Morgunblaðið - 30.06.1962, Side 12

Morgunblaðið - 30.06.1962, Side 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardágur 30. júni 1962 JMiOírg'iinM&foilt Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÍSLENZKA KRÖNAN STYRKIST ■pramleiðsla þjóðarinnar * eykst, utanríkisviðskipti hennar verða hagstæðari, ís- lenzka krónan styrkist og öðlast aukið traust, utan lands og innan. Þetta eru stóru drættirnir í þeirri þróun, sem jafn- vægis- og viðreisnarstefna núverandi ríkisstjómar hef- ur leitt til. Þessari þróun er vissulega rík ástæða til þess að fagna. Allur almenning- ur á íslandi verður hennar einnig var á margvíslegan hátt í daglegu lífi. Verzlun og viðskipti verða frjálsari, nægar og góðar vörur eru að jafnaði til í landinu og fólkið á nú kost á því að velja og hafna, þegar það gerir innkaup sín. — Sam- keppnin eykst, allt svarta- markaðsbrask er úr sög- unni, bæði með erlendan gjaldeyri og ýmiss konar vörur, sem áður var skort- ur á. Yfirleitt fá nú allir ís- Ienzkir ferðamenn, sem til útlanda fara, hæfilegan far- areyri í erlendum gjaldeyri og nú hefur sú breyting ný- lega verið á gerð að þeir mega taka með sér allt að 2500 krónum í íslenzkum peningum. Ennfremur hefur erlendum ferðamönnum ver- ið leyft að koma með til landsins allt að 5000 ís- lenzkum krónum og taka með sér aftur helming þeirr- ar upphæðar. Það er vissulega athyglis- vert, að þetta er í fyrsta skipti í nær tvo áratugi sem slíkt frjálsræði hefur þekkzt hér á landi í gjaldeyrismál- um. Er nú stefnt að því að gera íslenzkan gjaldmiðil jafngildan erlendum, þannig að um viðskipti með hann geti orðið að ræða erlendis. Það er fyrst og fremst hið aukna traust á íslenzkri krónu, sem skapazt hefur vegna viðreisnarráðstafana núverandi ríkisstjómar í efnahagsmálum, er gert hef- ur hið aukna frelsi í gjald- eyrismálum okkar mögulegt. íslenzk króna er nú skráð í erlendum bönkum og heim- urinn veit að hún er þess virði, sem hún er sögð vera. Bak við hana stendur traust ur efnahagsgrundvöllur at- hafnasamrar og dugmikillar þjóðar, sem nýtur forystu ríkisstjói-nar, er haft hefur manndóm til þess að gera það sfc-m gera þurfti til við- reisnar efhahag landsins. En þótt rík ástæða sé til þess að fagna árangri við- reisnarstarfsins, sem m.a. hefur birzt í því að íslenzka krónan er orðin harður gjaldeyrir, ber íslenzku þjóð inni þó fyrst og fremst að strengja þess heit nú, að við reisnarstarfinu skuli haldið áfram, að grundvöllur krón- unnar skuli halda áfram að styrkjast, framleiðslan að aukast og jafnvægið í efna- hagsmálum landsins að styrkjast. Þetta er það stóra takmark, sem allir íslend- ingar verða að berjast að. Það gera þeir bezt með því að styðja þá viðreisnar- stefnu, sem núverandi ríkis- stjóm hefur markað og lagt hefur grundvöll að vaxandi velmegun í landinu, stór- felldum framförum og upp- byggingu. ÞJÖÐFYLKING í KÖPAVOGI jóðfylkingaráfonn komm- únista em að nálgast framkvæmd. Framsókn hef- ur gengið til samvinnu við þá um stjórn Kópavogskaup staðar. Eins og kunnugt er töpuðu kommúnistar meiri- hluta í Kópavogi í síðustu bæjarstjórnarkosningum, — fengu þar aðeins 3 fulltrúa af 9. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá fulltrúa, Fram- sókn tvo og Alþýðuflokkur- inn einn. Fyrir kosningar höfðu Framsóknarmenn lýst því yfir, að þeir myndu ekki mynda meirihluta í bæjar- stjóm kaupstaðarins með kommúnistum.. En vitanlega létu þeir það verða sitt fyrsta verk að kosningum loknum að hefja samninga við kommúnista um þjóð- fylkingarstjóm. Kommúnistar munu því stjóma Kópavogskaupstað yfirstandandi kjörtímabil, eins og þeir hafa gert und- anfarin ár. Það er mjög miður farið fyrir þetta unga og ört vaxandi byggð- arlag, þar sem fjöldi verk- efna liggja óleyst eftir ó- reiðustjórn kommúnista. En íslenzkir kjósendur vita nú betur á hverju þeir eiga von, ef Framsóknarflokkur- inn og kommúnistar styrktu aðstöðu sína í næstu alþingis kosningum. Þjóðfylkingar- áform kommúnista eru ekki aðeins óskadraumur umboðs manna Moskvuvaldsins á ís- ALSÍRSKA ÚTLAGASTJÓRNIN. — Mynd þessi sýnir fullskipaða stjórn alsírskra þjóðernis- sinna og var tekin, þegar allir stjórnarmeðlim ir hittust í fyrsta skipti nú fyrir skömmu. — Forsætisráðherrann, Ben Khedda, er nr. 4 (frá hægri) í fremri röð og á hægri hönd honum stendur Ben Bella, varaforsætisráðherra, sem löngum var fangelsaður í Frakklandi. Neyddur til að lesa kommúnískan áróður Saigon 28. júní (AP). BANDARÍSKUR hermaður, sem skæruliðar kommúnista í S-Viet Nam, handtóku á aðfangadag sl. ár, en nú hefur verið látinn laus, skýrði frá því, að hann hefði verið leiddur þorp úr þorpi og nmyddur til þess að l«sa upp kommúnískan áróður á meðan byssum var beint að baki hans. Hermaðurinn, George F. Fryett, sagði frá fangavist sinni á fundi með fréttamönnum í dag. Hann sagði, að hann hefði oft verið neyddur til að ganga 35 klukku- stundi-r samfleytt með hendur bundnar fyrir aftan bak og reipi Katanga veitir Adoula fjárhagsaðstoð Blisabethville 28. júní (NTB). MOISE TSHOMBE, fylkisstjóri í Katanga tilkynnti á fundi með fréttamönnum í dag, að Katanga stjóm hefði ákveðið að veita sam bandsstjóminni í Leopoldville fjárupphæð, sem næmi 100 millj. Kongó franka (70 millj. ísl. kr.). Fénu á að verja til að leysa fjár- hagsörðugleika þá, sem stjóm Adoula á við að stríða. Thsómbe sagði, að þessi fjár- veiting sýndii Ijóslega velvild Katangastjórnar í garð sambands stjórnar og vilja hennar til að leysa deiluna um sameiningu hér aðsins við Kongó. Tshomibe sagði, að vænta mætti góðs órangurs af viðræðum hans og Adoula, forsætisráðherra, sem nú hafa staðið í þrjá mánuði. Hlé er nú á viðræðunum, en Tslhombe sagði, að það væri vegna þess, að hann þyrfti að fara til Genfar af heilsufars- ástæðum, en þegar hann kæmi þaðan hæfust viðræðurnar á ný. Ummæli Tshombes um að við- ræðurnar gengju vel, eru algjör- lega andstæð ummælum yfir- manns herja Sameinuðu þjóð- anna í Kongo, Roberts Gardiner, en hann sagði í New York í dag, að enginn árangur hefði orðið af viðræðunum. landi. Þau eru jafnframt sú leið, sem Framsóknarflokk- urinn telur í bili líklegasta til þess að rjúfa þá pólitísku einangrun, sem flokkurinn nú er í. ALDREI MEIRI MJÖLKUR- FRAMLEIÐSLA IV[Ú í þessari vi'ku komst ’ innvegið mjólkurmagn hjá mjólkurbúinu á . Selfossi einn daginn upp í 130,500 lítra. Á sl. ári var innvegið mjólkurmagn mest á einum degi 120,000 lítrar. * Landbúnaðarframleiðslan er stöðugt að aukast. Er það gleggsta sönnun þess að því fer víðs fjarri að um kyrr- stöðu eða stöðnun sé að ræða hjá þessari atvinnu- grein, eins og Framsóknar- menn vilja vera láta og kenna stefnu núverandí rík- isstjómar. Sannleikurinn er sá, að íslenzkur landbúnað- ur hefur aldrei staðið með slíkum blóma og í dag. — Ræktuninni fleygir fram með hverju árinu sem líður, bændurnir taka tæknina í vaxandi mæli í þjónustu sína og framleiðslan eykst hröðum skrefum. Þetta er gleðileg stað- reynd, staðreynd, sem ekki verður dulin með móðuharð indavæli Framsóknarmanna. um hálsinn. Héldu gæzlumenn hans i reipið. Hann sagði, að (hann hefði stundum verið neydd ur til þess að lesa upp kommún- íshan áróður fimm sinnum á dag. Fryett sagðist einu sinni hafa reynt að flýja, en það hefði ekki heppnazt. Hann sagði, að allan tímann, sem hann var í fanga- vistinni, hefðu vopnaðir verðir — allt frá 7—50 manns — gætt hans. Áður en Fryett var leyft að tala við fréttamenn, höfðu banda rísk yfirvöld gengið úr skugga um að hann hefði ekki ljóstrað upp neinum leyndarmálum við kommúnista og ekki undirritað neitt, sem fæli í sér gagnrýni á Bandaríkin. Fryett sagðist ekk- ert vita um bréf, sem útvarp kommúnis-ta sagði, að hann hefði skrifað fjölskyldu sinni. í bréf- inu átti hann að hafa gagnrýnt stuðning Bandaríkj amanna við stjórina í S-Viet Nam. Bóndinn grelddi vntnið ti! sundlnugnr- innur BÓNDI einn nálægt Penrith / í Englandi hefur loksins feng- ið skýringu á því, hversvegna hann hefur í 6 ár þurft að greiða ofsalega háan vatns- skatt. í ljós hefur komið, að hann hefur greitt fyrir allt það vatn sem sundlaug bæj- arins hefur notað. „Ég hef aldrei reksað yfir reikningunum“, sagði bóndinn William Young, „einkum af því að rekiningarnir eru alltaf álíka háir. Ég á mikinn bú- stofn sem þarf mikils vatns“ bætti hann við. En • á dögunum er verka- menn bæjarins voru að grafa upp gamla vatnsleiðslu kom í ljós að vatn til sundlaugarinn- ar rann um mæli bóndans. Nemur þetta hundruðum þús- unda lítra alls. ' Bæjarstjórnin segir nú að ógerlegt sé að segja nú hver ) hafi verið notkun laugarinnar og hver notkun búsins. End urgreiðir bæjarstjórinn Young því allt það er hann hefur r greitt fyrir vatn síðan 1957. Hvorugur aðilinn vill láta | uppi hve há fjárupphæð var j endurgreidd. |

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.