Morgunblaðið - 30.06.1962, Page 17
Láugardagur 30. juní 1902
MORCVNBLAÐIÐ
17
Unnid við Þrengsla-
veginn í Ölfusi
SAMKVÆMT upplýsingum, sem
Mbl. fékk hjá Vegamálaskrifstof-
unni ' gær hafa vegagerðarmenrt
við Þrengslaveg fiutt sig austur
fyrir fjall, og vinna nú að því
að leggja veginn frá ölfusi upp
fjallshlíðinia til móts við þann
hluta vegarins, sem lagður hefur
— Erlend tiðindi
Framh. af bls. 13.
skipti, hélt Souvanna Pho-
uma til Evrópu, til undir-
búnings að fundi Laos-
nefndarinnar í Genf, er
fjalla mun um mál Laos
innan tíðar.
Vart var forsætisráðherr-
ann farinn úr landi, er einn
af ráðherrum vinstri manna,
Phoumi Vongchivit, upplýs-
ingamálaráðherra, birti yfir-
lýsingu, þar sem hann seg-
ir, að dvöl bandarískra her-
manna í Thailandi sé hættu-
leg hagsmunum Laos.
Þótt Laos sé fátækt og
vanþróað land, þá hefur það
mikla hernaðarlega þýðingu,
og er það skoðun erlendra
fréttamanna þar, að komi
til frekari átaka milli ráða-
manna landsins, megi búast
við þeim átökum, er leitt
gætu til styrjaldar.
Souvanna Phouma, for-
sætisráðherra, lýsti því þó
yfir, að hann teldi enga
hættu stafa af yfirlýsingu
vinstri-ráðherranna né stefnu
þeirra.
Vart var orðið kunnugt
um myndun stjórnar í Laos,
er fréttir fóru að berast um
mikinn liðssafnað kínverskra
kommúnista gegnt eyjunum
Quemoy og Matzu, er liggja
5 mílur frá strönd megin-
lands Kína.
f fyrstu var aðeins um ó-
staðfestar fréttir að ræða,
en svo staðfesti stjórn komm
únista, að flutningarnir
hefðu átt sér stað, til þess
að mæta væntanlegri árás
kínverskra þjóðernissinna.
Stjórnin í Peking gerði
stjórnum annarra kommún-
istaríkja þegar aðvart, og
sendiherra Bandaríkjanna í
Varsjá var kvaddur á
skyndifund. Hann lýsti því
yfir, að stefna Bandaríkj-
anna væri, og hefði verið,
að forðast öll hernaðarátök
á þessu svæði.
Þá bárust hins vegar þær
fregnir, að forsætisráðherra
kínversku þjóðernissinna-
stjórnarinnar á Formósu,
Chen Cheng, hefði efnt til
fundar, þar sem hann hefði
lýst því yfir, að aldrei hefðu
líkurnar til þess, að innrás
á meginland Kína mætti tak
ast, verið meiri en nú.
Þá minnast menn einnig
ummæla Chang-Kai-Chek, er
hann sagði, að annað hvort
yrðu þjóðernissinnar að láta
til skarar skríða á þessu ári
eða aldrei.
Hvort hér er um áróðurs-
bragð þjóðernissinna að
ræða, eða ekki, er ekki
Ijóst. Hins vegar kann stefna
kommúnista að vera sú, að
íóknin sé bezta vörnin.
I kosningabaráttu sinni
lýsti Kennedy, Bandaríkja-
forseti, því yfir, að hann
myndi aldrei senda banda-
ríska hermenn til að verja
Quemoy og Matzu. Þrátt
fyrir að Eisenhower, á valda
tímabili sínu, hafi heitið
eyjunum vernd, eru Banda-
ríkjamenn hvergi samnings-
bundnir um að vera þær —
eina skuldbinding þeirra
Ðær til Formósu.
Svo virðist því, sem ný ó-
friðarblika sé á lofti í SA-
Asíu.
verið um Þrengsli. Nær sá hluti
vegarins að Raufarhólshelli. Enn
er bó mikið óunnið við Þrengsla-
veginn.
Þrengslavegurinn nýi á að
koma niður á milli Hlíðardails-
skóla og Hjalla í Ölfusi. Var byrj
að að vinna við veginn þeim
megin fyrir nokkru og er búið
að ýta veginum upp á kafla, eða
þar sem því varð við komið. Er
nú urrnið að því að aka fyllingar
efni í framhaldið, en það er mik-
il vinna. Reiknað er með að frá
iþeim stað, er byrjað var að vinna
við í vor að vegarendanum á
fjallinu þurfi 90—100 þúsund
rúmmetra af fyllingarefni og
frá vegarendanum og niður á
veginn í Ölfusi 115—120 þúsund
rúmmetra. Er því mikið verk
óunnið við veginn.
Frh. af bls. 8.
hann kom hér fyrst, enda þótt
hann hafi fengið sinn fulla
skammt af andstreymi og van-
heilsu, eins og aðrir menn. Enn
er yfirbragðið jafn-glaðlegt,
sporin jafnlétt, skapið jafnhlýtt.
Þetta á ekki að vera nein
ævisaga Gunnars, enda tíminn
enn sem betur fer ekki til þess
kominn. Aðeins fáeinar línur
til þess að minna á, að þó að
Gunnar sé því miður ekki landi
vor, þá er hann þeirrar þjóðar,
sem vér allir getum tekið und-
ir með, þegar sungið er: „Jag
vill leva, jag vill dö i Norden".
Bjarni Guðmundsson.
— / grenjaleit
Framhald af bls. 15
náði yrðlingunum en ekki refn
um. Mér þykir sennilegast að
ég hafi skotið refinn vorið eft
ir. Við þekkjum taktana í tóf
unum, þótt við geturn náttúr-
lega aldrei verið alveg vissir.
Tófurnar haga sér talsvert
mismunandi og með því get-
um við þekkt þær. Auk þess
halda þær sig á sama stað
ár eftir ár, einkum þó læð-
urnar.
Súpan er nú löngu heit orð
in og kaffið til. Við göngum
nú að snæðingi og sækjum
síðan hestana og leggjum á
þá. Það er komið fast að há-
degi er við leggjum af stað
og höldum þvert vestur yfir
heiðina allt vestur að svo-
nefndu Beltagreni, en skoð-
um eitt á leiðinni. Þaðan er
svo haldið í áttina til byggð
ar og komið við á Grenhól
en þar eru nokkur greni sam
an. Alls skoðum við 5 greni
þennan dag. En það var sömu
sögu að segja. Við sjáum eng-
in dýr og hvergi eru yrðling-
ar. Einu hlaupadýri bregður
þó fyrir en það er svo langt
undan og á slíku kasti að
engin tök eru að ná því. Við
öxlum því skotvopnin og höld
um heim. Á einum áningar-
staðnum setur Börkur ofan
trússið og varð svolítil töf
við að koma því upp aftur.
Ekkert skemmdist að ráði
nema hvað móttök slitnuðu.
Klukkan var um 8 um kvöld-
ið er við komum heim og vor-
um við fegnir hvíldinni.
Næsta dag var fyrirhugað
að ég færi með Grími Lárus-
syni á greni frammi á svo-
nefndri Bót framan við For-
sæludal. Það var því bezt að
hvíla sig sem bezt. Síðari
daginn hafði ég fengið að
reyna einn af gæðingum Lár-
usar í Grímstungu, en hann
hefir jafnan haft orð fyrir að
eiga góða hesta. Þessi hestur
heitir Skuggi og var bæði
röskviljugur og góðgengur.
— vig. (Framhald).
Æ Si WN
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJ^LFSTÆÐISM.
WTSTJÓRAH; BIRGIR ÍSL GUNNARSSON OG ÓLAFUH EGLLSSON
Farið um Arnessýslu í dng:
'■
:
;
Helmdallur byrjar sumarstarfið
Nýjungar ■ ferðalögum félagsins
TÍÐINDAMAÐUR síðunn-
ar frétti nýlega að í und-
irbúningi væri ferða-
áætlun á vegum Heim-
dallar fyrir sumarið fram-
undan og væri þar brydd-
að upp á ýmsum skemmti
legum nýjungum í ferða-
málum félagsins. Taldi
Æskulýðssíðan rétt að
kynna lesendum sínum
hvað á döfinni væri hjá
félaginu varðandi sumar-
starfið, ekki sízt ef það
mætti verða til þess að
einhverjir lesendur . síð-
unnar bregði sér upp til
fjalla með Heimdalli
næstu mánuðina.
I hinum vistlegu húsaikynn-
um Heimdallar í Valhöll hitt-
um við fyrir hóp lífsglaðra
ferðanefndarmanna og var
nefndin að ganga endanlega
frá ferðaáætluninni í þann
mund er við komum, Tókum
við þar tali Ásgeir Thorodd-
sen, en hann er formaður
nefndarinnar. Báðurn við
hann að segja okkur, hvað
framundan væri og hvaða
nýjunga gætti helzt í væntan-
legu sumarstarfi.
Sjálfstæðismenn heimsóttir.
Ásgeir tjáði okkur, að mik-
ill áhugi hefði ríkt meðal
stjórnarinnar og félagsmanna
almennt að breyta nokkuð
um tilhögum ferðanna og
brydda uppá ýmsum nýjung-
um, t.d. að sækja heim unga
Sjiálifstæðismenn í nágrenni
Reykjavíkur, og leggja á-
herzlu á veiðiferðdr.
Ásgeir sagði,cað fyrirhugað
ar væru a. m. k. tvær veiði-
ferðir, en slíkar ferðir nutu
mikilla vinsælda og gáfu góða
raun í fyrrasumar. Þá mun
Heimdallur og skipuleggja
sjóstangaveiðiferð fyrir félags
menn, eina eða tvær eftir því
hversu mikill áhugi verður
fyrir hendi.
Þá sagði Ásgeir, að farnar
yrðu minnst 2 helgarferðir og
sú fyrsta í hinn gamla og
góða Borgarfjörð. Þar á meðal
verður Sementsverksmiðjan
skoðuð, en gist í Húsafells-
skógi og Kaldidalur farinn um
Þingvelli heim.
Ferð í Viðey.
— Mikill áhugi hefir ríkt
meðal félagsmanna síðustu 2
til 3 árin, á þvi að farin
Aflakóngarnir í einni af hin-
um vinsælu veiðiferðum
Heimdallar síðastliðið sumar
— ásamt afla sinum.
yrði Viðeyjarferð sagði Ás-
geir okkur, en leyfi ekki feng
ist hjá forráðamönnum eyjar
innar. Er því sú hugarfars-
breyting, sem átt hefur sér
stað hjá eigendum Viðeyjar að
leyfa þangað ferðir á ný, reglu
lega ánægjuleg. Við munutn
kappkosta- að undirbúa Við-
eyjarferðina mjög vel, en með
í ferðinni verður vanur leið-
sögumaður, sem segir þátttak
endum m.a. frá fyrstu hafnar-
gerð í Reýkjavík, þilskipum
og fleiru, fyrir utan leiðsögn
í Viðey. Ferð þessi verður
farin mjög fljótlega og eins
og öll ferðastarfsemin auglýst
jafnóðum. Þá verða einnig
farnar að minnsta kosti 2 laug
ardagsferðir í nágrenni Rví'k-
ur, þar sem sameinuð verð-
ur náttúruskoðun og heim-
sóknir í merk fyrirtæki og
stofnanir í nágrenni borgar-
innar.
★ AUSTUR FYRIR FJALL
— Fyrri ferðin verður far-
in núna á laugardaginn kem-
ur austur fyrir fjall. Lagt
verður af stað úr Valhöll kl.
2 og ekið í Hveragerði. Þar
mun Matthías Sveinsson,
sveitarstjóri, sýna þátttakend
um merkustu gróður húsin á
staðnunv Þaðan verður farið á
Selfoss og Mjólkurbú flóa-
manna sótt heim. Á Sel-
fossi verður sameiginleg kaffi
drykkja með þátttakendum
og ungum Sjálfstæðismönn-
um á Selfossi og nágrenni.
Þar mun Þór Vilhjálmsson,
formaður Sambands ungra
Sjálfstæðismanna flytja stutt
erindi um starfsemi S.U.S.
Þaðan verður ekið í Stein-
grímsstöð og hún skoðuð und-
ir leiðsögn. Siðan verður ek-
ið til Þingvalla og kvöldverð-
ur snæddur í Valhöll. Til
baka verður komið milli 10.30
og 11.00.
— Nú, seinni ferðin verð-
ur farin í Mosfellssveit og
Kjós, og skoðað verður þar
m.a. Dælustöðin, Reykjalund-
ur, annað tveggja stórra
hænsnabúa í sveitinni, laxa-
klakið í Kjós og að lokum
gengið upp að Tröllafossi.
Áherzla lögð á fjölbreytni.
Ásgeír sagði ókkur, að ferða
nefndin hefði undirbúið ferða
starfsemina á grundvelli fjöl
breytninnar, þannig að þar
yrði eitthvað fyrr alla, lang-
ar og stuttar ferðir. Ferðir á
lági sem á sjó. Má með sanni
segja, að ferðanefndinni hafi
tekizt sérlega vel með gerð
ferðaáætlunarinnar og sé þar
flest að finna, nema kannske
50 km. gönguferðir, en Ásgeir
sagði, að alger samstaða hefði
verið í nefndinni um að eftir-
láta starfkörlum og öðru mála
liðafólki alheimskommúnis-
mans á íslandi að ryklappast
um nágrenni Reykjavíkur
mótmælandi eigin gróusögum.
Að svo loknu kvöddum við
Ásgeir, þess fullvissir, að
sumarstarfsemi Heimdallar
verði ekki siður til fyrirmynd
ar en hin öfluga og fjölbreyti
lega vetrarstarfsemi stærsta
félags æskunnar, Heimdall-
ar. — R.
:
feroanetnd Heimdaliar, F.U.S., a fundi t Valholl (talið frá vinstri): Valur Valsson, Eggeri
Hauksson og Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri Heimdallar; sitjandi: Már Gunnarsson
Kristín Guðnadóttir, Asgeir Thoroddsen, formaður nefndarinnar, Jón Magnússon of
Aðalsteinn Hallgrímsson. A myndina vantar Elisabetu Þórðardóttur og Böövar Hauksson