Morgunblaðið - 29.07.1962, Blaðsíða 3
i
f Sunnudagui 29. júlí 1962
MORGl’NBLAÐIÐ
Á þriðjudagskvöldið kom
'hingað til landsins ítalski mál-
arinn Piah Annigoni, sem m.a.
er kunnur fyrir málverk, sem
hann hefur gert af brezku kon
ungsfjölskyldunni. Við hitt-
um Annigoni sem snöggivast að
máli i fyrrakivöld, hann var
Iþá nýkominn úr ferðalagi,
hafði tekið Volksvagen á leigu
hjá Fal h.f. og ekið austur
fyrir fjall, í Grímsnesið og
kom til bæjarins um Þingvöll.
— Fenguð Iþér gott veður
spurðum við, í þeirri vissu að
landið hlyti að hafa heillað
málarann „og engin lýsingar-
orð væru nógu sterk“, eins og
svo margur ferðalangurinn seg
ir um þessar mundir. En hann
hafði ekki fengið sérstaklega
gott veður, heldur grátt, —•
var iþó heldur vongóður um
að fagurrauð ikvöldsólin vissi
á bjartara.
— En við sáum margt
fallegt, fjölda af fögrum klett-
um giljum og ám. Landið ykk-
ar er óvenju óspillt.
— Hvaða stefnu fylgið þér
í málaralistinni? Exipression-
isma, kubisma eða einhverju
nýrrtu
Málaöi Kennedy
í skrifstofunni
— ítalski mdlarinn Annigoni gerir
skissur af íslenzku landslagi
— Nei, alveg hinu gagn-
stæða natúralisma.
— Og hafið þá e.t.v. heldur
lítið álit á því sem kallað er
nútímalist.
— Það myndi taka mig
langa stund að gera viðhlít-
andi grein fyrir skoðunum
mínum á málaralist. Persónu-
lega skiptir mig ekki máli
hvort maður er natúralisti eða
ekki. Það er listtúlkunin sem
öllu varðar. Eg held, að hið
mikla magn nútíma málverka,
sé að einhverju leyti háð mark
aðsmöguleikunum. Við vitum
t.d. að fólk, sem á mikla pen-
inga, en litla þekkingu á sögu
listar og artfleifð, káupir oft
málverk, sem því er sagt að
séu í tízku. Og við vitum líka
að þetta fólik er fært um að
skapa nokkurs konar hiefð. Eg
efasit ekki um að margir nú-
tímamálarar eru einlægir og
góðir listamenn, sem eru að
reyna nýjar leiðir og þeir eru
mikils virði — en í mörgum
tilfellum tel ég nútíma málara
eyðileggja meira en þeir
byggja upp. Það verður tím-
ans að meta verk 'þeirra.
— Eruð þér búsettur í
Englandi?
— Nei, heimili mitt er í
Florenz, en síðan 1949 hef eg
dvalizt nokkra mánuði á -ári
ihiverju í Englandi.
— Eruð þér hingað kominn
til að mála?
— Já, landslag, þ.e.a.s. ég
ætla að dveljast hér í nokkra
daga og gera skissur af ýmsu
sem fyrir augun ber — en
landið er slíkt að hér þyrfti
langan tíma.
— Þér eruð kunnur fyrir
málverk af brezku konungs-
f j öl sky 1 du nni ?
— Já, hef nýlokið við mál-
verk af Philip prinz. Það er
annað málvergið, sem ég mála
aif 'honum. Hið fyrra var gert
árið 1956, árið eftir að ég mál-
aði drottninguna. Marg.réti
prinsessu málaði ég 1957. —
— En Armstrong Jones?
— Hann þekki ég vel, en þá
var hann enn ljósmyndari.
Síðustu mánuðina hef ég einn-
ig málað Kennedy Bandaríkja-
forseta og Páfann í Róm.
— Hvernig kunnið þér við
Kennedy?
— Það var með nokkuð
óvenjulegum hætti að ég mál-
aði Kennedy. Hann er maður,
sem á óskaplega annrikt og
mátti helzt aldrei vera að því
að sitja fyrir. Það varð úr að
hann bauð mér að vera í skrif-
stofunni sinni 5—6 klst. á dag
meðan hann var að vinna. Af
því sem ég sá til hans fékk
ég þá hugmynd að hann sé
maður, er leggi sig allan fram
• við þau verkefni, sem hann
fæst við og fylgi þeim fasit
eftir. Það kom mér mjög á
óvart, að hann ræddi við sam-
starfsmenn sína frjálst og
óihindrað, um hin og þessi mál,
þótt ég væri viðstaddur. Eg
býst við að fæstir hefðu gert
svo, en þetta var mjög
skemmtilegt og bandarískt. —
Eflaust hefði margur blaða-
maðurinn viljað vera í mínum
sporum þá daga.
— Heyrðuð :þér eitithivað
sérstaklega spennandi?
— Þeir ræddu ýmis mál,
mikið innanríkismál en einnig
utanríkismál, þetta var í des-
em'ber og Kongómálið bar
oft á góma.
— Kynmtust þér forseta-
frúnni? — hún er sögð afar
listelsk kona.
— Eg hitti hana, en get vart
sagt, að ég hafi kynnzt henni
mokkuð. Hún virtist mjög
áihugasöm og vel að sér.
Elskuleg kona.
— En ef við bregðum okk-
ur til Róroaborgar, hvernig
var að mála Páfann?
— Afar gott. Hann er
óvenju afchyglisverður og góð-
ur maður. Það hafði mikil
áhrif á mig að mála hann og
hlýða á hann Hann virðist
standa utan við dægurþras
heimsins en þó fylgjast með
því úr fjarlægð.
Framleiðsluráðsiögunum
verði breytt
Frá bœndafundi í Viðihfí'ð
Almennur bændafundur hald
Inn að Víði'hlíð 6 júlí 1962 álykt
ar eftirfarandi:
1. Fumdurimn telur að reynsla
eú, sem bændur hafa fengið af
núgildandi lögum um framieiðslu
páð landlbúnaðarins, verðskrán-
inggu, verðmiðlun og sölu á
landbúnaðarafurðum o.fl., hafi
ek'ki skapað bændum það verð
fyrir framleiðsluvörur þeirra
eða þau skilyrði til lífsafkomu,
sem þeir 'hafi vænzt, og geti við
unað, og að fenginni reynzlu sé
ekki hægt að búast við að þau
geri það framvegis án breytinga.
Þessvegna telur fundurinn ó-
hjákvæmilegt að lögunum verði
breytt þannig að þau tryggi bet
ur hag bændastéttarinnar en nú
Telur fundurinn að eftirfar
andi breytingar séu nauðsynleg
ar:
a) Að það sé fram tekið í lög
unum að söluverð landbúnaðar
afurða á innlendum markaði sé
við það miðað að bændur búi við
svipuð kjör og aðrar sambæri-|
legar vinnustéttir hafa á hverj-
um tima, þar með talið að fullt
tillit sé tekið til vinmustunda-
fjölda bænda við framleiðsluna.
b) Að það sé tekið fram í lög
unum að bænduom skuli reiknað
ir vextir af bví stofnfé, sem bund
ið er í framleiðslunni á hverjum
tíma og að hæfilegar fyrningar
séu reiknaðar af nauðsynlegum
3
Séra Jónas Gislason:
Fjallræðan
, J>VÍ að ég segi yður, ef réttlæti.
yðar tekur ekki langt fram rétt-1
læti fræðimannanna og fáríseanna,
komizt þér alls ekki inn í himna
ríki. — Þér hafið heyrt, að sagt
var við forfeðurna: Þú skalt ekki
morð fremja, en hver, sem morð
fremur, verður sekur fyrir dómin-
um. En ég segi yður, að hver.
sem reiðist bróður sínum, verður
sekur fyrir dóminum, og hver, sem
segir við<bróður sinn: Bjáni! verð-
ur sekur fyrir ráðinu, en hver,
sem segir: t>ú heimskingi! á skilið
að fara í eldsvítið. Ef þú því ert
að bera gáfu þína fram á altarið,
og þú minnist þess þar, að bróður
þinn hefur eitthvað á móti þér.
þá skil ég gáfu þína þar eftir
fyrir framan altarið, og far burt,
sætztu fyrst við bróður þinn, og
kom síðan og ber fram gáfu þína.
Vertu skjótur til sætta við mót-
stöðumann þinn, meðan þú ert enn
á veginum með honum, svo að
mótstöðumaðurinn selji þig ekki
dómaranum í hendur, og dómar-
inn selji þig ekki þjóninum í hend
ur, og þér verði varpað í fangelsi.
Sannlega segi ég þér: I>ú munt
alls ekki komast út þaðan, fyrr en
þú hefur borgað hinn síðasta eyri.“
Matt. 5. 20—26.
I.
GuðspjalliS í dag er tekið úr
fjallræðunni. Fjallræðan er merk
asta ræða, sem haldin hefur ver-
ið á þessari jörð fyrr og síðar.
í henni setur Jesús Kristur fram
meginatriði kenningar sinnar um
mannlegt líf og aðstöðu mannsins
til Guðs. Hann setur fram þær
kröfur, sem Guð gerir til mann-
anna. Hann minnir á lögmálið,
gamla sáttmála, með öllum þeim
boðurn og bönnum, sem þar var
að finna. Jesús slakar ekki á
þeim kröfum. Þvert á móti. Hann
herðir stórlega á þeim.
Guðspjallafrásagan fjallar um
skýringu hans á fimmita boðorð-
inu: Þú skalt ekki morð fremja.
Flestir menn telja sig geta
fullyrt, að þetta boðorð hafi þeir
eklki brotið, því að þeir hafi ekki
orðið manni að bana. Það var
hin algenjga skýring. Þess vegna
var þetta eitt af þeim boðorðum,
sem flestum fannst auðvelt að
halda.
En hvað segir Jesús? „Hver,
sem reiðist bróður sínum, verður
sekur.“ „Hver, sem segir við bróð
ur sinn: Bjáni! verður sekur.“
„Hver, sem segir: Þú heimskingi!
á skilið að fara í eldsvítið!"
í munni Jesú fær þetta gamla
boðorð nýja merkingu. Það
snertir okkur öll. Einginn getur
sagt: Þetta er auðvelt. Það snert-
ir allt samlíf okikar við aðra
menn.
Jesús Kristur horfir ekki aðeins
á hin ytri verk, sem við vinnúm.
Hann þekkir hugsanir og hug-
renningar okkar. Hann þekkir
hugarfarið, sem að baki liggur.
Og sekt okkar mannanna liggur
ekki aðeins í þeim ytri verkum,
sem eru brot á boðorðunum,
heldur einnig í hugarfarinu og
leyndum hugrenningum okkar.
vélum og mannvirkjum.
c) Að rikisstjórnin sé á hverj
um tíma samningsaðili við bænd
ur um verð á framleiðsluvörum
þeirra.
2. Fundurinn vill benda á að
hann telur að gögn bau, er verð
lagsgrundvöllurinn er byggður á
sé í mörgum tilfellum ófullnægj
andi svo sem um vinnumagn við
vísitölu'bú. Einnig vill hann
'benda á að það er óeðlilegt að
taka inn í verðlagsgrundvöll tekj
ur, sem fremur eru tekjur af
eign en atvinnu svo sem oft er
um hlunnindatekjur.
Þá vill fundurinn lýsa undrun
sinni yfir úrskurði meiri hluta
yfirnefndar frá s.l. hausti þar
sem ýtarlegar heimildir eru í
sumum tilfellum sniðgengnar og
hafðar að engu, svo afurðamagn
af sauðfé og magn af karfcöflum.
Framanritaðar tillögur voru
samþykktar einróma á almenn-
um bændafundi i Víðihlíð 6. þ.m.
Framh. á bls 23
Það er oft auðvelt að fela sig
fyrir mönrium og fegra sig í
þeirra augum. Það er tiltölulega
auðvelt að lifa í ytri efnum
þannig, að allir menn séu sann-
færðir um, að hér sé fyrirmynd
á ferð, lýtalaus og gallalaus.
Réttlæti fræðimannanna og
faríseanna var fólgið í ytri fág- w
un. Þeir vönduðu líf sitt og forð-
uðust allt, sem gat kastað rýrð
á þá í augum annarra.
Fjallræðan flytur okkur þrum-
andi dóm Jesú yfir slíku réttlæti,
sem aðeins er fólgið í ytri breytni.
Kröfur Guðs eru miklu víðtæk-
ari. Hann dæmir allan manninn.
Hann þekkir okkur eins og við
erum í raun og sannleika, en
ekki aðeins eins og við viljum
láta aðra þekkja okkur. Eng-
inn getur dulizt fyrir honum.
í fjallræðunni er Jesús að sýna
okkur fram á, hversu algerlega
vonlaust er fyrir okkur að ætla
að reyna að ávinna okkur rétt-
læti frammi íyrir Guði með eig-
in verkum og góðri breytni. Það
getur enginn.
Eina von okkar er bundin við
þá náð Guðs, sem Jesús Kristur
kom til að opinbera okkur og
veita okkur aðgang að. Hann gaf
líf sitt á krossinum til þess að
leysa okkur undan sektardómi,
sem réttlæti Guðs hlýtur að kveða
upp yfir synd okkar.
II.
Þess vegna getum við sagt, að
fjallræðan sé voldug prédikun
um kærleika Guðs.. Um leið og
Jesús Kristur sýnir fram á, hve
útilokað er fyrir mennina sjálfa
að ávinna sér réttlæti fyrir Guði,
boðar hann kærleika Guðs. Hann,
Guðs sonurinn, er kominn í heim
inn til að opna okkur hlið himins.
Hann er kominn til að taka að
sér að uppfylla kröfur réttlætis-
ins í okkar stað. Hann er kom-
inn til að gefa okkur hlutdeild
í réttlæti ^ínu.
Þannig er hægt að eignast sam
télag við Guð. Á annan hátt
ekki.
Jesús setur afdráttarlaust fram
ýtrustu kröfur Guðs til að sýna
okkur getuleysi okkar til guðs-
samfélagsins fyrir eigin verk og
verðskuldan Sjálfsréttlæti okkar
mannanna getur aldrei náð lengra
en að vera ytra réttlæti, þegar
bezt lætur. Slíkt réttlæti er ágætt
og nauðsynlegt í samskiptum okk
ar mannanna á milli. En það næg
ir ekki til guðssamfélags.
„Ef réttlæt: yðar tekur ekki
langt fram réttlæti fræðimann-
anna og faríseanna, komizt þér
alls ekki inn í himnaríki".
Réttlæti, sem fær staðizt
frammi fyrir Guði, gefur Jesús
okkur af náð sinni og kærleika.
Slíkur er kærleikur hans. Hann
einn hefur uppfyllt allar kröfur
Guðs, er hann lifði mannlegri til-
veru hér á jörð. Hann einn á það
réttlæti, er fær staðizt frammi
fyrir Guði.
Þetta réttlæti vill hann gefsi
okkur af náð sinni og kærleika.
Og til þess að vekja hjá okkur
þörf og löngun á þessu réttlæti
hans, þarf hann að sýna okkur
óskoraðar kröfur Guðs. Þá fyrst,
er þú sérð, hverjar kröfurnar
eru, verður þér ljóst, hve þú ert
fjarri því að geta uppfyllt þær.
En þú þarft samt ekki að ör-
vænta. Jesús flutti ekki fjallræð-
una til þess að fylla áheyrendur
sína vonleysi og bölsýni. Um leið
og hann rýndi fram á getuleysi
mannsins, bauð hann kærleika
sinn, sem nægir. Þessi kærleikur
hans stendur öllum til boða, sem
þiggja vilja í trúnni á hann.
Lestu fjallræðuna með þetta I
huga. Hugsaðu um kærleika
Guðs, um leið og þú lest um þær
kröfur, seni hann gerir til okkar.
Þá munt þú læra að meta náð
Guðs. Þá rnunt þú læra að þakka
fyrir þá fórn sem Jesús færði á
krossinum fyrir þig.
Jónas Gislason.
o