Morgunblaðið - 09.08.1962, Page 12
12
MORnrnVRL4Ð1Ð
Fimmtudagur 9. ágúst 1962.
Cið hjónin stöndum í ómetanlegri þakkarskuld við vini
okkar hvaðanæfa fyrir hlýhug og vináttu okkur auð-
sýnda á sjötugsafmæli mínu og fjörutíu og fimm ára
hjúskaparatmæii okkar hjóna. — Það var okkur sérstakt
gleðiefni er við clvöldumst erlendis að okkur skyldi ber-
ast gjafir og blóm er báru svo órækan vott um vináttu
sendenda. — Ekki sízt þökkum við börnum, barnabörn-
um og starfsfólki til sjós og lands fyrir gjafir, kveðjur
og blóm, sem svo ómetanlega vottuðu um tryggð og vin-
áttu. — Kveðjur okkar til ykkar allra.
Guðrún og Guðmundur Jónsson, Rafnkellstöðum.
17/ leigu
2ja herbergia kjallaraíbúð í Hlíðunum. Hitaveita.
Aðeins regiusamt og ábyggilegt fólk kemur til
greina. TiJboð er greini aldur, fjölskyldustærð og
atvinnu sendist MhJ. merkt: „X Y — 7482“ fyrir
hádegi laugardag.
Símasfúlka
óskast. Ensku — dönsku og nokkur vélritunar-
kunnátta nauðsynleg. — Umsækjendur komi til við-
tals í Tjarnargötu 4, 4. hæð í dag kl. 5—7 e.h.
Dagblaðið JVIYND.
Eiginmaður minn
ÍSLEIFUR ÁRNASON
borgardómari,
andaðist i Borgarspítalanum 7. þessa mánaðar.
Soffía Árnason.
SVAVA SKAFTADÓTTIR, kennari
lézt 1. ágúst sl. Jarðarförin hefir farið fram. Þökkum
auðsýnda samúð.
Systkinin.
Eiginmaður minn og faðir okkar
PÁL.L PÁLSSON
sem andaðist á Vífilsstöðum 1. ágúst, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. ágúst kl. 10:30
f.h. — Athöfninni verður útvarpað.
Eiginkona og börnin.
Móðir okkar
RAGNHILDUR TEITSDÓTTIR
sem andaðist 30. júh verður jarðsett frá Dómkirkj-
unni í dag fimmtudaginn 9. þ.m. kl. 1,30 e.h. — Þeim,
sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á
Slysavarnarfélag Islands.
Þórey Bóðvarsdóttir,
Ágúst Böðvarsson.
Þökkum hjartanlega einstaklingum og félögum auðsýnda
samúð og vinarhug, vegna fráfalls eiginkonu minnar,
móður og tengiamóður
SOFFÍU JVI. ÓLAFSDÓTTUR
Sérstakar þakkir færum við Maríu Maack, forstöðukonu
fyrir hennar miklu hjálp og fórnarlund, ennfremur
þakkir til allra annarra á sjúkrahúsinu, sem veittu henni
hjálp.
Kristinn Sveinsson,
Egill O. Kristinsson,
Guðrún Kristinsdóttir,
Hrafnkell Kjartansson.
Innilegar þakkir vottum við öllum vinum og vanda-
mönnum, er sýnt hafa okkur vinsemd og hluttekningu
við fráfall
GUNNLAUGS BLÖNDAL, listmálara.
María og Björn Blöndal,
Sigríður og Björn Blöndal.
Sveinn Þorláksson
stöðvarstjóri í Vík
í DAG á heiðursmaðurinn,
Sveinn ÞorJáksson, fyrrv. sím-
stöðvarstjóri í Vík í Mýrdal 90
ára afmæli.
Hann er fæddur að Þykkvabæ
í Landbroti 9. ágúst 1872. Foreldr
ar han voru, Þorlákur Sveinsson,
bóndi þar og kona hans, Stein-
unn Þorsteinsdóttir frá Núpum í
Fljótshverfi. 17 ára gamall fór
hann að heiman í lausamennsku,
og stundaði margskonar vinnu
við sjó og í sveit. En árið 1896
réðst Sveiiui til skósmíðanáms á
Eyrarbakka hjá Jóni Vilhjálms-
syni frá Hofi, en hann varð síðar
kunnur skósmiður í Reykjavík
um langt skeið.
Sveinn lauk prófi í iðninni, og
kvæntist árið 1899, Eyrúnu G-uð
ATLAS
Crystal King
°g
Crysrtai CJueen
ÞEIR ERU KONUNGLEGIR!
ir glæsilegir utan og innan
ii' hagkvæmasta innrétting
sem sézt hefur
stórt hraðfrystihólf með
sérstakri „þriggja þrepa“
froststillingu
sjálfvirk þíðing
i( færanleg nurð fyrir hægri
eða vinstri opnun
ÍC nýtízku segullæsing
it innbyggingarmöguleikar
it ATLAS gæði og fimm ára
ábyrgð
it þrátt fyrir augljósa yfir-
burði eru þeir lang ódýr-
astir
Góðir greiðsluskilmálar.
Sendum um allt land.
i
QIN I X
O. KORNERUP HANSEN
Sími 12606 - Suðurgötu 10.
mundsdóttur frá Ytri-Dalbæ í
Landbroti. Var hún annáluð dugn
aðarkona og manni sínum sam-
hent, en er nú farin að heilsu.
Þau hjónin hófu búskap alda-
mótaárið, og settust að í Vík í
Mýrdal. Voru þau meðal fyrstu
landnemanna í Víkurkauptúni,
og hafa lifað þar saman í meira
en 6 áratugi, og notið, að verð-
leikum, virðingar samborgara
sinna. í Vík stundaði Sveinn iðn
sína, en greip jafnframt alla þá
vinnu aðro, sem til féllst og hann
gat koniizt yfir, því að þarfirnar
urðu miklar og munnarnir márg
ir, sem þurfti að seðja. Þau hjón
eignuðust 15 börn, og eru 11
þeirra á lífi. öll eru þau systkin
myndar- og dugnaðarfólk eins og
foreldrarnir, og gegna ýmsum
störfum í þjóðfélaginu, Eru af-
komendur þeirra Sveins og Ey-
rúnar nú orðnir margir, því að
barnabörn eiga þau mörg og
nokkur barnabarnabörn.
Það segir sig sjálft, að oft hafa
þau hjónin þurft að halda spart
á, því að ekki voru fjölskyldu-
bæturnar til þess að létta undir
með barnmörgum heimilium á
fyrstu áratugum aldarinnar, og
mikið starf ei að koma stórum
barnahópi vel til manns. En það
tókst þeim giftusamlega eins og
annað.
Þegar landssíminn var lagður
til Víkur árið 1914, gerðist Sveinn
Þorláksson stöðvarstjóri. Var
þetta fyrst aðeins aukastarf, sem
hann sinnti jafnframt skósmíð-
inni, því að þá notuðu menn ekki
símann nema í brýnni þörf. En
þetta breyttist, og má telja að að
allífsstarf Sveins hafi verið í
þágu landssímans. Fyrir það er
hann líka kunnastur. Því starfi
gegndi hann fram yfir áttræðis
Túnþökur
úr Lágafellstúnl.
Gróðrastöðin við Miklatorg.
Sími 22-8-22 og 19776.
grANit
aldur við óvenjulegar vinsældir,
og af slíkri lipurð og samvizku-
semi að með eindæmum má
telja. Nú ei Helga dóttir Sveins
tekin við símstjórastarfinu, og er
það vel, því að hún hefir erft
lipurð föður síns. Gamli maður-
inn hefir þó ekki lagt árar í bát-
Hann starfar ennþá mikið. Þessi
níræði öldurjgur skrifar enn alla
símareikninganna, en heyrnin er
tekin að bila allmikið, og er hann
því af þeim sökum að miklu hætt
ur að afgreiða samtöl. En þurfi
að sækja fólk : símann, er Sveinn
tilbúinn að skreppa út um allt
þorp. Hleyptir hann þá við fót og
mælir glaðlega við vegfarendur.
Hann er síglaður á að hitta, oft
með spaugsyrði á vörum, og fylg
ist með því'. sem skeður innan-
héraðs og utan eins og ungur
maður.
Svo mikil er samvizkusemi
Sveins, að honum finnst helzt
aldrei hægt að hafa símann lok
aðan, þótt hinn lögboðni sima-
tími sé liðinn og starfsdeginum
lokið. Hver veit, hvenær fólk þarf
á lækni að halda. Bílarnir, sem
eru í förum, geta verið bilaðir
fyrir austan eða sunnan, og bíl-
stjórarnir þurft að koma boðum
heim. Konurnar, sem eiga menn
sína í ferðum, þurfa líka að vita
af þeim þegar þeim seinkar vegna
snjóa á vetrum eða vatnavaxta á
Mýrdalssandi á sumrum. Það get
ur strandað skip á Meðallands-
fjörum. Ekki má síminn þá vera
lokaður. Það gæti riðið á mörgum
mannslífum. Öldungurinn situr
í námunda við skiptiborðið þar
til hann fer að hátta á kvöldin,
og hann er kominn þangað aftur
er aðrir rísa úr rekkju á morgn
anna. Sveinn veit allt um færð
og veður, og þurfi einhver að fá
upplýsingar, gefur hann þær ætíð
með sama glaða geðinu og hóg-
værðinni.
Öll hin miklu aukastörf vinn-
ur Sveinn í þágu samborgara
sinna, án þess að ætlast til
greiðslu. Verður það aldrei þakk
að eins og vert er. En gleðin, sem
hann hefur fundið í starfi sínu,
er honum áreiðanlega mikils
virði og kannski miklu verðmæt
ari en auður fjár. Óskipt vin-
átta og þakklæti sýslunganna, er
Sveini efalaust líka mikilsverð.
Þegar ég minnist þessa níræða
merkismanns dettur mér í hug,
að meðal annarra nefnda, sem
við fslendingar eigum, er ein,
sem heitir orðunefnd. Árlega
krossar hún fjölda manna, sem
unnið hafa föðurlandinu og sam
borgurum sínum vel. Sumir eru
orðnir riddarar um þrítugsaldur,
svo að varla er þeim fisjað sam-
an. Mikið á ættjörðin þeim að
þakka þegar þeir eru orðnir ní-
ræðir eins og Sveinn Þorlákss., et
Guð gefur þeim að lifa svo Jengi.
En aldrei hefur orðunefndin átt
riddarakross afgangs handa sím
stöðvarstjóranum í Vík, enda
mun hann aldrei hafa keipað eft
ir slíku, og enginn fyrir hans
hönd. Mundi Sveinn að líkindum
leggja lítið upp úr því að vera
sleginn til riddara. En sé Fálka
orðan til þess að sæma þá menn
henni, sem unnið hafa opinber
störf svo vel að sómi sé að, þá á
Sveinn Þcrláksson skilið að fá
hana. Eg fullyrði að samvizku-
samari ernbættismenn en hann, á
ríkið ekki marga. Kannski eru
þetta stór orð, en ég legg þau hik
laust undir dóm allra, sem mál-
um eru kunnugir, og ég veit fyrir
fram að sá dómur verður á einn
veg.
Það er mikils virði að menn
leysi vel sf hendi þau störf, sem
þeim er trúað fyrir, og af þeim
krafizt. Slíkt ber að þakka. En
hitt er þó meira um vert, að
vinna langt fram yfir fyllstu
kröfur. Þannig hafa störf Sveins
Þorlákssonar verið unnin um
fjölda ára, öllum, sem njóta áttu
til ómetanlegs gagns.
Skaftfellingar eldri og yngri
þakka Sveini og hinni góðu konu
hans mikilsverð og vel unnin
störf á langrí ævi. Hinir mörgu
vinir þeirra fjær og nær senda
þeim hlýjar kveðjur á merkum
tímamótum, og óska þeim báðum
góðs ævikvölds.
Ragnar Jónsson.