Morgunblaðið - 25.07.1962, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 25. júlí 1962
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
1 ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinssor
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HVER TRÚIR
ÞEIRRI GÖMLU
TVTÚ ER svo komið, að hinni
’ gömlu Framsóknarmad-
dömu finnst nauðsyn bera til
þess að byrja að sverja af sér
hugsanlegt samstarf við
kommúnista að afloknum
næstu kosningum. Þess vegna
er Tíminn látinn lýsa því yf-
ir í gær, að Framsóknar-
flokkurinn biðji ekki um, að
núverandi stjómarflokkar
verði sviptir þingmeirihluta
tii þess að koma hér á stjóm
„sem annað hvort verður
undir merkjum íhaldsstefnu
eða kommúnisma, heldur til
þess að hér komist á stjóm,
er lúti hvorugri þessara
stefna“.
Það er ekkert nýtt, að
Framsóknarmenn gefi hátíð-
legar yfirlýsingar fyrir kosn-
ingar um það, sem þeir ætli
ekki að gera eftir kosningar.
En svo einkennilega hefur oft
viljað til, að þeir hafa iðu-
legu verið hvað ákafastir í
að gera það eftir kosningar,
sem þeir lögðu mesta áherzlu
á að sverja af sér fyrir kosn-
ingar.
Öllum er þannig í fersku
minni yfirlýsing Framsókn-
armanna fyrir kosningamar
1956. Þá sögðust þeir. hafa
myndað Hræðslubandalagið
með Alþýðuflokknum til
þess að útrýma áhrifum hins
alþjóðlega kommúnisma á ís-
lenzk stjómmál. En ekki
vom kosningaúrslitin fyrr
kunn en Hermann Jónasson
og Eysteinn Jónsson hlupu á
fund Einars Olgeirssonar og
Lúðvíks Jósefssonar og báðu
þá blessaða að koma með sér
í ríkisstjórn. Þannig varð
vinstri stjórnin til.
Það er annað dæmi um
stefnufestu Framsóknar-
manna að veturinn 1950 fluttu
þeir vantrauststillögu á
minnihlutastjórn Sjálfstæð-
isflokksins og fengu hana
samþykkta. En nokkrum dög
um síðar gengu þeir í ríkis-
stjórn með Sjálfstæðisflokkn
um til þess að framkvæma
nákvæmlega sömu stefnu og
ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks-
ins hafði markað.
Vorið 1953, þegar ríkis-
stjórn Sjálfstæðismanna og
Framsóknarflokksins hafði
setið í 3 ár, höfðu leiðtogar
Framsóknarflokksins uppi
miklar ráðagerðir fyrir kosn-
ingar um að kljúfa þessa rík-
isstjórn.
Kosningunum lauk ogFram
sóknarflokkurinn kom, held-
ur veikari út úr kosningun-
um en hann var fyrir þær.
Þá var samstarfið við Sjálf-
stæðisflokkixm táfarlaust end
umýjað.
Þannig mótast framkoma
Framsóknarflokksins ævin-
lega af einstæðri hentistefnu
og yfirborðshætti. Sjálf mál-
efnin skipta sjaldnast
nokkru máli. Aðalatriðið er
braskið með völdin, ráð-
herrastólar handa Hermanni
og Eysteini.
Vitanlega trúir því enginn
maður, þegar leiðtogar Fram
sóknarflokksins segja í dag,
að þeir ætli sér ekki að
mynda ríkisstjórn með komm
únistum að loknum næstu
kosningum. Þjóðfylkingará-
form kommúnista og upplýs-
ingar þeirra í leyniskýrslun-
um frægu, hafa raunar þeg-
ar varpað ljósi yfir það, sem
framundan er ef Framsókn
og kommúnistar næðu meiri
hluta á alþingi. Öll þjóðin
veit líka, að Framsóknar-
menn hafa tmdanfarin 3 ár
stutt kommúnista til valda
og aukinna áhrifa af fremsta
megni, hvar sem þeir hafa
getað komið því við. Innan
verkalýðssamtakanna hefur
hnífurinn ekki gengið á mi'lli
þeirra. í bæjarstjórnum og á
alþingi hefur samvinna ver-
ið mikil og náin milli þessara
flokka og málgögn þeirra
haga málflutningi sínum
þannig, að engu er líkara en
að þeim sé ritstýrt af einni
yfirstjóm.
Engum getur því blandazt
hugur um, að það sem Fram-
sóknarflokkurinn stefnir nú
að, ásamt kommúnistum, er
þjóðfylkingarstjórn að lokn-
um næstu kosningum. Hitt
er annað mál, að mjög ólík-
legt er ,að þessum flokkum
takist að ná þingmeirihluta.
Fylgi viðreisnarstefnunnar
fer stöðugt vaxandi.. Þjóðin
viil áframhaldandi framfarir
og uppbyggingu en hafnar
glundroða og verðbólguæðí
vinstri stefnunnar.
NÝ STÓRBRÚ
í ræðu, sem Ingólfur Jóns-
son ,landbúnaðar- og sam
göngumálaráðherra flutti við
vígslu hinnar nýju brúar á
Fjallsá í Austur-Skaftafells-
sýslu, komst hann m. a. ann-
ars þannig að orði, að bygg-
ing brúarinnar væri vottur
þess, að ríkisvaldið vildi
tengja byggðarlögin saman
og létta lífsbaráttu fólksins,
sem átt hefur við langa og
mikla samgönguerfiðleika að
stríða. Brúin á Fjallsá væri
og tákn þess, að áfram væri
Gagnflaugin Nike-Seuz
grandaöi Atlas flugskeyti
Síðastliðinn fimmtudasf
beittu bandarískir vísinda
menn gagnflug af gerðinni
Nike-Seuz gegn Atlas-eld-
flaug yfir Kyrrahafi með
mjög góðum árangri
Gagnflauginni var skot
ið á loft frá Kwajalein
eyju í Kyrrahafi og í 960
km hæð yfir hafinu grand
aði hún Atlaseldflauginni,
sem skotið hafði verið frá
Vandenberg flugstöðinni í
Kaliforníu, í nálægt 7.200
km fjarlægð. Hvorug flaug
anna bar kjarnorku-
sprengju, en þær eru báð-
ar byggðar til þess að
flytja slík vopn. Gagnflug
in Nike-Seuz er þriggja
haldið með markvissum hætti
baráttunni við þær hindran-
ir, sem við væri að etja í sam
göngumálum landsmanna. —
Með hverri stórframkvæmd í
vegamálum landsmanna væri
ísland raunverulega stækk-
að og gert ríkara og byggi-
legra en það áður var. —
Fyllsta ástæða er til þess að
taka undir þessi ummæli sam
göngumálaráðherra. Brýmar
yfir hin fjölmörgu stórfljót
og ár íslands em tákn nýrra
og betri tíma. Það er ánægju
legt, að aldrei hefur verið
unnið markvísara að því en
einmitt nú að byggja brýr í
öllum landshlutum.
Brúin á Fjallsá er 138 m
á lengd og þannig ein af 10
lengstu brúm landsins. En
ennþá em margar ár óbrúað-
ar í Austur-Skaftafellssýslu
og töluvert skortir á, að ak-
vegakerfi landsins nái sam-
þrepa. nálægt fimmtán m.
á hæð.
Fregnin um þessa vel heppn
uðu tilraun Bandaríkjamanna
Ihefur vakið mikla atlhygli,
ekki sízt fyrir þá sök, að eð-
eins þrem dögum áður en til
raunin var gerð, hafði Nikita
Krúsjeff, forsætisráðherra Sov
étríkjanna lýst því yfir, að
gagnflaugar Rússa væru svo
nákvæmar, að þær gætu grand
að flugu úti í himingeiminum
f viðtali, sem fréttamenn áttu
við Sylvester, aðstoðar-land-
varnarráðherra Bandaríkj-
anna, í tilefni tilraunarinnar,
sagðist hann ekki vita til þess
að Rússar hefðu gert tilraunir
sem þessar, en svo kynni þó
að vera.McNamara, landvarn
ráðherra sagðist þess fullviss
an í þessum svipmiklu og
stórbrotnu héruðum. Aukin
tækni og verkþekking skap-
ar hins vegar stöðugt betri
möguleika til þess að sigrast
á erfiðleikunum, brúa stór-
fljótin og leggja varanlega
vegi um hina víðáttumiklu
sanda og auðnir.
SKIPBROT
KOMMÚNISMANS
Ckipbrot hins alþjóðlega
^ kommúnisma er smám
saman að verða betur og bet-
ur ljóst. Þær þjóðir, sem
skipulagi hans hefur verið
þröngvað upp á búa við skort
og erfiðleika. Mestu korn-
forðabúr heimsins, eins og
Rússland og Kína búa við
skort á brauði og aðeins stór-
felldur korninnflutningur
að bandarískar eldflaugar o>g
gagnflaugar gsetu í framtíð-
inni boðið byrgin sérhverju
gagnflaugakerfi, sem enn
hefði verið fundið. Þó er
enn eftir að fullkomna eld-
flaugakerfi Bandaríkjamanna
og þykir víst, að landvarna-
ráðuneytið muni leggja mun
meiri álherzlu á framleiðslu
og frekari rannsóknir gagn-
flauga af gerðinni Nike-Seuz
en það hefur gert hingað til.
Flugan er framleidd af hálfu
landhersins, sem hefur varið
til rannsókna og smíði henn-
ar meira en 400 milljónum
dala. Hefur hernum þótt Mc-
Namara of vantrúaður á gildi
flugarinnar en telja að það
muni nú breytast og fjárveit
ingar til frekari xannsókna
verða auðfengnari en hingað
tiL
frá vestrænum lýðræðisríkj-
um hefur bjargað Kínverjum
frá algeru hallæri.
í öllum löndunum austan
jámtjaldsins ríkir skortur á
fjölmörgum nauðsynjavör-,
um.
Á sama tíma, sem ástandið
er þannig í kommúnistaríkj-
unum, búa lýðræðisþjóðir
Vestur-Evrópu við stöðugt
vaxandi veknegun. Lífskjör
fólksins batna hröðum skref-
um og framfarir og uppbygg-
ing setja svip sinn á þjóð-
lífið.
Þessar staðreyndir segja
sína sögu um gildi lýðræðis-
skipulagsins annars vegar og
einræðisskipulags kommún-
ismans hins vegar.
Hið fyrrnefnda felur í sér
kyrrstöðu og hrörntm, skort
og þrengingar. Hið síðar-
nefnda líf, framför, þróun,