Morgunblaðið - 17.07.1962, Side 8

Morgunblaðið - 17.07.1962, Side 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. júlí 1962 G'jöhestar og kynbótahryssur voru meö glæsibrag á þingvöllum FJÓBÐA LANDSMÓT hesta- manna var formlega sett sl. laug ardag kl. 10:30 f.h. Veður var þungbúið, en skánaði nokkuð er á daginn leið. Á sunnudag var veður gott fram til hádegis, en þá skall yfir hellirigning og hélzt sudda- veður með skúraleiðingum allt til mótsloka. Þrátt fyrir þetta verður ekki annað sagt en að mót þetta tækist ágætlega. Það sóttu 6.500—7000 manns og þang að komu nær 3000 hestar. — Minnstur hluti mótsgesta voru þó hestamenn, einkum var áber- andi að aðrir sóttu heim Skógar- hóla á laugardagskvöldið og bar þar mest á unglingum sem lítil skil kunna á sæmilegri hegðun, en frá þeim þætti er sagt á öðr- um stað í blaðinu. Um 220 hross voru sýnd og leidd til kappreiða og má fullvíst telja að þetta mót sé eitt glæsilegasta, sem enn hefir verið haldið og sýnir glöggt að hestaíþróttin og hestakynbætur ' eru í örum vexti. Sýning á góð- hestum og kynbótahryssum bar þó af og mun aldrei hafa verið komið með jafn glæsileg góð- hross á einn stað á landi hér. Fimmtudaginn 12. júlí voru flest sýningarhross komin á móts stað. Á föstudginn störfuðu dóm nefndir að vali hrossanna og stóð það fram á kvöld. Á sama tíma var unnið að ýmiskonar undir- búningi en það hefir vinnuflokk ur annast nú í hálfan mánuð. — Margt hefir verið fært til betri vegar í Skógarhólum, mikið land grætt upp og allt á fram- faravegi. Enn þarf þó betur að gera ef fjárráð leyfa, en þau eru að sjálfsögðu mjög takmörkuð. Allan veg og vanda af undirbún- Sleipnisbikarinn afhentur. — Þorsteinn Sigurðsson afhendir Haraldi Þórarinssyni bikarinn. Ingólfur Jónsson. 1 m menn helzt finna að var aðbún- aður hrossanna, hagar vart næg ir og girðingar ekki nógu vel hólfaðar niður eða aðstaða til að handsama hestana. Það lagðist og á eitt að veður var slæmt og urðu því allir erfiðleikar stærri í sniðum af þeim sökum. Hið ný- grædda land í Skógarhólum varð þó til þess að hægt var að beita hestum, sem fara áttu í langferð að mótinu loknu, á iðjagrænan töðuvöll. sýndar í dómhring. Fyrstar voru hryssur sýndar með afkvæmum. Þar stóð fremst Gletta frá Laugar nesi eign Sigurðar Ólafssonar. Af yngri hryssum stóð fremst Fjöð ur frá Sandhólum eign Helga Jó- hannessonar og hlaut hún Flugu- bikarinn, sem gefinn er af land- búnaðarráðuneytinu. Þessu næst fóru fram íþrótta sýningar á hestum sem gerðar voru fólkinu til gamans og hlát- ursstundar. Krakkar sýndu fim- leika á hestbaki undir stjórn Hópreið á sýningarsvæðl. Myndirnar tók vig. ur stóð hinn frægi góðhestur Boga Eggertssonar, Beykjavík, Stjarni. Um kvöldið fóru fram kappreið ar og er þeim lýst á öðrum stað 1 blaðinu. Á sunnudagsmorgun voru kyn- bótahross sýnd í dómhring, en að loknu roatarhléi riðu hestamenn fylktu iiði inn á skeiðvöllinn og tóku þátt í hópreiðinni 486 mannj þrátt fyrir mjög óhagstætt veður. Er ekki vafi á því að þessi hóp- reið hefði verið mun fjölmennari ef veður hefði verið gott, en tókst þó vel. Þegar hestamenn stigu af baki I dómhring gekk séra Eiríkur J. Eiríksson prestur á Þingvöllurn í stólinn og flutti hugnæma bæn. Síðan flutti landbúnaðarráðherra Ingólfur Jónsson ræðu og ræddi Bezti gæðingurinn, Stjarnl Boga Eggeríssonar. Rosemarie Þorleifsdóttur og Sunn lendingar og Reykvíkingar kepptu i naglaboðreið við hlátur áhorfenda. -- XXX --- Þá voru góðhestar sýndir í dómhring og dómum lýst. Fremst gildi hestsins og hin mjög sv» breyttu viðhorf í sambúð manna og hesta. Hann lauk máli sínu með þessum orðum: „Þjóðin mun aldrei héðan í frá vanmeta hestinn, þarfasta þjón- Framhald á bls. 15. ingnum hafði Sigurður Haralds- son á Hellu og hefir hann unnið mikið og gott starf og staðið vel í stöðu siniii. Það sem ég heyrði Wá... Steinþór Gestsson. Á laugardagsmorguninn setti Steinþór Gestsson form. L. H. mótið með ræðu. Að loknu máli hans voru ky-nbótahestar sýndir í dómhring, fyrst þeir sem komu með afkvæmum sínum en síðan einstaklingar. Svipur úr Eyjafirði eign Harald ar Þórarinssonar, Laugalandi, stóð fremstur kynbótahesta með afkvæmum og hlaut hann Sleipn isbikarinn gefin af Búnaðarfélagi íslands. Af ungum stóðhestum, sem sýndir voru sem einstaklingar, stóð fremstur Glóblesi frá Ey- vindarhólum, eign Hrossaræktar sambands Suðurlands og hlaut hann Faxabikarinn gefinn af Flugfélagi fslaads h.f. Ekki vinnst í þessari frétt tæki færi til að segja nánar frá þess- um sýningum. -- XXX --- Eftir hádegið voru hryssur Heiðursverðlaunahryssur á dómpalli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.