Morgunblaðið - 30.06.1962, Blaðsíða 4
4
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 30. júní 1962
ísbúðin
Laugalæk 8 — sérverzlun.
isbúðin,
Laugalæk 8. — BUastæði.
Sem nýr
Selmer Tenor Sax til sölu.
Uppl. í síma 12550.
Radíófónn
Til sölu er Radionette-fónn
J með segulbandi. Tækifæris
verð. Uppl. í síma 19874
eftir kl. 3.
Keflavík
2 herb. og eldhús óskast
til leigu. Uppl. x síma
1276.
Halló veiðimenn, athugið
Til sölu er 3% hestaffla
utanborðsmótor, selst ódýr
utanborðsmótor — selst
ódýrt. Uppl. að Shellveg 4,
vesturenda.
Vinnuskúr
óskast til kaups eða leigu.
Uppl. 1 síma 17848 eða
14780.
Til sölu
vegna flutnings til USA
Telefunken plötuspilari í
borði, Grundig ferðaútvarp
Sunbeam hrærivél og hár-
þurka. Eiríksgata 15, 2. h.
Múrarar
Tilboð óskast í múrvinnu
á raðhúsi að Háveg 3—7 A,
Kópavogi. Sléttmúrað. —
Upplýsingar á stáðnum.
Bílkrani til leigu
Gröftur, hífingar og á-
mokstur.
V. Guðmundsson
Sími 33318.
Vespa
Til sölu stærri gerð af
vespu. Hagstætt verð, ef
samið er strax. Uppl. í
sáma 38257 í næstu daga.
Trilluvél
Stuart, 1% ha. lítil og létt,
hentug í vatnabát, nær
ónotuð, til sölu á tækifæris
verði. — Sími 34919.
Austin sendiferðabíll
1947 og Ford junior 1946
til sýnis og sölu að Grettis-
götu 46. — Sími 12600.
Búðardiskur og fjölritari
til sölu. — Uppl. í síma
. 12600.
Húseignin Sigurðarhús
á Stokkseyri til sölu eða
leigu. — Uppl. í síma 12600
Sumarbústaður til sölu
í .Hveragerði. — Uppl. í
sima 14499.
JÚMBÖ og SPORI — k— •— -k— —-K— Teiknari: J. MORA
„Drottning hafsins" var nú orðin
eign Júmbós. Sjálfur var hann auð-
vitað skipstjóri, en Spori var stýri-
maður. Nú vantaði þá bara áhöfn,
en gamli sjómaðurinn útvegaði þeim
fljótlega háseta að nafni Ping Ving.
Þeir báru vistir og málningu út í
skipið, og Ping Ving var strax reiðu-
búinn þeim til aðstoðar. Hann
smurði vélarnar, en Spori og Júmbó
byrjuðu að mála.
— Við getum áreiðanlega siglt af
stað eftir nokkra daga, sagði Júmbó
ánægður, en Spori þagði. Hann vildi
ekki segja of mikið.
í dag er laugardagur 30. júní.
181. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 4:00.
Síðdegisflæði kl. 16:26.
Slysavarðstofan er opin allan sólar-
hringmn. — L.æknavöróur L..R. (iyrn
vitjanir) er k sama stað frá kl. 18—8.
Sími 15030.
NEYÐARLÆKNIR — sími: 11510 —
frá kl. 1—5 e.h. alla virka daga nema
laugardaga.
Kópavogsapótek er oplð alla vtrka
daga kl. 9.15—8, laugardaga frá ki
9:15—4. helgid. frá 1—4 e.h. Síml 23100
Sjúkvahifreið Hafnarfjarðar sími:
51336.
Holtsapótek, Garðsapótek og Apó-
tek Keflavíkur eru opin alla virka
daga kl. 9—7, laugardag frá kl. 9—4
og helgidaga frá kl. 1—4.
Næturvörður vikuna 30. júní til
7. júlí er í Ingólfs Apóteki.
Næturlæknir í Hafnarfirði 30. júní
til 7. júlí er Ólafur Einarsson. Sími
50952.
[ÍIHÍIÍÍl
Kvenfélag Neskirkju: Sumarferð fé-
lagsins verður farin mánudaginn 2.
júlí. Þátttaka tilkynnist sem fyrst eða
1 síðasta lagi Jaugardag 30. júni í
símum 13275 og' 12162.
Frá Orlofsnefnd húsmæðra Rvík. —
Þær húsmæður, sem óska eftir að fá
orlofsdvöl að Húsmæðraskólanum áð
Laugarvatni í júlímánuði tali við.
skrifstofuna sem fyrst. Skrifstofan er
1 Aðalstræti 4 uppi og er opin alla
daga nema laugardaga frá kl. 2—5
e. h. — Sími 16681.
Sjóslysasöfnunin afh. Mbl.: VG 100;
SY 100. — Hér með er þessum sam-
skotum lokið.
Messur á morgun
Háteigssókn. Messa í Hátíðasal Sjó-
mannaskólans kl. 11. Séra Jón Þor-
varðsson.
Hafnarfjarðarkirkja. Messa kl. 10
f. h. •
Kálfatjörn. Mes«sa kl. 2 e.h. Séra
Garðar Þorsteinsson.
Reynivallaprestakall. Messa að
Reynivallakirkju kl. 2 e.h. Séra
Kristján Bjamason.
Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Jón
Auðuns.
Neskirkja. Messa kl. 10.30. Séra
Ragnar Fjalar Lárusson frá Siglu-
firði messar. Séra Jón Thorarensen.
Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Séra
Jakob Jónsson.
Laugarneskirkja. Messa kl. 11. Sr.
Garðar Svavarsson.
Langholtsprestakall. Engin messa
fyrst um sinn vegna sumarleyfis
sóknarprestsins.
Fríkirkjan. Messa kl. 2 e.h. Séra
Þorsteinn Björnsson.
Söfnin
Listasafn íslands er opið daglega
frá kl 1,30 til 4 e.h.
Þjóðminjasafnið er opið daglega
frá kl. 1,30 til 4 e.h.
Asgrimssaín, Bergstaðastrætl 74 er
opið þríðjud.. fimmtud. og sunnudaga
frá kl. 1.30—4 e.h. .
Listasafn Einars Jónssonar er frá 1.
júní opið daglega frá kl. 1:30—3»30 e.h.
Bæjarbókasafn Reykjavíkur, sími:
1-23-08 — Aðalsafnið, Þingholtsstræti
29A. — Útlánsdeild: 2—10 alla virka
daga. nema laugardaga 1—4. Lokað á
sunnudögum. — Lesstofa: 10—10 alla
virka daga, nema laugardaga 10—4.
Lokað á sunnudögum. — Útibúið
Hólmgarði 34: Opið 5—7 alla virka
daga, nema laugardaga. — Útibúið
Hofsvallagötu 16: Opið 5,30—7,30 alla
virka daga, nema laugardag.
Minjasafn Reykjavikurbæjar, Skúla
túnl 2, opið dag ega frá kl. 2—4 e.h
nema mánudaga.
Tæknibókasafn IMSÍ. Opið alla
virka daga frá 13—19 nema laugar-
daga.
Ameríska bókasafnid er lokað
vegna flutninga.
Nýlega voru gefin saman i
hjónaband ungfrú Svanihildur
Gunnarsdóttir og Sturlaugur
Grétar Filippusson. Heimili
þeirra er að Hagamel 38. (Ljósm.
Studio Guðmundar).
Nýlega voru gefin saman i
hjónaband af séra Emil Björns-
syni, ungfrú Guðleif Hrefna Vig
fúsdóttir og Magnús Hallsson.
Heimili þeirra er að Rauðalæk
22.
Nýlega voru gefin saman i
hjónaband ungfrú Hlín Einars-
dóttir og Sigurður Sigurðsson,
skipstjóri á m/b Smára. Heimili
þeirra er að Höfðavegi 24, Húsa
vík.
Nýlega hafa opinberað trúlof
un sína Sigrún Steinsdóttir frá
isafirði og Haukur Harðarson
bæjargjaldlkeri, Húsaviik.
BRÚÐ-
KAUPIÐ
Á HVERJU ári fara fram
hér á landi yfir þrettán
hundruð hjónavígslur, fram-
kvæmdar af prestum eða
dómurum. — Oft hafa heyrzt
raddir um það, að hjóna-
efnin séu ekki nægilega vel
búin undir hjónabandið, og
þeim séu ekki nógu ljósar
þær .skyldur, sem það legg-
ur þeim á herðar. Það er
ekki fyrr en hjónabandið er
komið í eindaga, sem farið
er að veltá fyrir sér hlutum,
sem hverjum pilti og stúlku
átti að vera kunnugt um áð-
ur en þau gengu upp að
altarinu.
Fyrir nokkrum dögum ,
kom út lítill bæklingur, sem
er sérprentun úr Æskulýðs-
blaðinu, og nefnist „Brúð-
kaupið“. Þar er rætt um
brúðkaupið frá kirkjulegu
og lagalegu sjónarmiði og
veittur fjöldi upplýsinga,
sem hverju ungmenni er
nauðsynlegt að kunna skil á.
Á fyrstu síðum bæklings-
ins er grein eftir sr, Ed-
mund E. Olson frá Wiscons-
in, í þýðingu sr. Sigurðar
Hauks Guðjónssonar. Heitir
greinin á frummálinu:
„SOME DAY — Boy-Girl
Relationships“, og kom hún
út sérprentuð í flokki smá-
bóka í Minnesota. Þar er
rætt um hjónabandið frá
kirkjulegum sjónarhól. Síðan
svarar Kristján Jónsson,
bæjarfógetafulltrúi á Akur-
eyri, nokkrum lagalegum
spurningum, svo sem um
erfðarétt, borgaralegt hjóna-
band, hjónaskilnað, skyld-
leika hjóna, skattfríðindi og
fleira.
„Brúðkaupið" verður á
feoðstólum í verzlunum og
auk þess verður bæklingn-
um útbýtt í efstu bekkjum
framhaldsskólanna næsta
vetur. Þá er og ætlunin, að
fulltrúar æskulýðsstarfs
þjóðkirkjunnar rabbi við
unglinga um brúðkaupið og
styðjist að miklu leyti við
ofannefnt rit.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.:
Katla er í Keflavik. Askja er í
Reykjavík.
Loftleiðir h.f.: Snorri Sturluson er
væntanlegur frá NY kl. 09.00. Fer
til Luxemborgar kl. 10.30. Kemur til
baka frá Luxemborg kl. 24.00. Fer til
NY kl. 01.30. Snorri Þorfinnsson er
væntanlegur frá NY kl. 11.00. Fer
til Luxemborgar kl. 12.30. Þorfinnur
karlsefni er væntanlegur frá Ham-
borg, Kaupmannahöfn og Gautaborg
kl. 22.00. Fer til NY kl. 23.30.
Skipadeild SÍS: Hvassafell er í Rvík.
Arnarfell er í Haugesund. Jökulfell
fór 22. þm. frá Keflavík áleiðis til
NY. Dísarfell losar á Austfjarðahöfn-
um. Litlafell kemur til Rvíkur á
morgun frá Norðurlandshöfnum.
Helgafell er í Rouen. Hamrafell er
væntanlegt til íslands 8. júlí frá
Aruba.
H.f. Eimskipafélag íslands: Brúar-
foss fer frá Hafnarfirði annað kvöld
30 þm. til Akraness Rotterdam og
Hamborgar. Dettifoss fer frá Rvík
annað kvöld 30 þm. til NY. Fjallfoss
fer frá Akureyri annað kvöld 30 þm.
til Húsavíkur og aftur til Akureyrar.
Goðafoss fer frá Rvík annað kvöld
30 þm. til Dublin og NY. Gullfoss
fer frá Rvík í dag kl. 15.00 til Leith
og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fer
frá Helsingborg 29 þm til Rostock,
Kotka, Leningrad og Gautaborgar.
Reykjafoss fer frá Kaupmannahöfn
30 þm. til Gdynia og Ventspils. Sel-
ross fer frá NY 3 júlí til Rvíkur.
Vísur Þjóðviljoritstjórans
í göngunni
Þegar Magnús ritstjóri Kjartansson var að skríða inn
í eitt hermannatjaldanna, sem beið hans í áningarstað eftir
fyrri dag Hvalfjarðargöngunnar, heyrðist hann raula fyrir
munni sér þessi fábrotnu stef:
„Blessaða tjald, sem bíður eftir mér
í birtu og friði slíkrar júnínætur,
í allan dag ég þráði að hvíla í þér
og þiggja göngumóður sárabætur
iljum mínum. Ek em nú kominn hér.
Djarflega bar ég flaggið fram um veg
frá því snemma í morgun, því að ég
er sá, sem aldrei fánann falla lætur,
þó fylking þynnist — eins og þú, tjald mitt, sér.
— Nú heyrist, að þeir hella súpu í pott.
Ég hlakka til að borða. Það er gott
að vera aftur kominn á fjóra fætur".
Tröllafoss fer frá Rvík á hádegi á
morgun 30 þm. til Keflavlkur og
þaðan til Hull. Tungufoss fer frá
Siglufirði i dag 29 þm. tii Hofsóss,
Sauðárkróks, • Stykkishólms, Ólafs-
víkur og Reykj avíkur. I.axá fer frá
Hamþorg 29 þm. til Rvíkur. Medusa
#er frá Antwerpen 4 júli til Rvíkur.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá
Kristiansand síðdegis í dag til Thors-
havn. Esja fór frá Rvík i gærkvöldi
austur um land í hringferð. Herjólfur
fer frá Vestmannæyjum síðdegis í
dag til Rvikur. Þyrili er 1 oliuflutn-
ingum i Faxaflóa. Skjaldbreið er í
Rvík. Herðubreið er á Norðurlands-
þöfnum.
Tekið á móti
tilkynningum
í DACBÓK
frá kl. 10-12 f.h.