Morgunblaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 9. ágúst 1962. MORGVNBL AÐIÐ 13 Ragnhildur r 22/7 1877. — 30/7 1962. ALLTAF smáfækkar vinuim vor- um frá liðinni öld", munu æði- margir hugsa, sem kvöddu æsku- ástvini um síðustu aldkmótin. iMinningarnar hvisla þá að oss mörgu um horfna gleði og sorg- ardaga. „Mannstu hvað dátt var hlegið þegar sólin skein, og hvað sárt var grátið — seinna, þegar vonirnar voru á förum“ segja minningarnar og bæta stundum Við einhverju svipað og vin minn, sem átti oddlhvassan penna, dreymdi einu sinni að látinn mað- ur segði við hann: „Taktu var- lega á sárunum mínum“, eða svipað og gömul ekkja sagði í banalegunni, þegar minnst var á gamla skugga: „Það er allt fyxir löngu fyrirgefið. Ég hlakka til að hitta farna ástvini á lifandi manna landi“.------- Það var glaður hópur skóla- fólks, sem lagði af stað úr Rvik austur að Geysi í júlíbyrjun árið 1895. Að vísu var stormur og regn fyrsta daginn, en svo komu blíðveðurs dagar. Lundin var létt og oft var brosað að smáu og Stóru á leiðinni. Ferðafólkið var 5 skólapiltar: Einar Gunnarsson, síðar ritstjóri Vísis, Jón Proppé, síðar kaup- maður, Sigurjón JónssOn frá Stóru-Seylu síðar bankaútibús- stjóri á ísafirði og undirritaður. Þessir 4 ætluðu Og fóru frá Geysi norður Kjalveg, en sá 5., Böðv- ar Bjarnason, síðar prófastur á Hrafnseyri, sneri heimleiðis frá Geysi og 3 ungar dömur með honum: Margrét systir hans, Ragnhildur Teitsdóttir og Ingi leif Bartels. Á leiðinni gitum vér að Reykjum í Ölfusi og að Skál- holti og vorum látin sofa í kirkju á báðum stöðum; í flat- sængum sinn hvoru megin við altarið. Vér höfðum flest verið áður í langferðum, en aldrei fyr sofið í kirkju! „Þetta væri chugsanlegt í Hólakirkju“, sögð um vér Norðlendingarnir, þegar allur hópurinn fór að hátta í Skálholtskirkju. En mikill var gáski unga fólksins það kvöld, og lítið hugsað um fornhelgi Skálholtsstaðar. — Nú er ég einn eftir af þessum hópi og gáskinn löngu farinn, þótt ég geti enn komið raunabörnum og fleirum Teitsdóttir til að brosa þegar mér virðist þörf. Ungfrú Ragn'hildur hafði borð að með okkur Böðvari veturinn áður og fleiru skólafólki hjá Helgu og Gunnþórunni í Þing- holtsstræti 12. Samt sögðum vér samferðamennirnir að þau hefðu ekki trúlofast fyrri en nú á leið- inni upp Skeiðin í Árnessýslu. Þau giftust sumarið 1899, enda þótt þá væri mjög sjaldgæft að stúdentar kvonguðust fyrr en þeir hefðu lokið embættisprófi. En Böðvar tók guðfræðipróf með mér vorið 1900. Seinna heim sótti ég ágætt heimili þeirra á ísafirðí rétt áður en þau flutt- ust að Hrafnseyri. Eftir það sá ég ekki frú Ragn hildi fyrr en sumarið 1913, er hún kom til Reykjavíkur, al- farin frá Hrafnseyri með allan barnahóp þeirra séra Böðvars, Bjarni, (f. 21. nóv. 1900, d. 1955) tónlistarmaður, Guðrún (f. 1902, d. 1933), Þórey (f. 1904) nú kona Guðmundar Björnssonar féhirð- is og Agúst (f. 1906), nú land- mælingamaður. Ég sá hana og börnin hennar oft fyrstu árin þeirra hér syðra, enda varð hún brátí góð vinkona konunnEir minnar, — og síðustu árin, sem hún dvaldi á Elliheimilinu Grund leit ég oft inn til hennar. Ég dáðist að hvað vel hún brauzt áfram með efnilegu börn in sín og lét ekki bugast, þótt Guðrún dóttir hennar missti heilsuna og yrði langdvalar sjúklingur. En Dúna Böðvars — eins og hún var oftast nefnd, var framúrskarandi vel gefin, og miklar vonir ástvina hennar við hana tengdar. Hitt þótti mér eðlilegt að langvinnur ellilas- leiki gæti að lokum lamað þrek frú Ragnhildar. En aldrei missti hún bjartar * framtíðarvonir á „landi lifandi manna". Poreldrar frú Ragnhildar voru Teitur Jónsson gullsmiður og veitingamaður á ísafirði og kona hans Guðrún Gísladóttir. 3 systkini hennar eru enn á lífi frú Aanna, tengdamóðir sr. Bjarna Jónssonar vígslubiskups, og tvö vestan hafs. Annars er langflest samferðafólk hennar frá æsku löngu farið. En vér þeir fáu, sem eftir eru enn, bless um minningu hennar og biðjum Guð að blessa hana um eilífð aíla. Sigurbjörn Á. Gíslasom. ★ UM HÁSUMAR kom hún í þennan heim og um hásumar hvarf hún héðan aftur. Alla sína ævi elskaði og þráði hún Ragnhildur fegurð. Spilaðu eitt- hvað fallegt, segðu mér eitt- hvað fallegt eða lestu eitthvað fallegt, sagði hún fram á síðustu stund. Hún var þess fullviss, að mesta fegurðin beið hennar að þessari hérvist lokinni. — Glæsileg var hún og allt varð fallegt í kring- um 'hana. Ragnhildur var búin þeim eiginleika að hvernig sem efnin voru, þá var heimili henn- Tjaldsamkomur í Reykjovík FÖSTUDAGINN 10. ágúst, kl. 8,30 ^s.d., hefjast tjaldsamkomur við Holtaveg, gegnt Langholts- skóla. Samkomurnar verða haldnar á vegum Sambands ísl. kristni boðsfélaga. Áætlað er að þær verði tíu kvöld í röð, dagana 10. til 19. ágúst. Aðalræðumenn verða þeir Felix Ólafsson, kristni boði, Gunnar Sigurjónsson kand. teol., Jóhannes Sigurðsson, prent ari og Ólafur Ólafsson kristni- boði. Auk þeirra taka þátt í sam komunum nokkrir ungir menn, með ávörpum og vitnisburðum. Séra Sigurjón Þ. Árnason verður aðalræðumaður sunnudagskvöld- jð 12. ágúst. Mikill söngur og hljóðfæraslátt ur verður á öllum samkomunum «g hefur verið gefið út nýtt söngvahefti í tilefni af þeim. — Flestir söngvanna eru þó gamlir kunningjar. Laugardaginn 11. ágúst, kl. 5 s.d., verður samkoma fyrir börn og unglinga. Er sérstaklega óskað eftir að hún verði fjölsótt. Ennfremur er svo ráð fyrir gert að sýning verði á munum og myndum frá Eþíópíu, í samkomu húsinu við hlið tjaldsins, (áður Ungmennafélagshúsið). Verður það ásamt öðru auglýst síðar varðandi samkomurnar, í blöðum og útvarpi. Von vor er að Reykvíkingar kunni að meta þessa tilraun vora til að ná, einnig á þessum íma árs, til yngri sem eldri, með þau áhrif er varða heill vora mest Fyrir hönd nefndarinnar. Ólafur Óiafsson. ar vistlegt og aðlaðandi. Ég man sem barn hve ánægjulegt var að heimsækja hana, hún kunni sannarlega þá list að taka á móti gestum hress og glöð þrátt fyrir allt. Sorgarinnar barn og þó gleð- innar barn, því alltaf var sama traustið á handleiðslu Guðs og hjálp í gegnum alla erfiðleikana og vissulega voru bænir hennar heyrðar. Marga söguna sagði hún um dásamlega bænheyrslu. Tónlistar- og sönggáfu átti hún í rikum mæli og hugljúfu lögin hennar bera vott um sanna lífsgleði. Ragnhildur hlakkaði til vista- skiptanna og fá að njóta hinnar fegurstu tónlistar á meðal ást- vina sinna þar. Þessi fáu kveðjuorð eiga að færa Ragnhildi innilegt þakk- læti mitt fyrir vináttu og tryggð hennar og síðast en ekki sízt fyrir hið óbifanlega traust henn ar á handleiðslu Guðs. Guð blessi þig Ragnhildur. L. S. HILMAR F05S lögg. skjaiþ. og dómt. Hafnarstræti 11 — Simi 14824 Lynghaga 4. Sími 19333. NOTIÐ: • HARPO # HÖRPU SILKI # HÖRPU JAPANLAKK # HÖRPU BÍLALAKK # HÖRPU FESTIR •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.