Morgunblaðið - 01.08.1962, Page 6

Morgunblaðið - 01.08.1962, Page 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. ágúst 1962 / Gunnlaugur Halldórsson 28. nóv. 1906 — 16. júlí 1962 HINN 25. júlí sl. var jarðsung- inn frá ísafjarðarkirkju að við- stöddu fjölmenni Gunnlaugur Halldórsson, fulltrúi á ísafirði. Með honum er til moldar geng- inn góður þegn og vinsæll mað- ur, sem ísfirðingar, í víðtæk- ustu merkingu þess orðs, minn- ast með hlýhug og þakklæti. Gunnlaugur Halldórsson var fæddur á Bíldudal 28. nóv. 1906, sonur hjónanna Halldórs, síðar kaupmanns á ísafirði, Bjarna- sonar bónda í Viðfirði, Sveins- sonar, og Elísabetar Bjarnadótt- ur bónda á Hafrafelli í Fellum, Sveinssonar, og var Gunnlaug- ur því Austfirðingur í báðar ættir, sem munu kunnar eystra. Synir Halldórs og Elísabetar voru 4, Bjarni, kvæntur og bú- settur í Danmörku, Gunnlaug- Ur heitinn, Ármann, magister og námsstjóri í Reykjavík, dó 1954, og Halldór, dr. og prófessor við Háskóla íslands. Gunnlaugur Halldórsson flutt- iat fjögurra ára með foreldr- um sínum til ísafjarðar, og átti heima þar að heita mátti alla ævi. Hann varð rótfastur ísfirð- ingur, og það svo að legstað mun hann hafa kosið sér þar, hvar sem hann anars yrði, þeg- ar dauðann bæri að garði. Föður sinn missti Gunnlaugur um fermingu, en móðir hans lézt 1956, og dvaldi hjá honum óslit- ið síðustu 10 árin, enda var ástúðlegt með þeim mæðginum. Hann kvnætist árið 1930 Önnu Guðrúnu Jónsdóttur, íshússvarð- ar í Reykjavík, Jakobssonar, og eignuðust þau einn son, Halldór, sem nú er kvæntur og búsettur í Reykjavík. Þau Anna og Gunn- laugur skildu. Gunnlaugur kvæntist öðru sinni 1941 Guðrúnu Finnboga- dóttur sjómanns í Bolungarvík Guðmundssonar. Þau eignuðust S börn, efnisfólk og öll á lífi, en þau eru: Steinunn, gift Árna lögfræðingi Guðjónssyni, Ár- mann, Sigríður, Elísabet og Pétur, og eru fjögur hin síðast- töldu í heimahúsum. Gunnlaug- ur hafð,i kennt vanheilsu síð- ustu árin, þótt ekki gætti þess í starfi utan nokkrar vikur, er hann lá í sjúkrahúsi hér á ísa- firði. Hann var í orlofsferð í Reykjavík þegar hann varð bráðkvaddur á heimili dóttur sinnar hinn 16. júlí s.l. Brátt eftir fermingu fór Gunn laugur að vinna fyrir sér, eins og þá var títt, og snemma með skrifstofustörfum. Vann hann fyrst hjá einkafyrirtækjum, en árið 1930 réðst hann til bæjar- ■ fógetans á ísafirði, og við það ■ embætti starfaði Gunnlaugur til dauðadags, síðustu 8 árin sem fulltrúi fyrir almannatrygg- ingum á ísafirði og í Norðuv- og Vestur-fsafjarðarsýslu. Gunnlaugur Halldórsson var hinn ágætasti maður í viðkynn- ingu allri, og hvers manns hug- ljúfi. Eg, sem þetta rita, kynnt- ist Gunnlaugi heitnum og bræðr- um hans, nema Bjarna, sem þá var farinn frá ísafirði, fyrst ár- ið 1924—25, og kom á heimili þeirra og móður þeirra um tíma næstum daglega, Er mér enn hugstætt hve híbýlaprúðir þeir bræður voru, og ástúðlegir móð- ur sinni, og á þetta ekki sízt við um Gunnlaug, og sama, hygg eg, að hafi einkennt hann sem eiginmann og föður. Gunnlaug- ur var greindur vel, þótt atvik höfuðu því svo, að hann settist ekki á skólabekk. Hann var næm ur og minnugur með afbrigð- um, og kunni sæg af kvæðum og þó einkum lausavísum, og grein- ar gat hann hæglega lært í vet- fangi utan að, ef hann taldi þær þess virði. Kímnigáfa Gunnlaugs var mikil og óvenjuleg að því leyti, að glettni hans fylgdi sjaldan sá launþyrnir illkvitn- innar, sem æði oft einkennir ís- lenzka kimni. Eins og áður var nefnt, var Gunnlaugur Halldórsson hin síð- ustu árin fulltrúi fyrir almanna- tryggingum, sem heyra undir bæjarfógetaembættið á ísafirði og sýslumann ísafjarðarsýslu. Er þetta starf sem útheimtir ná- kvæmni, lipurð og ég vil segja geðprýði. Það er ekkert oflof, þótt ég segi, að Gunnlaugur Halldórsson hafi skilað hlut- verki sínu í þessu starfi óvenju- lega vel. Hann var reglusamur og snyrtimenni í bezta lagi um það, sem hann fjallaði um, og hamhleypa til verka, þegar við Frh. á bls. 19 Lands- mót skáta LANDSMÓT skáta á Þingvöll um helduir áfram, eins og lög gera ráð fyrir, þótt veður hafi verið með versta móti frá laugardegi til mánudags. Ausandi rigning var um mest- alla helgina, , nema helzt á morgnana og torveldaði mjög útileiki. Dagskráin hefur þó haldizt óbreytt og varðeldar verið á kvöldin, iþótt dálítill regnýringur væri. Á mánudaginn hófust víð- tækar flokkakeppnir, s«m um 100 floikkar tóku þátt í og þann dag byrjaði einnig skipti Skáti er hjálpsamur. Þannig hljóðar eitt af skátalögunum og á myndinni sjást tvær stúlkur vera að sauma mótsmerkið á skyrtu eins skátabróður síns. Eftir öllum kúnstarinnar reglum var kveikt á prímusnum og innan skamms var hraustlega tckið til matar sins. dagskrá, sem er með þeim hætti, að öllum þótttakendum er skipt í fjóra hópa. Fór einn hópurinn í gönguferðir á fjöll, annar var við náttúruskoðun og gróðursetningarstörf, sá þriðji var við víðavangsleiki og sá fjórði fór í GjábakVa- helli. Dagsikrá þessari verður haldið áfram í fjóra daga og hafa þá allir tekið þátt í öll- um atriðunum. Um kvöldið voru tjaldjbúðavarðeldar. í gær var veður allgott og ekkert rigndi, en iþó var skýj- að. Flokkakeppnir héldu áfram og einnig sikiptidagskrá in, en um kvöldið voru félaga varðeldar og sá hvert félag á mótinu um sinn varðeld. Einhver takmörk ættu að vera Jóhann A. Víglundsson skrif- ar: Bftir að ég hef lesið Ný Viku- tíðindi að undanförnu og séð að leyfð eru skrif þau, er nefn- ast „Bak við rimlana á Litla- Hrauni“ hefur eftirfarandi spumingu skotið upp í huga mínum: Hvað veldur aðgerðarleysi dómsmálaráðuneytisins til að stöðya slík skrif? Þó mál- og prentfrelsi sé í landinu skyldi maður ætla, að einhver takmörk væru fyrir hvað bera megi á borð af æru- og mannskemm- andi ummælum til þess að siöðva megi. En vart er hugs- ahdi að meiru sé hægt að koma saman af því tagi en fram kem- ur í téðum greinaflokki, skrif- uðum af Sigurði Ellert Jóns- syni. Ekki svo að skilja að ég ætli mér það hlutverk með lín- um þessum, að bera af hinu háa ráðuneyti þær sakir sem á það eru bornar, auk aðdróttana að starfsliði þessarar stofnunar sem talið er vera ókrýndir þjóf- ar og misindismenn. Flestum, er þennan stað gista, finnst nóg að almenning- ur geri að umtali okkar raun- veruleg afbrot, iþó ekki sé hrúg- að lygum saman í vikublöð borgarinnar um hegðun- okkar og hugarfar á refsiíímanum. Ofstækisfull öfga- og mótsagnakennd Engum, sem les skrif Sigurð- ar, dylst að þau eru ofstækis- full og öifgakennd, því í þeim er hver mótsögnin annarri augljós- ari. Tökum sem dæmi, að í gegnum greinararnar gengur það sem rauður þráður að hér séu menn barðir, hraktir, smáð- ir og píndir í sömu andrá og að þeir sæki hingað aftur og aftur, mér er spum er þetta ekki andstætt eðlilegu lögmáli lífsins? Eða hvað segir fólk um það, sem gefur að líta undir fyrir- sögninni „Deyf-ilyf og kynvilla“.. Ef lagður væri trúnaður á slík skrif væri það lítið og lélegt vegarnesti fyrir okkur að frels- inu fengnu. En ég vil segja sem betur fer er þetta að mestu sam- ið af Sigurði sjálfum, þó hann svo þykist ætla að sanna óþverr ann með yfirlýsingu þessa eða hins fanga, og hafi kannski féng ið einhvern auðtrúa og lítið at- hugulan til að skrifa undir það, sem hann hefur skreytt blað- síðurnar með, þá verð ég að segja það og hygg ég að þar sé rnælt fyrir munn allra núver- andi fanga, að svona skrif falla ekki í frjóan jarðveg hjá okkur og kunnum við Sigurði Ellert litlar þakkir fyrir. Það virðist ekki til Of mikils mælzt þó við, sem hér dveljum, reiknum með lögvernd hins op- inbeva, til að vera í friði fyrir svona skrifum. Það er þetta sem hefur hvatt mig til að taka mér penna í hönd og gera á þann hátt tilraun til að vekja þá sem virðast sofa. Skilið gæti ég, væri öll þjóð- félagsádeilan sönn, sem fram kemur í þessum skrifum, að þá þætti dómsmálaráðuneytinu iþögnin bezt. En þar sem þau bera það með sér, að ýmist er farið með ber ósannindi eða vik ið stórlega frá sannleikanum og þau skrifuð í þeim eina tilgangi að ná sér niðri á vissum aðil- Um, sem höfundúr telur að hafi gert á hluta sinn, þá furða ég mig stórlega á því andvara- leysi, sem ráðuneytið hefur sýnt í þessu máli, Vegið á báða bóga Þó ég hafi verið brokkgengur um dagana og borið oft hefnd i huga, finnst mér þetta ekki stórmannleg skrif, þar sem veg- ið er á báða bóga og saklausir sem hinir „seku“ verða fyrir. Það er sjálfsagt mikið rétt, að fangelsismál hafa dregizt aftur úr í uppbyggingu þjóðarimnar. Þarf þar aukningu og endur- bætur, því það er hin kalda staðreynd að með aukinni vel- megun þjóðarinnar, hefur af- brotahneigð aukizt eða þróazt betur. Að lokum leyfi ég mér að tala nokkur orð til höfundar þessar- ar siðlausu greina, sem birzt hafa í fyrrnefndu blaði. Ekki hefði mig órað fyrir þvá, er við vorum samtíða hér á Litla-Hrauni, eftir framkomu þinni þá að dæma, að þú gerð- ist fangelsispredikari. Og að síðustu vil ég spyrja þig í hvaða tilgangi eru hinar 1 vafasömu „umJbótatiIIögur“ þín ar settar fram? Heldur þú virki lega að þú getir gert þig að einhverjurri píslarvotti Og látið fólk halda að þú sért eitt'hvað annað en þú í raun og veru ert? Litla-Hrauni 24. júlí 1962. Virðingarfyllst Jóhann A. Víglundsson. Nafnið féll niður Þau mistök urðu við birt- ingu bréfsins um ototan-töiu benzíns og benzín-pep í dálk- uan Velvakanda á þriðjudiaig, að niður fél'l nafn bréfritara. Hann er Einar Egilsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.