Morgunblaðið - 30.06.1962, Page 10
10
MORGVWBLAÐIB
Laugardagur 30. júní 1362
* *
—
Jón Snorrí skoðar endurnar á Tjörninni og lcs um leið það sem sagt er um þær í fuglabókinni.
Fékk 10 í náttúrufræði
- og f uglabok AB
ÞEGAR JÓN Snorri Halldórs
son, Bergstaðastræti 48A, kom
heim til sín í hádeginu sl. mið
vikudag, beið hans óvæntur
gestur. Það var Guðmundúr
Kjartansson, jarðfræðingur,
sem afhenti honum verðlaun
Hins íslenzka Náttúrufrseðifé
lags fyrir bezta úrlausn í nátt
úrufræði á landsprófi mið-
skóla. Verðlaunin voru bókin
„Fuglar fslands og Evrópu“,
sem í daglegu tali er nefnd
fuglalbók AB.
Jón Snorri leit niður á rit
stjórnarskrifstofur Morgun-
blaðsins eftir vinnutíma í
fyrradag. Hann vinnur til
hálf átta á hverju kvöldi við
íþróttavöllinn í Laugardal. —
Hann er 16 ára gamall og lauk
landsprófi við Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar í vor.
— Gekk prófið ekki vel?
spyrjum við hann.
— Jú, jú, það gekk sæmi-
lega, samþykkti Jón Snorri
hæversklega. En er við höfð-
vun rabbáð lengur við hann
kom í ljós, að hánn hafði
(hlotið 9,07 í aðaleinkunn. Upp
áhaldsfag hans er náttúru-
fræði og í þeirri námsgrein
fékik hann tíu.
— Náttúrufræðikennslan í
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar
er alveg prýðileg, hélt hann
áfram, þó segja megi kannski
að hún sé ekki nógu lifandi,
eins og það er kallað. Við fá-
um ekkert tækifæri til að fara
í ferðalög með náttúrufræði-
kennaranum og skoða til dæm
is lifandi blóm o.fl., og verð
um að láta okkur nægja mynd
ir.
— Er einlhver sérstök grein
náttúrufræðinnar, sem þú hef
ur áhuga á?
— Nei, engin sérstök. Það
væri þá helzt grasafræðin. Eg
safnaði blómum eitt sinn um
tíma, en er nú hættur því.
Fyrir landspíóf lesum við
bæði grasafræði, dýrafræði og
lfkams- og heilsufræði og þyk
ir mér jafngaman að öllum
þessum námsgreinum.
— En fúglafræði . . .
— Kannski fæ ég brennandl
áhuga á fuglum, þegar ég
er búinn að lesa hana þessa,
sagði Jón Snorri hlæjandi og
hampaði verðlaunabókinni,
og að öllum líkindum verð ég
heilmikið fróðari. En því mið
ur hef ég éklki haft tíma til að
fletta henni enn, því ég hef
verið að vinna frá því mér
bárust þessi verðlaun.
— Ætlar þú að halda áfram
námi í haust?
— Já, ætli það ekki. Eg
hugsa að ég fari í Menntaskól
ann og svo . . .
Jón Snorri lauk ekki setn-
ingunni. Nú kvaðst hann ekki
mega vera að því að spjalla
við okkur lengur, því hann
væri á leiðinni í bíó með vin-
um sínum. Við kvöddum
þennan unga pilt og óskuð
um honum til hamingju með
verðlaunin og landsprófið.
I
Gestur Guðmundsson
í DAG er til moldar borinn Gest-
ur Guðmundsson bóndi að Ytri-
Rauðamel í Hnappadalssýslu. Sl.
sunnudag sótti hann kjörfund í
sveitinni. Um kvöldið veiktist
hann er heim kom og lézt að
morgni mánudagsins 25. júní.
Gestur fæddist að Grímsstöðum
í Álftaneshreppi, Mýrasýslu 9.
sept. 1878 og var því hátt á 84.
aldursári. A Grímsstöðum ólst
hann upp. Kona Gests er Ólöf
Sveinbjarnardóttir.
I Álftaneslhrepp áttu þau
Rauðamels hjón, Ólöf og Gestur
heima til ársins 1913 að þau
fluttu vestur til Rauðamels. Þar
hafa þau því „gert garðinn fræg-
an“ í fjörutíu og níu ár.
Börn áttu þau Ólöf og Gestur
engin, en áður en þau giftust
eignaðist Gestur son, Geir, tré-
smíðameistara hér í Reykjavík.
Bróðurdóttur Ólafar, Ingibjörgu
feonu Friðjóns Jónssonar bónda
Hofsstöðum ólu þau hjónin upp
og kjörsonur þeírra, Jóhannes,
er hafði tekið við búsforráðum,
dó fyrir mörgum árum á léttasta
áfeeiði. Mikill harmur var þá
fcveðinn að þeim Rauðamels
hjónum. Sálarþrek þeirra og vits
munir dugðu þeim þá bezt, sem
fyrr og síðar.
Fyrir margra hluta sakir er og
' verður Gestur minnisstæður, og
minnisatæðastur þeim er lengsta
áttu meó honum samleið.
Mér leyfist að geta þess, að ég
tel nærfærni hans í umgengni
við börn og unglinga alla tíð
hafa verið til sérstakrar fyrir-
myndar, en á þeim vandförnu
leiðum vill verða brestasamt.
Vegna þessara einkennandá
mannkosta er mér minningin
um hann dýrmæt.
Og nú minnist ég þess að við
nokkrir félagar um árabil nutum
leiðsögn hans á sumarferðum
ofetoar um Snæfellsnes og víðar.
Betri ferðamann og fararstjóra
varð ekki á kosið. Hann var
hestavinur og hestamaður góður,
átti enda löngum gæðinga, er við
nutum óspartj eins og vísan
béndir til:
„Þú léðir mér hann Goða Gestur,
greiðvikni þig aldrei brestur . . .“
Ólöf kona Gests kastaði frarn
þessari vísu. Er hún hagmælt
vel, sem kunnugt er.
Við leiðarlok verður mörgum
hugsað til skemmtilegra sam-
verustunda að Rauðamel, þar
sem húsum, réði skemmtinn,
glaðvær, alvöru- og drengskapar
maður við hlið sinnar góð-u konu.
Ólöf átti þá líka til að festa
augnablikið í stöku eða ljóð.
Við ferðafélagamir sendum
henni og öðrum aðstandendum
samúðarkveðjur og þakkir.
Helgi Hallgrímsson.
Róáir
Óvenjuleg verðlækkun á blóm
um.
Rósir frá fer. 3,50
Nellikkubúnkt kr. 25.
Blómstrandi Hawai-rósir.
Gróðrastöðin við Miklatorg.
Símar 22822 og 19775.
Slgnol heldur
munni yöar hreinum
Þetta sýnir
nauðsynina á
því, að Signal
innihaldi hvort
tveggja í senn
ríkulegt magn
hreinsunar- og
rotvarnarefna í
hverju rauðu striki
Ferskur og hreinn andardráttur er
hverjum manni nauðsynlegur. Það
er þess vegna, að Signal tannkremið
inniheldur hreinsandi munnskol-
unarefni—sem gerir munn yðar
hreinan. Munnskolunarefnið er í
hinum rauðu rákum Signals —
rákum, sem innihalda Hexachloro-
phene hreinsunarefni. Signal gerir
meira en að halda tönnum yðar
mjallahvítum, það heldur einnig
munni yðar hreinum.