Morgunblaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. ágúst 1962 Ml. í tugþraut og 10 km. Valbjörn ógnar þeim beztu á Noröurlöndum í tugþraut 36. MEISTARAMÓT íslands í frjálsíþróttum hófst um síð- ustu helgi á Laugardalsvell- inum með keppni í tugþraut og 10 km. hlaupi. Valbjörn Þorláksson staðfesti nú enn betur ágæti sitt sem tug- þrautarmaður á alþjóðamæli kvarða með því að ná 6775 st. sem er aðeins 114 st. lak- ara en met Amar Clausen og svipaður árangur og EM- meistarinn Heinrich frá 1950 náði bezt á sínum tíma. Er þó lítill vafi á þvi, að Val- björn getur enn betur, t. d. á stórmótum erlendis, því að nú var hann talsvert fró sínu bezta í kúlu, kringlu og spjóti. Hins- vegar var hann mjög jafngóður í flestum öðrum greinum og náði þó bezta ísl. afreki ársins í 100 m, setti persónulegt met í lang- stökki, grind og 1500 m. Sé tekið tillit til allra að- stæðna, virðist Valbjörn eiga fullt eins mikið erindi í tug- þrautarkeppni EM á þessu sumri og stangarstökkskeppn Valur vann 4-1 VALSMENN, 2. aldursflokkur, sem eru á keppnisferðalagi um Danmörku léku annan leik sinn þar um helgina og meettu nú Bagsværd. Valmenn unnu stár- an sigur. skoruðu 4 mörk gegn 1. í fyrri leiknum unnu Vals- menn Lyngby, Danmerkurmeist- arana, með 5—2. ina, enda þótt æskilegast væri að hann gæti tekið þátt í báðum keppnisgreinum. — Þegar þar við bætist hið nýja met Jóns ólafssonar i hástökki og hin alkunna geta þeirra Kristleifs í hindrunar hlaupi og Vilhjálms í þrí- stökki, ætti ísland a.m.k. að geta sent þá fjóra á Em í sumar. Þá bar það til tíðinda, að drengurinn Kjartan Guðjónsson, KR, setti glsæilegt drengjamet í tugþrautarkeppninni (4961) og bætti það gamla um 512 stig. — Því miður varð Kristleifur að hætta keppni í 10 km vegna stings, þegar aðeins 3 hringir voru eftir (þá um 300 m á und- an Agnari Levy), en keppinaut- Frh. á bls. 19 Ásbjörn afhendir Birgir bikarinn. FH íslandsmeistari ÍSLANDSMÓTINU í útihand knattleik Iauk í fyrrakvöld. FH vann Víking eftir harða og jafna keppni með 20 gegn 16. Er ekki ólíklegt að þreytu hafi kennt hjá FH-mönnum sem léku harða leiki við Þjóð verjana á föstudag og sunnu dag og unnu svo íslandstitll- inn á mánudag. FH hafði einn ig bikarinn í fyrra. IR vann Ármann þetta sama kvöld með 19—18 og í 3 flokki hlaut Valur sigur í mótinu þar sem Ármenningar sem höfðu unnið sér rétt tU úrslitaleiks mættu ekki. Þegar reiðinni þjóðverjar gleymdu höfðu þeir yfirburði en það var of sjaldan og Reykjavlkur- liðið vann 18:14 REYKJAVÍKURÚRVAL í hand- knattleik sigraði þýzka úrvalslið- ið frá Esslingen á Hálogalandi i gær með 18 mörkum gegn 14. Sigurinai var verðskuldaður, en aU sögulegur varð leikurinn vegna vonzku, ljóts orðabragðs og annara skringiiegra tilburða, einik um af gestanna hálfu. Er synd að segja að leikmenn hafi hjálpað dómaranum Axel Sigurðssyni tii við dómstörfin með því að forð- ast ólögleg brögð og an.nað sem ekiki á við. Nei, heldur þvert á móti. En Axel skilaði sínu hlut- verki vel og af mikilli ákveðni, rak þrjá Þjóðverja af velli um stundarsakir og einn Islending, og gaf fararstjóranum þýzka ákveðin svör er hann að leiks- lokum þaut inn á völlinnu Leikurinn var annars hörku spennandi. Hraði var mikill í leiknum næstum óslitið, stund um ótrúlega mikill, barátta frá upphafi til enda. Reykja- víkurliðið missti aldrei foryst- una. Hafði frá 1—6 marka for skot allan tímani, og hafði örugg tök á Ieiknum í lokin, skoraði 3 síðustu mörkin við geysifögnuð yfirspenntra áhorfenda. Liðin voru oftast afar jöfn. Þýzka liðið sýndi betri leik en hið íslenzka, ÞEGAR það lét af þeim leiða „sið“ að ætla að taka völdin af dómar- anum og ætlast til að mega fótum troða allar leikreglur. Eftir hverja áminningu dóm arans eða brottvísun leik- manns, hlýddu Þjóðverjamir vel. Og þá náðu þeir sínum bezta leik, fallegum og árang- ursrikum og með sUkum leik allan leikinn hefðu þeir án efa sigrað. En þeir kusu vonzkuna og það að hrista höf uðið, hlæja og sýnidu öU önn- ur merki þess að þola ekki að vera undir. Reykjavíkurliðið náði þriggja marka forskoti, (Karl Ben., Sig. Óskarsson og Sig. Hauksson) en næstu tvö skoruðu Þjóðverjar. Var síðan barizt af hörku og skor að til skiptis. Leikurinn var hrað- ur og skemmtilegur. í hálfleik stóð 7—6 fyrir Reykjavík. SÍÐARI HÁLFLEIKUR Bezti kafli leiks Reykvíkinga I var í byrjun síðari hálfleiks. Þá gerðu þeir út um leikinn. Skor- uðu 4 fyr3tu mörkin og kom- ust þannig í 11—6, áður en Þjóð- verjar fengu rönd við reist. Var Guðjón driffjöður í góðu spili og sendingum inn á línu, en liðið var allt einnig vel með. Forskotið jókst upp f 8 mðrlc (14—8) áður en Þjóðverjar tóku sig saman og létu af leiðindaleik en tóku upp handknattleik. Sýndu þeir þá oft mjög fallegan leik og góðan. Minnkaði nú for« skotið smám saman en harkan jókst um leið aftur. Landsliðs- maðurinn Knecht var rekinn út af fyrir ljótt orðbragð og litln síðar einnig Sig. Einarsson. Þjóð- verjarnir sóttu enn á og breyttu stöðunni úr 15—10 í 15—14 og 2% mín. voru til leiksloka. Þjóð- verjarnir léku mjög góðan sókn- arleik, „maður á mann“ hvenær sem þeir misstu boltann og knúðu Franthald á bls. 19. ÍR mótið í kvöld í KVÖLD verður frjálsíjþrótta mót ÍR á Melavellinum og | hefst kl. 7.16 í ?. greinumj en aðalíhluti kl. 8.1o. Þar verð ur keppt í 12 greinum. 13. greinin fer fram á Laugardals | vellinum kl. 5.30. Það er þrí- / stökkskeippnin og gerir Vil-, Ihjálmur tiiraun til að ná lóg- ■narkinu til Evrópumótsins 16.50 m. Kl. 7.16 hefst svo stangar- , stökk Og sleggjukastskeppni á1 Melavellinum og kl. 8.161 keppni í öðrum greinum sem j eru kúluvarp, spjótkast, há-. stökk, langstökk, 200 m. 1500] m, 4x100 m hlaup karla, 60 m ( hlaup telpna með 16 keppend- I um, 100 m hlaup unglinga og] 80 m grindajhlaup sveina. Allir okkar beztu menn ( verða með í keppninni og þar j sem veður verður, að veður-' spá, gott, má búast við góðum ( afrekum. Einkum er búist við j miklu af Vaibirni sem nú hef- , ur náð góðu lagi á tref jagelr-' stönginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.