Morgunblaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 18
18 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. ágúst 1962. fslenzku leikmennirnir hafa 110 landsleiki að baki — en mæta nú reyndum og kaup- háum afvinnumönnum ÍSLENZKA landsliðið er nú senn á förum til írlands, þar sem það heyir fyrri leik sinn við íra um það hvort land- anna skuli halda áfram að komast í 2. umferð í keppn- inni um svonefndan „þjóða- bikar“ í Evrópu. Leikurinn verðtu- á sunnudaginn í Dubl in, en heim koma liðsmenn á mánudagskvöld. * 110 LANDSLEIKIR SAMANLAGT Það er ekki hægt að segja að við teflum fram óreyndu landsliði í þetta sinn. Samtals eiga landsliðsmenn fslands nú að baki 110 landsleiki og verður þvi meðaltal á hvern leikmann 10 leikir. Það er fyrst og fremst Rík- harður Jónsson og Helgi Dani- elsson sem hækka meðalleikja- fjöldann svo mjög. Ríkharður leikur nú sinn 27. leik og Helgi sinn 22. Þrír aðrir leikmenn eru á eða Valbjörn sigraöi Meistaramót íslands í frjáls um íþróttum hélt áfram á Laugardalsvellinum í gær- kvöld, í bezta veðri. Keppt var í fimmtanþraut,. 3000 m hindrunanhlaupi, \ 4x100 m boðhlaupi og 4x400 m boðhlaupi. Sigurvegari í fimmtarþraut var Valibjörn Þorláksson, ÍR hlaut hann 2817 stig. Annar varð Björgvin Hólm ÍR, hlaut 2706 stig. Kjartan Guðjónsson KR, varð þriðji með 2505 stig, fjórði varð Páll Eiríksson FH, hlaut 2398 stig. í fimmta sæti var Jón Þ. Ólafsson ÍR, með 2108 stig. í 4x100 m boðhlaupinu sigr- aði A-sveit ÍR, hljóp á 44.0 sek. (í sveitinni voru Skafti, Vilhjálmur, Björgvin og Val- björn. Kr-sveitin varð önnur á 44.7 sek. og B-sveit ÍR þriðja á 46.9 sek. í 4x400 m boðhlaupinu sigr- aði Sveit KR á 3.37.2 mín. 1 sveitmm voru Kristleifur, Agnar, Þórhallur og Valur). ÍR-sveitin önnur á 3.30.6 mín. Ármanns sveitin lauk ekki hlaupinu. í fimmtanþrautinni setti Kjartan Guðjónsson nýtt drengjamet í kringlukasti. — kastaði 43.29 m (fullorðins- kringla). — Athygli vakti frammistaða Páls Eiríkssonar í 1500 m hlaupi þrautarinnar, en hann hljóp á 4.29.5 mín, er gefur 510 stig. j Árangur Val'bjamar í þraut inni varð sem sér segir: Lang- stökk: 6.50 m — Spjótkast 54.09 m — 200 m hl. 22.7 sek — Kringlukast 38.72 m — 1600 m hl. 5.20.6 mín. yfir meðaltalinu. Ámi Njálsson og Þórður Jónsson, sem báðir leika sinn 13. leik og Þórólfur Beck sem nú leikur 11. landsleik sinn. Aðrir fylgja fast á eftir. Hörður Felixson leikur sinn 10. leik, Ga.ðar og Sveinn Jónsson sinn 9. Ellert sinn fjórða og Bjarai Felixson sinn annan leik. Nýliði er líka í þessu „reynda“ liði, Akureyringurinn Skúli Ágústsson, sem jafnframt er skautameistari íslands. ★ HARÐSNÚNIR MÓTHERJAR En það er líka eins gott að liðsmenn eru ekki alveg reynslulausir. Irar tefla fram sínu bezta liði og kalla heim 11 atvinnumenn sem leika með heimsfrægum enskum knattspyrnuliðum. — Verður þetta án efa langsterkasta írska liðið sem Island hefur mætt, en „heimamenn" í Ir- landi, að mestu áhugamenn, hafa áður tvivegis unnið ísl. landsliðið, bæði í Reykjavík og í Dublin — á sama velli og nú verður leikið á. Lið Ira er þannig: Markvörður: Kelly (Prest- on). Bakverðir: Dunne (Manch. United) og Traynor (Southamp- ton). Framverðir: Saward (Hudd- ersfield), Hurley (Sunderland), McGrath (Blackb. Rov.) Framherjar: Hale (Doncaster), Giles (Manch. United), Cant- well (Manch. Utd.), Fogarty (Sunderland) og Tuohy (New- castle). ★ MÖGULEIKARNIR Þess er vart að vænta að Is- lendingum takist að sigra þetta atvinnumannalið, en sýnilegt er að Irar leggja mik ið upp úr að ná góðu marka- forskoti á heimavelli sínum. Leikurinn hér í Reykjavík 2. september getur því haft mikla þýðingu, ef ísl. liðið bíður ekki stórósigur í Dubl- in á sunnudaginn. Reglur „Þjóðabikars" keppn- innar eru þær að landslið við- komandi landa mæta, en ekki félagslið eins og í keppninni um Evrópubikarinn. Sérhvert land má nota atvinnumenn ef það vill. Leikmenn verða að vera upprunndr í því landi sem þeir leika fyrir. 32 lönd eru með í 1. umferð keppninnar. 16 falla úr þegar leikið hefur verið heima og heiman, en síðan heldur úrslita- keppnin áfram þangað til „Þjóða meistarinn“ er fundinn. Frjálsiþróttasamband Islands ||| (hefur fengið góðan gest ihing- að til lands. Bandarískur (þjáli ari að nafni Wernon Cok kom hingað á föstudaginn og dvelst hér fram undir Evrópumeist- aramótið undir miðjan septem Kennir frítt - gefur áhöld bermánuð. Mun Cok veita Ev- rópumeistaramótsförum okkar tilsögn, en jafnframt mun hann aðstoða aðra frjáls- íþróttamenn og mun þegar ráð . ið að hann fari til Hafnarfjarð ar, Selfoss Og Akureyrar og iþjálfi þar stuttan tíma. Cok kemur hingað án kostn aðar fyrir ísl. frjálsíþrótta- hreyfingu. Það var upplýs- ingamálaskrifstofa Bandaríkj- anna hér sem gekk í málið og fyrir tilstuðlan hennar er iþessi ágæti þjálfari kominn. Kostnaður af för hans og dvöl er greiddur af Bandaríkja- stjórn. Cok hafði meðferðis hingað tvær trefjaglerstangir og hef- ur Valbjörn Þorláksson fengið þær til nota og mun sennilega fá þær að gjöf. Hefur Cok til umráða fé sem nota má til áhaldakaupa ög gefa íþrótta- mönnum. Eru stangir þessar hinar vönduðustu. Valbjörn hafði áður fengið slíka stöng, en hún brotnaði er Valíbjörn var í keppni í Noregi. Mun nú Valbirni notast vel af reynslu þeirri er hann hafði aflað með æfingu í sumar á hinni stönginni. Cok tók þegar til starfa er hann kOm hingað. Um helgina var hann í hópi 20 frjáls- íþróttamanna sem pöntuðu sér dvöl í íþróttaskóla Vilhjálms og Höskuldar í Reykjadal. — Var þar mikið æft og Cok hafði nóg að gera. Öllum héraðssamböndum mun heimilt að æskja komu og tilsagnar Wernon Cok og mun FRÍ ráðstafa tíma hans svo dvöl hans komi að sem beztum notum. FH og Ármann í kvöld ÍSLANDSMÓTI kvenna í úti- handknattleik fer nú senn að Ijúka. Hafa línurnar skýrzt svo að FH og Ármann eru sigur- stranglegustu liðin. Ármann vann leik sinn gegn KR í fyrra- kvöld með 5—2 og hefur eftir það forystu í mótinu með 18 stig. FH hefur 8 stig en einum leik færra. í kvöld mætast FH og Ármann í Kópavogi og verður það án efa úrslitaleikur mótsins. Vinni FH getur orðið um aukaleik að ræða. í 2. fl. vann Fram lið FH með 14—1. Leikur Ármanns og KR var oft skemmtilegur. Sérstök til- þrif sýndi 12 ára gömul telpa í marki KR, Hansína Melsted. Án góðrar markvörzlu hennar hefði sigur Ármanns orðið stór. Akureyringar unnu Færeyinga meft 6:1 FÆREYSKA landsliðið í knatt spyrau lék annan leik sinn hér á landi á Akureyri í gærkvöld. Var margt áhorfenda þrátt fyr- ir kulda og norðangolu. Akur- eyringar tóku vel á móti Fær- eyingunum og höfðu yfirburði í leiknum. Unnu Akureyringar með 6 mörkum gegn 1. 1 hálf- leik stóð 3—0. Lið Færeyinga mun eitthvað hafa verið veikara en í lands- leiknum, þar sem tveir leik- menn eru farnir. Akureyringar byrjuðu með sókn og á 3. mín. skora þeir fyrsta markið. Skoraði Jakob Jakobsson með fallegu skoti af nokkru færi. Allan hálfleikinn lá nær óslit- ið á Færeyingum. Þeir gerðu eitt og eitt upphlaup, sem öll voru kraftlaus og hættulítil. Seint í hálfleiknum skoraði Steingrímur af stuttu færi og stuttu oíðar það þriðja, einnig af stuttu færi. í byrjun síðari hálfleiks kom- ust Færeyingar í sókn. Þvaga varð við mark Akureyrar og Samúelsson skoraði með snöggu skoti, sem Einar réði ekki við. Akureyringar hefndu fljótt — og það með 2 mörkum. Skoraði Skúli Ágústsson það fjórða með föstu skoti sem vörn og mark- vörður fengu ekki varið. Jakob bætti því 5. við stuttu síðar, — fallegt mark. Steingrímur hafði svo síðasta orðið og skoraði 6. markið rétt fyrir leikslok. Framlína Akureyringa var mjög góð og var Jakob Jakobs- son aðaldriffjöður hennar. Átti hann frumkvæði að flestum mörkunum. Hansína Melsted minnkaði ósigur KR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.