Morgunblaðið - 17.07.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.07.1962, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 17. júli 1962 MORGUWBLAÐlh 23 »>*WW< • • • — ffl|^^A^v.ry?W-.v<^A»}W^AW.v^V ......V^v • ax' w^. /-.■.v.s;.s>.:,. -.• • • — Lange .y..;.s...>>:.;w.;sr.;.:.~>y.:^w: Framih. af bls. 24. væna urriða þar sem hún var ofar í ánni og voru hjónin bæði hin ánægðustu með veið ina. Um kvöldið bauð forseti Lange og fylgdarliði til kvöld verðar í veiðiheimdlinu á Laxamýri, og var dvalist þar til miðnættis. Auk utanrikis- ráðherrahjónanna norsku voru G-uðmundur í. Guðm- undseon, utanríkisráðherra og frú, I>orleifur Thorlacius, for- setaritari og frú og Knud Fryd enlund einkaritari Lange með í förinni. Frá Laxamýri var haldið til Mývatns, og á sunnudag- inn var Mývatnssveit skoðuð Fór Lange m.a. í Slútnes og Dimmuborgir. Veður var gott sól af og til og enginn mývarg ur. Síðdegis var haldið til Ak- ureyrar og flugu ráðherra- hjónin og föruneyti til Reykja víkur árdegis í dag. í Síðdegis fór Lange til Hveragerðis og skoðaði þar gróðunhús o.fl. — Fréttaritari Óttar vann Frú Lange með þrjá væna urriða, sem hún fékk í Laxá Geysilegur drykkjuskapur í Skógarhóium G f FURLEGUR drykkjuskapur var á Landsmóti hestamanna, eem haldið var í Skógarhólum um helgina. Var ástandið aðal- lega slæmt aðfaranótt sunnu- dags, en þá sendi lögreglan í bæinn 43 manns í áætlunarbíl í 3 ferðum, fjölmarga í hand- járnum. Flugbjörgunarsveitin fór með 8 í járnum í bæinn. Alls telur lögreglan að fjar- íægðir hafi verið um 80 manns ellan tímann, ýmist ósjálf- bjarga menn af drykkjuskap eða flangsandi menn og áreit- andi náungann. Einn drukkinn maður sló konu rothögg í höf- uðið og var hún flutt í sjúkra- bíl í bæinn, en var komin til meðvitundar er bíllinn kom. Árásarmaðurinn var handtek- inn. Geymdi lögreglan óspekt- arseggi í lögreglubíl og sendi þá sér í hópum. Sverrir Guðmundsson, lög- regluvarðstjóri, sem var fyrir lögreglumönnum inni á svæð- inu, segir það almennt álit lög- regluþjónanna að þeir hafi ekki áður lent í að þurfa að fjar- lægja svo marga af sveita- ekemmtun, sem þó eru oft elæmar, enda hafi lögreglan tekið málið fastari tökum nú en áður hafi verið gert. Orsök Hver só R-11119? ' A FÖSTUDAGSMORGUNINN var bílnum R 11119 lagt á bíla- etæðinu við Vonarstræti gegnt Steindórsiprenti. Er eigandinn vitj eði bílsins um miðnætti aðfara- rótt laugardags veitti hann því eftirtekt að takki á ljósasviss var horfinn úr mælalborðinu. Við nánari eðgæslu kiom i ljós eð bílnum hafði verið ekið um 800 km., og vantaði á hann olíu. Fannst takkinn lokis undir mæla- borði, festur við leiðsliur. Hefur bílnum greinilega verið stolið og ekið mikið en skilað aftur á sama etað. Bíllinn er aif gerðinni Fiat Œ'100 og er ljósgrænn á lit. í>eir, eem kynnu að hafa orðið varir við bílinn í aketri á föstudagiim, eða séð eiinhvern taka hann á bíla Stæðinu, eru vinsamiegéist beðnir eð gera rannsókmar log reg lunni •övart. þessa mikla drykkjuskapar tel- ur hann auglýsingarnar, sem birtar voru um dans á skemmt- uninni á laugardagskvöldið. — Það hafi dregið að allt þetta fólk, sem eltir uppi slíkar samkomur. — Um kvöldmatar- leytið kom slæm sending í á- ætlunarbílnum, og þá sáum við hvað var að gerast, segir hann. Sumir af þessum handteknu kom ust ekki einu sinni inn á svæð- ið. — Sverrir segir, að á föstudag- inn hafi allt farið vel fram. Hestamenn margir verið með gleðskap það kvöld og önnur kvöld, en þeir hafi yfirleitt haldið sig í hópum og sungið og skemmt sér í tjöldunum, en ekki þurft að hafa afskipti af þeim. Hafi aðeins einn reið- klæddur maður verið í hópi þeirra, sem fjarlægðir voru á laugardagsnóttina. Skátar önnum kafnir við slysavörzlu 10 lögregluþjónar voru við vörzlu á laugardagskvöldið, og fengu að auki hjálp hjá lögregl- unni í þjóðgarðinum og eins var 15 manna flokkur af skát- um lögreglunni til mikillar að- stoðar, fóru m.a. með jöfnum miHibilum um svæðið og hirtu upp ósjálfbjarga menn. Hjálparsveit skáta var önn- um kafin alla laugardagsnóttina við að gera að skeinum manna, sem til slysavörzlu þeirra leit- uðu, en meiri háttar meiðsli urðu ekki utan þess að kona var slegin, eins og áður er sagt, og einn maður var fluttur í bæinn með gapandi sár á kinn. Á sunnudagskvöldið vildi það óhapp til að maður, Bragi Agnarsson, datt af hestbaki og handleggsbrotnaði. Skúli Sveinsson, varðstjóri, sem sá um vörzlu í þjóðgarð- inum og aðstoðaði í Skögarhól- um, sagði að meðal þeirra sem sendir voru í bæinn hafi verið nokkrir, sem fjarlægja þurfti niðri í Valhöll og þaðan hafi verið sendur bíll með 9 mönn- um um miðjan dag á laugar- dag. Skúli segir að þeir sem fjarlægja þurfti, hafi verið mest unglingar úr Reykjavík. Tíndir upp út um holt og móa Sverrir Guðmundsson, lög- regluvarðstjóri, segir að lög- regluliðið og skátarnir hafi verið að tína upp ósjálfbjarga menn, sem höfðu lagzt fyrir úti um holt og móa í rigning- unni, fram á morgun á sunnu- dag. Síðast fluttu lögreglu- mennirnir með sér í bæinn ná- unga, sem þeir þekkja úr Hafn- arstrætinu, og voru þarna líka komnir, auðvitað vegalausir og auralausir. — Bjarfsýnn Framh. af bls. 1 handa en vera jafnframt stein- blindur á sjónarmið annarra og hagi. í>etta raskar þó ekki því að í vissum efnum verða ís- lendingar að fara gætilegar en aðrir vegna smæðarinnar. En það á við í öllum þeim efnum, sem ég áðan nefndi. — Eruð þér bjartsýnn á lausn málsins? — Já, ég er það og bjartsýni min byggist á því, að enda þótt ég viti að íslendingar stefna málefnum sínum í voða, ef þeir einangrast frá vestrænum bandalagsþjóðum, þá hef ég af nokkrum kunnugleika fyllstu trú á því að sérstaða okkar njóti mikils skilnings hjá vin- um okkar og bandamönnum. — Hvert verður næsta skref- ið? - Næst mun ríkisstjórnin at- huga málið í ljósi þeirra upp- lýsinga, sem fyrir liggja, eftir síðustu umræður. Mun það verða á næstunni. — Hvenær gerið þér ráð fyr- ir að dragi til úrslita? — Um það get ég ekkert sagt með v-issu, en mér kæmi ekki á óvart, þótt það yrði ekki fyrr en einhvern tíma á næsta ári, enda er áreiðanlega margt, sem eftir á að upplýsast, einnig í samningaviðræðum annarra þjóða sem sótt hafa um inn- göngu í Efnahagsbandalagið. — Og málið kemur fyrir Al- þingi? — Já, að sjálfsögðu. Það seg- ir sig sjálft, að auðvitað hefur ríkisstjórninni aldrei dottið í hug að slíku stórmáli yrði ráð- ið til lykta án fyllsta samráðs við Alþingi. GOLFMÓTINU í Vestmainna- eyjum lauk á sunnudagsikvöld, eftir 12 tíma viðureign þann dag. íslandsmeistari í golfi' varð Óttar Yngvason Reykjaj vík sem fór 72 holur í 307 högguim. Reykvíkiingar skipuðu sér I einnig í 2 næstu sæti. Jcihann | Eyjólfsson varð annar með, 309 höigg og þriðji Pétur' Björnsson. — Sild Framhald af bls. 24 dag hafa landað í bræðslu hér, Hannes Lóðs, 706 mál, Ásgeir 156, Huginn VE 600, Bjarni Jó hannesson 722, Reynir VE 504, Helga Björg 428, Guðmundur á Sveinseyri 194, Muninn 578, Reyn ir AK 326, Gylfi 518, Freyja ÍS 250, Jón Jónsson 760, Jón Garðar 384, Ásgeir Torfason 400 mál. Síldarverksmiðan hér hefur nú tekið á móti 100 þús. málum, en hún bræðii um 6000 mál á sólar hring. Alls hafa hér verið saltaðar 21602 tunnur, en af þeim hafa 6077 verið saltaðar hjá Óðni, 5924 hjá Óskarsstöð, 5783 hjá Hafsilfri. 4461 hjá Norðursíld, 3829 hjá Borgum og 2037 hjá Gunnari Hall dórssyni. Akureyri, 16 júlí. — Hjalteyr arverksmiðjan er nú búin að fá um 19.000 mál síldar til bræðslu. Á því eina plani, sem þar er, hef ur sáralitið verið saltað. Um helg ina komu eftirtalin skip til Hjalt eyrar með bræðslusíld: Guðmund ur Péturs með 1370 mál, Akra borg 1460, Helgi Flóvents 1546, Baldur 476, Baldvin Þorvaldsson 486, Bjarmi 728 og síldarflutninga skipið Askja með um 3000 mál. Krossanessverksmiðjunni bár ust um helgina úr flutningaskip inu Unu um 3000 mál, og stend ur löndun úr skipinu enn yfir. Þá lönduðu Björgvin 520 og Sig- urður Bjarnason 1500 málum. kvöld var Ólafur Magnússon EA að leggjast upp að með 1300— 1400 mál. í Hrísey hafa verið saltaðar samtals 2.300 tunnur síldar. Dal vík hefur enga söltunarsíld feng ið í nokkra daga. — St. E. Sig. Eskifirði, 16. júlí. — Fyrsta sildin var söltuð hér í dag. Úr Hólmanesi, sem kom með 1100 1200 tunnur, voru saltaðar 400 og var fitumagn síldarinnar 19% og Guðrún Þurkelsdóttir kom með 700 tunnur í salt. Vattanes kom með 1150 mál, sem fóru í bræðslu. Vatnajökull tilkynnti síldarbát unum í nótt, að lóðað hefði verið á mikilli síld við Papey. Vestmannaeyjum, 16. júlí. — í dag barst hingað fyrsta síldin af Austurmiðunum. Var það mb. Hringver, sem kom með um 800 mál til bræðslu, er löndun var lok ið, hélt báturinn þegar til veiða aftur. Verksmiðjan hér er tilbúin að taka síld og nýlega var aukið þróarrými hennar. Getur hún nú unnið úr 3 þúsund málum á sólar hring og er aðstaða til síldarmót- töku nú góð. — Björn. — Afvopnun Framihald af bls. 1. fallast á slíka málamiðlun til þess að samningar mættu tak- ast, en myndu æskja þess að fá að gera athuganir í Sovét- ríkjunuin, ef þau teldu að eitt- hvað tortryggilegt hefði átt sér stað innan landamæra þeirra. f ræðu, sem Dean hélt á ráð- stefnunni, sagði hann, að bandarískir og brezkir vísinda- menn ynnu nú að rannsóknum því hvort greina mætti kjarn- orkutilraunir neðanjarðar frá jarðskjálftum. Eru rannsóknir þessar í sambandi við kjarn- orkutilraunir, sem Bandaríkja- menn hafa gert neðanjarðar í Nevada. Dean sagði, að rannsóknir þessar hefðu þegar gefið nið- urstöður, sem gagnlegar gætu orðið í þessu sambandi. Kvað hann Bandaríkin fús til að_ leggja þessar niðurstöður fram til umræðu á ráðstefnunni. Dean sagði enn fremur, aS ljóst væri, að ekki væri ger- legt að komast að samkomu- lagi um afvopnun eða bann við kjarnorkutilraunum á meðan Sovétríkin hvikuðu ekki frá stefnu sinni varðandi alþjóð- legt eftirlit. Handknattleiks- mót Islands f GÆRKVÖLDI hófst fslands- meistaramót í handknattleik utanhúss á íþróttasvæði Ár- manns. Keppt var á 2 völlum. Ásbjörn Sigurjónsson, formað- ur HSÍ, setti mótið. Leikar fóru svo í gærkvöldi: í meistaraflokki karla vann Víkingur ÍR með 21:15 (11:6 í hálfleik) og FH vann KR með 24:17 (10:11). f 3. flokki (A-riðill) vann Ár- mann Njarðvík með 9:6 og í B- riðli vann Valur ÍR með 12:6. f ræðu sinni á ráðstefnunni minntist Zorin ekki á alþjóð- Iegt eftirlit, og ekkert í ræðu hans gaf til kynna, að Sovét- ríkin myndu gefa eftir í því • sambandi. Hann sagði, að Sovétríkin vildu gjarnan ræða tillögur Bandaríkjamanna um afvopnun og tillögur þeirra, sem miðuðu að því að draga úr styrjaldar- hættu í heiminum. Zorin kvað Sovétríkin vera reiðubúin til að koma til móts við Banda- ríkin á fleiri sviðum og hann vonaði, að Vesturveldin kynnu að meta þetta og sýndu það með því að semja um afvopn- un eins fljótt og mögulegt væri. Zorin lagði fram tillögur til viðbótar tillögum þeim, sem Sovétríkin hafa lagt fram til þessa: 1) Banna eigi heræfingar, sem fleiri en ein þjóð taki þátt í og þegar umfangsmeiri heræfingar fari fram eigi viðkomandi þjóð að til- kynna það áður en þær hefj- ast. 2) Þjóðirnar og bandalögin skuli skiptast á hernaðarleg- um sendinefndum til að auka skilning þeirra í milli. 3) Þjóðirnar skuli eins fljótt og hægt er koma á nánu sambandi milU þjóðarleið- toganna og aðalritara Sam- einuðu þjóðanna. 4) Að þessar tiUögur eigi að- eins að gilda þar til algjör afvopnun kemst í fram- kvæmd. Að loknum flutningi þessara tillagna sagði Zorin, að með kjarnorkutilraunum þeim, sem Bandaríkjamenn framkvæmdu nú á Kyrrahafi hefðu þeir auk- ið vígbúnaðarkapphlaupið og þar af leiðandi teldu Sovétrík- in, að undirnefndin, sem fjall- aði um bann við kjarnorkutil- raunum ætti að gera sitt ýtr- asta til að finna lausn á mál- inu, og viðræðurnar um bann við öllum kjamorkutilraunum ætti að leiða til lykta sem fyrst. í sambandi við fyrsta atriði viðbótartillögu Sovétríkjanna, sagði Zorin, að Sovétríkin væru fús til að aflýsa heræfingum innan Varsjárbandalagsins, sem 'ákveðnar hefðu verið. í lok ræðu sinnar sagði Zor- in, að Semjon Zarapkin, sem í mörg ár hefði tekið þátt í við- ræðunum um bann við kjarn- orkuvopnum fyrir hönd Sovét- ríkjanna, hefði nú að nýju tekið við starfi yfirmanns skrifstofu utanríkisráðuneytis Sovétríkj- anna, sem fjallaði um alþjóð- leg samtök og hann væri við [beztu heilsu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.