Morgunblaðið - 25.07.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.07.1962, Blaðsíða 8
8 rMORGlNBLAÐIÐ Laugardagur 21. júH 1962 Arni Jónsson frá Lágafelli Ol’T á dag erum við minnt á, að inilli akikar og dauðans er aðeins •itt fótrnál. Á ö-ldum ljósvakans berast okfkur diánarfregnir. Þegar ég heyrði, fyrir nakkrum dögum að Árni frá Lá.gafelli hefði þann 16. þ.m. horfið ba’k við tjaldið mikla, liðu um huga mér ótal margar hugljúfar mdnningar frá veru minni í Stykkishólmi. Árni Jónsson var fæddur að Hörgaholti í Mifelalholtshreppi 27. apríl, 1895. Foreldrar hans voru hjónin Kj-istín Hannesdóttir og Jón Þórðarson. Ungur missti Árni föður sinn. Var hann þá tekinn í fóstur af hjónunum Vigdisi Jónsdóttur og Kristjáni Elíassyni á Lágafelli. Reyndust þau þessum föðurlausa dreng hinir ágsetustu foreldrar, gerðu í engu upp á milli hans og sinna eigin barna. Hefur vin- átta og kærleikur alla tíð ríikt milli fósítursystkinanna. Á Lága- felli dvaldi Árni til fullorðins ára. Þá fluttist hann til Stykkis- hólms. Þar stundaði hann alla. vinnu, er til féll. Árni var af- burða þrifinn og vel verki far- inn. Þegar Kaupfélag Stykkis- hólms setti upp kjötbúð, tclk h&nn að sér matargerð fyrir verzl unina og starfaði við það í mörg ár. Til Reykjavíkur fluttist hann með fjölskyldu sína 1947 og vann áfram sem kjötiðnaðarmaður, þó hann hefði ekki lært þessa iðn. Hann leysti öll störfin af hendi með hinni mestu snilld. Síðast vann hann hjá Sláturfélagi Suð- urlands. Yfirmönnum Árna og samstarfs fóliki var innilega vel við hann, bíeði fyrir dugnað hans og prúð mennsku. Að eðlisfari var hann hlédrægur og fáskiptinn í um- gengni, en vinir hans gleyima etoki hlýja brosinu hans eða þétta, trausta handtakinu. Árni las ekki nema góðar bækur, var prýðilega skynsamur og minn- ugur á allt, sem hann las og heyrði. Hann var mikill dýra- vinur, hlynnti að öllum skepnum, sem hann sinnti, og vildi lóta þeim líða vel. 30. okt. 1926 kvæntist Árni eftir lifandi konu sinni, Guðbjörgu Guðmundsdóttur. Þaup stofnuðu heimili í Hólminum. Ekki byrj- uðu þessi ungu hjón búskapinn með miklum veraldarauði, en áttu það, sem meira er virði, trú og ást á lífið og skilning á hlut- verki sínu. Lengi bjuggu þau í lítlu húsi, sem stóð á grýttri jörð. Árni var blómelskur maður. í þessum ófrjóa jarðvegi tókst hon um að rækta bæði tré og margar tegundir blórna. Litli faliegi blómagarðurinn við hús þessara hjóna, sýndi, hvað iðjusamar hendur fá áorkað, þegar þeim er sjórnað af sál, sem elskar og þráir að hlú að því, sem fagurt er. Hér í Reykjavík áttu þau líka blóma- og trjágarð, og ræfct- uðu auk þess matjurtir — þetta var tómstundavinna húsbóndans. Heimili þeirra Guðbjargar og Árna var svo hreint og fínt að undrun sætti, þegar á það er litið, að oftast nær vann hún líka utan þess. Þar ríkti andi friðar og gleði hamingjusamrar fjölskyldu. Þessi prýðilegu hjón eignuðust fjögur börn: Steinunni, Jón, Kat- rínu og Kristínu, sem öll eru hinir ágætustu starfsmenn í þjóð félaginu. í vöggugjöf hafa þau fengið ágæta greind og mann- kosti góða, og veganestið úr for- eldrahúsunum var ósvikið og vel útilátið. Éig er innilega þakklát fyrir að hafa um árabil átt samleið með þessum látna vini og fjölskyldu hans. Ámi átti hreina og fölskva- lausa trú á kærleiksríkan Guð. í þeim anda vann hann öll sín störf. Dyggð hans og trúmennska «r öðrum sönn og góð fyrir- mynd. Hann gróf ekki pund sitt í jörðu, heldur ávaxtaði það. Þess vegna trúi óg, að á landi ódauðleikans bíði hans fyrir- heitið mik-la: „Þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig, gakk inn til fagn- aðar herra þíns.“ Sesselja Konráðsdóttir. ÞÓTT lífið sé daglega að sýna manni fram á hversu allt mann- legt sé fallvalt og að skjótt geti sól brugðið sumri, fór sa-m-t svo að þegar óg frétti lát Árna Jóns- sonar frá Lágafelli að ég þurfti tíma til að átta mig á fregninni, svo ólíkleg fannst mér hún. Það voru ekki margir mánuðir frá því að ég hitti hann glaðan og reifan, sama brosið og svo oft hafði laðað mig að þessum ágæta manni, lék um varir hans og spaugsyrðin til reiðu. Margt rifj- að upp frá liðnum árum. Svo fjarri var umihugsunin um skiln- að. Nú þegar þessi ágæti vinur minn hefir kvatt, langar mig til að rifja upp örlítið ok-kar kynni og um leið þakika ágæta sam-fylgd sem aldrei bar á nofckurn skugga. Kynni okkar hófust fyrir 20 ár- um. Þá var hann búsettur í Styikk ishólmi. Þangað kom ég þá öllum ókunnugur og datt síst í hug fyrstu dagana sem ég dvaldi þar að sú vera mín þar yrði svo löng sem raunin er á orðin. Stykfcishól-mur hefir jafnan ver- ið heppinn með að eiga góða borgara. Einn af þeim var Árni frá Lágafelli. Honum gat hver maður treyst. Árni var gæfumaður. Hann ei-gnaðist góða og ástríka eigin- konu, mannvænleg böm og heimili hans var slífct að eftir því var tekið. Það var til fyrir- myndar. Það var Árna sá fjár- sjóður sem hann gat aldrei full- þakkað og það lán sem öUu var meira á hans mælifcvarða. Hann fcunni líka vel að meta það og gerði sitt til að gefa því sem mest gildi. Ég man vel eftir snyrti- lega garðinum í kringum heimili þeirra hjóna í Styfckishólmi. Hann bar þeim fagurt vitni og gott var að dvelja þar og njóta ilmsins og gróðursins. Þau nutu þess í rífcum mæli. Ég minnist þess eklki að hafa séð Árna öðruvísi en í góðu skapi, sá hann aldrei breytast þótt eitt- hvað óvænt bæri að höndum. Þó var hann skapmaður mifcill, fylgdi fast fram því sem hann vissi sannast og réttast en aldrei þó á kostnað annarra. Það kom ekfci til mála. Hann var þéttur á velli og þétt ur í lund, tryggðatröl-1, snyrti- menni og trúmennska einkenndi öll hans störf. Þau hjón áttu heima í Stykkis- hólmi til ársins 1947, en þá fluttu þau til Reýkjavíkur þar sem Árni vann æ síðan við kjötiðnað. Á hei-mili hans var jafnan gaim an að koma. Sá Ijóm-i og sú snyrtimennska, sem þar var yfir öllu laðaði hvern þar að garði. Þar átti ég manga góða stund og eins eftir að þau fluttu til Reykja víkur. Öllum stóð þar opið hús. Hin gamla og góða íslenzka gest- risni var þeim hjónum svo í blóð borin að betur var hún ekki neinsstaðar túlkuð. Heimili þeirra var eitt af þei-m sem ég kom oft á í Stykkishólmi hina fyrstu daga og ár mín þar. Það var mér ómetanlegt og slíkt þakkarefni að seint verður full- þafc-kað. Ég lýk því þessum minningar- orðum með því að minnast orð- anna fornu: „Páum er Kóri lík- ur“. Vissulega var Árni fáum líkur að tryggð manndómi og göfgi í hugsun. Slíkra mann er jafnan gott að minnast. Eigin- konu hans frú Guðbjörgu Guð- mundsdöttur svo og börnum hans og vandamönnum sendi óg mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Árni Helgason. * Útför Árna Jónssonar verður gerð frá Fossvogskapellu kl. 3. í dag. Verðfall á hvallýsi MIKID verfffall hefur að undan- förnu verið á lýsi, bæffi hvallýsi og síldarlýsi, vegna hins mikla framboffs af hálfu Perúmanna. Nú nýveriff hafa norsk, brezk, hollenzk og japönsk hvalveiði- félög selt Unilever, sem er affal- lýsiskaupandinn á heimsmarkað- inum, 55 þúsund tonn af hval- lýsi fyrir 45 sterlingspund hvert tonn. Félögunum tókst ekki aff selja Unálever meira magn, þótt þau hafi aff auki yfir 100 þús. tonna birgðir. Til sama-nbuírðar má geta þess, að verðið sl. ár var 73 pund og 10 shillingar á bvert tonn, en hæst hefur það komizt 1951 þeg- ar það var 170 sterlingspumd. Verðið hefur aldrei verið lægra en nú, þegar árið 1945 er und-an- skilið. Þá var það 44 pund. í Noregi er fullyrt, að n-úver- París, 23. júlí — NTB. GEORGES Pompidou, forsætis ráðherra Frakka, hefur ákveð ið að krefjast trausitsyfirlýs- ingar af þinginu nk. mánudag. Ástæðan er aukafjárlög, sem rætt var um í fyrri viku. Þau voru þá samþykkt af neðri deildinni, en öldungadeildin felldi það. andi verð, 45 pund á tonn, nægi ekki fyrir f ram lei ðslukostn að i iþair. Er þvd Ijóst, að norsk hval- veiðafyri-rtæki a. un. k. verða fyriir töluverðu tjóni. 24 þús. tonn af þeim 55 þús., sem Unil- eveir keypti voru frá Noregi. Mlbl. hafði tal af Lofti Bjarna- syni útgerðarmanni vegna þess- arar frétta-r, sem að nokk-ru er höfð eftir „Fi-slhi-ng News“. Sagði hann, að þetta væri rétt, og nú væri erfi-tt að selja hval-lýsd. Framboðið frá Perú hefði haft áhrif á allt lýsi-srverð. Hvalveiðivertíðin hér nú er orðin mun betri en i fyrra. Þess er hi-ns vegar að gæta, að sú vertíð var einh-ver hin allra versta, og oft haf-a fleiri hvali-r verið komnir á land um þetta leyti á<rs en nú. Þetta fer eftir því hvort hvalurinn gengur nálægt landi. 1 ár hefur verið sæmilegt veður, og hval- urinn kom nærri um tíma, en hefur nú aftur lagzt frá. Er því engu hægt að spá enn um úrslit þessara-r vertíðar. Auk lýsis er unnið úr hvöl- unum mjöl, kjöt og rengi, en verð á þessum vörum nef ur verið nokkuð stöðugt að uiid-anfömu. Engin sala hefur verið á hval- skíðum um nokkur ár. Stúlkurnar, sem vinna að því aff fegra bæinn og prýða eru vinsælar fyrirsætur ljósmyndaranna. Hér er ein þeirra á Austurvelli. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) 1312 nemendur voru í Vogaskóla LOKIÐ er þriðja starfsári Voga- skóla. Landsprófsdeildum skól- ans v-ar sagt upp 14. júní, en öðr um gagnfræðadeildum og barna- deildum 30. maí. í skólanum voru alls 1312 nem endur í 58 bekkjardeildum, 878 í 33 barnadeildum, 25 í 11 ungl- ingadeildum og 109 í 3. bekk gagnfræðastigs, en hann skiptist í alm. bóknámsdeild, verzlunar- deild og tvær landsprófsdeildir. Kennarar skólans voru alls 47, þar af 38 fastir, en stunda- kennarar 9. Vogaskóli er fyrsti skólinn Félag búsáhalda- og járnvöra- kaupmanna AÐALFUNDUR Félags bús- áhalda- Og járnvörukaupmanna var 'hal-dinn 11. maí sl. Formaður flutti skýrslu um starfsemi félags ins á liðn-u ári. í stjórn félagsins voru kosnir Björn Guðmundsson, formaður, en meðstjórnendur Páll Jóhannesson og Sigurð-ur Sigurðsson. í varastjórn voru kosnir Jón Þórðarson og Bjarni Kristinsson. Pulltrúi í stjórn Kaupmannasamtalkanna var kjör inn Bjöm Guðmundsson en til vara Guðm-undur Jónsson. Bifvélavirkjar semja SAMIÐ var við Félag bifvéla- virkja á föstudag um kaup og kjör, Fá bifvélavinkjar alls um 9.7% launahækkun (4% inni- falin) í lægsta launaflokiki, en viðbótarhækkun er þeim til handa, sem unnið hafa 3 eða 5 ár hjá sama fyrirtæ-ki. Smávæ-gi legar breytingar verða á vinnu- tíma. Samningurinn gildir frá og með 22. júní sl. og gildir til 15. april 1964. Segja má honum upp með mánaðarfyrirvara, ef visi- tala hækkar um vissan stiga- fjölda eða verðgildi isl. krónu breytist. hér á landi, sem byggður er og þegar tekinn til nota fyrir allt barna- og gagnfræðastigið Geta nemendur skólans stundað þar nám samfellt í 10 ár, og munu fyrstu gagnfræðingar skól-ans að forfallalaus-u útskrifast næsta vor. Fyrstu barn-aprófsnemend- umir luku prófi í vor. Þurfa þeir ekki að skipta um skóla, er þeir færast á gagnfræðastigið en hins vegar er húsnæði skipt í þrjár megin álmur: Fyrir yngri deildir barnastigs, fyrir eldri deildir bamastigs og fyr- ir gagnfræðastigið. Lei-ksvæði verða einnig aðskilin. Barnaprófi luku 116 nemend- ur. Þar af hlutu 15 ágætiseink- unn. Hæst var Sólveig_ Jónsdótt- ir (aðaleink. 9,69). í 1. bekk gagnfræðastigs varð Baldur P. Hafstað hæstur (9,51). Unglinga prófi lauk 191 nemandi. Hlutu tveir ágætiseinkunn: Guðrún Zoega 9,40, og Steinunn P. Haf- stað (9,20). í almennri bóknáms deild 3. bekkjar varð Hafsteinn S. Hafliðason hæstur (7,54), í verzlunardeild varð Áslaug Harðardóttir hæst (8,00). Af 27 nemendum landsprófsdeilda, er hlutu framhaldseinkunn, fengu tveir ágætiseinkunn: Þorsteinn Helgason 9,47 og Viðar Ólafsson 9,32. Við skólaslit afhenti skóla- stjórinn, Helgi Þorláksson, ýms- um nemendum verðlaun fyrir námsafrek, frábæra ástundun, háttvísi, og ýmis störf í þágu skólans. Lýsti hann vetrarstarf- inu, sem hefur verið mjög fjöl- þætt og gengið vel, þrátt fyrir mikil þrengsli. En nemendum s-kól-ans fjölgar svo ört, að ætíð skortir hú-snæði, þótt sífellt sé að byggingum unnið. Að hausti verður til-búin 3. álma skólans og þá hægt að koma við að mestu hinni aðskildu deildaskipt ingu, sem fyrirhuguð er. Enn skortir hins vegar allar eigin- legar sérkennslustofur, sam- komusal o. fl. Verður úr bvi bætt svo fljótt, sem tök leyfa. Getur skólinn þá orðið sú menn ingar- og félagsmiðstöð, sem hon um er ætlað. Við skólalok kvaddi skóla- stjóri nemendur og kennara með árnaðar- og þakkarorðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.