Morgunblaðið - 20.06.1962, Side 8

Morgunblaðið - 20.06.1962, Side 8
8 MORGU'NBLAÐliy Miðvikudagur 20. júní 1062 Kveðjustund við m.s. Gullfoss — ÞAÐ er alveg undir far- þegunum komið, hvað haegt er að gera sér til gamans á þjóðhátíðardaginn hér um borð. Við erum staddir um borð í m/s Gullfossi og það er skip- stjórinn, Kristj án Aðalsteins son, sem kemst þannig að orði. __ Oft hafa verið hér kunnir og færir ræðumenn, sem þá hafa haldið þrum- andi ræður yfir fanþegunum, minnzt ættjarðarinnar og lát- ið íslenzka lýðveldið lifa. Ég er ekki enn búinn að kynna mér farþegaskrána, svo ég veit ekki hvað við getum gert á morgun, en ef að vanda læt- ur verður einhver orðhagur maður með í förinni og þá er ræðuhöldunum borgið. Síðan verður að líkindum borinn drykkur og skálað fyrir fóst- urjörðinni. Þetta er laugardaginn 16. maí, klukkan er að byrja að ganga þrjú og það er búið að loka umferð fyrir allan al- menning um borí í m/s Gull- foss. Við fáum þó góðfúslegt leyfi útlendingaeftirlitsins til þess að bregða okkur um borð og þar hittum við Sigur laug Þorkelsson, yfirmann far þegadeildar Eimskipafélags- ins, og Kristján skipstjóra. í stuttu rabbi við þá félaga ber ýmislegt á góma, bæði fróð- legt og skemmtilegt. — Gullfoss hefur nú siglt milli Reykjavíkur, Leith og Kaupmannahafnar í 12 ár. Hann hefur flutt nálega 74 þús und farþega á milli landa á þessum tíma. Þegar Gullfoss lét úr höfn á laugardaginn var var þetta 220 ferð hans frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar. f þessari fyrstu raunverulegu sumarferð árs ins voru 209 farþegar með vegna óvæntra afcvika. Segja má að í hverri ferð losni fleiri og færri rými, enda þótt hvert einasta rúm í ferðinni hafi verið upppantað löngu fyrir- fram. Ég get til dæmis getið þess, að í næstu ferð Gullfoss var hvert rúm skipað fyrir nokkru, en þær breytingar hafa þó orðið að nú eru nokkur farþegarúm laus, bæði á 1. og 2. farrými. Það hendir einnig oft, að far- þegarúm eru laus fró Reykja vík til Leith, enda þótt öll farþegarúm séu seld til Kaup mannahafnar. Þetta stafar af j því, hve geysileg eftirspurn er I eftir farþegarýmum á leið- l inni milli Leifch og Kaup- ( mannahafnar og verður jafn- aðarlega að neita mörgum um far milli þessara staða, segir Sigurlaugur. — Af þessu má sjá, að enn þá er það stór hópur manna, sem vill sjóferðina fremur en flugferðina og bendir allt til að svo muni verða, a.m.k. í ná- inni framtíð. Til þessa kunna að liggja góðar og gildar á- stæður, þá ekki hvað sízt að við íslendingar eru sjóelsk þjóð. Svo vilja menn gjarnan hverfa frá önn dagsins og njóta tilbreytingarinnar fró hversdagslífi borgarinnar með því að sigla út á haf og njóta þar langþráðrar hvíldar í tæru og hollu sjávarloftinu. Margir njóta þess einmitt hvað bezt að hvílast á sjóferð- um, og ekki hvað sízt þegar fram er borinn bæði góður mat ur og drykkur og hverskonar viðleitni sýnd til að gera far- þegunum lífið sem léttast og þægilegast. Og þeir munu margir sem eiga Ijúfar endur- minningar hér með Gullfossi, bætir Sigurlaugur við. — Margur farþeginn hefði óskað að ferðin hefði ekki tekið svo skamman tíma sem 1 raun ber vitni. Á meðan svo I Frá brottför Gullfoss sl. laugardag. skipinu og mátti því heita að þar væri hvert rúm skipað. — Það hafa vissulega orðið miklar breytingar á-farþega- flutningum milli íslands og annarra landa frá því að Gull foss hóf ferðir sínar. Flug- ferðir eru nú daglega og gjarn an oftar en eiriu sinni á dag, einmitt á sömu flutningaleið Og Gullfoss heldur uppi. Þetta hefur þó, þótt undarlegt megi virðast, ekki haft þau áhrif að dregið hafi úr að- sókn að ferðum með Gullfossi, segir Sigurlaugur Þorkelsson okkur. Það má heita að full skipað sé í allar ferðir Gull- foss í allt sumar. — Ég vil samt geta þess, að jafnan verða mjög miklar breytingar á ferðabókunum. Fólk frestar för sinni, gerir nýjar ferðaáætlanir eða hætt- ir jafnvel alveg við förina er, er hætt við að fleiri vilji fá far en hægt er að flytja. Ur því má ætla að rætist, þegar fólki skilst betur en orð ið er ennþá, að heppilegasti tíminn til utanferðarinnar er alls ekki á þeim tíma sem sumarsólin er hér hlýjust og hæst á lofti norður við heims skautsbaug. Heppilegasti utan farartíminn er gjarnan snemma vors eða síðla sum.ars eða hausts svo ekki séu nefnd ar hinar ódýru vetrarferðir, sem boðið er upp á með skip inu. Þetta er rétt fyrir þá að hafa í huga sem ætla að bregða sér til suðlægari landa. Það líður óðum að brott- för Gullfoss. Við verðum að skunda í land sem fyrst. Því miður eigum við þess ekki kost að þessu sinni að sigla með þeim ágæta farkosti. STÚDENTARNIR sem braut- skráðust frá Menntaskólanum á Akureyri. Stúlkurnar myiiida staf ina MA í myndinni. Stúdentamir eru, taldir frá vinstri, fremsta röð: Cesil Haraldsson, örn Höskulds- son, Tómas Sveimsson, Björn Finnsson, Sigurður Guðmunds- son, Sveinbjörn Vigfússon, Magn úr Thorlacius, Egill Egilsson, Leo Kristjánsson, Kristján Kristj ánsson (tvíburar), Halldór Gunn arsson, Brynjólfur Sæmundsson,, Sveinn Sæmundsson. Atli Bened iktsson, Ástráður Hreiðarsson, Hreiðar Magnússon. önnur röð. Guðmundur Jóhannsson, Jósef- ína Hansen Guðmundur Sigur- þórsson, Sæmundur Þóroddssoni, Anna Gunnarsdóttir, Hreinn Pálsson, Arnaldur Árnasom, Ólöf Blöndal, Sveinn Þórarinsson, Þóra Steinunn Gísladóttir, Þór hallur Höskuldssoni, Hörður Þor leifsson, Einar Kristinsson, Þor björg Haraldsdóttir, Ingólfur Ge orgsson. Þriðja röð: Karl Ragn- ars, Ragnheiður Gestsdóttir, Guð mundur Eiríksson, Edda Sniorra- dóttir Björn Fr. Björnsson, Gígja Friðgeirsdóttir, Herbert Marinósson, Guðmundur Agnars- son, Magnús Hallgrímssoni, Hrafn hildur Jónsdóttir, Svanfríður Lar sen, Helga María Aðalsteinsdótt ir, Margrét Guðmundsdóttir, Ás geir Árnason, Fjórða röð. Helgi Einarsson, Ingi Jón Einarsson, Helga Möller, María Þorsteins« dóttir, Páll Inigólfssson, Laufey Þorbjarnardóttir, Margrét Erl- endsdóttir, Jóhann Ólafsson, Steingrimur L. Bragason, HeJgi Frímann Magnrisson, Ragnheið- ur Heiðreksdóttir, Björn Teits- son, Margrét Loftsdóttir, Jóhann Sigurjónsson, Uni Björmsson. Fimmta röð: Sigurður Hjartarson Baldur Árnason. Anna Inger Ey dal, Magniús Ingólfsson, Haralaur Finnsson, Ólína Torfadóttir, Loft ur Ólafsson. Tryggvi Finnsson, Halldór Friðgeirsson, Gyifi Svav rasson, Jóna E. Burgess, Stefan ía Stefánsdóttir, Karl Kristjáns son, Hermann Ásgeirsson. Ljósm. St.e. Sig 74 stúdentar braut- skráðir á Akureyri AKUREYRI, 19. júní. — Mennta skólanum á Akureyri var slitið 17. júní og voru brautskráðir frá skólanum 74 stúdentar, en það er stærsti hópurinn, sem komið hefur frá þessum skóla. Á sl. hausti voru innritaðir í skólann 455 nemendur, en nokkr ir þeirra helltust úr lestinni í vetur vegna veikinda og ann- arra orsaka og gengu því nokkru færri undir próf. 19 Akranes- bátar fara á síld i AKRANESI, 19. júní — Fimm trillubátar héðan hafa sótt um leyfi til dragnótaveiða. Fyrsta róðurinn fóru þeir í fyrradag. Aflahæstur varð Haflþór með 2800 kg. Hinir fiskuðu frá 1500 til 1600 kg á trillu. I morgun komu þeir úr öðrum rþðrinum. Hafþór var hæstur með eina lest. Ágæt hrognkelsaveiði er hér. 100 stykki og vel það í lögn. Grásleppuhrognin hafa selzt og seljast enn. Ásgeir Guðmundsson, Mána- braut 6, kaupir bau á 4 kr. kg. 19 bátar' munu fara héðan norð ur á síldveiðar og eru allir til- búnir til að fara strax, nema nýr bíjtur Sigurður Hallbjarnar son h.f., sem verður tilbúinn um mám. ðamót. Hér var Ellen Helleskov, danskt skip, í gser og lestaði 300 lestir af síldarmjöli, svo og Dísarfellið, er lestaði 600—700 lestir af sementi/ er það flytur á Norðurlandshafnir. Lagarfloss kom hingað í dag og lestar freð fisk. — Oddur. Við skólaslitin gat skólameist- ari, Þórarinn Björnsson, þess að þrengsli væru orðin mikil í skólanum og einnig í hinni nýju heimavist. Væri nú svo komið að ekki væri unnt að taka við öllum þeim fjölda sem um skóla vist sækti. Margir eldri stúdentar voru mættir við skólaslitin, en eink- um fjölmenntu 10 og 25 ára stúdentar. Af hálfu 25 ára stúd- enta talaði Erlendur Konráðs- son, læknir, og afhenti hann skólanum að gjöf fyrir hönd þeirra félaga málverk af söng- kennara skólans á þeirra tíma, Björgvini Guðmundssyni, tón- skáldi. Kvað hann 25 ára stúd- enta hafa verið sérlega söng- elska á skólaárunum, og mundu fáar bekkjadeildir hafa sótt söngkennslu jafn vel og þeir. Málverkið gerði einn af 25 ára stúdentunum, Sigurður Sigurðs- son, listmálari. AKUREYRI, 18. júní — Að þessu sinni var 17. júní heldur kaldranalegur, rigning og þoka fram eftir degi, en upp úr há- deginu birti til og um kvöldið varð sólskin og úrkomulaust. — Upphaflega hafði verið ákveðið að hátíðahöld færu fram á Ráð húsfcorgi og við sundlaugina. Um hádegi var öllum þessum há- tíðahöldum aflýst, en þess í stað ákveðið að öll samkomuhús bæj arins skyldu verða opin til dans leikja um kvöldið. Er veðrið batnaði síðdegis, var Af hálfu 10 ára stúdenta tal- aði Stefán Stefánsson, verk- fræðingur. Afhenti hann skól- anum frá 10 ára stúdentum hljómplötusafn og taldi skóla- meistari það mjög kærkomið, þar sem fyrir v.æri í setustofu skólans vandaður plötuspilari en lítið til af plötum. Hæstu einkunn í stærðfræði- deild og jafnframt yfir allan skólann hlaut Leó Kristjánsson frá ísafirði, 9.54, en það er hæsta einkunn sem náðst hefur við stúdentspróf hér. Áður hafa tveir stúdentar hlotið þessa sömu einkunn. — 1 máladeild hlaut hæstu einkunn Bjarni Finsen frá Akranesi, 9.15. Að þessu sinni luku 33 prófi úr stærðfræðideild, en 41 úr mála- deild. — Stefán. New York, 15. júní. — (AP) TALSVERT verðfall varð á kuphöllinni í New York í dag, sérstaklega framan af. Er líða tók á daginn fór verð á nokkrum hlutabréfum hins vegar hækkandi. Dow-Jones vísitalan stóð mjög neðar- lega lengst af, var lægst I um 560 stigum, en hækkaði undir lokin. Verðhækkun síðustu tvo tímana var meiri en dæmi eru til um langt skeið. þó ákveðið að hafa nokkur há- tíðahöld á Ráðhústorgi og var flutt þar það helzta úr dagskrán um, sem áttu að vera við sund- laugina og á Ráðhúsfcorgi. M.a. söng Karlakór Akureyrar, Lúðra sveit Akureyrar lék, ávarp Fjall konunnar flutti frk. Ingibjórg Magnúsdóttir yfirhjúkrunarkona og var ávarpið frumsamið. Auk þess voru skemmtiþættir úr bæj arlífinu o.fl. Ekki var dansað á Ráðhústorgi að þessu sinni, þó að veður leyfði það og hefur það mælzt illa fyrir. — Stefán. Hátíðahöldum á Akur- eyri frestað til kvöids

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.