Morgunblaðið - 26.06.1962, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 26. júní 1962
Fámennasta gangan
Geysiieg von-
brigði kommúnista
HIN árlega skemmtiganga
kommúnista og fylgifiska
þeirra var farin um síðustu
helgi, og að þessu sinni úr
Hvalfirði. Var gengið laugardag
og sunnudag úr Hvalfirði til
Keykjavíkur, en gist í banda-
rískum hcrmannatjöldum á
Kjalamesi.
Ganga þessi er hin fámenn-
asta, sem kommúnistar hafa
efnt tU, og er vitað, að mikil
vonbrigði ríkja meðal þeirra
vegna hennar. Mikill áróður
var þó hafður í frammi til þess
að smala fólki í hana, en allt
kom fyrir ekki.
BÖRN OG unglingar voru með
nokkur ærsl á sunnudagskvöld,
er ganga kommúnista kom úr
Hvalfirði. Fyrir innan bæ höfðu
börn sett upp skilti við þjóðveg-
inn með ýmsum áletrunum, sem
kommúnistar þoldu ekki. Var ein
bifreið þeirra látin aíka Skilti
barnanna niður.
Á undan göngu kommúnista
niður Laugaveg gengu börn
með spjald fyrir sér, en á því
stóð „LIFI NATO“. í Banka-
stræti var farið að fleygja kín-
verjum og öðrum smásprengjum
irm í gönguna. Á útifundinum
vor börn með áletruð spjöld. Þar
mátti lesa t.d. „Eflum herinn“,
„Styðjum NATO“ o.s.frv. Komm-
únistar ömuðust við börnunum,
og lögreglan tók spjöld af nokkr
um þeirra, sem hæst létu. Var
um tíma illt að greina mál ræðu
manna fyrir hávaða barnanna,
en nú höfðu unglingar bætzt í
hópinn.
Þegar leið að lokum fundarins,
héldu unglingarnir að húsi
kommúnista við Tjarnargötu 20.
Voru það mest 13—15 ára gaml-
ir drengir og nokkrar telpur. —
Talsvert safnaðist þarna af full-
orðnu fólki. Eftir smástund tóku
unglingarnir að kasta ýmsu í
húsið, eggjum, lauki og mjólk
urhyrnum. Lögreglan kom á vett
vang og varð hún að beita kylf-
um til að bægja ólátaseggjunum
frá. Nokkrar rúður brotnuðu í
húsinu, og um tuttugu drengir
voru færðir niður á lögreglustöð
og skrifaðir upp. Nokkrar stymp
ingar urðu og með kommúnist-
um og unglingum. Eftir að svæð
ið fyrir framan húsið hafði ver-
HILMAR F055
lögg. skjalþ. og dómt.
Hafnarstræti 11 — Sími 14824
Lynghaga 4 Sími 19333.
ekið upp í Hvalfjörð, alls milli
180 og 190 manns, en síðar átti
margt af því eftir að heltast
úr lestinni. Eftir að Guðmund-
ur Böðvarsson hafði talað yfir
görpunum, seig hópurinn af
stað, ýmist í bílum eða gang-
andi. Þeir, sem í bílum voru,
óku von bráðar aftur til Reykja
víkur, en tveir langferðabílar
fóru lestagang á eftir göngu-
mönnum, og skiptust þeir á að
hvíla sig í ökutækjunum. Borin
voru pappaspjöld á stöngum
með ýmsum vígorðum.
Þegar komið var í gististað
á Kjalarnesi, voru ekki nema
165 manns eftir í göngunni.
ið rutt, bar ekki á neinum ólát-
um, en margt fólk stóð fram yfir
miðnætti á gatnamótum Vonar-
strætis og Tjarnargötu.
• Hvað um Hvalfjörð?
„Harðbergur“ skrifar Vel-
vakanda:
„Þetta skoplega gönguæði
kommúnista og fylgifiska
þeirra virðist ætla að verða ár-
legt fyrirbæri. Að vísu er ekki
ólíklagt, að þær verði sjálf-
dauðar. Það, hve þátttakan var
ánægjulega lítil nú, bendir ó-
neitanlega til þess. Nú er farið
að þramma í tvo daga, alla leið
úr Hvalfirði, en kommúnistar
hafa undanfarið lagt mikla á-
herzlu á hernaðarlegt gildi
hans. Sé það rétt, sem varla
ber að efa, fyrst sendisveinar
Sovétríkjanna hérlendis panta
spesíalgöngu þaðan, verður það
vonandi til þess að opna augu
manna fyrir mikilvægi fslands
á hernaðarsviðinu og til að
tryggja varnir okkar og öryggi
enn betur.
• Frumstætt sálarlíf og
píslarvættishneigð
Sú er trú frumstæðra manna,
að með því að leggja á sig lík-
amlegt erfiði, jafnvel þrautir
og píslir, geti þeir unnið mál
stað sínum gagn. Á bak við
þetta býr frumstæð trú sam-
Þar átti að verða fjölbreytt
dagskrá um kvöldið, en hún
fór út um þúfur, eins og flest
annað í þessari gönguför. Var
hún felld niður með öllu. —
Margt fólk hélt nú til Reykja-
víkur, og þegar haldið var af
stað á sunnudagsmorguninn,
voru aðeins 115 eftir.
Kommúnistar gerðu miklar
tilraunir á sunnudag, til þess
að koma fólki í gönguna, en
undirtektir voru slæmar. Þó
voru um 130 á gangi í Varma-
dal og tæplega 180 í Grafar-
holti. Nú var farið að fara
með fólk í langferðabflum úr
bænum til móts við gönguna,
en fáir voru í hverri ferð. Aðr-
ir fóru með strætisvögnum á
móti henni, eftir að nær dró.
Við Elliðaár var fólkið, sem
sat í bílunum, rekið út og látið
skipa sér í gönguna. Var nú
vizkukvalinna manna, að með
erfiðinu „vinni þeir af sér“
misgerðir sínar og syndir, hljóti
aflausn fyrir afbrot sín, og
blíðki e.t.v. einhver ginnregin
eða æðri máttarvöld. Þessi trú
hefur reynzt furðu lífseig, þótt
á vorum dögum verði hennar
æ sjaldnar vart meðal menn-
ingarþjóða, nema þá hjá fólki
með primitívan þankagang.
Saman við þetta blandast svo
píslarvættistilhneigingin.
• Líkamleg mótmæli
Fyrir nokkrum árum létu
kínverskir kommúnistar mörg
þúsund manns synda í einum
spretti yfir Gula fljótið og til
baka aftur jafnharðan. Þetta
var ekkert 200 metra sund í
einhverri Austur-Asíu-sund-
keppni, heldur var hér um að
ræða mótmæli gegn einhverju,
sem enginn man nú lengur
hvað var. Þetta sundafrek þús-
undanna átti að sýna umheim-
inum „samstöðu og einhug hinn
ar þróttmiklu kínversku þjóð-
ar, sem sækir nú fram til komm
únismans undir öruggri for-
ystu hins ástsæla foringja" o.s.
frv., o.s.frv. Mönnum þótti
þetta hlægilegt á Vesturlönd-
um, en skömmu síðar upphóf-
ust þar labbitúrar kommúnista
gengið í bæinn, og var Ijóst,
þegar farið var niður Lauga-
veg, að gangan var sú lang-
samlega fámennasta, sem
kommúnistar hafa efnt til. Til
marks um það er, að gangan
var ekki nema fjóra og hálfa
mínútu að fara fram hjá
gatnamótum Bankastrætis og
Ingólfsstrætis. Var gangan þó
strjál og ekki hratt gengið. —
Fyrir göngunni fór hópur ungl-
inga, sem bar fyrir sér spjald
með áletruninni: „Lifi NATO“.
Klukkan var að verða níu,
þegar göngumenn héldu niður
Bankastræti, og var margt
fólk, sem beið eftir sýningu í
Gamla bíói, á Ingólfsstrætis-
horninu. Var það ekki fyrir
göngumönnum á nokkurn hátt
og skipti sér ekki af þeim.
Þegar minnst varði þustu
nokkrir menn út úr göngunni,
í mótmælaskyni við hitt og
þetta, torgsetur og önnur álíka
fáránleg mátmæli. Því ekki að
hlaupa tuttugu sinnurn kring-
um húsið sitt í votta viðurvist
til að mótmæla t.d. samstöðu
vestrænna þjóða? Því vilja
kommúnistar ekki reyna að
synda út að landihelgislínu til
þess að mótmæla því, að skip
Atlantshafsbandalagsins fái að
sigla í landhelgi eins og sovézk
ir njósnatogarar og viðgerðar-
skip?
• Hoppandi pílagrímar
Þetta gönguæði sýnir, að
lengi eimir eftir af fornri hjá
trú. Samvizka kommúnista er
kvalin og til að blíðka yfirboð
arana í austri er farið í langar
göngur. Virðast göngurnar nú
eiga að lengjast og verða erfið
ari. Því ekki að taka upp hætti
ýmissa pílagríma, sem hoppuðu
til Jerúsalem á öðrum fæti,
hlupu þangað aftur á bak, eða
gengu tvö skref aftur fyrir.hver
þrjú, sem fram voru stigin?
Það myndi sýna, hve mikið fólk
ið vill leggja á sig fyrir mál-
staðinn, og það myndi einnig
vekja mikla athygli á honum,
en um það snýst heila klabbið.
Um að gera að hafa skrípaleik
inn sem mestan. í Englandi
Gangan á leið til Reykjavikur.
hlupu á hópinn og hrintu fólk*
inu frá. Þetta áhlaup kom svo
óvænt, að áður en fólkið hafði
áttað sig, voru hinar skapúfnu
hetjur hlaupnar niður Bakara-
brekkuna.
Fundur hófst svo á eftir á-
ætlun við Miðbæjarskóla, og
töluðu þar tveir menn yfir
göngumönnum, sem munu þá
hafa verið um 300, þótt stutt
væri að vísu gangan hjá sum-
um. Auk þess komu nokkrir
fylgismenn göngugarpa á fund-
inn og áhorfendur, sem höfðu
gaman af að virða hópinn fyr-
ir sér.
Helzta umræðuefni Reykvík-
inga í gær var það, hve fálið-
aðir og umkomulausir komm-
únistar væru orðnir, að þeir
gætu ekki einu sinni skipulagt
skammlausa gönguferð.
setzt þessi lýður oft á
torg eða stræti og truflar um-
ferð. Verða hinir prúðu ensku
lögregluþjónar að drösla rumpu
fólki þessú í burt og jafnvel
láta það dúsa eina nótt í stein
inum. Það þykir því allra bezt.
Þá er tilganginum náð: athygli
vakin og píslarvætti fengið. —
Svo segja kommúnistablöð um
heim allan, að yfirvöldin banni
friðsamleg og lýðræðisleg mót-
mæli, sigi fasistiskri lögreglu á
saklaust fólkið og fangelsi það
fyrir skoðanir sínar, þótt vesal
ings fólkið fái nú ekki meira
en smásekt fyrir umferðarbrot
og e.t.v. mótþróa við lögregl-
una.
• 16 ár liðin .
Annars væri þessum göngu-
görpum nær að minnast þess,
að í síðustu viku voru 16 ár
liðin frá því, að fyrstu vest-
rænu tillögurnar komu fram
um afnám atómsprengjunnar.
Bandaríski stjórnmálamaðurinn
Bernard Baruch sagði á fyrsta
fundi kjarnorkunefndar Sam-
einuðu þjóðanna, að S.Þ. yrðu
að eiga og hafa stjórn á öllum
efnum til kjarnorkufram-
leiðslu, ef tryggt ætti að vera,
að hún yrði einungis notuð til
friðsamlegra þarfa. Bandaríkin
sem þá réðu ein yfir kjarn-
orkunni, buðust til að aflétta
þessari einokun, eyðileggja at-
ómsprengjur sínar, opinbera
leyndarmál sín og gangast und
ir alþjóðastjórn á kjarnorku.
Nefndin samþykkti tvívegis
þetta einstæða tilboð með hrifn
ingu, og Allsherjarþing S.Þ.
samþykkti það með yfirgnæf-
andi meirihluta 1948.
Það þarf víst ekki að taka
það fram, að Sovétríkin beittu
neitunarvaldi sínu gegn þvi, að
tilboðið næði fram að ganga.
Rússar vissu sem var, að
Bandaríkin myndu aldrei beita
atómsprengju gegn þeim að
fyrra bragði, og eftir nokkurn
tíma myndu þeir sjálfir ráða
yfir leyndarmálinu. Það gera
þeir nú, og með þvergirðings-
hætti sínum í Genf hefur þeim
tekizt að koma í veg fyrir
kjarnorkuafvopnun. Glæpamað
ur fleygir aldrei byssu.
— Harðbergur**,
Á laugardag var göngufólki
Ólœti unglinga á
sunnudagskvöld