Morgunblaðið - 20.06.1962, Qupperneq 3
MlSvikudagur 20. júní,1962
MOR GUÞifí LÁBIÐ
>3
’iíw
I
I
'
1
Æskan skilur gildi NATO
Y FIR 70 fulltrúar
æskumanna í 14 NATO
löndum tóku þátt í ráð-
stefnu Varðbergs, sem
fjallaði um „Atlants-
hafsþjóðirnar næsta
áratug“ og haldin var í
Bifröst í vikunni. —
Fréttamaður Mbl. hitti
nokkra hinna erlendu
þátttakenda að máli og
birtast viðtöl við þá
hér á síðunni.
Stúdentasamtökin
kynna NATO
DONALD WILSON er 26 ára
stúdent frá Toronto í Kan-
I
Donald Wilson.
ada. Hann leggur stund á
sögu og eftir að hann lauk
námi heima í Kanada fór
hann til Stokkhólms og síð-
ar Parísar, þar sem hann
stundaði framhaldsnám í
nokkur undanfarin misseri.
1 — Ég er fulltrúi kanadiska
stúdentasambandsins á ráð-
stefnu Varðbergs, sagði hann.
Ég er ekki flokksbundinn, hef
ekki tekið þátt í stjórnmála-
lífi heima, en stúdentasam-
bandið tekur hins vegar virk
an þátt í alþjóðasamstarfi og
tilnefnir oft fulltrúa okkar
lands á ráðstefnur sem þessa.
— Stúdentasambandið
gengst líka fyrir slíkum ráð-
stefnum í Kanada. Það held-
ur eina slíka árlega fyrir
ungt fólk úr öllum landshlut
um auk annarra á alþjóða-
sviði, því sambandið hefur
gert mikið til þess að kynna
NATO meðal æskufólks í
Kanada.
— í því starfi höfum við
stúdentar samvinnu við stjórn
málaflokkana, enda þótt við
stöndum sjálfir, þ.e.a.s. sam-
bandið, utan við stjórnmála-
baráttuna innanlands.
Við spyrjum Donald hvort
hann hafi tekið þátt í mörg-
um slíkum ráðstefnum og
hann kveður já við. Segist
hánn mundu semja skýrslu
um ráðstefnuna hérna, hún
verði síðan gefin út af stúd-
entasambandi hans og dreift
meðal stúdenta um allt Kan-
anda. Kanadiskir stúdentar
hafa alltaf þennan háttinn á
og það merkasta, sem fram
hefur komið á ráðstefnu Varð
bergs mun þvi komast í hend
ur allra stúdenta þar L landi
og sama er að segja um fleiri
lönd.
Loks spyrjum við Kanada-
manninn hvað efst sé á baugi
í kanadiskum stjórnmálum.
Hann fylgist vel með á þeim
vettvangi enda þótt hann
hafi verið Iengi að heiman,
segir að kosningar fari nú í
hönd og eitt helzta hitamál
kosninganna sé atvinnuleys-
ið. Tala innflytjenda til Kan-
ada hafi verið gifurleg á síð-
ustu árum og stjórnarvöldin
hafi neyðst til að setja höml-
ur á strauminn til landsins.
Ein helzta ástæðan til at-
vinnuleysisins sé sú, að lang-
stærstur hluti innflytjenda sé
ófaglært fólk, en til þess að
hægt sé að veita öllum næga
atvinnu verði ákveðið hlut-
fall innflytjenda að vera fag-
lært fólk, því í flestum til-
fellum búi það verkin í hend-
ur þeim ófaglærðu.
Efnahagsbandalagið
FORMAÐUR samtaka „Unge
Venstre“ í Noregi er nýút-
skrifaður sálfræðingur, há-
vaxinn, ljóshærður og glað-
legur maður um þrítugt og
heitir Olav Myklebust. Hann
hefur sótt fjölda ráðstefna
fyrir hönd samtaka sinna,
en ráðstefna Varðbergs var
hin fyrsta, sem hann sat —
þar sem var fjallað um fram
tíð tlantshafsþjóðanna.
— Æskumannadeildir stjórn
málaflokkanna í Noregi hafa
ásamt nokkrum ópólitískum
samtökum ungs fólks stofnað
til sambands, sem gengstfyr-
ir alþjóðasamstarfi — þ.e.a.s.
kemur okkur í Noregi í sam-
band við æskufólk annarra
landa, sagði Olav.
— Þetta samband hefur
þegar áorkað miklu og við
Norðmennirnir á Varðbergs-
ráðstefnunni erum fulltrúar
þess. Mér þykir mjög gam-
an að hafa fengið tækifæri
til þess að heimsækja fsland.
Ég er fæddur og uppalinn á
vesturströndinni, þaðan fara
sjómennirnir á íslandsmið —
svo að ég veit sitt af hverju
um ísland — og frá blautu
barnsbeini hefur mér fundizt
landið ykkar góður kunn-
ingi.
— Ég hef heldur ekki orð-
ið fyrir vonbrigðum. Samt
kom mér dálítið á óvart að
Olav Myklebust.
sjá þessar stóru hraunbreið-
ur, hélt að landið væri
grænna. En mér er sagt, að
fyrir norðan og vestan sé
landslagið mjög með öðru
móti og ég vona að ég eigi
kost á að fara þangað ein-
hvern tíma seinna.
— Vinstri menn í Noregi,
eða „Venstre", eru mjög hlið
stæðir frjálslyndum í Bret-
landi. Við eigum margt sam-
eiginlegt. Okkar starfsemi er
mjög öflug og það voru sam-
tök ungra vinstri manna, sem
fyrst allra stjórnmálasam-
taka tóku afstöðu til Efna-
hagsbandalagsins. Við gerð-
um samþykkt um að Noreg-
ur óskaði viðræðna við
bandalagið með fulla aðild
fyrir augum — og nú er svo
komið, að þetta mál er efst
á baugi í norskum stjórnmál-
um og lítið um annað talað.
Og ég er ekki í vafa lun að
lyktirnar verða góðar. — Hér
á Varðbergs-ráðstefnunni er
mikið rætt um Efnahags-
bandalagið og koma ýmis
sjónarmið fram eins og eðli-
legt er, umræðurnar eru
mjög skemmtilegar og fróð-
legar — og þetta hefur verið
hin gagnlegasta ráðstefna.
Undraðist velmegun
ANNAR hollenzki fulltrúinn
á ráðstefnu Varðbergs hét P.
Dankert, 28 ára söngkenn-
ari frá bæ er nefnist Gork-
um. Hann er úr flokki jafn-
aðarmanna og segir, að það
hafi komið sér einkum á
óvart hér á íslandi, hvað
við eigum mikið af bílum.
— Velmegun virðist mér
hér miklu meiri en í flest-
um þeim Evrópulöndum, sem
ég hef heimsótt. Á megin-
landinu bera fiskimannabæir
yfirleitt aldrei ljós merki um
ríkidæmi, en þið fslendingar,
sem byggið afkomuna að
miklu leyti á fiskveiðum, lif-
ið greinilega góðu lifi. Klæða
burður fólksins á götunum,
bílamergðin og margt fleira
bendir ótvírætt til þess.
— Annars þekkti ég tölu-
vert til fslands áður en ég
kom hingað, því einn vinur
minn lagði stund á forn-ís-
lenzku, las fomsögurnar ykk
ar — og hefur áhuga á öllu,
sem íslenzkt er. Ég hef því
kynnzt íslandi af afspurn á
undanförnum árum, en þeg-
ar ákveðið var, að ég færi
til íslands fór ég og yfir-
heyrði hann rækilega um
landið ykkar.
Við spyrjum Dankert um
stjórnmálin í heimalandi
hans og segir hann, að auð-
vitað sé Nýja Guinea efst á
dagskrá.
— Menn greinir á um það
~hvað gera eigi í málinu. —
Flestir eru þeirrar skoðunar,
að Holland eigi að losa sig
við Nýju Guineu, hún sé og
hafi hvort sem er aldrei ver-
ið annað en baggi á Hollend-
ingum. Það er hins vegar
vonlaust að hollenzka Nýja
Guinea geti staðið efnahags-
lega á eigin fótum ef henni
væri veitt sjálfstæði og þess
vegna er úr vöndu að ráða,
því landar mínir virðast ó-
gjarnan vilja afhenda Sok-
arno eyjuna.
—■. Fersónulega tel ég það
hins vegar réttlátustu og
sanngjörnustu lausnina og öll
um fyrir beztu. Lítill hópur
innfæddra hefur krafizt sjálf
stæðis til handa hollenzku
Nýju Guineu, en allir óttast
að slíkt mundi enda með ein
hverjum ósköpum — bæði
vegna ósamlyndis innfæddra
— og svo vegna þess að land
ið er fátækt af náttúruauð-
lindum og engin grundvöll-
ur til að byggja efnahagslega
afkomu á.
— Hollendingar veita nú
árlega sem svarar 32 millj.
dollara i uppbyggingu á
Nýju Guineu og segja má,
að peningalega sé þetta allt
óarðbær fjárfesting, svo að
ekki er undarlegt þó skatt-
greiðendur séu óánægðir. Þar
að auki er töluverður hluti
af herafla okkar bundinnvið
varnir Nýju Guineu og veik-
ir það vitanlega varnir Hol-
lands sjálfs.
— Höfuðvandinn fyrir hol-
lenzku stjórnina er með
hvaða hætti Hollendingar
flytja allt sitt frá eyjunni —
en því fyrr því betra.
Ekki hræddur
ÞRÍR Bretar sátu Varðbergs-
ráðstefnuna, hver frá sínum
stjórnmálaflokknum. Þarna
var Reginald Prentice, þulur
hjá BBC og formaður sam-
taka ungra frjálslyndra, John
Griffiths, þingmaður verka-
mannaflokksins í einu af út-
hverfum Lundúnaborgar, og
Edward Bowman, íhaldsmað-
ur, sem sæti á í borgarstjórn
Lundúna.
Þar sem við höfðum rætt
við óflokksbundinn Kanada-
mann, jafnaðarmann frá Hol-
landi og frjálslyndan
8TAK8TEIMAR
Edward Bowman.
(Venstre) frá Noregi — þá
þótti okkur rétt að taka
brezka íhaldsmanninn tali.
Bowman er einn af stjórnar-
mönnum samtaka ungra
stjórnmálamanna úr Öllum
flokkunum og starfa þau sam
tök á hliðstæðum grundvelli
og Varðberg.
Bowman er þrjátíu og eins
árs og hefur á undanförnum
átta árum sótt fjöldan allan
af alþjóða-ráðstefnum æsku-
manna víða um lönd, oftast
til umræðna um vestræna
samvinnu. Hann hefur einu
sinni boðið sig fram við þing
kosningar, í kjördæmi í Wal-
es, þar sem námumenn hafa
úrslita atkvæðið— og ég féll,
segir hann. Samt jók égfylgi
ihaldsmanna töluvert miðað
við fyrri kosningar
Við spyrjum hann um upp-
gang frjálslynda flokksins.
— Ég held, að þeir hafi
sáralitla möguleika á að ná
sér verulega á strik, segir
hann. Það er í Bretlandi eins
og víða lannars staðar, að
stjórnarflokkurinn á alltaf í
vök að verjast. Það verður
aldrei komizt hjá að gera
óvinsælar ráðstaafnir — og
alltaf eru það einhverjir, sem
ekki eru ákveðnari í pólitík-
inni en það, að þeir skipta
um flokk. Þetta á einkum við
í aukakosningum. Á undan-
förnum árum hefur það ver-
ið þannig, að óánægðir í-
haldsmenn hafa gefið verka-
mannaflokknum atkvæði sitt
við aukakosningar. Klofning-
urinn í verkamannaflokknum
hefur hins vegar orðið til
þess, að fleiri súna sér að
frjálslynda flokknum — jafn
vel verkamannaflokksmenn
eru orðnir þreyttir á hringl-
andahættinum í sínum flokki
og leggja frjálslyndum lið. í
flestum tilfellum jafnar þetta
því bilið milli frjálslyndra og
verkamannaflokksins — og
verður jafnvel til þess að
hjálpa íhaldsmönnum til að
fella verkamannaflokkinn í
kjördæmum, þar sem sá síð-
arnefndi hefur haft yfirhönd
ina. Við erum ekki mikið
hræddir við frjálslynda, bæt-
ir hann við.
i wrwJ
Á að ranns tka
fjárreiðurnar?
Tíminn ræðir loks í gær um
upplýsingar þær, sem Morgun-
blaðið hefur birt um fjárstyrk,
sem „íslenzkir" kommúnistar
njóta frá vinum sinum fyrir aust
an tjald. Tíminn segir:
„Þegar þessi skrif eru athuguð
á báða bóga virðist flestum auð-
sætt að aðeins ein leið sé sjálf-
sögð í málinu. Hún er sú að setja
málið fyrir dómstóla.
Morgunblaðið segist hafa i
hendi óyggjandi upplýsingar um
Iögbrotin, Bjarni Benediktsson
fer með dómsvaldið og kommún-
istar hafa boðið sig undir refsi-
vöndinn. Eftir hverju er þá beð
ið?“
Tíminn lætur sem sér sé ókunn
ugt um það, að það er ekki leng
ur dómsmálaráðherra, sem fer
með ákæruvaldið, heldur sak-
sóknari ríkisins. Þar með er þó
auðvitað ekki sagt að saksóknari
eða gjaldeyriseftirlitið geti ekki
rannsakað málið.
Er þetta lögbrot?
Ef saksóknari ríkisins ætlaði
að láta málið til sín taka hlýtur
hann að meta líkurnar fyrir því,
hvort um lögbrot sé að ræða. En
sjálfsagt treysta kommúnistar
þvi, að það sé ekki brot á ís-
lenzkri löggjöf þó að sannað sé,
að þeir hafi erlent fé til ráðstöf
unar í Austur-Þýzkalandi. Um
það skal Morgunblaðið ekki
dæma, enda telur það meðferð
þessa máls fyrir dómsstólunum
ekki aðalatriði, heldur hitt að
fslendingum sé Ijóst að kommún-
istadeildin hér hefur til ráðstöfun
ar erlent fé og almenningur felli
hinn réttmæta dóm yfir erind-
rekum erlends valds. „Rauða
bókin“, leyniskýrslur SÍA-
manna, mun væntanlega verða
gefin út áður en langt um líður
og þá liggja upplýsingarnar fyr
ir, svo að rétt stjórnarvöld geta
ákveðið, hvort þau telja ástæðu
til rannsóknar á þessu athæfi
kommúnista eða öðru.
Annar gjaldeyrir
En hvað sem líður fjárstyrkn-
um, sem kommúnistar fá, þá hef
ur Morgunblaðið lika skýrt frá
því að Steinþór Guðmundsson
hafi upplýst á fundi í kommún-
istaflokknum, að prentvélin, sem
keypt var í Svíþjóð, hafi kostað
um 200 þús. sænskar krónur alls.
Héðan mun ekkert fé hafa verið
yfirfært vegna prentvélakaup-
anna, en hinsvegar hafi kommún
istar ábyrgzt greiðslu 60 þúsundi
sænskra króna. Jafnframt hélt
Morgunblaðið þvi fram, að prent
vélin, sem keypt var í Danmörku
og ónýt reyndist, væri óseld. —
Kommúnistablaðið segir nú að
hún hafi verið seld. Væri því
fróðlegt að fá upplýsingar þess
um það, hver skil hafi verið gerð
til íslenzkra banka varðandi þau
viðskipti, en eftir þeim upplýs-
ingum er sjálfsagt hægt að dæma
um það, hvort allt sé með felldu
um prentvélaviðskiptin. Jafn-
framt hefur Morgunblaðið óskað
upplýsinga um það, hvernig hátt
að hafi verið greiðslum fyrir þau
listaverk, sem kommúnistar hafa
verið að selja hérlendis, en hafa
fengið fyrir austan tjald. Blaðið
hefur spurt um útgjöld vegna
Rostok-mótanna, gjaldeyrissölu
Sigurjóns Einarssonar, rúblu-
prests á sínum tíma, o.fl.
Við þessum fyrirspurnum hafa
engin svör fengizt í Moskvumál
gagninu, en ef sú þögn heldur
áfram nvá vera að rétt sé að
draga þá ályktun, sem Tíminn
gerir, að þörf sé rannsóknar, sem
sjálfsagt væri þá fyrst og fremst
framkvæmd af gjaldeyriseftirlit
inu. En það er ekki mál Morgun-
blaðsins heldur réttra yfirvalda.