Morgunblaðið - 16.06.1962, Page 15

Morgunblaðið - 16.06.1962, Page 15
Laugardagur 16. júnx 1962 nHJKlrlJC'lttLAVIO 15 Marilyn Monroe rekin Dean Martin neitar að leika móti annarri leikkonu KVIKMYNDAFÉLAGIÐ 20th Century-Fox sagði Marilyn Monroe upp starfi sl. föstu- dag. Ástæðan fyrir brott- rekstrinum er sú, að leikkon- an hefur ekki mætt til vinnu nema endrum og eins og bor- ið við veikindum. Hinsvegar hefur hún oft sézt á skemmti- stöðum að kvöldlagi og ekki borið nein sjúkdómseinkenni. Marilyn Monroe hefur haft samning við kvikmyndafélag- ið í rúmlega tíu ár ög lék nú í sinni síðustu kvikmynd fyr- ir það félag, „Somethings g<A to give“. Upptaka myndarinn ar hefur staðið yfir í 32 daga en leikkonan ekki látið sjá sig nema 12 sinnum. Það er haft eftir kvikmyndastjóran- um að engin önnur leið hafi verið möguleg, Marilyn hafi með fjarveru sinni stöðvað vinnu 104 annarra starfs- manna í kvikmyndaverinu, og þetta væri í fyrsta skipti í mörg ár sem þeir hafi neyðzt til að reka leikkonu. Búizt er við að Kim Novak taki við hlutverki Marilyn, en daginn eftir brottrekstur- inn var leikkonan Lee Remick skipuð í hennar stað. Þá skap- aðist nýtt vandamál, því að- alleikarinn Dean Martin neit- aði að leika á móti annarri leikkonu en Marilyn; hann hafi í sjálfu sér ekkert á móti Lee Remick né neinni ann- arri leikkonu, þær séu allar dásamlegar, en hann hafi nú einu sinni verið ráðinn sem mótleikari Marilyn og engrar annarrar. Ekki er gott að spá, hverj- ar málalyktir verða. Dean Martin og Marilyn eru mjög góðir vinir og sagt er að með þessu móti hyggist hann hjálpa henni. Leikkonan sjálf er ákaflega sorgmædd yfir öllu þessu umstangi, segir það ósannindi illgjarnra manna að hún sé að skemmta sér um nætur, hún hafi verið alltof veik til þess. Marilyn kveðst vera á batavegi ög hún sé til- • búin að taka til starfa á ný eftir fáa daga. AÐALFUNDUR Kaupfélags Rangæinga var haldinn að fé- lagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, laugardaginn 26 maí. Mættir voru 35 kjörnir full- trúar ásamt stjórn, endurskoð- endum og all mörgum öðrum fé- lagsmönnutm. Formaður félagsins, Björn Fr Björnsson, sýslumaður setti fund inn og stjórnaði honum. Framkvæmdarstjóri, Magnús Kristjánsson, las upp úr reikn- ingum félagsins og skýrði þá ýt- arlega. Sala erlendrar vöru á árinu nam kr. 37.458.079.43 og hafði aukist um kr. 7.022.872,80 frá ár- inu áður. Rangœinga Heildarvelta félagsins var kr. 44.938.683,63 og hafði aukist um kr. 7.790.301,40 frá árinu áður. Tekjuafgangur varð kr. 668.945,62 og var samþykkt að endurgreiða félagsmönnum, í stofnsjóð þeirra, kr. 460.000.00 eða 1,7% af viðskiptum þeirra við félagið. Jafnframt var sam- þyklkt að leggja kr. 160.000.00 í varasjóð og kr. 40.000,00 í menn ingarsjóð félagsins. Félagið starfrækti 2 bílaverk- stæði, trésmiðaverkstæði, raf- magnsverksæði og 2 þvottahús og hafði rekstur þessara fyrir- tækja gengið vel á árinu. Framkvæmdastjóri skýrði frá því að framkvæmdir á vegum félagsins hefðu verið litlar á árinu, en nú væri ákveðið að hefja byggingu á kjötfrystihúsi á Hvolsvelli í félagi með slátur félagi Suðurlands og stæðu von ir til að húsið gæti komizt und- ir þak á þessu ári. Jafnframt kvað framkvæmdar stjóri mikla nauðsyn á að reisa stóra kartöflugeymslu undir hina ört vaxandi kartöflurækt héraðs ins; Úr stjórn áttu að ganga Björn Fr. Björnsson ag Oddgeir Guð- jónsson og voru þeir báðir end- urkjörnir. Endurskoðandi var endurkjör- inn Benedikt Guðjónsson Nefs- holti. í stjórn Menningarsjóðs félags ins var kjörinn Benedikt Guð- jónsson. Styrkir íir mimiingarsjóði Elínar R. Briem NÝLEGA var úthlutað úr Minn- ingarsjóði Elínar Rannveigar Briem tveimur námsstyrkjum að upphæð kr. 20 þúsund samtals. Hlaut hvor styrkþegi 10 þúsund. Styrkirnir éru veittir fimmta hvert ár einum handavinnu- kennara, er lokið hefur námi í handavinnudeild Kennaraskól- ans, og einum húsmæðrakennara, útskrifuðum úr Húsmæðrakenn- araskóla íslands. Frændur og vinir frú Elínar Briem stofnuðu sjóðinn og hafa eflt hann svo, að nú er útihlutað námsstyrkjum úr honum í ann- að sinn. Styrkþegar sjóðsins að þessu sinni eru Auður Halldórs- dóttir, handavinnukennari við kvennaskólann í Reykjavík og Benny Sigurðardóttir kennari við Húsmæðrakennaraskóla fs- lands. Frú Ingibjörg Eyfells af- henti styrkina á heimiii sínu Skólavörðustíg 4 í viðurvist sjóðsstjórnarirmar og skóla- stjóra viðkomandi skóla. Embættismanna- kjör í Stvkkis- hólmi STYKKISHÓLMI, 13. júní. — SL. FÖSTUDAG náðist sam- komulag milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Stykk ishólmi um kosningu sveitar- stjóra og oddvita. Kjörinn var sem oddviti Ás- geir Ágústsson, en Ólafur Guð- mundsson kjörinn áfram sveitar stjóri, en hann hefur verið sveit arstjóri undanfarin 8 ár. xpm ..1 Ifsmorð pp bóm Á8 komn í veg fyr Ættu konur að b ÉfBfinHndi likaBÍ ■pnEið höfuð\« Úndai'leg.nr staðrl wmXu. hillingar vii Að ganga í búðir og stela . Þeir fá heyrnina aftur .... Góðvinur mannsins í hafinu American Sources 61 ... Today's Health 64 Audubon Magazine 68 Óglevmanle Rétt viðhorf til kynferðismála .. Everywoman 109 Kraftaverk á Sikiley ............... Coronet 112 Leyndardómur falda nunnuklaustursins Cath. D. 113 Váraðu þig á matai^ÉMM^^.. Banki sprongdur upp.........Reader's DUjest 123 yíkinwur 129 íapnt/iHHnS re DigSBBm 'ur nott boleon £ Rgestir Hör Ma ’bóki Hvað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.