Morgunblaðið - 25.07.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.07.1962, Blaðsíða 16
16 MORCrWBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. júlí 1962 Alexander Fullerton Guli Fordinn mér máttu nú varla við svöna meðferð, svo að ég varð heldur en ekki feginn þegðr sólin bvarf handan við hæðirnar. Nú kom vegarkaflinn yfir Barotofjöllin, sem ég kveið hvað mest fyrir, því þarna er vegurinn bæði vond ur og beinlínis hættulegur, með lausum sandi í og háum vegar- brúnum. Beygjurnar eru flestar snarkrappar og margar þeirra blindar. Venjulega ek ég með sjötíu miílna hraða og þarna hefði ég haegrt á mér niður í þrjátíu, eða jaifnivel minna. En nú hafði ég verið á níutíu allan daginn, Og þegar ég nú lækkaði mig niður í sextíu, fannst mér ég varla mjakast áfram. Ég hélt mér nú við sextíu en herti dálítið á, hve- nær sem beinn kafli kom. Ef út í það er farið er öruggara að aka í myrkri því að jafnvel á blind- ustu beygjunum eða hryggjunum sér maður ljósið á öðrum bíl löngu fynr en maður mundi sjá bílinn sjálfan í dagsbirtu. Ég var kominn næstum alveg upp á hamarinn, þegar ég beygði íþvert til hægri og ók lengst út á hægri brún. það er að segja fast upp að klettaveggnum, því að til hinnar handarinnar var ekki annað að sjá en eitt myrkra haf, og þar hallaðist vegurinn fram af hengifluginu, en þegar ég var kominn fyrir beygjuna, ihlýt ég að hafa verið kominn á sjötíu mílna hraða. Ég kom nú út úr beygjunni og ljósin hjá mér flæddu yfir mjóan stág fram H afnsögumaður Starf hafnsögumanns í Hornafirði er laust til umsóknar frá 15. september 1962. Umsóknir, ásamt launakröfum og upplýsingum um fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 31. ágúst n.k. Sveitarstjóri Hafnarhrepps Sigurður Pálsson. Bœndur HESSIANSTRIGI íyrir heyyfirbreiðslur 72“ breiður fyrirliggjand.. — Verðið hagstætt. Sendum gegn póstkröfu um land allt. FRIÐRIK JÖRGENSEN Ægisgötu 7, Reykjavík Símar 1-10-20 & 1-10-21. — Þú ert ekki álitleg í þessum kjól, en það er ekki honum mS kenna! undan, og ég só bíl sem hafði stanzað spölkorn fram uwdan og sneri í þá átt sem ég var að fara. Hann hafði staðnæmzt yzt til vinstri — alveg frammi á hengi- fluginoi. Maður stóð á veginum, rétt við framihjólið á bílnum. Það var Lessing, og hann rétti upp hönd- ina til merkis um, að ég skyldi stanza. Líklega hafði sprungið hjá honum eða eittihvað orðið að, sem hann gat ekki bætt úr sjálifur. Líklega hefur honum alls efcki getað dottið í hug, að ég væri þegar búinn að ná í hann, líklegar hefur hann fremur hald- ið, að ég væri enn í Dar-es-Sala- am, liggjandi í hitasótt eða kann- ske feiminfi við að sýna á mér andlitið á almanna færi. Ég hélt mig áfram á hægri vegarbrún og lét bílinn hægja ofurliíitið á sér; hann hélt, að ég ætlaði ekki að svara ákalli hans, og veifaði nú enn ákafar, og nú gat ég séð, þótt tuttugu skref væru enn milli okkar, að munn- urinn á honum var opinn og hann var að æpa á mig. Ó, bara það eitt að sjá hann... .þetta mátti^vel láta líta út eins og slys! Ég var næstum farinn að hlæja... .Lessing að ákalla mig um hjálp! — það gat ekki hlægi- legra verið! En ég hafði engan tíma til að hlæja því að ég var að mæla út fjarlægðina. f>að get- ur tekið eina eða tvær mínútur að segja frá, hvemig það gerðis-t, en það tók ekki nema andartak að framkvæma það; ég var á Ihraðri ferð og hafði hann á stuttu færi. Ég hugsaði með mér: Nú! Ég steig fast á benzínið og sveiflaði bílnum til vinsitri, svo að hann hafði eíkkert rúm milli bílana, og alls engan tíma til að sleppa fram fyrir bílinn. Hann hlaut nú að gera sér ljóst, hvað ég var að aðhafast og líklega hefur ihann líka vitað, hver ég var, ef hann þá hefur haft nokkurn tíma til að hugsa. Rétt sem allra snöggvast sá ég andlitið á hon- um í ljósunum, það var um- rnyndað og afskræmt af skelf- ingu og munnurinn opinn gaf frá sér örvæntingaróp, nei, ekki óp, heldur öskur, sem ég heyrði ekki að vísu, en ég sá það. Hann fleygði sér á vélarhúsið á Pord- inum og reyndi að klifra upp á það, en var alltof seinn. Hægri framluktin hjá mér sópaði hon- um niður aftur, mölvaði á honum fæturna og sneri honum við, svo að efri hluti líkamans féll fram á vélarhiúsið á mínum bíl og höf- uðið brotnaði á framrúðunni, rétt við andlitið á mér! Ég hafði verið svo einbeittur að gefa honum engan möguleik* á að sleppa, að ég hafði faxið að- eins of langt. í>að heyrðist hræði- legt ískur í málmi, sem rifnaði og minn bíll snerist og kræktist saman við Fordinn, ég sneri stýr- inu frá Og steig á hemlana af öll- um mætti, en gjörsamlega ár- angurslaust. Loksins reyndi ég að opna dyrnar og hlaupa út, heldur en ekki neitt. en það var eins og bíllinn prjónaði og ég skall með höfuðið upp í þakið, og í sama bili tók hann að vagga og lokksins stakkst hann á trýnið eins og steypiflugvél, en ég sem var inni, hrökk af einhverjum ástæðum aftur á bak. Ég býst við, að það hafi veírið þá, sem ég fékk höfuðhöggið því að eftjr iþetta man ég ekki neitt. 17. Eftirmáli. Framhald af bréfi Carpenters: Þetta* er nú sagan, Bill. Þú veizt framhaldið. Ef þú gerir úr þessu sbáldsögu og lætur gefa ihana út, þá gætirðu þess að breyta nöfnunum. Á mig sjálfan finnst mér Canpenter vera gott dulnefni. En annars ræðurðu þvi, og ég vona, að þetta gangi allt vel. Já, eitt átti ég eftir að nefna: Ef úr þessu verður, þá láttu hana heita Jane. Næst hennar eigin nafni, er það uppálhalds- nafnið mitt. Ég hef engar áhyggjur af því, iþó að þú segir ítarlega frá, hvern ig ég drap Lessing. Þú skilur, að það var skrásett hjá yfirvöldun- um sem slys Og ef þú bara skrif- ar þetta sem skáldsögu og eyði- leggur frumritið — ég á við ihandritið mitt — hvem fjandann gerir þá til um þetta? Auk þess — ef farið væri að taka málið upp, og síðan kæra mig, eða hivað þeir nú kynnu að gera, yrðu þeir að rannsaka alla sög- una, allan þann hluta hennar, sem ehginn vildi trúa: Þræla- söluna. Þar voru þeir fljótir til að rengja mig, þó að ég skilji ekki hrversvegna. Og þá kem ég að öðru, sem ég ætti að taka fram. Það kann nú vel að vera, að það sé ekki annað en sjónhverfing, dag- draumur, eða hvað það er nú allt kallað, en hvaða sannleikur, sem 1 því kann að felast. verð ég að segja þér það. Alltaf síðan ég varð fyrir slysinu dreymir mig draum, sem er svo lifandi, að ég get ekki annað en haldið, að hann hafi raunverulega gerzt: Ég ligg á einhverju hörðu, 1 óþægi- legum stellingum og það er verið að velta mér til og frá. Þetta gaeti verið á gólfinu í bál. Það er niðdimmt og það eina, sem ég verð var, auk þessarar veltu á mér, er rödd Lessings, Og það eru alltaf sömu orðin, sem hann segir, svo að ég er farinn að kunna þau utanbókar: .....sjáðu til, bjálfinn þinn, það er ekki hægt að sanna neitt. í hvert sinn er skipt um leið og aðferð. Enginn maður fer með lestiga nema einu sinni. Verð- irnir, sem þú sást og bílstjórinn líka, eru komnir út úr landinu Og koma ekki þangað aftur. Eftir fá ár verður stofnað nýtt félag, fyrir aðeins eina ferð, og þá vexð Afgreiðslustúlka óskast strax. STAPAFELL, Keflavík Sími 1730. X- >f * GEISLI GEIMFARI X- X- X- Einhvem veginn hlýtur Draeo að hafa komizt að því, hvað er á seyði hjá okkur .... annars hlyti hann að hafa reynt í þriðja sinn. Ég held að ég bíði ekki lengur. í»að þýðir ekkert að bíða eftir gest- um, sem aldrei koma. Ég er skyndilega orðinn grútsyfj- aður. Hvað var í vatninu? ur farið eins að. Þetta er áöata- söm atvinna.... “ Röddin byrjar svona í miðju kafi, eins og grammófónplata, sem er sett í gang í miðjum klíð- um, og hún snanþagnar á þessu sama orði: „atvinna“. Þú skilur, hvað ég á við: Þetta gæti hafa verið Lessing að tala við mig á leiðinni frá veitingahúsinu til Pan Africa hótelsins, en að ég frekast veit, var ég þá meðvic* undarlaus, og man alls ekki eftir ökuferðinni. Jæja, hvað sem öðru líður, Bill, þá breyttu nöfnunum — öll- um.... Ég ætla að hafa auga með því. Það fást enskaT bækur á staðnum, sem ég er að fara til. Þú skilur, ég er að leggja af stað að leita að Jane. Ef ég finn hana, kem ég með hana aftur, og hrver veit nema við komum einihvern- tíma í heimsókn í kofann þinn. Hún mundi eftir þér — tókstiu eftir því? Þannig lauk bréfinu. Og undir iþví stóð nafn mannsins, sem ég hef kallað Carpenter. Þegar ég lít yfir það, stanza ég við þessi orð hans: ,,Þú veizt framhaldið". Og þá fer ég að hugsa: Geri ég það nú? Er eitt- hvað sem ég veit ekki en þarf að komast að, ef ég á að búa til skáldsögu úr þessu? ÍHUtvarDiö Miðvikudagur 25. .iúlí. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tónletk- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón- leikar. — 10.10 VeSurfregnir) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar), 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tölc. og tónleikar. — 16.30 Veðurfr. — Tónleikar. — 17.00 Fróttir — Tónleikar). 18.30 Óperettulög.— 18.5'' Tilkynning- ar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Lög eftir Victor Herbert (Hljóm- sveit leikur undir stjórn Man- tovani). 20.20 Skáldið Öm Arnarson; fyrra er- indi (Stefán Júlíusson rithöf- undur). 20.40 íslenzk tónlist: a) Forleikur og Dans svam ua úr ballettinum „Dimmalimm" eftir Karl O. Runólfsson (Sia fóníuhljómsveit íslands leik- ur; dr. Victor Urbancic stjórn ar). 21.10 Upplestur: „Draumamaður maðurinn", sm-ásaga eftir W. W. Jacobs. (Ragnar Jóhannesson cand. mag. þýðir og les). 21.35 Kórsöngur: Karlakórinn Lieder- kranz í Ottenberg syngur; Paul Foreseter stjórnar. 21.45 Ítalíubréf frá Eggert Stefánssyni söngvara (Andrés Björnsson les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: .Bjartur Dagsson" eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson; X. (Séra Sveinn Víkingur). 22.30 Næturhlj ómleikar: Dr. Hallgrím ur Helgason kynnir hollenzka nútímatónlist; 3. kvöld. a) Sinfónía nr. 2 eftir Leon Ort hel, (Concertgebouw-hlj ómsveit in í Amsterdam leikur. Stjórn- andi: Bernhard Haitink). b) Rytmískar stúdíur eftir Geza Frid (Hollenzka útvarpshljóm- sveitin leikur. Stjómandi: Roe- lef Krol). 23.05 Dagskrárlok. % Fimmtudagur 26. júlí. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tónleik* ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón- leikar. — 10.10 Veðurfregnir) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Á frívaktinni" sjómannaþáttur, (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. og tónleikar. — 16.30 Veðurfr. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir — Tónleikar). , 18.30 Óperttulög. — 18.50 Tilkynning- ar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: ..L’Arlesienne", avíta nr. 2 eftir* Bizet (Konunglega fílharmoníusveitin í Lundúnum leikur; Sir Thomast Beecham stjórnar). 20.20 Vísað til vegar: Leiðir að Fjalla- baksvegi (Einar Guðjohnsen). 20.35 Tónleikar: Atriði úr óperunni „Boris Godounov“ eftir Mússor- ksy (Nicola Rossl-Lemini, kór og þljómsveit San Francisco óper unnar flytja; Leopold Stokowski st j.). 21.00 Erindi: Er þörf á alþjóðamáli? (Stefán Sigurðsson kennari). 21.20 Nútimatónlist: Tokkata fyrir á- sláttarhljóðfæri eftir Carlos Oha vez (Gotham-sveitin leikur; Milt on Forsat stj.). 21.35 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: ^Bjartur Da.gssonH eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson; XI. (Séra Sveinn Víkingur). 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árnason), 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.