deildu á viðreisnina en bandamennirnir í kommún- istaflokknum, að telja mönn- um trú um að hér væri kreppa og samdráttur, þótt hver maður hefði meira en nóg að starfa. En smám saman hefur líka dregið úr þessum árásum. Það eina, sem Framsóknar menn reyna nú að hengja hatt sinn á er, að vextir séu of háir. En einnig á því sviði hefur áróður þeirra stöðugt orðið máttlausari, því að þeir finna að hinn mikli fjöldi sparifjáreigenda telur sig ekki fá ofborgað fyrir það að sjá þjóðfélaginu fyrir sparifé með þeim vöxtum, sem nú eru. Má því segja, að Viðreisnarstjómin geti vel við stjórnarandstöðuna og málflutning hennar unað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.