Morgunblaðið - 20.06.1962, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.06.1962, Qupperneq 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. júni 1962 Kristján Albertsson: Eiga fsiendingar að vera ókuríe'sari en aSrar þjóðir? ÉG skíl vel bílstjórann sem kvart aði yfir því fyrir skemmstu í Morgunblaðinu, að ókunnugir menn þúuðu hann eins og hund. Hver skilur ekki muninn á því að sagt sé: Viljið þér gjöra svo vel að aka mér inn á Laugaveg 70 — eða: Viltu fara með mig inn á Laugaveg 70? Hvers vegna ættu íslendingar að vera ókurteisari en allar aðrar þjóðir? Um gjörvallan siðaðan heim er gerður munur á því hvernig tal- að er við kunnugan mann eða ókunnugan. Hver einasti kurteis maður um Norðurlönd, Þýzka- land og önnur lönd, þar sem ýmist er þúast eða þérast, þérar hvern ókunnugan mann; en í brezk-ameríska heiminum, þar sem allir þérast er ókunnugur maður sem t. d. heitir Brown ávarpaður Mr. Brown, en ef um konu er að ræða Mrs. eða Miss Brown — sem svarar til þéringa á okkar máli. Þetta veit hver maður. Og þó er því haldið að Islendingum að í Englandi og Ameríku þúist allir! Hver kurteis maður finnur, að það er ekki hægt að vaða ofan í ókunnugt fólk og þúa það eins og hund Þess vegna mun kurteist fólk á íslandi halda áfram að þéra ókunnuga, þrátt fyrir alla viðleitni skóla, útvarps og blaða til þess að afsiða þjóðina í þessu efni. Reglan var að eldri menn réðu því við hverja yngri menn þeir urðu dús, en konur við hvaða karlmenn. Það hefur aldrei verið nein ástæða til þess að breyta þessari kurteisisvenju. Hún var í alla staði viðkunnanleg og sjálf sögð. Ekki ei hægt að hugsa sér meiri misskilning í þessu efni en þann sern fram kemur í bréfi til Velvakanda í Morgunblaðinu í gær, þar sem segir að þéringar eigi uppruna sinn í „lélega einangrunarkennd hrokafullra manna“. Þær eiga uppruna sinn sumpart í kurteisi við ókunnuga — en sumpart í vissri varúð. Benedikt Gröndal segir frá því í Dægradvöl, að eftir fertugsaldur (minnir mig) hafi Jón Sigurðsson ; Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu 7. júní sl. var sagt frá því, að Vopnafjarðarkirkju hefði verið gefinn skírnarfontur og skírnar- skál. Þar var ekki rétt skýrt frá því, hverjir gáfu kirkjunni silf- urskírnarskálina. Það voru börn Ingólfs Gíslasonar læknis og konu hans, Oddnýjar Vigfúsdótt- ur. Gáfu þau skálina til minning ar urn foreld-ra sína. Biður Mbl. hlutaðeigandi afsökunar á mis- skilningnum, sem hér hefur átt sér stað. hætt að bjóða dús nýjum stú- dentum sem komu til Kaup- mannahafnar frá íslandi. Ástæð- an hefur vafalaust verið sú, að hann hefur tekið eftir því að sumir þeirra urðu full-kumpán- legir, eða spurulir, eða jafnvel ókurteisir ef hann leyfði þeim að þúa sig. Hann hefur átt síður von á slíku ef hann léti þá þéra sig. Þéringum fylgir kurteisi. Bjami Jónsson frá Vogi var að kíta við mann, í gamni, yfir skál, og bauð honum dús með þessum orðum: Má ég annars ekki bjóða yður dús — það er svo óviðkunnan- legt að þurfa að segja „Bannsett- ur asninn yður“. í þessu fólgst sá auðsæi sannleikur, að það er hægara að vera ókurteis við mann ef maður þúar hann. Að þúa ókunnugan mann upp úr þurru hét á íslenzku að þúa hann eins og hund — og ætti að heita svo alla tíð. Aðeins er kunnugt um einn mann sem var svo kurteis að hann þéraði hunda, spekinginn með barns- hjartað Björn Gunnlaugsson. Ein hvern tíma skaut einhver því að honum að óþarft væri að þéra hundana kringum Bessastaði, þetta væru allt gamiir kunningj- ar. Skömmu síðar heyrðist Björn Gunnlaugsson bjóða hundi dús: Við höfum nú þekkst svo lengi, Flekkur minn, að ég get ekki verið að þéra yður lengur. En hundurinn horfði undrandi á yfir kennarann og skildi ekki þessa vinsemd. Þá héíf Björn Gunnlaugsson áfram að þéra hann. Auðvitað hefði honum aldrei getað komið til hugar að þúa ókunnúgan mann sem varð á vegi hans. Hrokalausari maður var þó ekki til. Hann var blátt áfram einn kurteisasti maður sem hugsast gat. í fámenni skapast aðrar um- gengnisvenjur en í bæjum, menn þekkja hver til annars. Bænda- fólk er yfirleitt mjög kurteist allsstaðar um heim, og því minni nauðsyn á fjarlægð milli ókunn- ugra við fyrstu kynni, en í borg- um. Og á íslandi virðir bænda- fólk kurteisissiði borgarbúa, til dæmis hef ég aldrei hitt bónda sem ekki hafi þérað mig, unz við komum okkur saman um ann að. Allir kannast við hina var- færnu, kurteisu spurningu sveita manns, sem maður hittir á förn- um vegi: Hver er maðurinn, með leyfi? Sú viðbára gegn þéringum, að sumir kunni ekki að þéra, er fár- ánleg. Sá maður sem ekki þykist geta lært þessar þrjár orðmyndir: þér — yður — yðar — skipar sér á lægra menningarstig en hugsan legt er á íslandi. í blaðaviðtölum er fólk, sem spyrillinn er áður ókunnugur, ýmist þúað eða þérað, án þess að hægt sé að sjá hverjum regl- um hér er fylgt. Samtöl sem farið hafa fram á ensku, með sjálf- sögðum þéringum, eru birt með þúi í hverri spurningu. Slíkt er herfilegur kauðaskapur og al- rangt. Og með hvaða rétti vaða blaðamenn að t d. tvítugri stúlku, sem er nýorðin stúdent, og þúa hana eins og hund? Allur þessi dús-kláði kom með hernum á stríðsárunum — mönn- um var sagt að „you“ (þér) þýddi „þú“, að allir Bretar og Ameríkanar þúuðust, og því sjálf sagt að íslendingar leggðu niður þéringar. Nú ættum við að vita betur. Kurteist fólk á íslandi heldur áfram að þéra ókunnuga, og mun gera það. Hitt er annað mál, og er viðkunnanlegt, að íslendingar sem þekkjast, og vilja þekkjast, eru nú fljótari að verða dús en áður tíðkaðist. Kurteisi er yfirleitt mjög við- kunnanleg, og hún styðst og styrk ist, með öllum þjóðum, einmitt við form og venjur — sem ekki er hægt að rökstyðja með öðru en því, að þau séu kurteisi, viss viðurkenning á þeirri virðingu, sem manni er skylt að sýna öðr- um manni. Vér íslendingar eig- um ekkert af slíku tagi í ávarps- formi neina þéringarnar. Væri æskilegt að skólar, út- varp og blöð bættu nú ráð sitt og tækju höndum saman um að sporna við þeim durnaskap, þeirri afsiðun sem fengið hefur að þróast um skeið, og er að gera íslendinga að ókurteisari þjóð en nokkurt vit er í að við séum. Þessir tveir vinningar í happdrætti Krabba meinsfélagsins, Landrover og hjólhýsi, hafa vakið athygli vegfarenda í Austurstræti. — Dregið verður í happdrætti þessu eftir 10 daga. • Þerriblaðsvísur enn Enn er fólk að skrifa Vel- vakanda og hjálpa honum við að feðra vísurnar, sem hann birti á dögunum. Flestir eru sammála um höfunda flestra vísnanna. Hér kemur þó athuga semd við eina „feðrunina" frá „Ölfusingi“: „Það þykir mér á vanta hjá þeim, sem hafa ritað um þerriblaðsvísurnar, að þeir hafa varla minnzt á hvaða vísur eru stældar. Það eru nefnilega ekki aðeins ákveðnir höfundar, heldur alveg ákveðn ar vísur, sem eru stældar. A. m. k. er svo um vísur Hann- esar Hafsteins; ég held allar; og líklega einnig hinar. Fyrst og fremst er bragarhátturinn sami, blærinn svipaður og einnig orðaval. — Gott dæmi þess er 2. vísan í síðari flokkn um, sem G. E. J. „feðrar“ rangt. Hún er ótvíræð stæling á vísu eftir Jón Þorláksson, prest á Bægisá. Berum saman: Hér mun klessast hripað letur, heiminn kvaddi þurrkutetur, aldrei leit ég betra blað. Oft mér það að gagni góðu gleypti upp í sig pennamóðu, meðan starfa mátti það. Og eins og Jón Þorláksson yrkir um Vakra-Skjóna: Hér er fækkað hófaljóni, heiminn kvaddi Vakri-Skjóni, enginn honum frárri fannst. Bæði mér að gamni og gagni góðum ók ég beizla-vagni, til á m(-ðr,n tími vannst. Hér er ekki um að villast. Þá mun 17. vísan vera stæld eftir vísu Páls Ólafssonar, þó að ég kunni ekki fyrirmyndina nógu vel til að fara með hana . . . .“ • Kirkjubyggingar í Reykjavík „Aðkomukona" skrifar: Margt var nú skrifað og skráð um borgarstjórnarkosningarnar á dögunuin, hvað búið væri að gera í borginni, og hvað stæði m til að gera. En einkennilegt þótti mér það, að hvergi heyrði ég, eða sá, minnzt á kirkjurnar. Kirkjubyggingarnar hafa þó einmitt verið eitt af því marga, merka og góða, sem framkvæmt hefur verið í þessum bæ á und anförnum árum, og margir hafa lagt því þarfa og fagra máli lið, bæði í orði og verki. Og í framtíðinni er sjáanlegt, að kirkjumálin verða eitt af því þarfa og merka, sem unnið verður að í borginni. Einkennilegt, að þessa skyldi ekki vera almennt getið í um- ræðum um framkvæmdir í nútíð og framtíð. • Skálholt Fyrir nokkrum dögum minnt ust blöðin á það, að frændur okkar á Norðurlöndum hefðu gefið fé til skólastofunnar í Skálholti, lýðháskólastofnunar, Ljómandi hugmynd! — Von- andi tekst okkur íslendingum ( að stofna lýðháskóla, og þá ein mitt 1 Skálholti, þeim forn- fræga stað. En það má með engu mótl blanda unglingaskóla þar í. Þetta á að vera lýðháskóli fyrir fullorðið, þroskað fólk. Rólegur, virðulegur staður og biskupssetur. Það mun sannast, að lýðhá- skóli yrði sóttur, og þó að hann yrði ekki fullskipaður þegar í stað, mætti það ekki draga úr áhuganum. — Aðsókn myndi eflast, landi og lýð til blessun- ar. — Aðkomukona.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.