Morgunblaðið - 16.06.1962, Qupperneq 13
MORGVNBLAÐ1Ð
13
Laugardagur 16. júní 1962
Varðveizla friðarins byggisf á
því að vera stöð ugt á varðbergi
Nauðsyn híns vestræna samstarfs innan IMATO
ekki minna en í upphafi
í SÍÐARI hluta ræðu sinnar véb
Jóhann Hafstein að hinum póli-
tísku viðhorfum hins vestræna
samstarfs nú. Hann sagði:
„Nú má varpa fram þeirri
epurningu, hvort hin pólitísku
markmið og nauðsyn 'hins vest
ræna pólitíska samstarfs hafi
ekki breytzt á 13 ára starfsskeiði
3STATO — og sé e.t.v. ekki leng-
ur fyrir hendi?
Vissulega hafa hin pólitísíku
viðhorf innan Atlatnshafsbanda
lagsins breytzt mikið frá upp-
Ihafi og eru síbreytileg. NATO
hefir átt við sína innri erfið-
leika að etja og viðhorí'in á al-
(þjóðavettvangi stjórnmálanna
Ihafa tekið ýmsum stökkbreyting
um. En við verðum þó að viður
Ikenna að í grundvallaratriðum
er NATOsamstarfið vissulega
ekki þýðingarminna en í upp-
hafi.
Eg skal ekki rekja hér ýmsa
innri, pólitíska erfiðleika NATO.
Og í því sambandi megum við
ekki gleyma því að NATO er
frjáls félagsskapur fullvalda
ríkja. Félagsskapur, sem getur
ekki farið sínu fram innbyrðis
Ðema með allsherjar samkomu-
lagi — annað samrýmist ekki
eðii þessa bandalags.
Eg vil aðeins nefna tvö alvar
leg deilumál, 'sem risið hafa milli
NATO-ríkjanna. Annað var
Cypur-'vandamálið, — hitt land-
Ihelgisdeila Breta og íslendinga.
Nú er ekki ástæða til að rekja
gamlar væringar. Bæði þessi
deilumál eru leyst. Aðeins má
spyrja, hvort þau hefðu nú
fengig jafn farsæla úrlausn að
lokum eins og raun varð á, ef
(þær þjóðir, sem hlut áttu að
imáli — Grikkir, Tyrkir, Bret-
ar og íslendingar, og svo Cypur
búar, hefðu ekki verið aðilar að
eamstarfi NATO-þjóðanna?
— ★ —
í utanríkispólitík Sovétríkj-
enna hafa verið og eru sífelldar
stökkbreytingar, sem NATO
verður að snúast við á hverjum
tíma eftir ástæðum.
Skipt hefir um Stalin og
Krúsjeff í ríki bommúnismans.
Nú orðið virðist erfitt að greina
hvor er betri, brúnn eða rauður.
En valdabreytingin frá einum
manni til annars á sína sögu,
sem orkaði á pólitísk viðhorf
jnanna, ekki aðeins innan NATO
heldur um allan heim“.
Síðan vék ræðumaður að því,
hvernig Krúsjeff hefði lyft hul
unni af Stalin, eftir dauða hans,
og hvernig kommúnistar hér á
íslandi hefðu þá orðið að við-
urkenna gjaldþrot hins komm-
únistis'ka réttarfars, er þeir
sögðu í hlaði sínu, Þ.ióðviljan-
um, þann 7. apríl 1956:
„Ráðamenn 1 Sovétríkjunum
»g nokkrum alþýðuríkjanna
hafa lýst því yfir að þar í lönd
um hafi um Skeið viðgengist
mjög alvarlegt ástand í réttar-
Éarsmálum. Saklausir menn hafi
verið teknir höndum þeir hafi
verið ákærðir gegn betri vit-
und með uppiognum gögnum,
eumir þeirra hafi á einhvern
oskilj anlegan hátt verið knúnir
til að játa á sig afbrot, sem
jþeir höfðu aldrei framið. Sum-
ir þessir menn voru teknir af
lífi, aðrir settir í fangelsi.
Ráðamenn í þessum löndum
Játa þannig, að þar hafi verið
framin hin herfilegustu glæpa-
verk, sem hljóta að vekja við-
bjóð og reiði heiðarlegs fólks
um allan heim“,
- ★ -
Síðan hélt ræðumaður áfram:
„Það er búið að flytja líkið
af félaga Stalín úr grafhýsi
Lenins. En vestrænum þjóðum
hefir líka skilizt innihaldsleysi
fagurgalans um „friðsamlega
sambúð" (peaceful co-existence).
Fyrir því hefir m.a. séð hinn
hlaðni grjótveggur og gaddavírs
girðingar kommúnismans m'.lli
austurs og vesturs í Berlín, á-
samt morðunum á saklausu flótta
fólki, sem reyndi að leita úr
myrkrinu til Ijóssins. Fyrir því
hafa einnig séð hinar ögrandi
helsprengjur Savétríkjanna á sV,
ári, þegar sprengdar voru um
30 vetnissprengjur á mánaðar-
tíma — og þar á meðal helsprengj
an mikla — yfir 50 megatonn.
En bezt geta menn gert sér í
hugarlund, hvort slíkt þurfi að
gera í tilraunaskyni, þegar at
huguð er sú staðreynd að
sprengiafl slíkrar sprengju er
miklu meira en sprengjuaflið í
öllum þeim sprengjum, sem báð-
ir stríðsaðilar sprengdu í síð-
ústu heimsstyrjöld frá byrjun til
enda.
Eg vil leyfa mér til skilgrein-
ingar á hinum pólitísku viðhorf-
um í dag að vitna til ræðu dr.
Stifckers, núverandi fram-
•kvæmdastjóra NATO, sem hann
flutti á sjöunda þingmannafundi
NATO, sem haldinn var í París
í nóv. sl. Þar segir m.a.:
„Þegar ég nú að lokum sný
mér að hinum aimennu póli-
tísku viðhorfum, þá verður
það að vera öllum ljóst að þið
komið nú saman til fundar á
örlagaríkum tíma, sem krefst
af okkur öllum hins ýtrasta
og hinnar mestu ábyrgðartil
finningu. Viðhorf í alþjóða-
stjórnmálum hafa breytzt mik
ið frá því síðasta þingmanna
fundur var haldinn. Slagorð-
ið „friðsamleg sambúð“ —
(peaceful oo-existence), sem
hafði vakið svo margar falsk
ar vonir og tálsýnir hefir ver-
ið afhjúpað 1 öllu sínu inni-
haldsleysi og varla lengur á
það minnzt! Ástandið er líkt
og á verstu dögum kalda
stríðsins, ef ekki verra“. . . .
.....f stað þess að vestur-
veldin hafa veitt 40 nýjum
ríkjum sjálfstæði síðan 1940
með 730 millj. íbúa hafa
kommúnistar byggt Kínversk
an múr gegnum miðdepil einn
ar af stórborgum Evrópu, til
þess að hindra flótta fórnar
lamiba þeirra til frelsis og
hafa beygt undir vald sitt 20
ríki með um 140 millj. íbúa,
og eru þá ekki taldar hinar
mörgu milljónir Kína.
Við skulum ekki ala með
okkur þá tálvon að það geti
verið nein samstaða, hugsjóna
lega eða siðgæðislega milli
þeirra sem byggðu múrinn í
Berlín og þeirra, sem gáfu ný
lendunum frelsi. Þessir aðil-
ar lifa í raun og veru í tveim
- heimum, sem eru eins fjar-
lægir hvor öðrum og husgazt
getur. Tilfinningarnar eru aðr
ar, hugsanirnar aðrar, við-
brögðin önnur, þeir nota ó-
líkar aðferðir og hugarfarið
er annað“.
Kaflar ur ræðu
Jóhanns Hafsteins
á ráðstefnu
Varðbergs
— ★ —
Framkvæmdastjóri NATO
kemst að lokum að þeirri nið-
urstöðu að í éinu tilliti eigi þó
að vera hægt að skapa sam-
stöðu milli hiiis austræna og
vestræna heims. Hann segir:
„Samstaðan gæti verið í
því fólgin, að mönnum skild
ist í hinu kommúnistíska
heimsveldi og einnig í At-
lantghafssamfélaginu (Atlant
ic Community) að allsherjar
stríð, þar sem barizt væri með
öllum tiltæfcum meðulum, sem
vísindin hafa látið okkur í
té, myndi hafa þær ófyrirsjá
anlegu afleiðingar, að hvorug
ur aðilinn gæti tekið áhætt
una af því að verða fýrri til
að þrýsta á hnappinn". . . .
En það krefst þess að við sé-
um stöðugt á verðbergi, það
krefst óskeikuls ásetnings mik
illar fórnarlundar, skilnings
á samstöðu og ráðsnilli í að-
ferðum, sem við eiga. Það
er aðeins með þessu, sem við
getum varðveitt frið og rétt
læti, em eru okkar einu mark
mið“.
Eg vísa þassum hugvekjum
famkvæmdastjóra NATO, Dr.
Stikkers, til yðar, ungu fulltrú
ar, þegar þið nú á þessum fundi
sjálfir reynið að brjóta viðíangs
efnin til mergjar.
- ★ -
Hr. fundarstjóri, virðulegu
fulltrúar.
Eg kem nú að lokaþætti ræðu
minr.ar.
Vissulega er nsuðsyn hins
vestræna, póijl-íska samstarfs
NATO ekfci minna nú en í upp-
hafi, þvert á móti.
Ég vil mega vona að sú stað-
reynd hafi fyllilega skilizt af
ræðu minni, enda þótt ég hafi
aðeins getað stiklað á stóru og
vikið að fáum atriðum eins og
gefur að skilja.
Eg vil þó aðeins skjóta hér
inn tveim atriðum, sem ekki hvað
sízt minna á nauðsyn og mikil-
vægi hins pólitíska samstarfs
innan NATO nú.
Hið fyrra eru hin nýju og
breyttu viðhorf, einkum í
Afríku, og einnig þó í Asíu.
Á fyrstu árum NATO var ekki
fyrir séð, að þungamiðja heims-
stjórnmálanna kynni að liggja
við jaðar frumskóganna. Hin
nýju Afríkuríki hafa hvert af
öðru sezt á bekfc Sameinuðu
þjóðanna, sem fullgildir aðilar í
alþjóðlegu samstarfi ríkjanna.
Pólitísk stórvirki hafa verið í
sköpun. I Asíu brenna pólitískir
eldar, sem auðveldara er að
kveikja en slökkva. Áhrifin eru
ekki einangruð við hinar tvær
stóru heimsálfur. Þeirrta mun
einnig vissulega gæta innan At-
lantshafssamfélagsins (Atlantic
Oommunity).
Hið síðara eru fæðingarhríðir
Efnahagsbandalags Evrópu. Það
er e.t.v. enn ljósara, hversu póli
tískt samstarf innan NATO get
Ur verið veigamikið í þessu sam
handi. Það vandamál er einnig
á dagskrá þessarar ráðstefnu, og
fer vel á því.
Svona mætti lengi minna á við
fangsefnin — en ég verð að láta
staðar numið.
— ★ —
Við getum glaðzt yfir því, að
skilningur og áhugi á nauðsyn
'hins vestræna samstarfs, stjórn-
málalega, efnahagslega og menn
ingarlega fer stöðugt vaxandi.
Eg minnti á í byrjun ræðu
minnar, að upphaflega hefði sam
starfið milli NATO-þjóðanna að
eins farið fram á vegum ríkis-
stjórnanna. Síðan kom samstarf
fulltrúanna frá löggjafarsam-
bomu ríkjanna með þingmanna
fundunum frá 1956. Enn hefur '
samstarfið verið breikkað með
frjálsum samtökum áhugamanna
í ýmsum myndum. Hér á íslandi
með stofnun og starfi félaganna
„Samtök um vestræna sam-
vinnu“ og „Varðbergs", sem
hefir haft forgöngu um að halda
þessa virðulegu ráðstefnu, sem
ég er sannfærður um að hafa
mun hin mikilvæguistu áhrif til
eflingar þeim sameiginlegu hug
sjónum og markmiðum, sem frá
upphafi hafa verið grundvöllur
samstarfs NATO-rífcjanna.
Loks vil ég minna á samstarf
borgarnefnda NATO-ríkja —
(Citizens Commissions of NATO)
sem hafið var á sl. ári — og hélt
sína fyrstu ráðstefnu í Paris í
janúar sl.
Hér eru að verki mörg öfl
og mikilvæg, sem vinna að
sama marki.
Eg tel mikla nauðsyna á þvi
að samhæfa kraftana betur en
gert hefir verið og að þvi ber
okkur öllum að stefna. Á þetta
atriði benti ég á einum af fyrstu
almennu fundum Varðbergs á sl.
hausti — og vil ljúka máli mínu
með sömu hvatningu og þá:
Við eigum ekki að láta komm
únista herja á okkur, sem vilj-
um halda uppi hugsjónum At-
lantshafsbandalagsins um frið og
frelsi í heiminum. Við eigum
sjálfir að efna til pólitiskrar
sóknar á hendur þeim, sem eru
handbendi ofbeldis og kúgunar
afla. gófcnin er að jafnaði ör-
uggasta vörnin.
Gegn st|órnmálabanda
lagi „þriggja stórra“
BRÚSSEL, 14. júní (NTB/AFP).
— Flokkar kristilegra demókrata
í þeim 6 löndum, sem mynda
Sameiginlega marbaðinn, tóku í
dag ákveðna afstöðu gegn hug-
myndinni um að komið verði á
fót stjórnmálabandalagi Frakk-
lands, Vesur-Þýzkalands og
Ítalíu.
I tilkynningu, sem gefin var
út eftir fund í stjórn þeirra sam-
taka, sem kristilegir demókratar
innan þingmannasambands aðild
arríkja Sameiginlega markaðar-
ins hafa með sér, er tekið fram,
að gjalda beri mikinn varhug við
slíkum áformum. Þau geti haft
hinar alvarlegustu afleiðingar
fyrir Evrópu, ef framkvæmd
verði.
Hugmyndin um slíkt stjórn-
málabandalag í Evrópu grundvall
að á „stórveldunum“ þrem, var
nýlega sett fram af formanni
Evrópu-Kreyfingarinnar, Vouden
houve-Kalgergi. Hefur hún feng-
ið góðar undirtektir í flokki
Gaullista í Frakklandi og er enn
fremur sögð njóta nokkurs stuðn
ings Adenauers kanzlara Vestur-
Þýzkalands.
Heath til Parisar og Bonn
LONDON, 14. júní (NTB) —
Brezki varautanríkisráðherrann
og aðal samnimgamaður Breta í
vlðræðunum um aðild að Efna-
hagsbandalagi Evrópu, Edward
Heath, heldur á föstudag til París
ar, þar sem hann mun eiga fund
með franska utanríkisráðherran-
um, Couve de Murville.
Var tilkynning um þeta gefin
út af brezka utanríkisráðuneyt-
inu á fimmtudag.
Á föstudagskvöld er áformað
að Heath haldi áfram för sinni
flugleiðis til Bonn, til þess að
hitta Gerhard Schröder, utan-
ríkisráðherra Vestur-Þýzkalands.
Af hálfu utanríkisráðuneytisins
í London, er tekið fram, að hér
sé aðeins um að ræða venjuleg
fundarhöld varðandi aðild Breta
að Sameiginlega markaðnum.
Afstaðan til
stjóriumálaeiningar
Áreiðanlegar heimildir eru
hins vegar bornar fyrir því, að
fundir þessir hafi ekki verið
ráðnir fyrr en á síðustu stundu.
Sé tilgangur fararinnar einkum
sá, að kanna hug Frakjca og Vest
ur-Þjóðverja til stjórnmálalegr-
ar sameiningar Evrópu. Fylgir
það með, að ræða de Murville
um það efni í franska þinginu
á miðvikudagskvöld, hafi fengið
góðar undirtektir hjá ábyrgum
aðilum í London.
Einnig er svo litið á för Heaths
til Parísar sem framhald af við-
ræðum de Gaulles, forseta, og
Macmillans, forsætisráðherra,
'fyrir skömmu.
Heath mun taka þátt í fundi
aðildarríkja EF*TA í Kaupmanna
höfn dagana 21. og 22. þ.m.