Morgunblaðið - 16.06.1962, Blaðsíða 20
20
MORGUFBLAÐIÐ
Laugardagur 16. júnx 1962
Alexander Fullerton 7
Guli Fordinn
í sama bili kallaði Penny, áber
andi hátt: Ted! Hún stóð við ar-
ininn ásamt konu Steves og
nokkrum fleirum. Ted virtist
ekki heyra til hennar og þá kall-
aði hún aftur og nú var rómur-
inn hvass. Hann leit þá kring um
sig eins og ráðþrota, og rétt sem
snöggvast datt mér í hug, að
hann vissj ekki, hver vseri að
kalla. En andartaki seinna varð
breyting á svip hans, hann kink-
aði kolli brosti og gekk síðan
með hlýðnisvip yfir þvert gólfið
og að kvennahópnum. Mér datt
í hug: Ef ég vaeri ekki svona
einráðinn í því að pipra.... og
það var eins og einhver gleði-
kennd flæddi yfir mig, og ég leit
aftur til stúlkunnar með ljósa
hárið. Ég var að horfa á hana og
hún var enn að tala við Henn-
ing — þegar Steve greip í hand-
legginn á mér og hló þurrlega
eins og hann gerði stundum.
Komdu og heilsaðu upp á
hana, drengur min*.... Ég sagði
þér, að þú mundir ekki sjá eftir
að koma.
Það má næstum segja, að ég
einokaði hana það sem eftir var
samkvæmisins. Eg fékk að vita,
að hún hét Jane Fairley, að hún
hefðl komið til Höfðaborgar frá
Dui'ban fyrir mánuði, að hún
væri tuttugu og fjögurra ára og
fráskilin. Hún hafði leigt sér
ibúð á Sjótanga bg var nú að
svipast um eftir einhverri at-
vinnu við sitt hæfi. Hún hafði
ekkert unnið þessi tvö ár, sem
hún hafði verið gift, svo að það
væri viðbúið, áð hraðritunin og
vélritunin hjá henni væri nokk-
uð farin að ryðga — og hefðu
nú reyndar aldrei neitt góðar
verið, sagði hún, svo að hún var
að hugsa um að fara á námskeið
til þess að laga hvorttveggja til.
Eg spurði, hvernig hún þekkti
Roibertshjónin og hún sagðist
hafa þekkt þau endur fyrir
löngu í Durban, áður en hún
giftist, en þá hefði þau verið
vön að koma þangað frá Ród-
esíu í sumarleyfinu sínu. Mér
skildist hún hafa farið frá
Durban af því að hún vildi ek'ki
vera þar áfram eftir að hún var
skilin við manninn — en það
skildist mér hafa vakið tals-
verða eftirtekt og kjaftasögur,
enda þótt hún segði það ekki
beinlínis.
Svo spurði hún mig um mína
persónu, og ég sagði henni það
lítið sem var að segja. Þetta sam
tal ásarnt frammítökum og
skrafi við aðra hlýtur að hafa
tekið klukkustund, enda þótt
mér fyndist það ekki nærri svo
langur tími. Allt í einu var kom-
inn heimferðartími og meira að
segja voru ein eða tvenn hjón
þegar farin — en við héldum
áfram að tala, eða öllu heldur
ég. Eg hafði snúið mér við til
þess að taka við nýju glasi af
bak'ka hjá stúlkunni, sem gekk
um beina, og þegar ég hafði bætt
í það vatni, sneri ég mér aftur
að Jane og var enn að tala. En
ég sá, að hún hlustaði ekki,
heldur horfði yfir öxlina á mér.
Eg stanzaði í miðri setningu og
leit við til að sjá, hvað henni
þætti svona eftirtektarverðara
en ræða min: Það var Ted Car-
penter. I>au horfðust í augu yf-
ir þvera stofuna, rétt eins og
eitthvert band væri milli þeirra,
ósýnilegt öllum öðrum en þeim
sjálfum.
Líklega hefur hún orðið þess
vör, að rödd mín suðaði ekki
lengur í eyrum hennar, bví að
hún flýtti sér að líta til mín og
segja brosandi: Fyrirgefið hvað
ég er dónaleg.
Það var ekki það. Hafið þér
ekki hitt Ted?
Heitir hann það? Ted, hvað?
Carpenter. Konan hans er
þessi með hvíta hattinn.
Hún leit ekki einu sinni á
Penny. Annað hvort hafði hún
þegar hitt hana, eða kærði sig
alveg kollóttan um hana. Ted
kom nú til okkar rétt eins og
segull hefði dregið hann yfir
þvert gólfið og ég kynnti þau.
Hann byrjaði á að spyrja hana
nokkurnveginn sömu spurning-
anna og ég hafði áður gert, að-
eins nokkru nákvæmar. Eg lét
þetta gott heita í svo sem tvær
minútur, en þá yfirgaf ég þau
og fór yfir til Robertdhjónanna
en það hefði ég átt að gera
löngu áður ef ég hefði kunnað
nokkra mannasiði. Penny var
hjá þeim og svo skröfuðum við
góða stund, en þá leit hún á
klukkuna og greip andann á
lofti. Guð minn góður! Við ætt-
um að vera farin fyrir æva-
löngu!
Steve brosti og sagði í hálfum
hljóðum: Hvaða vitleysa, góða
mín. Verið þið róleg svolitla
stund enn. Kona hans sendi hon-
um hvasst augnatillit; það var
greinilegt, að hún samsinnti
Penny, að samkvæminu ætti að
fara að verða lokið.
Penny reyndi að gefa ! skyn,
að hún hefði ekkert vitað, hvar
Ted var, og svO renndi hún aug-
unum kring um salinn og kom
auga á hann. Þá brosti hún —
óþarflega glaðlega, að mér
fannst, og kallaði til hans: Góði
Ted! Farðu að koma! Það er orð-
ið svo áliðið. Ted kom svo með
Jane og kynnti hana konu sinni.
Penny leit á hana brot úr sek-
úndu áður en hún heil*aði á
móti. En gaman! Eigið þér heima
hérna? Jane sagði henni, að svo
væri ekki, heldur ætti hún
heima niðri á Sjótanga, og mér
fannst af augnatilliti Penny, að
henni létti við þá fregn. En hún
sagði. En hvað það var leiðin-
legt! Það er óralangt í burtu, er
það ekki? Rétt eins og hún vissi
ekki hvar Sjótangi væri! Hún
var fædd þar skammt frá og
hafði gengið í skóla ennþá nær
staðnum! Hún tók nú í hand-
legginn á Ted. Jæja, nú verðum
við að fara! Þakka ykkur fyrir
þetta ágæta kvöld!
Ted kinkaði kolli. Já, það var
ágætt. Þakka þér fyrir, Steve.
Svo kvaddí hann húsmóðurina.
Þið komið svo í næstu viku, er
það ekki? Hann leit rétt sem
snöggvast á Jane, eins og hann
hefði langað að bjóða henni Hka.
En hann hafði ekkert svigrúm
til að finna réttu aðferðina til
að koma orðum að því, af því
að Penny var farin að toga í
handlegginn á honum og draga
hann í áttina að dyrunum. Og
hann elti hana. Einu sinni leit
hann til baka, og á Jane en eng-
an annan, og hún veifaði' ofur-
lítið hendi til hans..hann brosti
.. og svo voru þau farin út í bíl-
inn sinn, rétt eins og þau hefðu
alveg gleymt að bjóða mér far.
Henningshjónin voru þama
enn. Þau áttu heima einhvers
staðar rétt hjá Sjótanga og höfðu
komið með Jane með sér, og ætl-
uðu nú að flytja hana heim aftur.
Mér datt í hug, að þau þrjú ætl-
uðu kannske að borða þarna
kvöldverð, svo að ég flýtti mér
að þakka fyrir míg. En þá sagði
kona Steves: Komstu ekki með
Carpenter-hjónunum?
Ég jánkaði því. Jú en það ger
ir ekkert til. Ég hef ekki nema
gott af að ganga þennan spöl.
Hún spurði, hvort ég vildi ekki
láta Steve skjóta mér í bílnum
sínum, en ég endurtók, að ég
vildi heldur ganga, og að ég
hefði gengið báðar leiðir, ef
Carpenterhjónin hefðu ekki endi
lega viljað taka mig með sér.
Svo kvaddi ég Henningshjónin
og sneri mér að Jane.
Verið þér sælar. Jú, augun 1
henni voru græn.
Verið þér sælir. Ég vona, að
við sjáumst aftur. Sem snöggv-
ast varð ég hissa, en mundi þá,
að hún vissi líklega, að ég bjó
rétt hjá Carpenterhjónunum.
X- X- *
GEISLI GEIMFARI
* X- Xr
rt
Ef þú vilt koma með mér,
Gengin prófessor, skal ég sýna þér
fundarherbergi nefndarinnar frá
Aspen.
Allt í einu snýr Gengin prófessor
sér leiftursnöggt við og grípur byssu
sína....
— Augnablik, Geisli höfuðsmaður’
.... Haltu þér frá þessari eldflaug
dr. Dracos .... Annars hika ég ekki
við að nota byssuna!
Já, það vona ég líka. Má ég
hringja í yður?
Það væri indælt. Það var ekki
annað að heyra en hugur fylgdi
máH, og ég tók eftir, að Henn-
ings leit á mig augum, sem öf-
und, ef ekki afbrýðisemi, skein
út úr.
Steve fylgdi mér út fyrir dyr.
Við staðnæmdust þar úti, við
hliðina á fína bílnum hans
Hennings, og ég sagði: Þakka þér
fyrir Steve, þetta var ágætis
kvöld.
Hvaða vitleysa. Hann var eitt-
hvað vandræðalegur. Þú hefur
ekki einu sinni fengið símanúm-
erið hennar er það?
Ég hristi höfuðið. Mér datt I
hug, að ég gæti fengið það hjá
þér....ef á þyrfti að halda. —
Harm starði enn á mig með
áhyggjusvip, þegar ég lagði af
stað niður brautina í áttina til
vegarins. Ég gat ekki skilið þenn
an ákafa hans að fleygja mér og
stúlkunni hvoru í annars faðm,
og einkennilegt var, að hann
skyldi þá ekki hafa boðið mér
að bíða kvöldverðarins. Þá hefði
að minnsta kosti ekki staðið á
stöku við borðið. Ef til vill
fannst honum og konu hans það
bera vott um fullmikið bráðlæti.
En hvað um það: það hefði að
minnsta kosti verið þýðingar-
laust.
Ted rakst inn í kofann til min
næsta kvöld. Ég sá, að hann var
í æsingi, sem hann var að reyna
að dylja. Ég heilsaði honum,
eins og venjulega og sýndi ekki
á mér neina undrun, en setti
fram vínflösku og tvö glös. Ég
var vanur að fá þetta vín á
gallóns-brúsum og svo hellti ég
úr hverjum brúsa í sex flöskur,
af því að það geymdist ekki eins
vel í brúsunum. Vínsalan þarna
í nágrenninu hafði margar teg-
undir á boðstólum, sem ég kunni
vel við, svo að ég átti alltaf
birgðir af því og drakk aldrei
annað, og þetta vín sem þarna
var kallað Chianti, kostaði ekki
nema nokkra aura flaskan.
Þetta var gott samkvæmi f
gærkvöldi. Hann horfði á mig
um leið og hann sagði þetta, og
ég vissi alveg, að bráðum faeri
hann að tala um stúlkuna. Hún
tók allan hug hans, það sá ég I
VIÐ MÆLUM MEÐ j
g DUOingana
SHlItvarpiö
Laugadagur 16. Júní.
8.00 Morgunleikfimi (Bæn. Tónleik*
ar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tón«
leikar. — 10:10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar —•
12.25 Fréttir og tilkynningar),
12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir).
14.30 Laugardagslögin. — (15.00 FrétN
ir).
15.20 Skákjþáttur (Guðmundur Arn«
laugsson).
16.00 Framhald laugardagslaganna.
16.30 Vfr. — Fjör í kringum fóninnj
Úlfar Sveinbjörnsson kynnir
nýjustu dans- og dægurlögin.
17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyras
Guðmundur Pétursson símritari
velur sér hljómplötur.
18.00 Söngvar 1 léttum tón.
18.30 Tómstundaþáttur barna og ung«
linga (Jón Pálsson).
18.55 Tilkynningar. — 19.20 Veður«
fregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Upplestur: „Póstkortið\<“ srrtá-
saga eftir R. K. Narayan, þýdd
a£ Drífu Viðar (Róbert Arn«
finnsson leikari).
20.20 Sönglög og hljómsveitarverkj
a) Beniamino Gigli syngur
ítölsk lög og aríur.
b) Sinfóníuhljómsveitin í Minna
apolis leikur svítuna „Iberia"
eftir Albéniz; Antal Dorati
stjórnar.
21.15 Leikrit: „Kvöldið, sem ég drap
Georg“ eftir M. C. Cohen, í
þýðingu Hjartar Halldórssonar.
— Leikstjóri: Indriði Waage.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.