Morgunblaðið - 09.08.1962, Page 10
10
r MORCVTSBLÁÐIÐ
Fimmtudagur 9. ágúst 1962.
Otgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
Foringja bandarískra nazista leit-
að um allt Bretland
í London, og líktist sá mjög
Rockwell. Var þegar settur lög-
regluvörður um stöðina og leitað
í nágrenninu.
SAMNINGAR TOKUST
Starfsemi nazista hdvaðamikil undan-
farið — hyggjast bjóða fram í Skot-
landi, til að geta rekið alla Gyðinga
d brott úr landinu
Allir góðviljaðir mennfagna
því, að samningar tókust
um saltsíldarsölu til Rúss-
lands fyrir noltkru hærra
verð en í fyrra. Tilraunir
stjómarandstæðinga til að fá
því framgengt, að síldarsölt-
un yrði haldið áfram, án
þess að sanmingar hefðu tek-
izt, þannig að samningsað-
staða Rússa stórbatnaði, fóru
þannig út um þúfur.
Við íslendingar eigum að
skipta við allar þjóðir. Við
eigum að selja þangað sem
bezt verð fæst og kaupa þar
sem vörur eru beztar og ó-
dýrastar. — Einungis á þann
hátt er hagsmuna -þjóðarinn-
ar gætt.
En gallinn við austurvið-
skiptin er sá, að þar er um
vöruskipti að ræða og í mörg
um tilfellum eru vörur það-
an verri og dýrari en á heims
markaði.
Hér í blaðinu hafa verið
nefnd dæmi um það, hve
geysilegt tjón íslenzkir neyt-
endur hafa beðið af því að
vera neyddir til að kaupa lé-
legar og dýrar vörur, sem
fluttar hafa verið inn frá
kommúnistaríkjunum. — f
sumum tilfellum eru við-
skiptin þó sæmilega hagstæð
og þau viljum við nota til
hins ítrasta.
En þegar Framsóknarflokk-
urinn nú berst við hlið
bommúnista fyrir því að stór
auka viðskipti við kommún-
istaríkin, verður hann að
svara þeirri spumingu, hvort
hann vill t. d. neyða bænd-
ur til að kaupa rússneskar
dráttarvélar í stað brezkra og
bandarískra, hvort hann vill
neyða húsbyggjendur til að
kaupa þilplötur og annað
byggingarefni fyrir austan
tjald, þótt það fáist betra og
ódýrara annars staðar o.s.frv.
Auðvitað eru það hagsmun
ir útgerðarinnar að geta selt
sem mest og víðast — og þeir
hagsmunir em vissulega
þungir á metunum. En tak-
mörk ém þó fyrir þvi, hvaða
byrðar er hægt að leggja á
herðar neytenda til að gæta
hags útgerðarmanna. Viðþað
mat verður að hafa hliðsjón
af hagsmunum þjóðarheild-
arinnar.
NÝJAR KJARN-
ORKUTILRAUNIR
egar Rússar rufu í fyrra-
haust samkomulagið um
bann við kjamorkusprengju-
tilraunum, setti að vonum
ugg að mönnum víða um
heim, enda varð þá ljóst, að
kj amorkutilr aunakapphlaup-
ið væri hafið að nýju, eins og
síðar kom á daginn, þegar
Bandaríkjamenn töldu sig til
neydda að gera tilraunir.
Nú hafa Rússar hafið nýj-
ar sprengingar og eins og
fyrri daginn eru þeir stór-
tækir. Ekkert minna en 40
megatonn þykir duga, þegar
hafnar eru sprengingar að
nýju.
Vegna þess, hve risavaxn-
ar sprengingar Rússa em,
vekja þær meiri ugg en til-
raunir Bandaríkjamanna, og
fyrir okkur íslendinga er sér-
staklega ískyggilegt, hve
nærri okkur þær eru gerðar.
FLUG TIL
FÆREYJA
ITér í blaðinu hefur áður
verið rætt tun það, hve
ánægjulegt væri ef íslend-
ingar gætu orðið til þess, að
greiða fyrir því að Færeyj-
ar kæmust í reglubundið
flugsamband við umheiminn.
í gær var skýrt frá því, að
lögmaður Færeyja hefði í
ræðu bent á, að vonir stæðu
til þess, að flugsamband
kæmist á milli Færeyja og
annarra landa áður en langt
um liði. Lögmaðurinn sagði,
að landsstjómin stæði í sam-
bandi við Flugfélag íslands
og flugfélag Braathens í Nor-
egi, en kvaðst persónulega
þeirrar skoðunar að það yrði
fyrir tilstilli Flugfélags ís-
lands, sem slíkar samgöngur
hæfust.
Vonandi verður sú raunin,
að íslendingar annist þetta
flug í samvinnu við Færey-
inga, enda yrði það til að
tengja þessar skyldu og vin-
veittu þjóðir nánari böndum.
SÉRSTAÐA
ÍSLANDS
j ágætri grein, sem Ólafur
*■ Bjömsson, prófessor, ritar
um Efnahagsbandalag Ev-
rópu og áhrif þess á efna-
hagsafkomu íslendinga, bend
ir hann á, að sérstaða okkar
sé ekki einungis í því fólgin
að við eigum erfiðara með
það en aðrir að taka á okk-
ur skuldbindingar sam-
kvæmt Rómarsáttmálanum,
sem raunar sé útilokað að
við getum tekið á okkur all-
ar. Hins sé jafnframt að
gæta, að við eigum meira
undir því en flestar þjóðir
aðrar, að utanríkisviðskipti
okkar séu sem hagkvæmust.
Orðrétt segir nrófessorinn:
N Ú U M helgina hugðust ný-
nazistar efna til alþjóðlegs
móts í Gloucestershire íBret
landi. Aðalhvatamaðurinn er
Colin Jordan, fyrrverandi
lærisveinn sir Oswald Mos-
ley. Jordan er skeleggasti
kynþáttahatari, sem sögur
fara af í Bretlandi um þessar
mundir.
Brezku yfirvöldin gerðu
ráðstafanir til þess að hindra
erlenda þátttakendur í því
að sækja mótið, og munu
hafa meinað nokkrum þeirra
landgöngu.
í þeim hópi, er hugðist
sækja mótið, var foringi
bandarískra nýnazista, Lin-
coln Rockwell. Brezk yfir-
völd lögðu bann við því, að
han fengi að stíga á land, en
allt kom fyrir ekki. Rockwell
komst til Gloucestershire, og
dvaldist um hríð á mótinu,
en hélt síðan til London, að
talið er. Hefur staðið mikil
leit undanfarna tvo daga að
honum þar, en talið er, að
einhverjir fylgjendur öfga-
stefnu þessarar hafi skotið
yfir hann skjólshúsi.
Kom frá írlandi
Uppvíst varð, er farið var að
kanna með hverjum haetti ROck-
well hefði komizt til Bretlands,
að hann kom frá írlandi. Hafði
hann komið loftleiðis til Shann-
On-flugvallar fyrir rúmlega 10
dögum, og þá sagzt vera ferða-
maður, sem hygðist aðeins dvelj-
ast þar nokkra daga.
Síðan hélt Rockwell til Glou-
cesters/hire, og mun hafa farið
sjóleiðina frá írlandi. Dvaldist
hann þar um stund, eða 1—2
„Einmitt vegna þess hve
atvinnulíf okkar er fábreytt
og þjóðin fámenn, eigum við
meira undir því en stærri
þjóðirnar, að utanríkisverzl-
un okkar geti verið með eðli-
legum hætti. Óskynsamleg
stefna í efnahagsmálum hef-
ur að vísu hindrað eðlilega
þróim útflutningsatvinnuveg
anna, en þees vegna má ein-
mitt gera ráð fyrir því, að
hér séu möguleikar á meiri
aukningu þjóðartekna, ef ís-
land yrði virkari þátttakandi
í efnahagssamstarfi þjóða en
verið hefur, heldur en í þeim
löndum, sem þegar hafa um
langt skeið tekið virkan þátt
í slíku samstarfi og aðlagað
sic bvL“
daga, og sat þing öfgamannanna.
Er þingið leystist upp, var hann
horfinn.
Blöðum boðin mynd
og viðtal fyrir fé.
Blaðakona ein, sem jafnframt
er ljósmyndari, hugðist reyna að
ná mynd af móti því, er fram
fór um helgina, en henni var þá
msett með skotvopni, og særðist
hún. Komst hún undan, þó ekki
hættulega særð, enda mun vopn-
ið hafa verið loftriffill.
Hins vegar gerðu nazistafor-
sprakkarnir nokkrum blöðum að-
vart, Og buðu mynd af Rockwell
og Jordan, iþar sem þeir væru að
takast í hendur.
Jafnframt bauð Jordan einka-
viðtal við Rockwell, en sagðist
ekki mundu veita það nema gegn
greiðslu — það blað, sem hæst
greiddi, myndi verða látið ganga
fyrir.
Eftir því, sem bezt er vitað,
mun ekkert blað hafa gengið að
iþessu boði, enda er vitað, að féð
myndi aðeins renna til flokk-
starfseminnar, sem ekkert blað
vill styrkja.
Rockwell
talinn félaus
Kunnugir segja, að Rockwell
hljóti einhvers staðar að hafa
komið fé til Bretlandsfararinn-
ar, því að hann hafi verið vita
félaus vestan hafs — jafnvel
verið í vandræðum, oft og tíðum,
með að kaupa sér far með stræt-
isvögnum.
Eftir för hans frá Gloucesters-
hire er ekki vitað um dvalarstað
hans, en á þriðjudag sást til
manns, sem var að kaupa far-
miða með járnibrautarlest, er fara
átti frá Liverpool Street Station
Fór áður en mótinu lauk
Á þriðjudagskvöld var fólk,
sem býr í nágrenni við stað þann,
er mótið var haldið á, búið að
fá nóg af framferði nazistanna.
Réðust milli 50 og 100 manns,
menn og konur, á svæðið, skutu
á nazistafánann af haglabyssu,
og hleyptu upp samkomunni. —
Flúðu margir þátttakendur, sem
mest þeir máttu, sumir klæddir
brúnum skyrtum, með nazista-
merki og í hnéháum stígvélum.
>á kom í ljós, að Rockwell var
ekki lengur í'búðunum, og stað-
festi það grun þann, að hanu
væri þegar kominn til London.
Innanríkisráðherrann f
krefst brottfarar
Innanríkisráðherrann brezki,
Henry Brooks, hefur krafizt þess,
að Rockwell verði úr landinu hið
bráðasta. ,*
Hefur Lundúnalögreglan því
aukið mjög eftirlit, og hert leit-
ina, en í gær hafði hún enn ekki
borið neinn árangur. Er vörður
við hafnir og flugvelli.
Talið er víst, að hann dveljist
nú hjá einhverjum skoðanabræðr
um, er skotið hafi yfir hann
skjólshúsi.
Framboð nazista
í Skotlandi.
Nazistar hafa mjög látið á sér
bera í Bretlandi að undanförnu,
og hefur komið til óeirða hvað
eftir annað, er þeir hafa boðað
til útifunda.
Lögreglan hefur hins vegar
ekki aðstöðu til að hindra slíkar
samkomur, nema til óeirða komi,
eftir að ræðumenn hafa tekið til
máls.
Þykir armur Colin Jordans
vera öllu skeleggari í kynþátta-
hatri sínu, en flokkur sir Oswalds
Er nú svo komið, að naz-
istar hyggjast bjóða fram við
næstu kosningar í Skotlandi.
Nefnist flokkurinn „Skozkir
iþjóðemis- sósíalistar". Hefur tals
maður hans, bókari nokkur að
nafni Arthur Smith, sagt, að
aðalbaráttumálið verði að reka
alla Gyðinga burt frá Skotlandi.
Sagði hann fylgismenj» flokksina
vera um 700-
Lincoln Rockwell