Morgunblaðið - 09.08.1962, Síða 2
2
MORGUN RLAÐIÐ
Fimmtudagur 9. ágúst 1962. ^
Sovézk vísindi enn
■ kreddufjötrum
E I N S og kunnugt er af
blaðafregnum var nýlega
haldin í Moskvu ráðstefna
krabbameinsfræðinga frá
ýmsum löndum. Einn þátt-
ur í hinni pólitísku hlið
ráðstefnu þessarar var á
dögunum gerður að um-
talsefni í ritstjórnargrein
stórblaðsins „New York
Times“.
Þar segir svo:
„Tilkynning miðstjórnar
sovézka kommúnistaflokksins
um að ekki væri á hennar
valdi að vega og meta kosti
umdeildra aðferða á sviði
kraibbameinslækninga kann að
marka straumhvörf í sögu vís
indastarfsemi í Sovétríkjun-
um.
Bandaríkj amenn munu að
sjálfsögðu furða sig á því,
hvernig nokkrum hafi nokk-
urntíma dottið í hug, að slíkt
væri á færi miðstjórnarinnar.
En í tíð Stalins þótti ekkert
annað koma til greina en að
sá, sem völdin hefði í stjórn-
málum Rússlands, væri um
leið öllum fremri á sviði hag-
vísinda, heimspeki, efnafræði
o.s. frv. Stalin hopaði hvergi,
fyrr það var orðið á hans
valdi að skera úr um, hvaða
kenning á sviði erfðafræði
væri rétt. Því má vel vera, að
hann hefði ímyndað sér, að
ekki skorti á hæfni sína til að
skera úr deilum manna í Sov-
étríkjunum um hina svo-
nefndu Kacihugin-lækninga-
aðferð við kraibbameini.
En enn er drjúgur spölur
ófarinn, áður en fjötrum
stjórnmála og hugsjónakredda
hefur verið svipt af sovézkum
vísindum. Trofim Lysenko er
enn i miklu uppáhaldi hjá
Krúsjeff, þó hann neiti að við
urkenna þann augljósa og mik
ilsverða árangur, sem síðasta
áratuginn hefur náðst að því
er kjarnasýrur sner.tir og að
nokkru leyti hefur orðið til
þess að svipta hulunni fró
leyndardómum erfðanna. —
Peter Kapitsa, hinn frábæri,
sovézki lífeðlisfræðingur, var
ávítaður síðastliðið vor fyrir
að hafa hugrekki til að benda
á það tjón, sem marxískir
hugmyndafræðingar hefðu
valdið sovézkum vísindum. —
Og vísindalegar bollaleggingar
ólærðra manna á borð við
Engels og Lenin eru enn með-
al sovézkra kreddukenninga,
sem í hávegum eru hafðar,
þannig að vísindamenn í
Sovétríkjunum verða að fara
mjög varlega í sakirnar við að
gagnrýna úreltar hugmyndir í
skrifum manna þessara".
50.000 fóstureyðing-
Útför Bryndísar
Sigurjónsdóttur
Fjölmenni í Árbæ
um helgina
UM 1.800 rnanns komu til Ár-
bæjar um verzlunarmannahelg-
ina. Engin sérstök skemmtiatriði
fóru þar fram til þess að laða
fólk að, en engu að síður
streymdu Reykvíkingar á stað-
| inn og skemmtu sér þar með
prýði. Fór allt fram á hinn prúð-
mannlegasta hátt. Veitingar þágu
menn í gamla Dillonshúsi, og
einnig voru dúkuð borð fyrir
utan húsið.
Margir gamlir verzlunarmenn
hittust við Árbæ, en þar var
fyrsta verzlunarmannahátíðin
haldin árið 1920.
Alls hafa nú komið um 10 þús-
und manns til Árbæjar síðan
19. júní.
Flutningaskip týndist
Fannst með bilaða vél en óskaði
ar á 3 mánuðum
Vínarborg, 9. ágúst. —
NTB — Reuter.
VERKAI.ÝÐSBLABH) Nepszava
í Búdapest í Ungverjalandi skýrir
frá því í síðasta hefti, að skráðar
hafi verið 50.000 fóstureyðingar
í Ungverjalandi fyrstu þrjá mán-
uði þessa árs. Á sama tíma
fæddust 33.000 börn í landinu.
Blaðið gefur þær upplýsingar,
að allar konur geti fengið fóstri
eytt, ef þær óski þess og þurfi
SÉÐDEGIS á þriðjudag lézt í
Reykjavík ísleifur Árnason, borg
ardómari. Hann var fæddur 20.
apríl aldamótaárið á Geitaskarði
í Langadal, sonur Árna Ásgríms
bónda þar og hreppstjéra
Þorkelssonar. Hann lauk stú-
dentsprófi í Reykjavík 1923,
varð cand. juris frá Háskóla
íslands 1927. ísleifur gerð-
ist fulltrúi hjá borgarfógetanum
1928. 1935 — 1936 dvaldist hann
við framhaldsnám í lögfræði er-
lendis og var skipaður prófessor
við Háskóla íslands 1936 og
gegndi því starfi til 1948. Var
hann síðan fulltrúi hjá borgar-
dómaranum í Reykjavík og síð-
ast borgardómari. 1943 — 1944
var ísleifur settur dómari í
Hæstarétti. Auk þessa gegndi
hann fjölmörgum trúnaðarstörf-
um fyrr og síðar.
litlar ástæður að vera fyrir hendi.
Er sem dæmi tekið, að nægilegt
sé fyrir konu að hafa ráðgert
ferðalag, áður en hún varð barns
hafandi til þess að hún sé losuð
við fóstrið. Ennfremur er sú
ástæða fullnægjandi að hjón hafi
ekki efni á að eignast barn, því
þau séu að spara sér fyrir íbúð
eða bifreið.
Blaðið segir, að sérstök nefnd
annist milligöngu um fóstureyð-
ingar. Nsfndin hafi þá reglu að
telja konur á að halda fóstrinu,
en sitji þær fastar við sinn keip
samþykkir nefndin fóstureyðing-
una.
Þá upplýsir blaðið að skráðar
fóstureyðingar séu fleiri en
skráðar barnsfæðingar á sama
tíma, en þær eru eru 33.000
og loks að algengt sé að ýmiss
bonar sjúkleika kvenna megi
rekja til fóstureyðingar — og
margar konur verði ófrjóar eftir.
Skemmti-
lerð Hvatar
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt
fer í þriggja daga skemmtiferð
austur að Kirkjuibæjarklaustri
mánudaginn 13. ágúst kl. 8 f. h.
Farið verður frá Sjálfstæðishús-
inu, og komið aftur þangað á
miðvikudagskvöld. Verða skoð-
aðar allar hinar fögru sveitir,
sem farið er um og ekið fyrsta
daginn að Kirkjubæjarklaustri
og gist þar. Næsta dag verður
farið að Núpsstað, bæn/húsið
skoðað og flfcir staðir og gist
næstu nótt í Vík í Mýrdal. Þann
14. verður haldið til Reykjavík-
ur með viðkomu í Dyrhólaey og
Skógaskóia. í öllum ferðum fé-
lagsins hefur verið mikil þátt-
taka, og vonast íerðanefndin
eftir að svo verði nú.
Allar upplýsingar og farmið-
ar fást til laugardagskvölds hjá
Ástu Guðjónsdóttur, Tómasar-
haga 24, sími 14252, Kristínu
Magnúsdóttur, Hellusundi 7,
sími 15768, Gkiðrúnu Ólafsdótt-
ur, Veghúsastíg 1A, sími 15092
og Maríu Maack, Þingholts-
stræti 25.
ekki aðstoðar
ÚTFÖR frú Bryndísar Sigurjóns
dóttur var gerð frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík í gær. Séra Jón
Auðuns jarðsöng, Páll ísólfsson
lék á orgel og Guðmundur Jóns-
son söng einsöng í kirkjunni.
Stjórn og félagar úr Tónskálda-
félagi fslands báru kistuna úr
kirkju. Fjölmennt var í kirkj-
unni og athöfnin öll hin virðu-
legasta.
Þórður á Mófells-
stöðum látinn
Sl. mánudag lézt Þórður Jóns-
son, Mófellsstöðum í Skorradal,
88 ára að aldri. Hann var blind-
ur alla ævi, en þrátt fyrir sjón-
leysið vann hann að smíðum og
var landskunnur hagleiksmaður.
Urðu ýmsar smiðar hans frægar
hér Og hlutu verðlaun á iðnsýn-
ingum. Þórður á Mófellsstöðum
var maður greindur og vinsæll af
öllum, sem hann þekktu.
f GÆR var lýst eftir hollenzka
flutningaskipinu Medusa, sem
fór frá Akranesi hlaðið sementi
á hádegi á mánudag og var
væntaniegt tU fsafjarðar á
þriðjudag. Kom skipið ekki til
fsafjarðar á tilsettum tíma, og
hóf slysavarnafélagið þá að
beiðni Sementsverksmiðjunnar
fyrirspumir um skipið í fyrri-
nótt og héit þeirn uppi um nótt-
ina um Loftskeytastöðina í Rvík
án árangurs.
Fyrirspurnirnar báru ekki
árangur um nóttina en nokkru
eftir að útvarp hófst í gærmorg-
un, og lýst hafði verið eftir
skipinu þar, bárust þær frétt-
ir frá Kollsvík við Látrabjarg
að flutningaskip hefði sézt á
reki til hafs á Patreksfjarðarflóa
í fyrrad. Var talið að það mundi
skipið hafa verið á ferð. Um
klukíkan 11 í gærmorgun hafði
Medusa samband við Loftskeyta
stöðina á ísafirði og tilkynnti að
skipið lægi út af Dýrafirði með
bilaða vél. Óskaði skipið ekki
aðstoðar og taldi að vélin mundi
komast í lag fljótlega. Ágætt veð
ur var á þessum slóðum í giær.
— Medusa er 700 lestir að stærð
og flytur 250 tonn af sementi.
— Marilyn
Framhald af bls. 1. ^
hefði alltaf verið að leggja áætl-
anir fyrir framtíðina, og ferill
hennar, sem leikkonu hefði að-
eins verið á byrjunarstigi. Marg-
ar konur væru eins fagrar og
Marilyn hefði verið, en fáar
hefðu þær til að bera þann skín-
andi persónuleika, er einkenndi
hana.
Hann lauk máli sínu með þvt
að segja, að Marilyn hefði án
efa verið með hæfileikamestu
leikkonum vorra tíma.
\'/lHAI5hnúior ¥: SnjóÁomo 7 Sfrúrír >< KuUatkH
| SVSÖhnutor t úiism K Prumur /y/t,mU ^ HitttHf
H Hmt |
LÆGÐIN austan við norður
odda Grænlands hreyfist A
eftir og mun verða við suður
strönd landsins i dag og valda
þá austlægri átt og sennilega
rigningu á Suðurlandi.
Norðan-áttin var heldur far-
gola, síðan stinningskaldi,
sennilega dálítil rigning.
Faxaflói til Vestfjarða og
miðin: A eða NA gola, skýjað
með köflum.
Norðurland til Austfjarða
og miðin: NA gola, skýjað,
in að ganga niður í gær. Þó
var ennþá víða rigning norð-
austan lands klukkan 15 og
aðeins 3ja stiga hiti í Möðru-
dal.
Veðrið kl. 10 í gærkvöldi:
Sv-land og miðin: Austan
sumstaðar dálitil rigning.
SA-land og miðin Austan
gola, síðan kaldi, dálítil rign-
ing.
Horfur á föstudag: Senni-
lega norðlæg átt, dálítil rign-
ing norðanlands en þurrt að
mestu á Suður- og Vestur-
landi.
0 Reiði í Hollywood
Dagblaðið New York Post seg-
ir frá því í dag, að meðal leikara
í Hollywood sé ríkjandi mikil
reiði, sökum þess, að mörgum
heimskunnum leikurum var
meinað að vera við útför Mari-
lyn. Þeirra á meðal var Dean
Martin, Gene Kelly, Peter Law-
ford og einkaritari Marilyn May
Reis. Segir blaflið,' að Milfcon
Rudin lögfræðingur Marilyn
hafi mótmælt þessu við Joe Di
Maggio baseball-leikarans, sem
var annar eiginmaður Marilyn —.
og harmað að nánustu vinir
hennar skyldu ekki fá að taka
þátt í útförinni.
Blaðið segir Di Maggio hafa
svarað því tii, að væri það ekki
vegna margra þessara vina henn
ar, væri Marilyn ekki þar sem
hún nú er.
Blaðið segir ennfremur frá
því, að Peter Lawford, sem er
mágur Kennedys, forseta, hafi
hringt tii Marilyn á laugardags-
kvöld. Hafi hann skýrt lögregl-
unni svo frá, að hann hafi hringt
snemma um kvöldið og boðið
henni til kvöldverðar. Hún hafi
hafnað boðinu, sagzt vera þreytt
og vilja sofna snemma. Ekki er
víst, að símatal Lawfords sé sú
símhringingin. er lögreglan leitar
eftir — en vænzt er að þar sé
að finna einhverja skýringu á
láti Marilyu, ,
C