Morgunblaðið - 29.07.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.07.1962, Blaðsíða 14
14 MORGUN BL AÐIÐ Sunnudagur 29. júlí 1962 Búfræðingaefni komn- ir úr Norfiuriandaför Feröalang'arnir meff skólastjóra sínum. Talið frá vinstri: Er- lendur Daníelsson, Magnús J ónsson, Grðmundur Jónsson, skólastjóri, Þórarinn Lárusson, Ólafur Guðmundsson og Jón Steing rímsson. ER Ms. Hekla kom síðast til Reykjavíkur, komu með skipinu fimm búnaðarkandidatar frá bændaskólaaum að Hvanneyri. Voru þeir að koma úr kynnis- ferð um Danmörku, Svíþjóð og Noreg og hafði skólastjóri þeirra, Guðmundur Jónsson farið með þeim, en komið heim fáeinum dögum á undan. Er það venja, að skólasveinar fari í slíkar kynnisferðir árið áður en þeir útskrifast frá skól- anum og hafa þær verið farnar annað hvert ár um alllangan tíma, þar til árið 1960, er ferðin féll niður, en nú hefur verið ákveðið að halda ferðum þess- um áfram, þótt fjárhagsástæður kunni að setja einhverjar höml- ur. Ferðir þessar eru farnar til að gefa hinum ungu búfræðinga- efnum kost á að kynnast land- búnaði erlendis, svo og að kynna þeim helztu nýjungar, landbúnaðarháskóla, bændaskóla, tilraunarstöðvar, bændabýli o. s. frv. Blaðið hafði tal af einum ferða langanna, Ólafi Guðmundssyni og sagði hann í stuttu viðtali frá ferðinni. — Við fórum með Gullfossi hinn 16. júní til Kaupmanna- hafnar, og lögðum þaðan upp í ferð um Jótland og eyjarnar. Dvöldumst við viku í Danmörku og lögðum leið okkar í helztu skóla, verksmiðjur, tilraunastöðv- ar og búgarða. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar og höfðum við á sama háít á ferð okkar og í Dan- mörku. Við heimsóttum þar m. £ búnaðarháskólann í Ultuna og Arvika-verken, en það er land- búnaðarvélaverksmiðja, sem mik ið hefur helt af vélum til fslands. Frá Svíþjóð héldum við til Oslóar og þótt við höfum hvarvetna not- ið hinnar beztu fyrirgreiðslu, voru móttökur þær, sem við hlut- um, hvar sem við komum í Nor- egi, mér sérstaklega minnisstæð- ar. — Hver skipulagði ferðir ykk- ar? — í Noregi var það Olav Klokk, fyrrverandi frkvstj. norska búnaðarháskólans, mikill íslandsvinur, sem skipulagði ferð okkar í höfuðdráttum, en er við ferðuðumst um hin ýmsu fylki, voru það búnaðarmálastjórar fylkjanna, sem skipulögðu ferðir okkar og sýndu okkur allt hið markverðasta. — Og hvernig ferðuðust þið? — Direktor Spildo hjá Felles- köp sýndi okkur þá alúð að láta okkur í té bíla endurgjaldslaust, þann tíma sém við dvoldumst í Noregi og fórum við á þeim allra okkar ferða. — Það birtist töluvert um ferð ykkar í norskum blöðum. — Já, helzta ástæðan fýrir því var sú, að blaðið „Nationen“ í Osló bauð okkur í eins dags ferð um Oslóarfjörð og til miðdegis- verðar og þann tíma, sem við dvöldumst í Noregi, gerðu blöð- in mikið úr ferð okkar. — Eru ferðir sem þessar ekki mjög lærdómsríkar? — Jú, mjög. Ég held mér sé _iiætt að segja, að maður hafi raunverulega fengið yfirlit yfir landbúnað í heild, nema farnar séu ferðir til annarra landa til að kynnast aðferðum, sem þar tíðkast og eru að mörgu leyti afar frábrugðnar því, sem við þekkjum. — Reykjavlkurbréf Framhald af bls. 13. að baki stofnunar Sameinuðil þjóðanna muni eflast og lög og réttur fá að ríkja sem víðast um heiminn. Eitt af þeim hlutverkum, sem Sameinuðu þjóðirnar gætu ann- azt og orka mundi því tvennu í senn að auka áhrif þeirra og tryggja lýðræði, væri að þær hefðu með höndum eftirlit með frjálsum kosningum í meðlima- ríkjum. Sjálfsagt á það langt í land að samþykkt fáist fyrir slíku, en gjarna má hreyfa hugmynd- inni, því að víða skortir á, að lýðræðið sé traust, líka meðal þeirra þjóða, sem þó reyna að efla það eða koma því á. — Nýja bíó Frh. af bls. 8. er stærsta landflæmi Mið-Afríku þakið frumskógum og hrikaleg um gróðri. Þessi kvikmynd er gerð að tillhlutun hinnar alþjóð legu vísinda. .ofnunar 3elgíu und ir vernd Leopolds Belgiukonungs sem jafnframt er heiðursforseti vísindastofnunarinnar. Jarðfræðingar, dýrafræðingar, grasafræðingar og þjóðfræðingar hafa unnið að því að gera mynd þessa þannig úr garði, að sem sönnust lýsing fengist af furðu verkum náttúrunnar, lifnaðar- háttum hinna frumstæðu dverg þjóða suðurálfunnar, hinni miklu fjölibreyttni í dýra- og gróður- lífini hennar og hinni eilífu bar áttu mannanna við náttúruöflin. Hin alþjóðlega vísindastofnun í Belgíu hefur með aðstoð færustu kvikmyndatökumanna tekist að sýna hér í litum og með allri þeirri tækni, sem kvikmynda- listin á yfir að ráða, dýralifið eins og það er í myrkviði frum skóganna og á bylgiandi gras- flötum belgíska Kongó. Þessi yfirgripsmikla kvikmynd sýnir Afriku, íbúa hennar og dýralif á raunsærri og sannarri hátt en nokkru sinni hefur áður tekizt að sýna, enda hefur hún verið nefnd fullkomnasta kn,!V- mynd sinnar tegundar, sem nokk urn tíma hefur verið gerð." Allir unnendur náttúrunnar, dýralífs og gróðurríkis munui hafa ánægju að þessari mynd, sem veitir fjöltorevtta fræðslu um undur jarðar. Myndin er að okkar áliti fullkomin kennslu- stund í náttúrufræði og á er- indi jafnt til ungra sem gamalla Vonum við að gestir kvikmynda hússins muni hafa bæði gagn og gaman af að sjá hana, segja þeir Bjarni Jónsson og Guðmundur Jensson að lokum. Mbl. óskar Nýja Bíó og eig- endum þess til hamingju með hálfrar aldar afmælið. Þetta fyr irtæki hefur átt ríkan þátt í að veita borgarbúum skemmtun og tilbreytni í lífi þeirra Alúðar þökk fyrir vinarkveðjur á 65 ára afmæli mínu. Ólafur Túbals. Systir okkar MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR sem andaðis'c 21 þ.m. verður jarðsett frá Dómkirkjunni mánudaginn 30. júli kl. 1,30 e.h. Jarðað verður í Gamla kirkjugarðinum. Anna Sigurðardóttir, Lilja Sigurðardóttir. Útför móður okkar ÞORBJARGAR SVEINBJARNARDÓTTUR sem lézt 24. þ.m. í Vestmannaeyjum fer fram frá Foss- vogskirkju mánudaginn 30. júlí kl. 10:30. — Athöfn- inni verður útvarpað. Sveinn Jónsson, Jón Jónsson, Vémundur Jónsson, Hjáimar Jónsson, Þórunn Jónsdóttir. Jarðarför mannsins míns. föður okkar og tengdaföðurs KRISTJÓNS JÓNSSONAR, trésmiðs, Skólavörðustíg 26, fer fram frá Fríkirkjunnikl.l:30e.h. þriðjudaginn 31. júlí næst komandi. ...........Guðrún Einarsdóttir, börn og tengdaböm. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim mörgu, sem sýndu okkur samúð og hjálpsemi við fráfall og jarðar- för mannsins míns, foðui okkar, tengdaföður, bróður og afa JÓNS STEINGRÍMSSONAR, verkstjóra Þuríður Gúðjónsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Einar Jónsson, . Valdís Valdimars, Helga Steingrímsdóttir og börn. Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför JÓRUNNAR SIGURJÓNSDÓTTUR Litlu-Brekku, Hörgárdal. Hermann Sigurðsson, börn barnabörn og tengdabörn. ___ ,i i iih——iinrmi iiwaaa—p—mmmw—m———■ Þökkum innilega öllum er sýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför & GUÐRÚNAIÍ GÍSLADÓTTUR, Melgerði 24. Þórður Magnússon, Magnús Þórðarson, Erla Sigurðardóttir, . Guðrún Þóra, Sigurður Rúnar, . Þórður Axel. Konan mín SOFFÍA MARGRÉT ÓLAFSD^TIR Vesturgötu 26 B, er andaðist 23. júlí, verður jarðset.t frá Fossvogskirkju þriðjud. 31. júlí kl. 1,30 e.h. En þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Sálarrannsóknaríélag íslands og líknarstofnanir. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Kristinn Sveinsson. Atvinna óskast Óska eftir vinnu úti á landi. Hef unnið sjálfstætt við bókhald í mörg ár. Er vanur öllum algengum verzlunarstörfum. Þeir sem vilja sinna þessu sendi blaðinu tilboð sem ailra fyrst merkt- „Út á land — 7623“. ALLT Á SAMA STAÐ FRAMDRIFSLOKUR DUALMATIC fyrir WILLYS - JEEP KOMIMAR MIKILL SPANAÐUR Á BENZÍNI. Verð kr. 2.501,- WiJlys, eldri sem yngri jeppa. SENDliM GEGN KRÓFU. [gill Vilhjálmsson h.f. Laugavegi 118, sími 22240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.