Morgunblaðið - 17.07.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.1962, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. júlí 1962 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22460. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. UMRÆÐUR UM EFNAHA GSBANDALA G jóðviljinn“ hefur tvívegis birt rosafregnir í til- efni af skeyti frá NTB- fréttastofunni, þar sem svo virtist sem Adenauer kansl- ari hefði í ræðu vikið að Is- landi. Eins og getið var um í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag, barst því einnig nefnt slceyti. Þar sem það var ó- glöggt og þar að auki vitað að enginn fótur var fyrir því að ísland hefði sótt um aðild að Efnahagsbandalag- inu, lét Morgunblaðið kanna ræðu Adenauers kanslara og í skeyti frá AP-fréttastof- unni segir, að nákvæm at- hugun á ræðu hans hafi sýnt að hvergi hafi verið minnzt á ísland. Segja má að kommúnista- blaðið hafi haft nokkra af- sokun, þótt það hefði gjam- an mátt kanna málið betur. En meginatriðið er, að hér er um misskilning að ræða, eins og ljóst er af viðtali því við Ólaf Thors, for- sætisráðherra, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. ís- lendingar hafa ekki sótt um neinskonar aðild að Efna- hagsbandalaginu og munu ekki gera fyrr en Alþingi hefur fjallað um málið, en þar að auki mim það á mis- skilningi byggt, að Adenau- er hafi svo mikið sem nefnt ísland á nafn. Morgunblaðið skýrði einn- ig frá þvi að rækilega væri fylgzt með gangi Efnahags- bandalagsmálsins og áhrif- um þess á íslenzkt atvinnu- líf. Starfshópar, sem hafa mismunandi verkefni, starfa stöðugt til að glöggva sig á málunum og náið samstarf er haft við hinar ýmsu at- vinnugreinar. Frumskilyrði er líka, að sem allra gleggstar .upplýs- ingar liggi fyrir, þegar Al- þingi þarf að fjalla um mál- ið. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá mun Efnahagsbandalagið hafa mikil áhrif á aðstöðu ís- lenzkra atvinnuvega og þess vegna væri óverjandi annað en fylgjast sem rækilegast með framvindu málsins. HESTAMENNSKA IT'jórða landsmóti hesta- *■ manna er nú lokið og mun það hafa verið eitt glæsilegasta hestamannamót, sem hér hefur verið haldið. Þótt íslenzki hesturinn gegni nú nokkuð öðru hlut- verki en fyrr á öldum, þá hefur hestamennska á ný verið hafin til vegs og virð- ingar og er það ánægju- efni. Nú má líka segja, að yfir- leitt sé meðferð hesta miklu betri en hún oft var fyrr- um. Þá skorti tíðum fóður og nauðsynlegt var að nota hestinn í ófærð og erfiði. Nú er hesturinn í ríkara mæli notaður til ánægju- auka og flestir þeir, sem hyggjast hafa gleði af hest- inum, hljóta um leið að sjá vel um hann. Hestamannamótin eru vel til þess fallin að glæða á- huga ungra og eldri á hesta- mennsku. Þessvegna er á- nægjulegt að þau skuli hald- in. — HLUTVERK BLAÐA IT'lestir blaðamenn munu nú * orðið telja það megin- skyldu sína að leitast við að komast að hinu sanna og skýra rétt og hlutdrægnis- laust frá *taðreyndum. Blöð- in geta þó auðvitað haft stefnu og túlkað mismun- andi sjónarmið. Eitt íslenzkt blað, Tím- inn, telur að „stefnan“ eigi að vera sú að falsa stað- reyndir, hvenær sem það er talið henta í pólitískum til- gangi, og er nú svo komið að naumast dettur nokkrum manni í hug að líta í það blað, ef hann ætlar að afla sér réttra upplýsinga um staðreyndir. Glöggt kom þetta eðli blaðsins í Ijós þegar ritstjóri þess, Þórarinn Þórarinsson, kom á hlaupum inn í borg- arstjóm Reykjavíkur, þegar kjör fór fram í Sogsstjórn. Síðan ómerkti hann öll orð borgarfulltrúa flokksins, Þórðar Björnssonar, birti ekkert þeirra, heldur eigin túlkun, sem honum var jafn ljóst og öllum öðrum að var byggð á hreinum ósann- indum. Sl. sunnudag gaf einnig að líta smásýnishom af „fréttamennsku“ Tímans. — Þar er rætt um hrepps- nefndarmálefni á Stokks-' eyri og þá staðreynd, að Sjálfstæðismenn fengu kjör- inn sveitarstjóra með at- kvæðum kommúnista. Síðan segir: % Vílja heldur borða gras Tirana 16. júlí — NTB — Forsætisráðherra Albaníu, Methmet Shehu, lýsti því yfir á albanska þinginu í dag, að AI- banir vildu frekar borða gras, en taka á móti lánum eða annars- konar hjálp frá Vesturlöndum. Frá þessu skýrði albanska frétta stofan ATA. ★ ★ f ræðu sinni sagði Shébu enn- fremur, að þeir, sem álíti að Al- banía selji sig fyrir þrjátíu silf- urpeninga hafi á röngu að standa. Þjóðin vilji frekar berj- ast til dauða, en lifa í þrældómi. Shehu bar lof á Pekingstjórn- ina, sem hefði hjálpað Albaníu, þegar þörfin var mest. Hann vítti sérfræðinga frá Sovétríkj- unum, sem fóru frá Albaníu fyr irvaralaust, en hrósaði albönsk um verkfræðingum og öðrum sérfræðingum, sem ekki gáfust upp fyrir erfiðleikunum. Shehu ásakaði júgóslavneska endurskoðunarsinna, sem hefðu ásamt heimsveldissinnum ætlað að steypa stjórn Albaníu. Þing Albaníu, sem krjörið var 3. júlí sl. fól í dag stjórn Mehmet Sbehu að taka við völdum á ný og einnig samiþykkti þingið út- nefningu Hadji Loocthi í embætti forseta landsins. Líðan Ohurchills Batnandi 44 London 16. júlí (NTB) Læknar á Middlesex sjúkra húsinu, þar sem Sir Winst- on Churchill hefur legið frá því, að hann var fluttur lær- brotinn til Englands frá Monte Carlo, segja í tilkynn ingu, sem þeir sendu frá sér í dag, að líðan Churchills fari batnandi. Ghurchili sat nokkra stund í stól í morgun Er það í fyrsta sinn, sem hann fer fram úr rúminu frá því að hann fékk æðabólgu eftir að gert hafði verið að lærbrotinu í London. ★ ★ Leopoldville 16. júlí (NTB) Cyrille Adoula, forsætis- ráðherra Kongó, gerði fyrir skömmu breytingar á stjórn sinni og fækkaði ráðherrum um tæpan helming. Kongó- þing samþ. hina endurskip- lögðu stjórn í dag með 60 at kvæðum á móti 44. Þetta atkvæðamagn hefði ekki nægt til að samþykkja nýja stjórn. | Föstudaginn 13. júlí sl. var baki í myndavélina er úr rúss meðfylgjandi mynd tekin af nokkrum vestrænu fulltrúun- um á friðarþinginu í Moskvu, sem stóðu fyrir mótmælafund inum á Rauða torginu. Hér halda þeir upp mótmælum sín um gegn kjarnorkusprenging- um Rússa, áður en fundurinn hófst. Sem kunnugt er, dró til | tíðinda á torginu er friðar- þingmenn hugðust flytja á- vörp til þess að mótmæla öll um tilraunum með kjarnorku- vopn, rússneskum sem banda rískum. Var þeim bannað að halda áfram fundarhöldunum og sagt, að þeir gætu haldið’' mótmælafundi heima hjá sér, en ekki í Rússlandi. Á myndinni eru talið frá vinstri: Wayne Mills frá Cali forníu, kona hans og Ronald V. Sampson kennari við há- skólann í Bristol. Sá sem snýr nesku öryggislögreglunni. Vín 16. júlí (NTB) Austurískir bændur stöðv- uðu í dag alla umferð á fjöl- förnustu þjóðvegum landsins Komu þeir með hundruð dráttavéla, sem þeir stilltu upp á veginum. Aðgerðir þessar sögðust bændur gera til þess að mótmæla hækkun um á iðnaðarvörum. „Og Morgunblaðið sagði á eftir, að þetta væri allt í lagi, því að kommúnistar hefðu boðið svo vel „að Sjálfstæðismenn mættu vel við una“!“ Hinn 1. júlí sl. birtist hér í blaðinu „Bréf sent Morg- unblaðinu" eftir Ásgeir Ei- ríkisson og var það auðkennt sem slíkt. Tíminn lætur sér ekki nægja að slíta eina setningu í máli Ásgeirs úr samhengi og breyta henni lítið eitt, heldur er því bætt við að Morgunblaðið hafi sagt, „að þetta væri allt í lagi“. HVER ER TIL- GANGURINN? F'kki er óeðlilegt að menn velti fyrir sér, hver sé I tilgangurinn með fullyrðing- um Tímans um það að Morgunblaðið telji hreint ekki fráleita samvinnu við kommúnista, þó blaðið hafi marglýst því yfir, að það telji hana óverjandi. Tilgangurinn getur naum- ast verið nema einn, þ.e.a.s. að undirstrika að kommún- istar séu ekki verri en það að allir flokkar geti hugsað sér samvinnu við þá. Þegar nógu rækilega er búið að undirstrika það, að í íslenzku þjóðfélagi séu engin öfl, sem í einlægni vilja berjast gegn kommún- isma, telur Þórarinn Þórar- insson og vinstri armur Framsóknarflokksins að auð- velt verði að kúga þá flokks- menn, sem telja megin- skyldu Framsóknarflokks- ins sem lýðræðisflokks að berjast gegn ofbeldisöflum. Þá verði hægt að taka upp hið langþráða samstarf við kommúnista um landstjórn- ina, ef svo færi að styrkur sá, sem Framsóknarmenn veita þeim við hvert tæki- færi í verkalýðshreyfing- unni og víðar, nægi til þess að þesslr tveir flokkar fengju sameiginlegan meiii- hluta á Alþingi. Það er nauðsynlegt að menn geri sér rækilega grein fyrir þessum fölsunar- skrifum Tímans. Almennt er fréttafölsun slæm, því að hún miðar að því að vilia um fyrir almenningi og rýra. traust hans til blaða og stjórnmála almennt, en þessi þáttur hennar á að gegna víðtækara hlutverki, þ.e.a.s. að auðvelda pólitískum tækifærissinnum samstarf við erindreka heimskomm- únismans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.