Morgunblaðið - 30.06.1962, Síða 24
Fréttasímar Mbl
— eftir lokun —
Erler.dar fréttir: 2-24-85
Innlendai fréttir: 2-24-84
I G RE N J ALEIT
Sjá bls. 13
146. tbl. — Laugardagur 30. júni 1962
Ketillinn
tekinn úr
bv. Isborg
í GÆKDAG var ketillinn tek
inn úr b.v. ísborg, sem nú er
verðið að breyta í flutninga-
skip. Dráttarbáturinn Magni
dró skipið að hlið bandaríska
flutningaskipsins McMormack
Bryde, sem liggur við Ægis-
garð. Síðan var katlinum, sem
vegur um 58 tonn, lyft með
70 tonna bómu í bandaríska
skipinu og settur í sjóinn, en
hann hafði verið þéttur áður.
Gekk þetta í alla staði mjög
vel og eftir áætlun. Liðu ekki
nema tuttugu mínútur frá því
að fest var í ketilinn, og þar
til hann var kominn í sjóinn.
Vélsmiðjan Járn h.f. sá um
verkið eins og annað í sam-
bandi við breytingarnar í bv.
ísborg. Eigandi Járns h.f. og
framkvæmdastjóri er Birgir
Þorvaldsson. Þakka menn það
ekki sízt velvilja og aðstoð
Eimskipafélags íslands og
Bandaríkjamanna á McMor-
mack Bryde, hve fljótt og vel
þetta verk vannst.
Drálttarbáturinn Magni dró
síðan ketilinn inn í Sund, en
síðar verður hann dreginn
Horður B. Finnsson setti nýtt
Norðurlandamei
Gnðmundur Gíslason setti sitt
50. íslandsmet
austur á Reyðarfjörð, þar sem úr fsborg, færa brúna aftar
hann verður notaður í síldar og gera fleiri breytingar. Gert
verksmiðju. er ráð fyrir að öllum breyting
_... _ , , .... um verði lokið í október eða
EfDr er að taka gufuvel.na nóvember> og skipíð þá orð
ið 6—700 tonna flutningaskip.
Sett verður í það 750 ha dies
elvél.
Myndirnar sýna, hvernig
ketillinn var hafinn úr skip
inu og settur í sjóinn. —
Ljósm. Mbl.: Ól. K. Mag.
A SUNDMÓTI íþróttafélag-
anna í Reykjavík í gær-
kvöldi í Sundlaug Vestur-
bæjar, setti Hörður B. Finns
son, ÍR, nýtt Norðurlanda-
met í 100 m bringusundi
karla. Synti hann á 1.11,1
mín. Gamla metið, 1.11,9
mín., átti hann sjálfur. —
Hörður synti fyrri 50 m á
32,9 sek., sem er sama og
íslandsmetið á þeirri vega-
lengd.
Þá setti Guðmundur Gísla
son, ÍR, tvö ný íslandsmet,
49. og 50. metið, sem hann
setur. Fyrra metið var í 500
m skriðsundi, 6.05,7 mín.
(gamla metið, 6.09,5 mín.,
átti Helgi Sigurðsson, Æ).
Er þá svo komið að Guð-
mundur á öll skráð íslands-
met í skriðsundi, baksundi,
flugsundi og fjórsundi ein-
staklinga. Síðara metið, sem
Guðmundur setti var í 4x50
m fjórsundi karla. Tíminn
Uppgröfturinn í Þjóð-
hildarkirkjugarði
Þjóðmiíijavorður komínn heim
DR. KRISTJÁN ELDJÁRN þjóð-
minjavörður kom til Reykjavík-
ur í gærkvöldi, en> hann hefur
dvalizt í Grænlandi um nokkurn
tíma og tekið þátt í uppgreftri
í Þjóðhildarkirkjugarði í Bratta-
hlið.
Mbl. hafði ta-1 af dr. Kristjáni
í gærkvöldi. Sagði hann, að upp-
gröfturinn hefði sótzt seint sein-
ustu tvo daga vegna veðurs, en
annars vaeru menn ánægðir með
árangurinn. Uppgröfturinn væri
mjög vandaður og færi fram tmd
ir stjórn færra sérfræðinga. Ekki
hefði verið mikið grafið enn, þar
Hitabylgja
á Akureyri
Akureyri, 29. júni.
HÉR eru menn bullandi sveitt'
ir innan húss og utan eftirl
hitabylgju þá, sem gengið hefí
ur yfir. 1 gær komst hiíinn í
hér upp í 21—22 stig, og í'
dag var hann tæp 20 stig. \
Lækir og ár eru í miklum |
vexti, grasið þýtur upp, enda /
mál til komið, bví að spretta J
hefur verið treg.
Frammi í Eyjafirði er búið |
að hirða nokkuð af heyi meðj
góðri verkun.
Ferðafél. Akureyrar gengztl
fyrir leiðangri í Herðubreið-1
arlindir og Öskju nú um helg- j
ina. Þátttaka varð svo mikil, ,
að Þorsteinsskáli verður þétt-'
skipaður. Farið var kl. fimm |
í dag, og komið verður til (
baka á sunnudagskvöld.
Brotizt inn í 3 félags-
heimili sömu nóttina
Þrír þjófar handteknir
RANNSÓKNARLÖREGLAN
hefur upplýst innbrot, sem þrír
piltar um tvítugsaldur, allir frá
Keflavík, frömdu bæði í Reykja
vík og um sveitir lands í júní-
má.nuði. 14. júní brutust piltar
þessir inn í Kaupfélag Kjalnes-
inga og stálu þar tóbaki fyrir
4000 krónur, og var það mest
innbrotanna.
Daginn eftir brutust þeir inn í
sumarbústað við Elliðavatn,
nóttina eftir í söluskúi á Mela-
vellinum, 18. júní í Innkaupa-
samband bóksala, Brautarholti
16, en þar var aðeins einn beirra
i á ferð. 22. júní brutust tveir
þeirra inn í fyrirtækið Kr. Krist
jánsson við Suðurlandsbraut 13.
júní brutust piltarnir inn í Fé-
: lagsheimilið að Dalsmynni í
Eyjahreppi, Félagsheimilið
( Breiðablik í Miklaholtshreppi, Fé
i lagsheimilið Garð í Staðarsveit
og geymsluskúr við Akurholt í
| Eyjahreppi. í þessum leiðangri
voru piltarnir með bíl frá bíla-
leigu einni hér í bæ.
I
| Fremur litlu var stolið á flest-
um stöðum en nokkrar skemmd
ir voru unnar á mannvir'kjum.
eð mestur tíminn hefði fairið í
uppmælingar.
10 beinaigrdndur hafa fundizt.
Þær eru fúnar og illa farnar, en
líklegt væri, að þær hefðu varð-
veitzt betur anmars staðar í
kirkj ugarðinum. Mannfræðilegar
mælingar hafa ekki enn farið
fram, en þekktur danskur mann-
fræðingur, dr. Balslev Jþrgen-
sen, gerði sér góðar vonir um
árangurinn af þeim.
var 2.25,3 mín. Gamla metið,
2.25,7 mín., átti hann sjálf-
ur. —
Samningar fóru út
um þúfur
SÁTTASEMJARAR rfkisins,
Torfi Hjartarson og Einar Arn-
alds, heldu fund með aðiljum
deilunnar um kjörin á síldveið-
unum á föstudagskvöld. Fund-
urinn stóð fram á þriðja tíma
um nóttina, án • þess að árang-ur
næðist. Lýsti Torfi Hjartarson
sáttasemjari þá yfir því, að
hann myndi tilkynna féiagsmála
ráðuneytinu, að frekari sættar-
tilraunir væru tilgangslausar í
bili. Er því líklegt, að gerðar-
dómur taki deiluna til meðferð-
ar, eins og kveðið er á úm 1
bráðabirgðalögunum, þegar eft-
ir 10. júlí.
Ekkert nýtt í sjó-
prófunum
SJÓPRÓF fóru fram á Akureyri
í gær vegna slyssins á vb Hafþór
NK, er Hilmar Tómasson stýri-
mann tók út og náðist ekki aftur.
Ekkert mun hafa kornið fram við
réttarhaldið.
Saltsíldar-
verðið
VERÐLAGSRÁÐ sjávarút-
vegsins kom saman á fund í
gær og ákvað verð á síld til
söltunar, sem veidd er fyrir
Norður- og Austurlandi. —
Verðið er 220 kr. fyrir hverja
uppmælda tunnu, 120 lítra, og
298 kr. fyrir uppsaltaða tunnu.
; þrjú lög í hring. — í
fyrra var verðið 195 kr. fyr-
ir hverja uppmælda tunnu og
263 kr. fyrir uppsaltaða tunnu.
Varðarferðin á morgun
HIN ÁRLEGA ferð landsmála
félagsins Varðar verður farin
á morgun. Heimsóttir verða
margir merkir staðir í Gull
bringusýslu og Árnessýslu og
ma. staldrað við hjá Strandar
kirkju, í Villingaholti, Skál-
holti og víðar. — Leiðsögumað
ur verður Ámi Óla, ritstjóri.
Síðustu forvöð til að panta
farseðla er til kl. 3 í dag,
laugardag. Mikill fjöldi fólks
hafði þegar í gær látið skrá
sig í ferðina.