Morgunblaðið - 30.06.1962, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.06.1962, Qupperneq 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 30. júní 1962 Alger samstaða Framsóknar og kommúnista Fyrsti fundur hinnar nýkjörnu bæjarstjórnar í Kópavogi var haldinn í’ gær. í upphafi fundar las efsti maður á lista kommún- ista, Þormóður Pálsson, upp yfir lýsingu frá fulltrúum kommún- ista og framsóknarmanna þess efnis, að fullt samkomulag hefði náðst með þeim um samstöðu og myndun meirihluta, er stæði að kjöri forseta bæjarráðs og kosn ingum í nefndir og stöður. Síðan var gengið til kosninga. Forseti var kosinn með atkvæð um kommúnista og framsóknar manna Ólafur Jensson (Fram- sókn). Framsóknarmenn studdu síðam kommúnista í embætti beggja varaforseta. 1. varafor- seti var kosinn Þormóður Páls son og 2. varaforseti Svandís Skúladóttir. Bæjarstjóri var kos inn Hjálmar Ólafsson (komrnún isti). í bæjarráð voru kosnir Ó1 afur Jensson, Ólafur Jónsson (kommúnisti) og Axel Jónsson. í lok fundarins kvaddi Axel Jónsson sér hljóðs og bað um nánari upplýsingar um samikomu lag kommúnista og Framsóknar. Ekki hefði verið tekið fram, að hverju meirihlutinn ætlaði að vinna, og vísaði Axel í því sam- bandi til tveggja stefnuskráa, sem þessir aðiljar hefðu gefið út, hvor í sínu lagi, fyrir kosn- ingar. í svörum meirihlutans fengust engar upplýsingar um það, hvað hann hygðist gera í málefn um Kópavogskaupstaðar. Er því allt á huldu um samkomulag kommúnista og Framsóknar, ann að en yfirlýstur vilji á að hvttr aðilinn styrki hinn til valda í Kópavogi. Anna M. Jónsdótt- ir í Stykkishólmi í DAG fer fram í Stykkiáhólmi jarðarför Önnu Margrétar Jóns- dóttur, en hún andaðist hér í sjúkrahúsinu 23. þ. m. Hún var fædd 21. okt. 1863 í Húnavatnssýslu og átti um langt skeið heima á Hvammstanga. Til Stykkishólms kom hún 1931, og um 10 ára bil stýrði hún hér gistihúsi ásamt manni sínum, Birni Jónatanssyni. .Þau ráku einnig um tíma hótel í Bórgar- nesi. Anna var dugnaðarkona að hverju, sem hún gekk, umhyggju söm og trygg. Snyrtiroennska ’aennar kom vel fram í rekstri gistihússins. Mörgum rétti hún hjálparlhönd um dagana, og margir eru þeir, sem bar að garði þeirra hjóna, og þau bundu tryggðir við alla tíð síðan. Sjúkdómslega hennar var bæði löng og erfið. Þar kom bezt í Ijós stillingin og æðruleysið, og þessi mikli styrkur, sem fylgdi henni alla ævi. Eftir lifir maður hennar og stúlka, sem þau hjónin hafa alið upp, og er nú búsett í Stykkis- hólmi. Á.H. Fjórða bindið af skáld- verkum Gunnars Gunn- arssonar komið út ÚT ER komið 4. bindið af Stkáld verkum Gunnars Gunnarssonar, Sem Almenna bókafélagið gefur út. Sögurnar í þessu bindi eru: Seinni hluti Fjallkirkjunnar — þ.e. Óreyndur ferðalangur og Hugleikur —, Vikivaki og Frá Blindhúsum. Hefur Halldór ■ Kiljan Laxness íslenzkað þess- ar sögur allar. Eins og í þeim þremur binduro, sem áður eru komin út í þessu heildarsafni, fylgir hér hverri sögu litmynd, sem Gunnar Gunn arsson yngri hefur gert frum- mynd að, og á svo að vera í öll um bindum safnsins. Með þessu fjórða bindi er hálfn uð útgáfa Skáldiverka Gunnars Gunnarssonar. Á safnið allt að vera átta bindi, og er Frá Blind húsum áttunda saga safnsins. Á þessu ári eiga að koma Dre^ið í kvöld DREGIÐ verður í happrætti Krabbameinsfél. Rvík hjá borg- arfógeta á miðnætti í kivöld. — Vinningar eru Landrover og hjól hýsi (sumarbústaður á hjólúm). Þeim, sem eiga eftir að fá sér miða, skal bent á, að þeir eru seldir úr vinnings-farartækjun- um við Austurstræti. tvö bindi í viðbót, — 5. bindið, en í því verða Fóstbræður og Jörð, og 6. bindið með Hvíta kristi, Konungssyni og Grá- manhi. Tvö síðustu bindi safns- ins kama svo út fyrri hluta árs 1963. Skáldverk Gunnars Gunnars- sonar eru prentuð í Víking9prenti en Bókfell hefur bundið bækurn ar. (Fréttatilkynning frá AB). Aðalfundur Almenna bókafél. og Stuðla h.f. AÐALFUNDUR Almenna bóka- félagsins var haldinn 27. júní sl. í greinargerð formanns bókafé- lagsins, Bjarna Benediktssonar, ráðherra, um starfsemi félagsins sl. ár, kom fram, að mikil gróska hefur verið í bókaútgáfu félags- ins á árinu, bækur hefðu yfir- leitt selzt vel, enda margt úr- valsbóka, og nefndi formaður sér staklega í því sambandi bækurn ar Svo kvað Tómas, samtalsbók þeirra Tómasar Guðmundssonar og Matthíasar Johannessens, — Ævisögu Hannesar Hafsteins eftir Kristján Albertsson, Hafið eftir Unnstein Stefánsson og rit gerðasafnsbókina Náttúra ís- lands. Þá minnti hann á, að árið 1961 hefði verið hafin útgáfa bóka- flokksins Lönd og þjóðir, en sá bókaflokkur væri þegar orðinn mjög vinsæll. Einnig nefndi hann útgáfu á son> Skaldverkum Gunnars Gunnars- sonar, og kvað ánægjulegt, að fé laginu skyldi auðnast að eiga hlut að enn frekari útbreiðslu á verkum Gunnars Gunnarssonar meðal þjóðarinnar. Skýrsla' framkvæmdastjóra fé lagsins, Baldvins Tryggvasonar sýndi, að hagur félagsins er góð ur. Hann drap einnig á starfsemi félagsins það sem af er þessu ári, og sýndi fram á, að félagið væri nú í örum vexti. Sagði hann, að félagsmönnum fjölgaði stöðugt og hefði t. d. félagmönnum i Reykjavík fjölgað um 300 síðan um áramót. Stjórn bókafélagsins var öll endurkjörin, en hana skipa: Bjarni Benediktsson, ráðherra, formaður; Alexander Jóhannes- son, prófessor! Gylfi Þ. Gísla- son, ráðherra; Jóhann Hafstein, bankastjóri; Karl Kristjánsson, alþingismaður. Varamenn: Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri og Geir Hallgríms Stofnað fulltrúaráð Sjálf- stæðlsfélaga í Eyjafirði FÖSTUDAGINN 22. júní var haldinn á Akureyri stofnfundur Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Eyjafjarðarsýslu. Jónas G. Rafnar, alþingismað ur, setti fundinn og stjórnaði hon um og skýrði frá tilefni hans og verkefni. Fundarritari var Vé- steinn Guðmundsson, verksmiðju stjóri, Hjalteyri. Þorvaldur Garðar Kristjánsson framlkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, ræddi skipulagsmál Sjálfstæðisflokksins og lagði fram frumvarp að lögum fyrir fulltrúaráðið, sem síðan var sam þykkt. í stjórn fulltrúaráðsins voru kosnir Vésteinn Guðmundsson, verksmiðjustjóri, formaður, Bald ur Kristjánsson, bóndi Ytri-Tjörn um; Egill Júlíusson, útgerðar- maður, Dalvík; Magnús Stefáns son, bóndi, Fagraskógi og Valves Kárason, útgerðarmaður, Litla- Árákógssandi. í varastjórn voru kjörnir Ing ólfur Ásbjarnarson, bóndi Stóra- Dal; Einar Jónasson, bóndi, Laugalandi; Stefán Árnason, bóndi, Þórustöðum; Gunnar Ní- elsson, Hauganesi og Kári Sig fússon, Dalvík. Þá fór fraim kosn ing fulltrúa í kjördæmisráð Sjálf stæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra. Magnús Jónsson, bankastjóri, hélt ræðu um stjórnmálaviðhorf ið og á fundinum tóku ennfremiur til rnáls, Baldur Kristjánsson, Valdimar Óskarsson, Gunnar Jósavinsson, Vésteinn Guðmunds son og Valves Kárason. í bókmenntaráð voru kjörnir: Tómas Guðmundsson, formað- ur, Birgir Kjaran, Davíð Stefána son, Guðmundur G. Hagalín, Höskuldur Ólafsson, Jóhannes Nordal, Kristján Albertsson, Matt hías Johannessen, Þórarinn Björnsson. Að loknum aðalfundi Almenna bókafélagsins var haldinn aðal- fundur Stuðla h.f., sem er styrkt arfélag AB. Framkvæmdastjóri Stuðla, Eyjólfur Konráð Jónsson gerði grein fyrir efnahag félags ins, sem kominn er á mjög traust an grundvöll. Stjórn Stuðla var endurkjör- inn, en hana skipa: Geir Hallgrímsson, borgarstjóri formaður; Halldór Gröndal, framikvæmdastjóri; Kristján Gestsson, stórkaupmaður; Loftur Bjarnason, útgerðanmaður og Magnús Víglundsson, forstjóri. (Fréttatilkynning frá AB). • Vísan eftir séra Guðmund á Torfastöðum? Velvakanda hafa borizt at- hugasemdir við vísurnar, sem „Dalakarl“ birti í bréfi sínu í þessum dálkum á fimmtudag, og taldi vera eftir Eyjólf Jó- hannesson í Sveinatungu og Þorstein Narfason, föður Hannesar skjalavarðar.. Ein þeirra hljóðar svo: „í Morgunblaðinu í dag, 26, júní, eru tilfærðar tvær vísur, önnur eftir Eyjólf Jóhannes- son í Sveinatungu, en hin eftir Þorstein Narfason, föður Hann esar skjalavarðar. Á kveðskap- ur þessi að vera ortur í Rauðs- gilsrétt, þar sem Þorsteinn var að sækja fé Ámesinga, er farið hafði á afrétt Borgfirðinga. Ef tildrög þessi eru rétt hermd, þykir mér ósennilegt, að Þor- steinn sé höfundur seinni vís- unnar, því ekki er mér kunnugt að Biskupstungnamenn hafi sótt skilarétt til Borgarfjarðar, og þá sízt austan yfir Tungufljót. Það gerðu hins vegar bændur úr Þingvallasveit, Grímsnesi og Laugardal, og hirtu þeir það fé Tungnamanna, sem slæddist svo langt vestur á bóginn. Þriðju hendinguna í vísu þeirri, sem eignuð er Þorsteini, hef ég heyrt svona: „mér heyrist á því, sean þú syngur“. Borgfirffingur." Annar Borgfirðingur segist hafa heyrt vísurnar og tildrög þeiira þannig: Eyjólfur í Sveinatungu var á ferðalagi suður með sjó og kom að tjaldi austanmanna. Var hann þá manaður til að yrkja eittlhvað hressilegt um tjaldbúa, eins og títt var í þá daga. Eyjólfur segir þá: Ef ég fer aff yrkjast á viff austanmanninn, bezt mun þá aff byrja þanninn: Bölvaffur farffu skjátu- glanninn. Qsfet Q ÞORARINN 30NSS0N löggiKur dómtúlkur og skjolaþýðandi ( ensku KIRKJUHVOLI — SlMI 129Ó6 Tjaldbúinn, sem átti aff hafa verið séra Guðmundur Torfa- son á Torfastöðum í Biskups- tungum, svaraði: Blótaffu ekkl brags í tauti Borgfirffingur; mér heyrist » því, sem þú syngur, aff sóma-muntu og æruringur. Séra Guðmundi var eins og Eyjólfi létt um að hnoða sam- an í skyndi. Þvi má bæta við til gamans, að séra Guðmund- ur fermdi Hannes skjalavörð og um leið dótturdóttur sína, sem Hannes lagði ást á í æsku sinni. • Vinmörg er krían Krían virðist eiga sér marga vini meðal Reykvíkinga, ef dæma má eftir bréfum, sem Velvakanda berast. Fólk er greinilega hrætt um, að hettu mávar og veiðibjöllur þrengi svo og þjarmi að kríunni við Reykjavikurtjörn að bún verði að hrökklast þaðan burtu. Kri an er kátur og fjörugur fugl, og væri vissulega sjónarsvipt ir að, ef hún yrði flæmd héðan Við skulum vona, að til þes* komi ekki, og hún geti deiit rikjum með grænhöfðanum á tjörninni í framtíðinni eins og hingað til. __________________ Jóhannes Lárusson héraffsdómslögmaffur lögfræðiskrifst. - fasteignasala Kirkjuhvoli — Sími 13842

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.