Morgunblaðið - 26.06.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.1962, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 26. júnl 1962 183 þúsund tunnur saltsíldar seldar Uttdirritaðir hafa verið samning #r um fyrirframsölu á ca. 165 þús. tunnum af saltsíld til Finn- lands og Svíþjóðar. Verðið er nokkru hærra en á s.L ári. Samn ingana í þessum löndum önnuð- ust þeir Erlendur Þorsteinsson, formaður Síldarútvegsnefndar og Jón L. Þórðarson. í V-Þýzkalandi hafa farið fram samningaumleitanir um fyrir- framsöiu á Norðurlands- og Suð- urlandssaltsíld og standa vonir til þess að þangað seljist 7 þús. tunnur af Norðurlandssísld, en samningaumleitanir um sölu Suð urlandssíldar halda enn áfram. Samningana í V-Þýzkalandi hafa annazt, auk formanns og varafor manns þeir Hannibal Valdimars- son, alþm., og Gunnar Flóventz, framkvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar. í Danmörku hefir tekizt sam komulag um verð saltsíldarinn ar, en samningsmagn er ekki á- kveðið ennþá. í samningaviðræð um þar tóku þátt þeir Erlendur Þorsteinsson, Jón L. Þórðarson og Hannibal Valdimarsson, alþm. Til Bandaríkjanna hafa þegar verið seldar 11 þús. tunnur, sem er allmiklu meira magn, en þang að hefir tekizt að selja af Norður landssísldundanfarin ár. Samn- ingagjörð þar annaðist Hannes Kjartansson. aðalræðismaður. Samningaumleitanir hafa enn- þá ekki hafizt við Sovétríkin, en munu byrja á næstunni. Frá síldarútvegsnefnd. Nýr botn settnr í Kyndil OLfUFÉLÖGIN B. P. og Shell hafa tekið á leigu norskt olíu- flutningaskip: Ruslh, sem er 700 tonn og er skipið komið hingað til lands, fór það síðdegis í gær sína fyrstu ferð norður á Siglu- fjörð með farm tiil stöðva B. P. Og Shell þar í bænum. . Skip félaganna Kyndill skemmddst mikið er hann strand- aði fyrir nokkru. Varð að senda skipið til viðgerðar í Skotlandi. Kom í ljós að setja þarf nýjan botn í Kyndil, en það verk tekur a. m. k. 6—8 vikur. Fyrsta síldin að ganga austur af Stendur djúpt, en næst á næturnar MIKILL f jöldi báta streymir nú vestur og norður um á stldar- miðin frá höfnunum sunnan- lands. f fyrrinótt héldu þeir fáu bátar, sem komnir eru á miðin og erlendu skipin, áfram að fá síld 60—80 mílur út af Þistilfirði, þar sem síldin stendur þó djúpt Þær gengu um beina í Dillonshúsi við Árbæ. Talið frá vinstr i: Ólafía, Kristín og Valgerður Lárusdætur, Guðrún Gísladótt ir, Guðrún Lárusdóttir og Jenny Ágústsdóttir. Á myndina vantar Sólveigu Hannam. og komu 3 bátar með síld til Raufarhafnar í gær. Jakob Jakobs son telur að fyrsta síldargang- an sé að ganga austur af og komi flotinn 3 vikum of seint á miðin fyrir hana. En mjög góð átuskil- yrði eru við Kolbeinsey, svo að ef ný ganga kemur þangað, ætti hún að verða þar róleg. Seley inn í 3. sinn í gær kom Seley til Raufar- hafnar með 800 tunnur af síld, og -er þetta þriðji dagurinn í röð sem hún kemur inn með síld, að því er fréttaritarinn á Raufar- höfn símar. í gær komu einnig Birkir frá Eskifirði og Hringver úr Vestmannaeyjum með 500 tunnur hvor. Síldin fer í bræðslu og frystingu en söltun er ekki hafin. Þessa síld fengu skipin 60—80 mílur út af Þistilfirði og voru 10 tíma í land með hana. Síldin stóð djúpt og erfitt að ná henni. En undanfarnar nætur hefur hún lyft sér í sjónum á tímabilinu frá miðnætti og til kl. 5. Eru bát- arnir, sem hafa fylgzt með henn í asdictækjunum, þá tilbúnir að ná henni. Bátarnir láta mjög af því hve mörg útlend skip eru á síldarmiðunum. Fyrsta síldin kom til Siglufjarð ar kl. 4.20 sl. laugardag. Kom Helgi Helgason þá inn með feita og fallega síld 15—22% feita. Áta á miðsvæðinu Er Jakob Jakobsson, fiskifræð- ingur var staddur á Siglufirði um helgina, skýrði hann frá helztu atnðum í sambandi við síldarrannsóknirnar, sem hann hefur verið í ásamt fleiri skipum. Kom þar fram, að út af Siglufirði á svokölluðum Vestur og mið- svæði væru öll skilyrði fyrir hendi til síldveiða, mikið af rauð- átu, en hins vegar lítil síld. Og er blaðið hafði tal af Jakobi í gærkvöld var Ægir staddur sunnan vði • Kolbeinsey. Sagði hann að þeir hefðu orðið varir við smá torfur, ekki það magn að tæki því að hefja veiðar þar, en þetta gæti lagast og þyrfti að fylgjast með því. Enginn bátur af Austursvæðinu hefði tilkynnt um veiði seinni hluta dagsins, enda stæði síldin þar djúpt. Næstu daga munu Fanney og Pétur Thorsteinsson hefja síldar- leit ásamt Ægi. Gert var ráð fyrir að síldarleitin á Raufarhöfn tæki til starfa í gærkvöldi. Norskar verk- smiðjur bræða Islandssíld AALESUND 25. júní (NTB). Síldarverksmiðjurnar á Sunn mæri fengu í dag fyrsta síld arfarm sinn fm íslandi. Síld- veiðiskipið Hargun kom með 3000 hektolítra í bræðslu. — Nokkur önnur skip eru á leið af Íslandsmiðum með síld til norskra verksmiðja. Munu um 100.000 mál vera á leiðinni og fyrsta verksmiðjan byrjaði, bræðslu í dag. Næstum ödl móðurskipin eni komin með fullfermi og það verður til þess að minni bátarnir, sem höfðu reiknað með að geta losað yfir í móðurskip, verða sjálfir að sigla með afla sinn til Noregs. En tvö móðurskip eru á leið á miðin, svo ekki er skortur á flutningaskiþum eins og er. Frá eftirlitsskipinu Draug berast þær fréttir að síðustu dægrin hafi veiði verið lítil á miðunum. 2—3 2000 hektó- lítra köst hafi fengizt, norðan I Langaness, en annars aðeins smáköst. Síld er á miðunum, en erfiðleikar að ná henni. — Veður er ágætt. NA /S hnútar / SV 50 hnutar ¥: Sn/óicoma > 03 i V S/eúrir K Þrumur 'Wlz, KuUaaki/ H Hml | Gleðskapur og fyllsta reglu- semi á Jónsmessuvöku í Arbæ FYRSTA jónsmessuvakan á Ár- bæjartúni tókst mjög vel. Allt fór fram með stökustu prýffi og reglusemi, sást ekki vín á nokkr- um manni, sagffi Lárus Sigur- björnsson, safnvörður í viðtali við blaðiff í gær. Þar var mikið fjölmenni, á 5. þús. manns þegar flest var um kvöldiff. Veffur var einstaklega fagurt þetta kvöld. Jónsmessuvakan hófst kl. 8, er safnhúsin voru opnuð. Gátu menn ýmist greitt 10 kr. og haft aðgang að þeim eða farið frítt inn á svæðið. Úti lék Lúðrasveit in Svanur undir stjórn Jóns G. Þórarinssonar íslenzk alþýðulög og kl. 10 var byrjað að dansa á palli. Lék hljómsveit Garðars Jó- hannessonar eingöngu gömlu dansana og var svo mikil aðsókn að pallinum. að hann reyndist of lítill, þó þetta sé sá stærsti sem Reykjavíkurbær á. Kl. 11 var kveikt jónsmessu- bál neðarlega í túninu, þar sem hlaðinn hafði verið köstur úr úr- gangsdóti frá byggingarfram- kvæmdum í vetur. Vakti mikla ánægju að sjá logana bera við himin meðan sól var lægst á lofti og roðaði himininn. Kl. 12 var samkomunni slitið. Brúðkaup á Jónsmessunótt Um kvöldið voru kaffiveitingar í Dillonshúsi og gengu þar um beina dætur Lárusar Sigurbjörns sonar, og bróðurdóttir, allar í ís- lenzkum búningum. Verða kaffi- veitingar í Dillonshúsi kl. 2—6 á daginn nema mánudaga. Tvisv- ar í viku, á mánudögum og fimmtudögum efnir Ferðaskrif- stofan til ferðar um Reykjavík með útlendinga og fara þeir í Árbæ. Ekki þótti tiltækilegt að messa í kirkjunni þetta kvöld, er séð varð hve mikill fjöldi manns kom. En brúðkaup fór þar fram. Gaf sr. Jónas Gíslason í Vík sam an brúðhjón. Fór skemmtunin mjög vel fram eins og áður er sagt og var Reykvíkingum til sóma. Ein- asta sem á skorti, voru bílastæði. Stóðu bifreiðir niður eftir gamla veginum svo langt sem hann nær og strætisvagnar áttu erfitt með að athafna sig. KL. 12 í gær var norðanáttin gengin niður og farið að þykkna upp með hægri SV- átt á Vestfjörðum. Nærri heið skírt var með suðurströndinni til Hornafjarðar og víða annars staðar var léttskýjað. veður í nótt, vlða skúrir á morgun. N-land og N-mið: V-gola og síðan SV-kaldi, úrkomulaust og víða léttskýjað. NA-land til SA-land og NA- mið til SA-miða: Hæg vestlæg Veffurhorfur kl. 22 í gær- átt, bjartviðrL kvöldi: SV-land til Vestfjarðar, SV- Horfur á morgun: mið til V-miða: SV-kaldi og Hægviðri um allt land, úr- víða stinningskaldi, þurrt komulaust og víða léttskýjað. i| q mi—iiji.i m rNii—■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.