Morgunblaðið - 25.07.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.1962, Blaðsíða 1
20 siðu* ®íl’jMUll*íí#Ííí 49 árgangur 167. tbl. — Miðvikudagur 25. júlí 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússar einir gegn liti með að banni sé hlítt Telja sig þá greiða samkomulag um hann við kjamorkutilraunum of dýru verði Genf, 24. júlí. — (NTB) S V O virðist nú, sem frekari samningaumleitanir um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, á afvopnunarráðstefnunni í Genf, ætli að stranda á þeirri afstöðu Rússa, að ekki komi til mála að leyfa eftirlit á rússneskri grund með því að slíkt bann verði haldið. Til snarpra orðahnippinga kom á fundi ráðstefnunnar í dag fnilli Gromyko, utanríkisráðherra Rússa, og Rusk, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Gagnrýndu þeir hvor annan fyrir yfir- btandandi og væntanlegar tilraunir með kjarnorkuvopn. Viðstaddir fundi ráðstefnunnar eru utanríkisráðherrar Rúss- lands, Bandaríkjanna og Bretlands, er enn dvelja í Genf, en þang- að komu þeir tii að vera viðstaddir undirritun samkomulagsins um Laos. — Gromyko hélt fast framþeirri ekoðun Rússa, að þeir sæju sig Veröfall í London London, 24. júlí NTB Hlutabréf í gullnámnm féllu í kauphöllinni í London í dag. Er talið að tapið í þess um eina degi hafi numið millj ónum punda. Fjöldamargir hafa keypt slík hlutabréf undanfarið og verð því farið hækkandi. Aðal orsök fyrir því er talin hræðsla iranna við, að gengi dollarans, og þá e.t.v. annarra gjaldmiðla, yrði fellt. Yfirlýsing Kennedys, forseta á blaðamannafundinum i gær þess efnis. að gengi dollarans verði ekki fellt hefur haft þau áhrif, að menn sækjast nú ekki lengur eftir að tryggja fé sitt með því að leggja þau í slík hlutabréf. Verðfallsins gættl elnnlg í París, Brussel og Jóhannesar borg. neydda til að hefja á nýjan' leik kjarnorkuvopnatilraunir á þessu hausti, og væri það gert til þess að tryggja öryggi rússnesku þjóð arinnar. Hann sagði Vesturveldin ekki leggja annað til málanna nú en það, sem gerði vígbúnaðarkapp- hlaupið enn æðisgengnara. Hins vegar væru Rússar reiðubúnir til að reyna að finna einhvern þann samningsgrundvöll, sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Lagði Gromyko mikla á- áherzlu á, að krafa Banda- ríkjamanna og annarra Vest- urvelda um eftirlit á rúss- neskri grund, væri aðeins fram komin í þeim tilgangi að auðvelda þessum ríkjum njósnir í Rússlandi. „Á okkar dögum er ekki um að ræða neinn gullinn meðalveg milli stríðs og frið- ar, né lífs og dauða“, sagði ráðherrann að lokum. Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði ræðu Gromykos. Hann réðst mjög á Rússa fyrir afstöðu þeirra tdl eftirlits á rússneskri grund. — Hann kvað Bandaríkin ekki leita eftir því að koma fram með til- lögur, er væru þannig, að ekki leyndist í þeim möguleiki til misnotkunar á þeim réttindúm, er í þeim felast. Hins vegar kvað hann hættuna á slíkri mis- Málshöfðun vegna kjarnorkutilrauna 94 Bandarikjamenn og 92 aðrir frá um 20 þjóðum stefna kjarnorku- yfirvöldum USA og USSR notkun minni en þá hættu, sem leiddi af áframhaldandi tilraun- um með kjarnorkuvopn. Benti hann á, að það svæði, sem eftir- lit kæmi til með að fara fram á, skv. framkomnum tillögum næmi tæplega tveimur þúsund- ustu hlutum af landsvæði Rúss- lands. Gengju Rússar hins vegar að þeim tillögum um eftirlit, sem settar hefðu verið fram, myndi endir vera bundinn á kj arnorkuvopnatilr aunir. Home, lávarður, brezki utan- ríkisráðherrann, tók því næst til máls. Hann kvaðst ekki geta skilið afstöðu Rússa í þessu máli. — öll Vesturveldin væru reiðubúin að taka á sig þá hættu, sem falizt gæti í eftirliti á á Vest urlöndum. Hví gætu Rússar það ekki líka? Hvernig stæði á því, að Rússar einir teldu sig, með því að leyfa eftirlit, greiða sam- komulagi um bann við kjarn- Framhald á bls. 19. Ben Khedda læt- ur í minni pokann Viðurkennir stjórn Ben Befla gegn því að ráð jbjóðfrelsishersins verði kallað saman A L L A R líkur benda nú til þess, að Ben Bella ætli að ganga með sigur af hólmi í baráttu sinni við Ben Kliedda, um völdin í Alsír. — Bráðabirgðastjórn Ben Khedda hefur nú fallizt á að viðurkenna stjórnarnefnd þá, sem Ben Bella hefur sett á laggirnar í Tlemcen, gegn því, að ráð þjóðfrelsishersins verði kallað saman. Said, innanríkisráðherra í stjórn Ben Khedda, hélt í dag til Tlemcen, og þar mun hann hafa lagt fram skilyrði for- Þessi mynd var tekin við fi Gljúfurá sl. sunnudag. SýnirJ hún, þegar verið var að taka eitt atriði kvikmyndarinnar, sem verið er að gera eftir skáldsögunni „79 af stöðinni“ eftir Indriða G. Þorsteinsson. BíU með mannbrúðu undir stýri var látin steypast niður í gljúfrið. Honum var sleppt í brekkunni og látinn renna niður og fram af. Á leiðinni lenti hann á steinnibbu og kastaðist við það upp í loft. Var myndin þá tekin. (Ljðsm. B. Th.) sætisráðherrans fyrir viður- kenningunni. Momed Yazid, fyrrverandi upp- lýsingamálaráðherra er sagði sig úr stjóm Ben KJhedda í gær, hélt í dag fund með blaðamönnum. Þar sagði hann, að allar líkur bentiu nú til þess, að lausn myndi fást á deilum þeim, sem staðið hafa undanfarið. Sagði Yazid, að nú vœri tími til þess kominn, að einnig kæmist á í Alsír, og tekið yrði að starfa í anda samþyikktar þeirrar, sem t FRÉTTUM ríkisútvarpsins í gærkvöldi var frá því skýrt, að í vændum væru óvenjuleg málaferli í Bandaríkjunum ©g sennilega í Sovétríkjun- um. — Um 94 Bandaríkjamenn og 92 aðrir menn, flestir heims- kunnir, frá um 20 þjóðum, hafa stefnt McNamara, land- varnaráðherra Bandaríkj- anna fyrir tilraunir með kjarnorkusprengingar í and- rúmsloftinu. Ætlunin er einnig að stefna kjamorkuyfirvöldum í Sovétríkjunum fyrir hið sama. — Frh. á bls. 19 Undirrifa Rússar friðar- samning við A-Þjóðverja Genf, 21f. júlí. — (AP-NTB) — TALIÐ er, að á næstu dögum komi í ljós, hvort það er ætlun sovézkra ráðamanna að undirrita sérstakan friðarsamning við A-Þýzkaland. Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hef- ur átt tvo langa umræðufundi með Gromyko, utanríkisráðherra Rússa. Þar kom fram sú stefna Rússa, að ef Vesturveldin komi ekki fram með nýjar tillögur, sem Rússar geta gengið að, þá verði friðarsamningurinn við A-Þjóðverja undirritaður. Slíkt myndi e.t.v. þýða, að endir væri bundinn á réttindi Vesturveldanna í Berlín. Síðdegis í gær fréttist það, að Gromyko hefði beðið Rusk að fresta för sinni frá Genf um nokkra daga, svo að betra tækifæri gæfist til að ræða Berlínarmálið. Gerhard Schröder, utanríkisráðherra V-Þýzkalands, hélt heim- leiðis síðdegis í gær. Fram kom í viðræðum Grom ykos og Rusks að Rússar hafa ekki ákveðið neinn sérstakan tíma til undirritunar friðsamn- ings við A-Þjóðverja. Hefur þeirrar skoðunar og gætt með- al vestrænna stjórnmálamanna í Genf, að ekki sé víst, að það sé raunverulega ætlun Rússa að ganga frá slíkum samningum, því að það myndi hafa í för með sér, að Rússar myndu að nokkru leyti missa Berlínar- málið úr höndum sér, er a- þýzkum yfirvöldum væri ein- Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.