Morgunblaðið - 26.06.1962, Síða 17

Morgunblaðið - 26.06.1962, Síða 17
Þriðjudagur 26. júní 196z MORGVISBL AÐ1Ð 17 77/ mirmingar um Jón Á. Hallgrímsson Yfir vori, veröld bjartri, skein sól af skserum himni, fuglar sungu, fyrðar hlógu, hið unga átti þrá. Af hvarmi tár hrynja móður, skaut er rofið skildi. Föður hugur fyllist reiði, hví er hann í moldu? Vinir harma, hryggjast systkin, gráta brár glaðan bróður. En hann er sæll er saklaus deyr, ei bergir hin beizku vín. Líða ár líða dagar, eyðast æskublóm. Minning lifir langa ævi um vor og vetur dimma. Fyrir hönd skólafélaga í Haga skóla, Jón Örn Marinósson. Dr. Stefán Einarsson. Voru dreggjar daggar morguns yndistár á ástdegi. Fjallasvanur flaug um víða, söng við sumareld. Þá við lifðum, lékum strengi, á hörpu hlátra, gleði. Ungu vori öllu hjarta við bergðum bikar lífs. Skjótri stundu skýin ýfðust, þá hvarf dagur og dimmdi. Yfir himni hrannir risu, myrkvuðust mold og sjór. Blómin gráta, blöðin drúpa og augum aftur ljúka. Heiðasvanur hryggur flýgur, þoku er þrungið loft. Dr. Stefáni Einarssyni vottuð virðing sextugum HINN 9. júní sl. átti dr. Stefán Einarsson, prófessor við Johns Hopkins-háskólann í Baltimore, sextugsafmæli. Vinir hans og nemendur efndu í því tilefni til efni til veizlufagnaðar fyrir hann og minntust þá jafnframt 35 ára starfa hans við háskólann. Voru afmælisbarninu fluttar margar kveðjur og árnaðarósk- ir, en meðal ræðumanna í veizl unni voru þeir Kemp Malone prófessor, William F. Albrigtih prófessor og Thor Thors sendi- herra. Einn af nemendum dr. Stefáns, Alan Orrick, færði honum af- mælisrit í handriti, og verður það gefið út af forlaginu „Rosenkilde og Bagger“ í Kaupmannahöfn. Að afmælisritinu stóðu engir íslendingar, heldur bandarískir vinir og nemendur prófessorsins. í vor var dr. Stefáni Einarssyni veittur sérstakur styrkur frá Guggenheim-stofnuninni í því skyni að rannsaka ,,Primitivism“ og kristin áhrif í íslenzkum bók- menntum. Mun hann væntanlega koma til landsins í lok júlí og hefjast handa um rannsóknir sín ar. Flutt inn fyrir 375 millj. í mní SÚ PRENTVILLA varð í frétt Mbl. á sunnudag um það, hve viðsikiptajöfnuðurinn væri hag stæður nú í maí og fyrstu fimm mánuði ársins í heild, að sagt var, að inn hefðu verið fluttar vörur í maí fyrir 274,7 millj. kr. Hið rétta var, að innflutningur- inn nam 374,7 millj. kr. Hitt er svo aftur rétt, að viðskiptajöfn- uðurinn var hagstæður um 19,4 millj. kr., og fyrstu fimm mán- uði ársins um 167 millj. kr. * KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR ★ ítí O ★ KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR IIM: ★ KVIKMYNDIR ★ HÁSKÓLABÍÓ hefur sýnt þessa ensku Rank-kvikmynd alllengi undanfarið við ágæta aðsókn, enda er hér um mjög sérstæða og áhrifamikla mynd að ræða. Myndin, sem byggð er á sögunni „Top of the World“ eftir Hans Ruesch, gerist í Grænlandi í hin um stórbrotnu ísauðnum þar sem Eskimóarnir búa í snjóhús um og stunda sela- og rostungs- veiðar. Gefur myndin glögga Ihugmynd um hið frumstæða líf á þessum norðurhjara heims, sið ferðishugmyndir þeirra og þær venjur og umgangshætti, sem ríkja meðal þessa fólks og skap ast hafa aí erfiðri lífsbaráttu þess. í myndinni segir frá veiði- manninum Inuk, sem enn hefur ekki tekið sér eiginkonu. Það kemur að vísu ekki að sök því að þarna um sóðir lána menn j öðrum mönnum eiginkonur sín- ar af einskærri gestrisni. — En j Iunk finnst nú kominn tími til ! að hann taki sér konu til þess I að annast heimilisstörfin, sauma honum fatnað úr hreindýraskinn um og tyggja stígvél hans svo I að þau haldist mjúk. Asiak dótt Kæling — Lofiræsting — Hitun Heimsþekkt, leiðandi bandarískt fyrirtæki sem framleiðir kæli-, loftræstingar- og hitaútbúnað, óskar að ráða einka- sala á íslandi. Fyrirtæki, sem hefur góðan fjárhagsgrund- völl og tæknilega reynslu á sölu, uppsetningum^ raflögnum og þjónustu eru beðin að senda nákvæmar upplýsingar um fyrirtækið og fenga reynslu til Mbl. fyrir 1. júlí n.k. merkt: „Einkasali 7069“. Reglusamur maður óskast tíl starfa við afgreiðslu í bygginga- vöruverzlun. — Uppl. hjá I*. Þorgrímsson & Co. Borgartúni 7 sími 22235. Stúlka í bókabúð Viljum raða röska stúlku til starfa í Bókabúðinni Norðra í Hafnarstræti. Nánari upplýsingar gefur Starfsmannahald S.Í.S. Sambandshúsinu. ir gamallar Eskimóakonu verður fyrir valinu. — En nú gerist það að trúboði nokkur heimsæk ir Inuk. Tekur Inuk á móti trú boðanum af mikilli gestrisni býð ur honum það, sem hann á bezt af matföngum, sem trúboðinn treystir sér þó eklri til að leggja kér til munns, og loks býður Inuk gestinum konu sína. En þegar trúboðinn hafnar þessum vinsemdarvotti, reiðist Inuk á- kaflega, ræðst á trúboðann og verður honum óvart að bana. Á næsta misseri, þegar Inuk er á veiðúm finna tveir lögreglu- menn hann, en þeir hafa verið að leita hans, vegna morðsins á trúboðanum. Þeir taka Inuk höndum og halda á brott með hann. ísinn brestur undan sleða þeirra og annar lögregluþjóninn frýs þarna í hel og hendur hins lögregluþjónsins byrja þegar að kala. Inu'k kemst með hann við illan leik heim til sín og bjarg- ar þannig lífi lögregluþjónsins enda þótt hann viti að lögreglu þjónninn muni, þegar er hann hjarnar við, afhenda hann rétt- vísi hinna hivítu manna. — En þakklætiskennd lögregluþjöns- ins verður skyldunni yfirsterk- ari og honum tekst með erfiðis- munum að fá Inuk og konu hans að hverfa aftur heim til sín — og þar með skilja leiðir þeirra. Eins og áður er sagt, er þetta mjög óvenjuleg mynd og atíhygi isverð enda er hún prýðilega gerð og vel leikin. Einkum er afbragðsgóður leikur Anflhony s Quinn's er fer með hlutverk Inuk's og Yok'o Tani‘s er leikur Asiak. Aðrir leikendur fara einn ig mjög vel með hlutverk sín — Það er vissulega óihætt að mæla með þessari mynd. ALMENNAR Pósthússtræti 9. Sími 1-77-00. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.