Morgunblaðið - 26.06.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.06.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. júní 1962 MORGVNBL AÐIÐ 3 ;Xí;W:kv;v.:.x«w:.xwj>»'.:í SIGLUFIRÐI, 25 júní — Tvö rússnesk skip, norska rann- sóknarskipið Johan Hjort og Ægir lágu hér inni á laugar- dag og sunnudag, en þau hafa verið í síldarrannsóknarleið- angri að undanförnu. Sátu fiskifræðingar á fundum í Gagnfræðaskólanum og báru saman bækur sínar. Ýmsir lö>bbuðu niður á bryggju og virtu fyrir sér rannsóknarskipin. Kafarakúla Rússanna vakti mikla at- (hygli (sjá mynd). Inn í hana setja þeir mann með kvik- myndavél og ljóskastara og filma þannig sjávarlíf og gróð ur. Þeir sem voru á bryggjun- um sáu hvar Rússarnir misstu mynd af Gagarín milli skips og bryggju. Hlupu þeir til með miklum látum, krókstjök sést kortið komið úr sjó. — Rússneska, norska og is- lenzka síldarrannsóknarfólk- ið sat á sunnudagskvöld boð bæjarstjórnar Siglufjarðar að Hótel Hvanneyri. Bæjarstjóri,, Sigurjón Sæmundsson og for- seti bæjarstjórnar, Baldur Eiríksson ávörpuðu gesti síld arbæjarins. Bæjarstjóri kvað spámenn nútímans vera vís- indamennina og störf leið- angursins hefðu mikla þýð- ingu fyrir þjóðarbúið. — Stefán. STAKSTtlMR Unnið að „björgun" Gagarin s. „Gagarin-veiðum“ um og ýmsum tólum og tókst að veiða sitt Gagarínkort upp úr sjó. Á meðfylgjandi mynd sjást Rússarnir að „Gagarín- Gagarinsspjaldið sem týnd- veiðum.“ Á minni myndinni ist. 230-240 bátar norður á síld Streyma nú úr sjávarplássunum Kafarakúlan. 10 manns í sjúkra hús eftir bílslys S.L. laugardag var óvenjumikið annríki hjá lögreglu og lækni á Selfossi. Þann dag urðu þrjú all- mikil umferðasiys og urðu marg- ir fyrir áverkum, þó enginn lífs- þættulegum. 44 fóstrur frá ýmsum barna- heimilum í Reykjavík voru á íkemmtiferðalagi í langferðabif- reið og var m. a. ekið um Búr- fellsveg í Grímsnesi. Vegur þessi er nýlegur, laus á köflum og ekki fjölfarinn. Við bugðu á veginum, skrikaði vegarbrúnin undan bíln- um, þannig að bílstjórinn missti stjórn á honum og valt hann á hliðina. Sjö af fóstrunum þurfti að flytja til læknis og var ein með slæman heilahristing, en tvær hlutu áverka á fótum. Allar fengu þó að fara heim til sín að læknisaðgerð lokinni, en tvær þurfti að flytja í sjúkrabíl til Reykjavíkur. Tveir piltar voru á ferð í bif- reið norðan úr Þingeyjarsýslu. Er þeir komu að bugðu á veg- inum rétt við Selfoss, missti öku maðurinn stjórn á bílnum, þannig að hann valt og rann alllangan spöl eftir veginum. Er hann mjög mikið skemmdur. Bílstjórinn hlaut töluverðan áverka á höfði og farþeginn kvartaði um verk í kviðarholi. Voru þeir báðir flutt ir til Reykjavíkur að læknisað- gerð lokinni. Loks valt sendibifreið út af veginum í Flóanum. Stúlka skarst illa á fæti og var hún flutt til læknis á Selfossi. BLAÐIÐ fékk þær upplýsingar hjá Kristjáni Ragnarssyni hjá LÍÚ í gær, að 230—240 skip yrðu við síldveiðar við Norðaustur- landið í sumar, þó gæti sú taia hækkað. Eru það talsvert fleiri bátar en I fyrra. Ekki virðist skortur á mannskap á bátana, og hefur LÍÚ frekar fengið beiðnir um að útvega skipsrúm en um að útvega menn á bát- ana. Eftir að bráðabirgðalögin voru sett urn helgina fóru bátarnir að streyma af stað, enda höfðu fjölmargir beðið ferðbúnir. Fréttaritarar blaðsins á nokkr- um stöðum skýrðu svo frá: AKUREYRI. Akureyri, 25. júní — Hér var mikið um að vera þegar frétt- ist um lausn á deilu útgerðar- manna og síldarsjómanna. Á- hafnir og verkamenn streymdu um borð í skipin eftir hádegi og var unnið sleitulaust að því að koma þeim út. Tvö skip fóru út fyrir miðnætti í gærkvöldi. Voru það Súlan og Snæfell. í dag hefur verið unnið að því að koma út til síldveiða mörgum skipum, sem liggja hér í höfninni. Það er ekki ein- göngu um Akureyrarskip að ræða, heldur einnig mörg skip frá öðrum höfnum, sem hafa legið hér til viðgerða og eftirlits. Eitthvað af skipum mun fara út í nótt, en sum verða tæpast til- búin fyrr en síðar í vikunni. — St. E. Sig. VESTMANNAEYJUM. VeSJtmannaeyjum, 25 júní. Af þeim 19 bátum, sem fara munu norður, er aðeins einn farinri, mb. Gjafar. Nú í kvöld fara svo tveir og hinir fara brátt að tín- ast af stað. Helzta ástæðan fyrir því, að ekki eru fleiri farnir, er sú, að þeir hafa verið að bíða eftir mannskap, auk þess, sem undirbúningi er ekki að fullu lokið. f sumar er t.d. verið að setja nýja tiegund af dýptar- mælum. Annars hefur einn bát- ur verið að fá síld hér rétt við Eyjarnar, mb. Reynir. Hefur ihann komið þrisvar inn með 8—900 tunnur í hvert skipti, og má því gera ráð fyrir því, að bátarnir leiti eitthvað fyrir sér, áður en þeir fara norður. Bj. Guðm. AKRANESI. Akranesi, 25. júní. — Bátarnir sem norður fóru á síld á Jóns- messukvöld, voru 9: Keilir, Sveinn Guðmundsson, Reynir Anna, Sigurvon Höfrungur II, Skírnir, Farsæll og Fiskaskagi. En 8 fara í dag: Haraldur, Höfr- ungur I, Sigurður AK, Skipa- skagi, Heimaskagi, Sæfari, Sig- urfari og Ólafur Magnússon. Tveir humai’bátar lönduðu í dag. Hafði Ásmundur tæpar 6 lestir. — Oddur. ÓLAFSVÍK. Ólafsvík 25. júní. — Tveir bátar eru farnir héðan og fóru þeir í gærkvöldi. Valafell er nýkomið úr slipp. Er það á leið hingað og fer sennilega á morg- un, en þá fara einnig Halldór Jónsson, Sæfell, Jökull og Jón á Stapa. Fimm bátar róa héðan með dragnóf og hófu þeir veiðar 15 júní. Reitingsafli hefur verið hjá þeim. SEYÐISFIRÐI. Seyðisfirði, 25. júní — Tveir bátar héðan verða gerðir út á síld. Var annar farinn, en hinn Gullver fó; í íiótt, — S einn. Gæti þá sparað sér ferðirnar Fjálgleg ritstjórnargrein birt« ist í Moskvumálgagninu s.l. sunnudag. Þar segir m. a.: „Þetta land er hluti af okkur öllum, töfrar þess og galdur hafa mótað tilfinningar okkar og skapgerð, þessu landi má aldrei farga". Höfundur Þessarar / % greinar er Magnús . Kjartansson, ritstjóri ' blaðsins. Eins og kunn ugt er gerir sá ir.aður tíðum ferð ir austur fyrir tjaid og lofsyng- ur mjög stjórnarfar í leppríkjun um, þar sem þjóðirnar eru hnepptar í nýlenduþrælkun Rússa. Ilingað til hafa menn haldið að erindi hans í þessum ferðum væri að fá fyrirmæli um það hvernig hann gæti bezt unn ið að því að sama stjórnarfar kæmist á hérlenðis. Ef ísland á nú allt í einu að vera fyriT fs- lendinga virðist hann því geta sparað sér þessar ferðir. Sama ,,vitfirringin“ Annar spekingur, Guðmundur nokkur Böðvarsson, lætur líka ljós sitt skína í kommúnistamál gagninu. Hann segir alla þá ís- lendinga, sem ekki aðhyllast sjónarmið hins korr.múníska fyr irtækis sem nefnt er „Samtök hernámsandstæðinga" „ýmist af skapgerðarveikleika og undir- lægjuhætti við erlend stórveldi eða sinni eigin heimskulegri gróðafíkn leggja lóð sitt á voga- skál stríðsæsinga og stríðsundir búning-s.“ Síðan segir hann um dvöl hers bandamanna í Hvalfirði á styrj aldarárunum: „Her tók sér bólfestu á jörð þeirra. Túni þeirra var gjöreytt, nágrannabær þeirra, sem stóð þeim samtýnis þurrkaðist út af yfirborði jarðar og enginn kost ur annars en flýja staðinn. . Víst höfum við heyrt því fleygt að ekki sé í frásögur færandi þó nokkur bændabýli á fslandi fari í eyði af völdum hers og her- virkjagerðar og ég veit að það er það ekki í augum. þeirra manna, sem felia sig við það að láta starfsorku sína þjóna eyðilegg- ingunni og vit sitt vitfirring- unni.“ Þessum manni finnst eins og skoðanabræðrum hans fannst framan af heimsstyrjöldinni sið ari að það væri „vitfirring" að verjast yfirgangi nazismans. Slíkt leggur Guðmundur Böð- varsson síðan að jöfnu við við- leitni lýðræðisþjóðanna til þess að stemrna stigu við áframhald andi útþenslu heimskommúnis- n-.ans og er sú ályktun skarp- legri og skynsamlegri en annað það, sem hann og skoðanabræð- ur hans rita um varnarmál. En sjálfan sig dæmir Guðmund ur Böðvarsson endanlega úr leik ir.?ð eftirfarandi orðum: „Hluturinn er sá, að það sem í okkar ungdæmi, sem nú erum gamlir orðnir, var kallað human ismi, það heitir kommúnismi i dag á tungu þeirrar helstefnu sem æ má af máli þekkja.“ Eysteinn gegn Eysteini f ritstjórnargrein Alþýðublaðs ins s.l. sunnudag segir m.a.: „ Og Eysteinn Jónsson, sem et varaformaður stjórnar sam- bandsins, gerir enga athugasemd við umsögn SÍS um s.l. ár. Ey- steinn skrifar í Tímann að ríkis stjórnin sé ailt að drepa með við reisninni og það sé samdráttur í atvinnulífinu, en í stjórn SÍS samþykkir Eysteinn að ástandið hafi aldrei verið betra.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.