Morgunblaðið - 30.06.1962, Qupperneq 14
Útför mannsins míns
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR
á Skiphyl,
fer fram frá Akrakirkju mánudaginn 2. júlí Athöfnin hefst
með húskveðju að heimiii okkar kl. 11 árdegis.
Kristjana Jóhannsdóttir.
Maðurinn mxnn
ÓLAFUR MARINO JÓNSSON
Stangarholti 26,
andaðist 19. juní Jarðarförin hefur farið fram.
Þökkum auðsynda samuð. — Fyrir hönd aðstandenda.
Sigríður Einarsdóttir
Maðurinn minn
GUÐMUNDUR G BREIÐDAL
innheimtumaður Suðurgötu 8, Hafnarfiröi,
*
andaðist 28. júní.
Jónína Jónsdóttir.
Sonur minn
Séra INGI JÓN JÓNSSON
andaðist aðfáranótt föstudagsins 29. þ. m. á jCommune-
hospitalet í Aarhus. '
' • Ingigerður Danivalsdóttir:
Laugardagur 30. jöní 1962
0. S. Júlíusson
Aðalstræti 6. 7 hæð
sími 13864
'fr Auðvelt
í uppsetningu
★ Ódýrt
Varanlegt
Nú er ekkert vanda
mál að girða lóðina.
Ragnar Jónsson
vei’ingamaðux fimmtugur
FÁTT er meira metið en gleðin.
Hennar leitar æskan af öllum
kröftum bæði ijóst og leynt. Orð
ið sjálft er skylt að glitra,
glampa og glóa, en lí'ka sam-
stofna glaumur og glepja, sem
einnig minna á, að bezt er að
ganga hægt um hennar dyr.
Gleði þýddi hér áður á dög-
um dans, og var eitt beirra fáu
orða sinnar tegundar, sem haft
var í fleirtölu, og merkti þá
dansleikir, gátu t.d. verið marg •
ar gleðir um jólin.
Ragnar í ,Þórskaffi“ eins og
hann er af flestum nefndur, sem
þekkja hann bezt og naunar öðr-
um líka, hefur notið þeirrar að-
stöðu lengi að uppfylla óskir
imga fólksins um gleði og
skemmtan. Og hann hefur með
starfsemi sinni gefið orðinu að
nýju mefkingu - dansins sem
markmið og fyllingu.
Um Þórskaffi má segja líkt |
og hermt var um aðra stofnun,
sem varpaði mikilli óskabirtu
yfir Reykjavík hér áður fyr:
„Allan vefcurinn eru þeir að
dansa.“ Þar dunar svellandi
músik á hverju kvpldi vikunnar,
gömlu dansarnir og nýju dans-
amir á víxl eftir velþóknun
hvers gleðiþyrsts hjarta.
Þegar önnur hús standa tóm,
og fátt er um að vera í glaum-
og glæsibæjum borgarinnar öðr-
um, dunar dansinn í „Þórs-
kaffi.“ Þar er alltaf fullt út úr
dyrum og færri komast að en
vilja. Piltamir hugga til gleð-
innar þar með hrifningu bæði
við fiskidrátt sinn og viðskipta-
störf. Og stúlkurnar hvíslast á
brosandi og hlæjandi á rúntin-
um og í strætisvögnunum um
rósrauð ævintýri þar, bæði lið-
inna og ókominna kvölda.
Fáir staðír hafa meira aðdrátt-
arafl, enginn öllu meira seið-
magn.
Og forstjórinn í „Þórskaffi",
sem kalla mætti „konung gleð-
innar“, maðurinn,, sem mestu
ræður og hlýtur eiginlega að
hafa mest aðdráttaraflið og ljúf
ustu töfrana er Ragnar Valur
Jónsson. Hæglátur, fámáll mað-
| ur næstum þögull syngur aldrei
og dansar sjaldan, en hann í
flestum hlýrra bros, athugul
augu og íhugulan svip, sem lætur
! fátt fram hjá fara án þess að
veita því athygli í laumi eða
með sjálfum sér. Og þær álykt-
anir, sem þessi friði, svipmikli
og ennisprúði gleðikonungur gjör
ir í þögn sánni um unga fólkið í
borginni og óskír þese eru furðu
snjallar. Hann veit hvað því
kemur. Og hann reynir að upp-
fylla óskir æskunnar á svo hljoð
látan og yfirlætislausan hátt að
fæstum tekst betur, þótt hærra
hafi og meira slái um sig. Þekk-
ing Ragnars á óiskum og gleði- j
þörf æskulýðsins stendur á breið
um grunni. .
Hann hefur starfað bæði á sjó
og landi, bæði í dölum og á
ströndum, í eyjum og á annesj-
um. Hann hefur verið bláfátæk-
ur og þurft að horfa í hvern eyri
og hann veit líka hvað er að
vita varla aura sinna tal.
Hann hefur ferðast um Evrópu
og Ameríku allt suður á Spán
og Kanaríeyjar að austan og;
til Florida að vestan, og hvar-
vetna hefur þessi fámáli, hljóð-
láti maður kynnt sér gleði og
gleði'þörf fólksins, skemmti-
staði, hótel og laðan gesfca.
En þrátt fyrir allt þetta, veit
'hann ekkert inndælla en vera
laxveiðimaður í íslenzkri berg-
vatnsá eða bóndi í íslenzkri
sveit. Því meira sem hann hefur
notið og bergt af uppsprettum
gleðinnar á breiðgötum borgánna
miklu, þeim mun fremur hefur
'hann metið allt, sem íslenzkt
er, sólskinið, svanasönginn, lækja
niðinn, þyt vorgolur.nar í lág-
vöxnu kjarri ilmbjarkar,
„Hamralhlíðina“ sína í hioltinu
uppi í Mosfellssveit eða „Só.-
landið" sitt í nánd kapellunnar
og klukknalhljómsins, eða sumar
bústaðinn í dalnum.
í öllu þessu finnur þessi kon-
ungur gleðinnar sína gleði. En
það finnur ekki enníþá né skil-
ur unga fólkið, sem dansar I
Þórskaffi á kvöldin. Þar lærir
það aðeins stafróf gleðinnar.
Innilegustu þakkir færi ég sveitungum og vinum fjær
og nær, sem með heimsóknum, heillaskeytum og gjöfum
heiðruðu mig á sjötugs afmælinu.
Ágúst B. Jónsson, Hofi.
Það leitar svo lengi langt yfir
skammt. Þetta tekur allt sinn
tíma, hefur allt sinn gang, líka ,
að finna lindir fagnaðar, sem
veita varanlegan unað.
Ragnar þekkif einnig þær !
veigar, sem margir telja æðsta j
gleðigjafa, „guðaveigar, sein
lífga sálaryl" og kann - vei að
méta þær, en veit þær göróttar
•stundum og hefur því ekki sótt:
um vínveitingaleyfi húsi s'inu til |
tekna, ótrúlegt en satt. Hann
kann sitt fag.
Ragnar er vel metinn _af vin-
um og frændum. Þeir treysta
iionum ávallt til hins bezta, og I
'hanon trregst aldrei trausti þeirra.
Hann er forsjáll og aðgætir.n,
rasar aldrei um ráð fram, aíhug- '
ull, hófsamur og hjálpsamur og
í öllu hinn bezti drengur. Hann
er svo orðvar að mælt er, að
hann tali aldrei af sér, og ásak
anir og last finnst ekki á vör-
um hans.
Hann gerir sér ekki alla ð
vinum, og fer iítt að mannvirð-
ingum, fyrirlítur „snob“ og
stærilæti.
Hann kostar sonu sína til
náms, á beztu og þekktustu
skólum heimsins í framreiðslu-
störfum og ætlar þeim sannar-
lega að kunna tökin á veitinga-
iðn og samkvæmislífi framtíð-
arinnar í borginni, svo að hér
úti á íslandi verði sfcaðið jafn-
fætis eða framar því bezta '
veröldinni. Einmitt þetta, lýs'T
Ragnari vel. Hann vill að allt
sé hér svo fullkomið sem verða
má í störfum og þjónustu.
Vart mundi gæfa og fram-
sækni, uppihefð og gengi þessa
vinsæla afmælisbarns hafa orð
ið slík, sem raun ber vitni, ef
hann hefði ekki notið samstarfs
og ástúðar sinnar hugþekku eig
inkonu, Júlíönu Erlendsdóttur,
sem ásamt dætrunum fallegu
skapar honurn og þeim öllum
inndælt og gestrisið heimili að
Sóllandi við Reykjanesbraut. En
þau dveljast löngum í sumarbú-
stað sínum austur í Árnessýslu
og þar eiga > u líka stóra og
góða veiðijörð, sem gaman er
að heimsækja.
Það er þvi um margt að
hugsa fyrir þennan konung '
ríki gleðinnar í höfuðborginni,
enda kemur honum það betur.
Hann ann amstri og önnum öllu
fremur og finnur þar sxna
stærstu hamingju, sístarfandi,
ötiull og framkvæmdasamur.
Vinir hans fjær og nær óska
þessari ágætu fjölskyldu sæila
sóldaga sólmánaðar á Sóllandi
framtíðarinnar.
Árelíus Níelsson.
KAUPUM
Ui
gamlir málmar
og málmhlutir
eru peningavirði
Sími 19422
Kaupmenn — Kaupfélög
Gdeburgs plasihúðað
stálgirðingarefjii
fer sigurför um allan heim
Girðiiigarefnið
sem situr skemmtilegan svip á umhverfið.
★ Öruggt
★ Fallegt